Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 37
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 37 BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ vekur athygli hve umræða um vaxtalækkun bankanna er mikil og einskorðast við fasta vexti. Það sem þarf að taka út eru verðbætur og vextir á verðbætur sem eru að sliga hverja fjölskylduna á fætur annarri. Þessar verðbætur voru settar á vegna verðbólgu sem var orðin þriggja stafa tala í kringum 1980 og átti að vera til skamms tíma. Bönkunum er hampað fyrir fram- takið með lækkun vaxta, það er talað um tekjutap bankanna og annað í þeim dúr. Í hvert skipti sem bankar gera upp árið og sýna fram á millj- arðahagnað er það ekki hagnaður vegna vaxta af lánum eða lántöku- gjöldum, heldur er það vegna verð- bréfaviðskipta að sögn bankamanna. Hvað á að ganga langt í að gera fólk að fíflum? Það kostar að breyta lánum og endurfjármagna lán eins og fólk er hvatt til að gera, þannig að þegar upp er staðið munar þessi vaxtalækkun engu. Stjórnendur lánastofnana og eig- endur ættu að sjá sóma sinn í því að taka út verðbætur af lánum til þess að vera samkeppnishæfir við önnur lönd í kringum okkur. UNNUR ÓSK TÓMASDÓTTIR, Efstahjalla 11, 200 Kópavogi. Umræða um vexti Frá Unni Ósk Tómasdóttur: ÞESSA daga er ekki gert annað en að skrifa um offitu og aftur offitu. Hvað er að þessum næringarfræð- ingum? Þessar konur eru sjálfar svo horaðar að þær mættu aldeilis bæta nokkrum kílóum á sig. Það eru allir með misjafnt holdafar sem getur legið aftur í ættir. Svo erum við svo misjafnlega matglöð. Auð- vitað borða ég oft Húsavíkurjógúrt eða drekk AB-mjólkina sem er mjög holl á allan hátt. Menn verða bara að finna sitt lífsmunstur. Ég verð að segja það, að maturinn okk- ar á Íslandi er alveg frábær. Ég man alltaf eftir því að einu sinni milli 30 og 40 ára rann ég úr 52 kg niður í 47 kg vegna magasjúkdóms og lystarleysis. Þvílíkt og annað eins. Fötin skröltu utan á mér. Þá leið mér svo illa að ég bað góðan Guð að hjálpa mér að fita mig og svo sannarlega gerði hann það, en það tók mig nokkuð langan tíma. Í dag er best að gera allt í hófi, segja læknarnir, og það er alveg rétt. Við eigum líka að drekka mikið af vatni, það er hollt fyrir líkamann. Auðvit- að verður að passa vigtina því mað- ur er fljótur að fitna í dag. Vegna breytingaraldurs er ég nú komin yfir það versta. En eitt er víst að margt offitufólk er í Bandaríkj- unum, en offita getur líka verið sjúkdómur. MONIKA PÁLSDÓTTIR, Torfufelli 27, 11 Reykjavík. Offita Frá Moniku Pálsdóttur: ÉG ER íbúi í Grafarholti og get nú ekki orða bundist lengur. Laus- ir hundar eru alls staðar. Svo virð- ist sem byggingamenn hafi hundana með sér í vinnuna og sleppi þeim lausum meðan þeir eru í vinnunni og hundarnir ráfa eftirlitslausir um hverfið saklaus- um vegfarendum og íbúum til mik- ils ama. Ég vil minna hundaeig- endur á að hundahald er leyft á þeim forsendum að hundurinn gangi ekki laus og sé í bandi. Á göngum mínum um hverfið verð ég oft að fara aðra leið en ég ætl- aði, taka stóran sveig eða jafnvel snúa við. Ég hef búið á nokkrum stöðum í Reykjavík en Graf- arholtið er eini staðurinn þar sem lausaganga hunda hefur viðgeng- ist. Eitt barna minna mætti urr- andi hundi í götunni á leið heim úr skólanum og átti fótum fjör að launa. Börnin mín hafa margsinnis flú- ið inn úr garðinum okkar vegna þess að þar birtast lausir hundar. Þau eru ekki óhult í eigin garði. Síðast fann ég hundaskít í mat- jurtagarðinum mínum og er mér þá nóg boðið! Er kannski hundur búinn að míga yfir kartöflurnar og rabarbarann, jafnvel sleikja úti- grillið vel og rækilega? Hvar eru eigendurnir? Þegar ég mæti fólki á göngu með lausan hund bið ég það kurteislega að setja ól á hund- inn, þá er mér sagt að hundurinn sé meinlaus! Hvernig á fólk sem er hrætt við hunda að trúa svona fullyrðingu? Þetta snýst ekki um hvort hundurinn er meinlaus og hlýðinn heldur um þau sjálfsögðu mannréttindi okkar að vera frjáls ferða okkar. Þess vegna voru settar reglur um hundahald. Holtin og móarnir í Grafarholti eru ekki hundasvæði og þar má ekki sleppa hundum. Holtin og móarnir eru varpsvæði fugla á vorin og berjamór á haust- in. Það hefur mjög oft borið við að hundum er sleppt í móinn og þá er ekki verið að tína upp eftir þá skítinn, eigandinn bíður jafnvel í bílnum. Það er útbreiddur mis- skilningur að það sé hægt að hafa hundinn lausan í útjaðri byggðar. Við mannfólkið viljum líka njóta náttúrunnar og rétturinn er okkar. Hundaeftirlitið starfar átta klukkustundir á dag og er það engan veginn nægjanlegt, – hér er veruleg þörf á hertum aðgerðum. Til sveita tíðkaðist að skjóta á færi flækingshunda og þótti sjálfsagt. Það er réttur okkar sem ekki vilj- um hunda eða erum hrædd við þá að hundarnir séu í bandi eða tjóðr- aðir þannig að þeir séu á afmörk- uðu svæði. Það eru vinsamleg til- mæli til hundaeigenda að virða reglur um hundahald og rétt okk- ar hinna til að vera frjáls ferða okkar. GUÐRÚN A. ÓTTARSDÓTTIR, Þorláksgeisla 68, 113 Reykjavík. Lausaganga hunda í Grafarholti Frá Guðrúnu Arnbjörgu Óttarsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.