Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 35 ANDRI Snær Magnason rithöfundur var ósáttur við mikinn aur sem hann sá fyrir ofan bráðabirgðastíflu við Kárahnjúka, eftir flóðin í Jöklu um dag- inn. Lýsir hann þessu í frétt í Mbl. 30. ágúst hefur áhyggjur af að aur safnist í Hálslón. Auðvitað eru fórnir samfara þessum framkvæmdum. En kost- irnir eru aðalatriði. Austurland var illa farið vegna endurtekinna brostinna væntinga um stóriðju í tvo áratugi. Nú hefur allt breyst. Þýskur „sérfræðingur“ hélt fyr- irlestur í Norræna húsinu um dag- inn og hafði „rannsakað“ að landið sem færi undir vatn við Hálslón væri tveggja milljarða virði. Ekki „rannsakaði“ hann að fasteignir á Austurlandi hafa þegar hækkað um meira en tuttugu milljarða. Markaðssetning á neikvæðri umræðu er oftast skaðleg. Við sjáum hvernig fór í hvalnum út af neikvæðum lygaáróðri um „of- veiði“ á hvölum hérlendis. Vinstri- stjórn hérlendis lét svo plata sig til að hætta hvalveiðum. Tjónið nem- ur árlega tugum milljarða. „Um- hverfisvinir“ vaða uppi með ólög- legum yfirgangi í alþjóða- stofnunum í skjóli fjármagns sem safnað er á fölskum forsendum. Fjármagnið er svo nýtt til að „styrkja“ stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka erlendis og til- gangurinn að gera þessa aðila háða peningum „umhverfisvina“. Þannir eru keypt völd til að kúga okkur! Vegna neikvæðs áróðurs „um- hverfisvina“ hérlendis stefnir nú í „árangur“. Hætt verður að nýta aurinn af botni Mývatns til að búa til verðmæti – kísilgúr. Ekkert vís- indalega áþreifanlegt sýnir að það sé til baga að fjarlægja sífellt auk- inn leir í Mývatni. Fyrir nokkrum dögum keyrði ég framhjá Mývatni. Vatnið var grágruggugt af leir í smágolu! Vatnið er sífellt að grynnast og nú er vatnsstaðan lág vegna þurrka. Kafnar nú kannski silungurinn, í „moldroki“ og Kís- iliðjunni svo kennt um? Eftir 100 ár verður Mývatn að öllum lík- indum fullt (ekki til í núverandi mynd) en „umhverfisvinir“ hafa áhyggjur af Hálslóni. Það er ekki sama hvaða aur fyllir hvaða vatn. Ein drullan er umhverfisvænni en önnur. Ef fjallað væri faglega um hugs- anlega extra kosti við Hálslón sem lítið fæst fjallað um – sé ég mögu- leika á að rakastig lofts á hálend- inu muni hækka umtalsvert vegna, uppgufunar úr Hálslóni. Hækkað rakastig mun draga úr uppblæstri. Ég get mér þessi til að gróðursæld á Héraði sé m.a. vegna raka sem gufar upp af fljótinu, þess vegna þrífist gróður vel á Héraði. Hugsanleg mætti smíða risa- „garðúðara“ (raunverulegan um- hverfisvin) til að hækka rakastig enn frekar í nágrenni Hálslóns, eða leggja „drain“ lagnir til að auka raka í jarðvegi í nágrenni Hálslóns og hjálpa þannig nátt- úrunni að græða upp örfoka mela. Þetta hálendi er lítið spennandi í moldroki, en fallegt í logni þegar myndir eru teknar. Kannski má nýta leirinn af botni Hálslóns sem áburð og rækta upp græn svæði. Landsvirkjun myndi án efa leggja til afgangsorku til dælingar á leir enda hefur Landsvirkjun alltaf verið til fyrirmyndar í umgengni á hálendinu. Það er m.a. vegagerð Landsvirkjunar að þakka að við eigum kost á að nýta hálendið til útivistar. Við eigum að þakka það sem vel er gert. Það eru margir já- kvæðir möguleikar til að gera svæðið kringum Hálsnón að nátt- úruperlu sem hluta af þjóðgarði á há- lendi Austurlands. Til þess að það geti orðið að veruleika verðum við að leggja eitthvað af mörkum annað en að mála skrattann á alla veggi úti um allar trissur. Fram- kvæmdir eru hafnar við Kárahnjúka. Okkur ber öllum skylda til að taka höndum saman og huga að því hvernig við getum gert landsvæðið í nágrenni Háls- lóns að sérstaklega aðlaðandi nátt- úruperlu til útivistar í framtíðinni. Ekki sama, aur í Hálslóni eða Mývatni Kristinn Pétursson fjallar um umhverfismál ’Markaðssetning á nei-kvæðri umræðu er oft- ast skaðleg.‘ Kristinn Pétursson Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. Einkatímar Haustönn hefst 15. september fyrir byrjendur og lengra komna. Innritun í síma 690 7424 Harmonikukennsla Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.