Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 54
MENNING 54 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Rakarinn morðóði Óperutryllir eftir Stephen Sondheim Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20 Miðasala á Netinu verður opnuð þriðjudaginn 7. september: www.opera.is Símasala kl. 10-18 virka daga: 511 4200 Endurnýjun áskriftarkorta er hafin RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl 20, Síðasta sýning PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert í samstarfi við Á SENUNNI Fi 9/9 kl 20, Fö 10/9 kl 20, Lau 11/9 kl 20 Su 12/9 kl 20 Örfáar sýningar Stóra svið Nýja svið og Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Í dag kl 14, Su 12/9 kl 14, Su 19/9 kl 14 Su 26/9 kl 14 CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Grímuverðlaunin: Vinsælasta sýning ársins! Lau 18/9 kl 20, Lau 25/9 kl 20, Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20 LÍT ÉG ÚT FYRIR AÐ VERA PALLÍETTUDULA? e. Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og Margréti Söru Guðjónsdóttur METROPOLITAN e. Cameron Corbett GRÆNA VERKIÐ e. Jóhann Björgvinsson Í kvöld kl 20 "ÁN TITILS" e. Ástrósu Gunnarsdóttur THE CONCEPT OF BEAUTY e. Nadiu Banine WHERE DO WE GO FROM THIS e. Peter Anderson Í dag kl 16 NÚTÍMADANSHÁTÍÐ 3/9 - 11/9 THE CONCEPT OF BEAUTY e. Nadiu Banine WHERE DO WE GO FROM THIS e. Peter Anderson Fi 9/9 kl 20 MANWOMAN e. Ólöfu Ingólfsdóttur & Ismo-Pekka Heikenheimo Fö 10/9 kl 20 Lau 11/9 kl 20 Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00 Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00 Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is Passi á allar sýningar hátíðarinnar á aðeins 4.900. ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Sun . 05.09 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Lau . 11 .09 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Sun . 12 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI F im . 16 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 18 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI „F rábæ r skemm tun“ F r i ð r i k Þó r F r i ð r i ksson , l e ika r i . MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI Sun. 5. sept. kl. 19.30 Fim. 9. sept. kl. 19.30 SÍÐUSTU SÝNINGAR: Fös. 10. sept. kl. 19:30 Sun. 12. sept. kl. 19.30 Vegna mikils álags á símkerfinu viljum við benda á að hægt er panta miða með tölvupósti í miðasala@smaralind.is eða inn á www.fame.is. 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími BRIM - e. Jón Atla Jónasson gestasýning Lau 11/9 kl. 18 Lau 11/9 kl. 21 Sun 12/9 kl. 20 SVIK e. Harold Pinter frumsýning 1/10 kl. 20 UPPSELT 2. sýning 3/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 3. sýning 7/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 4. sýning 8/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI HÁRIÐ - sýnt í Íþróttahöllinni gestasýning fös 24/9 kl. 20 - sala hafin! Áskriftarkort! 4 sýningar á aðeins 6.500 kr. LISTAHÁTÍÐ ALLAN VETURINN Tónleikaskráin komin! Kynntu þér málið á www.salurinn.is. