Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 38
FRÉTTIR 38 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Ef þú þarft að selja eða kaupa bújörð hvar á landi sem er hafðu þá endilega samband við okkar mann, Jón Hólm bónda, sem aðstoðar þig með bros á vör. Bújarðir Opið hús í Maríubaug 95, 1. hæð Til sýnis og sölu í dag stórglæsileg 120 fm íbúð á 1. hæð með sérinngangi og sérverönd í suður. Húsið er einkar vel staðsett í Grafarholtinu með útsýni yfir borgina. Íbúðin er glæsilega innréttuð á nýtískulegan hátt. Engar tröppur eða stigar, engin sameign, allt sér. Verð 19,8 milj. Eydís og Björn sýna íbúðina í dag frá kl. 14-16. Allir velkomnir. Opið hús í Boðagranda 2a, íbúð 402 Gullfalleg 75 fm íbúð ásamt 9 fm geymslu í nýju lyftuhúsi á Grandanum. Íbúðin er mjög íburðarmikil með vönd- uðum innréttingum og gólfefnum. Tvennar svalir og útsýni í suður og austur. Innangengt úr húsi í lokað bíl- skýli. Sjón er sögu ríkari. Verð kr. 15,9 millj. Ólafur og Rósa sýna íbúðina í dag frá kl. 14-17. Hringið bjöllu 402. Veitingastaður til sölu Veitingastaðurinn er staðsettur miðsvæðis í Reykjavík og er vel tækjum búinn og smekklega innréttaður. Gott tækifæri fyrir duglegan aðila. Nánari upplýsingar gefa Runólfur eða Ásmundur á Höfða í gsm 892 7798 og 895 3000. Skútuhraun 7 - Atvinnuhúsnæði Vorum að fá til sölu trésmíðaverkstæði í fullum rekstri. Reksturinn er í eigin 202 fm húsnæði sem er vel staðsett í Hafnarfirði. Öll helstu tæki fylgja. Verð 18 millj. Allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur á Höfða s. 565 8000 og 895 3000. Garðsstaðir - Einbýli Höfði kynnir stórglæsilega efri sérhæð á sjávarlóð yfir golfvellinum á Korpu. Hæðin skiptist í 157,6 fm íbúð ásamt sambyggðum tvö- földum 33,7 fm bílskúr. Samtals 191,3 fm. Húsið stendur innst í botnlanga og er stórbrotið útsýni frá hæðinni til sjávar og Esjunn- ar. Öll rými eru björt og opin með mikilli lofthæð og innfelldri lýs- ingu. Hér er um einstaka eign að ræða á frábærum stað þar sem smekkvísi og vandað efnisval er í fyrirrúmi. Nánari lýsing á fast- eignavef Mbl. www.hofdi.is Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteigna- og skipasali. Suðurlandsbraut 20 Sími 533 6050 Bæjarhrauni 22 Sími 565 8000 OPIÐ 9-18 VESTURBERG 78 - REYKJAVÍK OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-17 Falleg 3ja herbergja íbúð á 6. hæð í lyftuhúsi. Nýlegt parket á gólfi. Stórglæsilegt útsýni. Áhvíl. um 9,5 millj. húsbréf og viðbótarlán. Ákv. sala. Verð 10,4 millj. Eyjólfur og Lilja bjóða ykkur velkomin. w w w . h i b y l i o g s k i p . i s Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. fasteignas., Aðalsteinn Torfason múraram., sölustjóri, gsm 893 3985. Samanlagðir kraftar fólks, annars vegar með sérþekkingu á fasteign- um og hins vegar sérþekking lög- manns. Þjónusta alla leið. Eyrarbakki Reisulegt vel byggt einbýlishús á stórri lóð ásamt bílskúr, alls 181,8 fm. Ófrá- gengið ris er yfir öllu húsinu með tilheyr- andi möguleikum. Stórt eldhús, tvær stofur, fjögur herbergi og tvær snyrtingar eru í húsinu. Húsið hefur verið heilklætt að utan og er í góðu ástandi. Stuttur af- hendingartími. Verð 13,2 m. Blásalir - 3ja herb. Kópavogi Á jarðhæð með sérinngangi í fjórbýlis- húsi 