Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kynntu þér tilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Við erum í 170 löndum 5000 stöðum T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Milano, Alicante ... AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is Minnum á Visa afsláttinn Colostrum FRÁ RNA og DNA H á g æ ð a fra m le ið sla -fyrir útlitið blindraskólanum og framfleytti sér með tónlist. Hann fluttist síðan til Seattle og undir lok fimmta áratug- arins var hann búinn að hasla sér völl sem mansöngvaraulari. Fyrsta lagið sem hann kom á lista var Baby, Let Me Hold Your Hand en þá var hann búinn að klippa Robinson aft- an af nafninu, að sögn af virðingu við Sugar Ray Robinson, og upp frá því hét hann bara Ray Charles. Í upphafi sjötta áratugarins vann Ray Charles með tveimur af helstu blúsgítarhetjum þessa tíma, Lowell Fulson og Guitar Slim, en sá síð- arnefndi var sérlega fjörugur og kraftmikill. Helsta lag Guitar Slim, The Things That I Used to Do, út- setti Ray Charles og vinsældir þess urðu til þess að hann var beðinn að aðstoða Ruth Brown, sem var þá ein vinsælasta söngkona Bandaríkj- anna. Faðir sálartónlistarinnar Þau Guitar Slim og Ruth Brown voru bæði á mála hjá Atlantic- útgáfunni og kemur varla á óvart að Ray Charles gerði útgáfusamning við það merki. Á þessum tíma voru miklar hræringar í tónlist, rytma- blúsinn tók stakkaskiptum, takt- urinn varð lausari í sér, söngurinn tilfinningaríkari og yrkisefnið per- sónulegra. Ray Charles var mjög áhrifamikill í þeirri þróun og þó James Brown hafi verið guðfaðir sálartónlistarinnar, eins og hann benti svo rækilega á í heimsókn sinni hingað til lands fyrir skemmstu, þá var Ray Charles fað- irinn. Framan af ferli sínum hjá Atlant- ic hélt Ray Charles sig við rytma- blúsinn en fór svo að hræra hug- myndum úr trúarlegri tónlist saman við, poppi og fleiri stefnum enda hafði hann jafn miklar mætur á allri tónlist eins og títt er með svo hæfi- leikaríka tónlistarmenn. Lögin This Little Girl of Mine, Hallelujah I Love Her So, Lonely Avenue og The Right Time, urðu vel vinsæl, sér- staklega það síðastnefnda, og öll nær því sem maður myndi kalla sál- artónlist í dag en rytmablús. Mestra vinsælda naut þó lagið What’d I Say sem er ein af helstu perlum dæg- urtónlistarsögunnar. Snillingurinn syngur sveitatónlist Þó Ray Charles gengi flest í haginn á sjötta áratugnum var hann ekki sáttur við útgáfufyrirtæki sitt. Hann vildi fást við fleiri gerðir tónlistar en bara rytmablús og sálartónlist, fannst hann fá of lítið af plötusöluunni í sinn hlut og vildi að auki sjálfur eiga út- gáfuréttinn á eigin tónlist. Á end- anum sagði hann skilið við Atlantic í byrjun sjöunda áratugarins og gekk til liðs við útgáfuna ABC sem greiddi honum meira fyrir vikið en almennt tíðkaðist með lita tónlistarmenn. Hann fékk líka að halda höfund- arrétti óskertum og mátti að auki ráða hvað hann tæki upp. Ray Charles brást ekki trausti út- gefanda síns, sendi frá sér lög sem urðu gríðarlega vinsæl, Unchain My Heart og Hit the Road Jack, og út- gefandinn stóð við sitt, skipti sér ekki af því þegar Ray Charles lýsti þeirri ætlan sinni að gefa út plötu með sveit- artónlist. Það var og heillaráð því sú ólíklega blanda, litur rytmablús og sálartónlistarsöngvari að taka upp hreinræktaða kántrýtónlist heppn- aðist bráðvel, svo vel að platan, Mod- ern Sounds in Country and Western Music, þykir sígilt meistaraverk enn ina alveg og þar sem móðir hans gat ekki sinnt honum sem skyldi var hann sendur