Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 17 samtali við DN hvort Umhverfis- flokkurinn fái ráðherrastóla en hann hefur þó lýst yfir áhuga á því að þróa samstarfið við hann enn frekar og gera það nánara. DN gerði könnun á hug kjósenda stjórnarflokkanna til kosningabanda- lags borgaraflokkanna. Í ljós kom að fimmta hverjum kjósanda stjórnar- flokkanna þótti vænlegri tilhugsun að kjósa borgaralegan flokk ef hann væri í kosningabandalagi með hinum borgaralegu flokkunum en ella. Ef það hlutfall mundi kjósa borgaraleg- an flokk í stað Jafnaðarmannaflokks- ins, Umhverfisflokksins eða Vinstri- flokksins, blasir borgaralegur sigur við. Hins vegar er einn af hverjum tíu úr hópi kjósenda borgaralegu flokk- anna sem er hræddur um að stefnu- mál flokkanna þynnist út og miklu þurfi að fórna fyrir sameiginlega stefnuskrá. Skuggaráðuneyti að tillögu Hægriflokksins Formennirnir fjórir virðast mestu mátar þegar þeir sitja fyrir svörum á heimili Maud Olofsson undir útsaum- uðum innrömmuðum orðunum „Det bästa vi har är varandra“ eða „Það besta sem við eigum er hvert annað“. Það lítur út fyrir að formaður Mið- flokksins sem hefur 6,5% fylgi skv. skoðanakönnuninni, Maud Olofsson, sé potturinn og pannan í samstarfinu þegar hún býður hinum heim á býlið sitt í sveitasælunni, í heita pottinn og eldhúsið sitt þar sem hún býður upp á heimabakað brauð. Upphafið að fundinum má þó rekja til tillögu formanns Hægriflokksins, Fredrik Reinfeldt, að samstarfi um stjórnarskipti. „Í fyrsta skipti munu kjósendur geta valið á milli samstiga borgaralegra afla og sundraðra vinstriafla,“ segir hann. Reinfeldt er talinn hafa fært Hægriflokkinn nokk- uð nær miðjunni og megi m.a. þakka því aukið fylgi í skoðanakönnunum nú. Nafn Reinfeldts hefur verið nefnt þegar spáð er í hver verði forsætis- ráðherra ef borgaralegu öflin ná markmiði sínu. Formennirnir fjórir vilja ekki ákveða það, a.m.k. ekki til- kynna það, fyrirfram og segjast koma að samstarfinu á jafnréttisgrundvelli þótt flokkarnir séu misstórir. Í tillög- um sínum gerir Reinfeldt ráð fyrir sex vinnuhópum sem nú verða stofn- aðir um helstu málaflokka og litið er á sem nokkurs konar skuggaráðuneyti næstu tvö árin. Borgaralegu flokkarnir eru ekki sammála um allt, t.d. ekki um skatta- mál, fjölskyldumál og félagsþjónustu. Hægriflokkurinn vill draga úr fé- lagslegri aðstoð en Þjóðarflokkurinn auka hana. Miðflokkurinn er á móti kjarnorku en Þjóðarflokkurinn vill fjölga kjarnorkuverum. Formennirn- ir viðurkenna að fórna þurfi einhverj- um stefnumálum fyrir samstarfið en að þeirra mati mun það borga sig. Sameiginleg kosningastefnuskrá í ágúst 2006 Í ágúst 2006 ætla flokkarnir fjórir að kynna sameiginlega kosninga- stefnuskrá. Veturinn 2005–2006 munu skýrslur frá sex vinnuhópum liggja fyrir en þeir verða stofnaðir á næstunni. Vinnuhóparnir eru mynd- aðir um sex málaflokka: Stefnu í efna- hagsmálum til vaxtar, Svíþjóð á þriðja árþúsundi, menntun, dómsmál og öryggi, vaxtarsvæðið Svíþjóð og velferð fyrir öryggi og valfrelsi. Hægriflokkurinn ber ábyrgð á fyrstu tveimur, Þjóðarflokkurinn sem hefur 12,8% fylgi skv. skoðanakönnunum ber ábyrgð á næstu tveimur, Mið- flokkurinn á næstsíðasta og og Kristi- legir