97,0 fm. Íbúðin er anddyri, stofa með opnu eldhúsi, snyrting og tvö góð herbergi með góðum skápum. Þvottahús í íbúð og góð geymsla. Vel staðsett íbúð með útsýni og fallegum garði. Verð 15,3 m. „ÞAÐ HAFA nokkrir laxar veiðst í Tungufljóti neðan við fossinn Faxa og við erum byrjuð að fá laxa í gildruna sem við komum fyrir í gamla laxastiganum í fossinum, sem við lukum við að endurgera í sumar. Mér sýnist því að allt sé á áætlun og áform okkar um að koma Tungu- fljóti á koppinn sem laxveiðiá í hæsta gæðaflokki muni standast,“ sagði Árni Baldursson leigutaki Tungufljóts í Biskupstungum. Tungufljót er vatnsmikil berg- vatnsá sem áður var jökulskotin, en því vatni var veitt annað á sínum tíma. Áin þykir of köld til að fóstra náttúrulegan laxastofn og mun þurfa stöðugar sleppingar eins og tíðkast í Rangánum. Stangaveiði- félag Reykjavíkur gerði tilraunir með laxarækt í fljótinu fyrir all- mörgum árum og smíðaði þá stig- ann sem reyndar þótti fljótlega vera mislukkaður. Ræktunin skilaði engu og var horfið frá henni. Nú er Árni að hefja starfið á nýjan leik, en með breyttum forsendum. Á næstu árum verða stórar og vaxandi sleppingar gönguseiða og verður öllu saman haldið úti með sama hætti og gert hefur verið við Rangárnar, en sem kunnugt er, eru þær aflahæstu lax- veiðiár landsins í sumar og hafa ekki horfið úr „topp fimm“ listanum í allmörg ár. Komin „sönnun“ „Við vorum með litla tilrauna- sleppingu gönguseiða í fyrra og það eru frábær tíðindi að sjá afrakstur í sumar. Að þessir laxar hafi komist í gegnum þennan frumskóg neta í Ölfusá og Hvítá að ógleymdum stangaveiðimönnunum er fyrir mér sönnun þess að þetta er hægt. Von- andi sjáum við upptöku neta á þessu vatnasvæði einhvern tímann í fram- tíðinni og þá mun þessi tilraun standa enn betur að vígi,“ bætti Árni við. Tungufljót hefur ekki verið mikið stundað veiðivatn, en nokkrir veiði- menn hafa þó vanið þangað komur sínar og þá helst veitt væna silunga, einkum urriða. Í sumar og í fyrra var hópur veiðimanna reglulega við veiðar í ánni til að kortleggja hana m.t.t. veiðistaða. Tungufljót er vatnsmikil og fögur bergvatnsá og gangi laxaræktaráformin eftir verð- ur það litrík viðbót við laxveiði- möguleikana hér á landi. Árni áætl- ar að sala veiðileyfa til laxveiði hefjist frá og með sumrinu 2006. Vopnafjarðarárnar í fluggír Mjög vel hefur veiðst í Selá og Hofsá síðustu vikurnar og hugsan- lega fara báðar framúr góðri tölu síðasta sumar. Vikuna 25. ágúst til 1. september veiddust 187 laxar í Hofsá og 189 laxar í Selá. Var þá Hofsá komin í 1.397 laxa, en Selá 1.334 laxa. Í fyrra veiddust 1.483 laxar í Hofsá og 1.558 stykki í Selá. Í báðum ánum er miklu sleppt af laxi. Lítið hefur verið veitt í Vestur- dalsá, þar er friðunar- og rækt- unarátak í gangi. Fregnir herma þó að allmikill lax sé í ánni og þegar veitt hefur verið, hefur laxi verið sleppt. Menn hafa þó gjarnan gert talsvert af því að skreppa á sjó- bleikjusvæðin í ánni og þar hefur verið handagangur í öskjunni. Frá Tungufljóti í Biskupstungum. Tungufljót næsta laxveiðiáin? Helgi H. Sigurðsson sleppir hér 95 cm áætluðum17,5–18 punda hæng í Hofsá fyrir skemmstu. Morgunblaðið/Einar Falur ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.