einn í lest í blindraskóla í borg langt frá heimslóðum. Þar var hann næstu árin, en þegar hann var fimmtán ára létust báðir foreldrar hans og hann því orðinn einstæð- ingur. Sannkallað undrabarn Ray Charles fann sér fróun í tón- list, var sannkallað undrabarn á því sviði, var með frábæra söngrödd, lék á fjölda hljóðfæra, samdi lög og út- setti. Hann las nótur á Braille blindraletri og þar sem hann gat ekki lesið verk og spilað samtímis þjálfaði hann með sér ótrúlegt minni á tónlist sem gerði að verkum að tólf ára gamall gat hann útsett fyrir full- skipaða hljómsveit í huganum og sagt og sýnt hverjum og einum hvað hann átti að gera. Ray Charles fékk snemma viðurnefnið snillingurinn og stóð undir því þegar tónlist var annars vegar. Ray Charles bjó áfram í Flórída um tíma eftir að hann lauk námi í Þeir týna nú óðum tölunnisem mótuðu dægurtónlistnútímans, karlar og konur.Fyrir stuttu var hér á ferðeinn af merkustu tónlist- armönnum bandarískrar sögu, James Brown, en skömmu áður lést annar stórmerkur maður, píanóleikarinn og söngvarinn snjalli Ray Charles. Þó Ray Charles hafi verið síbros- andi og sungið frekar gleðitónlist en sorgarsöngva má segja að fáir hafi verið eins vel í stakk búnir til að syngja af tilfinningu um erfiðleika og kröm en Ray Charles. Hann fæddist 23. september 1930 í Albany í Georgíu-fylki og fékk nafnið Ray Charles Robinson. Móðir hans, Aretha, var aðeins fimmtán ára og faðirinn, Baily, stakk af áður en son- urinn fæddist. Aretha fluttist með piltinn til Flórída og þar ólst hann upp í skúr með moldargólfi. Þegar Ray Charles var sex ára varð hann vitni að því er yngri bróðir hans drukknaði og ekki löngu eftir það fór honum að daprast sjón vegna gláku. Á endanum missti hann sjón- þann dag í dag og seldist að auki millj- ónasölu. Út af sporinu Vinsældir Ray Charles jukust með hverri plötu framan af sjöunda ára- tugnum, allt sem hann kom að varð að gulli, en 1965 fór hann útaf sporinu; var handtekinn með heróín í fórum sínum og hvarf sjónum manna í um ár. Hann sneri aftur með látum með lag- inu Let’s Go Get Stoned 1966 en eftir það hægði hann á taktinum, mýkti sönginn og skreytti lögin með strengjaglassúr. Með þessu móti náði hann að halda vinsældum alllengi, enn með nýjum áheyrendum, en þeim sem héldu upp á hann fyrir rytmablúsinn og sálar- sönginn fannst þeir illa sviknir. Ray Charles hafði þó ævinlega fengist við aðrar gerðir tónlistar en R&B og soul, hann söng trúartónlist og popp fram- an af ferlinum og lét oft þau orð falla að öll tónlist ætti rétt á sér. Plöturnar sem liggja eftir Ray Charles skipta tugum, enda gaf hann út tvær til þrjár plötur sum árin, en á níunda og tíunda áratugnum var hann hann rólegur í útgáfunni, enda lítil eft- irspurn eftir nýjum plötum með hon- um. Ekki voru það þó bara að vin- sældirnar dvínuðu heldur hafði hann æ meira að gera við að sinna plötuút- gáfu sem hann kom á fót og líkn- arstofnunum. Hann var þó iðinn við tónleikahald alla tíð þó lengra yrði á milli þess að hann sendi frá sér plötur; fór í tónleikaferð á hverju ári í 53 ár eða fram að því að hann varð að aflýsa tónleikaferð vegna heilsunnar á síð- asta ári. Síðustu tónleikar hans voru 20. júlí 2003, en fyrr um sumarið hafði Snillingurinn kveður Ray Charles var almennt kallaður snillingurinn á meðan hann var upp á sitt besta, enda stóðu fáir honum á sporði þegar tónlist var annars vegar. Árni Matthíasson segir frá þessum merkilega tónlistarmanni sem lést fyrir stuttu. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.