demókratar sem hafa álíka fylgi og Miðflokkurinn eða 6,4% á þeim síð- astnefnda. Segja má að Hægriflokk- urinn beri mesta ábyrgð sem stærst- ur flokkanna, því fyrsti vinnuhópurinn sem fjallar um stefnu í efnahagsmálum til vaxtar ber ábyrgð á að tillögur hinna hópanna feli í sér tillögur um fjármögnun að fullu. Plaggið sem formennirnir sendu frá sér eftir fundinn hefst á þessum orðum: „Svíþjóð á betri ríkisstjórn skilið. Svíþjóð þarfnast nýrra leið- toga. Flokkar okkar eru ákveðnir í að mynda þannig valkost við sitjandi rík- isstjórn að kjósendur kjósi stjórnar- skipti árið 2006. Tólf ár með sósíal- demókrötum er nóg.“ Meðal áhersluatriða og lykilorða í sameiginlegu plaggi flokkanna eru velferð, frelsi, lækkaðir skattar, fyr- irtæki, menntun og fjölskyldan. Einn- ig er rætt um jafnrétti, alþjóðahag- kerfið og umhverfismál. Lögð er áhersla á að hvetja frumkvöðla og fyr- irtæki. Það á að borga sig að vinna, valfrelsi í velferðarmálum aukið, kon- ur og karlar eiga að hafa sömu mögu- leika og Svíþjóð á að vera virkur þátt- takandi í Evrópusambandinu og taka alþjóðlega ábyrgð. Formennirnir nefna fleira og í sumum tilvikum nefna þeir aðra kosti í stöðunni. En fyrst og fremst er plaggið gagnrýni á sitjandi stjórn- völd, að mörg vandamálanna stafi af því að valdþreyta hrjái núverandi stjórnvöld sem hafi enga sýn fyrir hönd Svíþjóðar, enga pólitíska hug- sjón heldur vilji bara völd. „Svíþjóð þarfnast breyttrar stefnu þar sem við snúum efnahagsþróuninni við og sköpum rými bæði fyrir aukna velferð og fyrir meira efnahagslegt frelsi með lækkuðum sköttum á venjulega laun- þega, segja formennirnir fjórir í plagginu. Gerð er grein fyrir næstu skrefum sem flokkarnir fjórir taka í átt til meiri samvinnu. Sameiginlegir þing- flokksfundir munu verða haldnir í ein- hverjum tilvikum á tímabilinu og kosningabaráttan sem hefst á næsta ári verður sameiginleg að einhverju leyti. Haldin verða námskeið og fund- ir til að skilgreina stefnu borgaralegu flokkanna í ýmsum málaflokkum, t.d. jafnréttismálum. Borgaralegu flokkarnir ætla að reyna að skilgreina og kortleggja valdastöðu sósíaldemókrata í sænsku samfélagi. M.a. vegna þess hve Jafn- aðarmannaflokkurinn hafi verið lengi við völd og sambands hans við verka- lýðshreyfinguna hafi vald hans teygt anga sína langt út fyrir stjórnmálin. Þetta sé óhollt fyrir stjórnmálin og þurfi að skilgreina, afhjúpa og stöðva. Blokkirnar tvær í sænskum stjórn- málum munu áfram takast á en af- staðan til kosningabandalagsins er mismunandi. Sumir telja borgaralegu öflin hafa farið of snemma af stað inn í kosningabaráttuna og hætta skapist á að rökræðan verði þreytt þegar loks kemur að kosningum. Hins vegar hef- ur verið bent á að formennirnir fjórir geri rétt í því að mynda bandalag svo löngu fyrir kosningar og undirbúa samstarfið vel, frekar en að hefja samstarf eftir kosningar. Án banda- lags taki þeir frekar atkvæði hver frá öðrum og samstarfið nú auki því lík- urnar á samstarfi í ríkisstjórn. steingerdur@telia.se ’Síðasta könnun á fylgiflokkanna leiddi í ljós að borgaralegum öflum vex nú fiskur um hrygg í Svíþjóð.‘ Göran Persson á í vök að verjast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.