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPT. KL. 20 OPNUNARTÓNLEIKAR TÍBRÁR Lettneski píanóleikar- inn Liene Circene leikur verk eftir Bach, Beet- hoven, Ginastera og Rachmaninov. „...gríðarleg styrkleika- breidd,...maður varð gersamlega dáleiddur, ...einhver besti píanóleikari sem hér hefur komið“. DV 21.10.03. Miðaverð: 2.000/1.600 kr. ÚLFHAMSSAGA heitir fyrsta sýn- ing Hafnarfjarðarleikhússins í nýju húsnæði sem frumsýnd verður í október. María Ellingsen hefur bæði tögl og hagldir í sýningunni, en sér til fulltingis hefur hún meðal annars finnska danshöfundinn Reijo Kela. Kela hefur stundum verið kall- aður „umhverfisdansari“, sem vísar til þeirra óhefðbundnu leiða sem hann fer í listsköpun sinni. Kela dansar nefnilega inni í skógi og úti á hafi, fyrir marga jafnt sem fáa í einu og út um allan heim. „Stysta dansverk sem ég hef gert var ein og hálf sekúnda. Það lengsta var hins vegar 164 klukku- stundir samfleytt,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. „Minnsti staður sem ég hef dansað á var 30x30 sentimetrar, sá stærsti 1x1 kílómetri. Og ég hef dansað fyrir einn áhorfanda í einu, og þúsundir áhorfenda í einu. Ég dansa mikið utandyra og kýs raunar óhefð- bundin sýningarrými fram yfir venjuleg svið.“ Orðin sem Kela notar til að lýsa starfi sínu við Úlfhamssögu eru hvorki danshöfundur né hönnuður hreyfinga. Það eru orðin hjálpari og kokkur. „Helst hefði ég viljað taka þátt í öllum sýningunum sjálfur í stað þess að semja hreyfingar fyr- irfram, en af því gat því miður ekki orðið af fjárhagslegum ástæðum. Mér líkar best að vinna inni í stund- inni, frekar en að semja fyrirfram.“ Af þessum ástæðum er það sjald- gæft að verk Kela séu sýnd nokk- urn tíma aftur eftir að þau hafa ver- ið gerð. Lýsingarnar gefa til kynna að listsköpun hans liggi á mörkum gjörninga og dans. Umhverfisdansari við störf í Hafnarfirði Morgunblaðið/Þorkell Reijo Kela hefur verið kallaður um- hverfisdansari, enda kýs hann helst að dansa í óhefðbundnum rýmum. Skáldasöfn er víða að finna.Þetta kemur í hugann viðopnun Laxnesssafns í Mos- fellsbæ. Og fréttir eru um að það muni fremur stækka en hitt og ým- isleg starfsemi tengjast því. Gæti meira að segja Egill Skalla- grímsson eða minningin um hann tengst þessu safni, umhverfi þess. Það er vissulega við hæfi. Innansveitarkronika er þarna á ferðini enda lífseig bók. Ekki er að efa að Laxnesssafn verður með glæsibrag. Það er þó ekki alltaf nauðsynlegt um söfn. Mér er ofarlega í huga minningasafn á Spáni um skáldið Miguel Hern- ández (1910– 1942) sem hafn- aði í fangelsi á Francotím- unum fyrir pólitískar skoðanir sínar og verk og endaði ævina á berkla- hæli. Einn daginn leitaði ég uppi safn hans í borginni Orihuela nálægt Alicante sem er til húsa þar sem hann bjó og látlaust að allri gerð. Sjálfur var hann ungur geitahirðir eins og faðir hans. Meðal gripa eru skórnir sem hann dó í, fáeinar bæk- ur og andrúmsloft hússins, garð- urinn og trén sem voru hluti af því sem fékk hann til að yrkja. Helsta yrkisefnið var þó kona hans og börn sem hann orti um af mikilli ein- lægni.    Halldór Laxness var enginnMiguel Hernández þótt þeir sæktu báðir þing í Moskvu. Laxness lifði þingið af en það flýtti fyrir dauða Hernández að hann fór til Moskvu. Flest spænsk skáld voru af æðri stéttum en Hernández alþýðumaður eins og fyrr segir. Kannski var það þess vegna sem þeir náðu ekki sam- an, hann og García Lorca. Halldór Laxness var sonur bónda og vegavinnuverkstjóra og átti því að skilja Hernández eins og hann hefur að öllum líkindum gert. Þegar talað er um skáldasöfn má ekki gleyma Weimar með allar sín- ar minningar og söfn um þá Goethe og Schiller. Í Weimar er maður í miklu návígi við þessa höfunda og fleiri skáld og lærdómsmenn. Ég dreg það ekki í efa að Mos- fellsdalurinn muni bjóða upp á það sama hvað snertir Laxness og Weimar fyrir Goethe og Schiller. Minningin um klukkuna sem kom upp úr fjóshaugnum mun ekki fyrn- ast enda kom skáldskapur Halldórs Laxness að hluta upp úr haug al- þýðulífs á Íslandi þótt tigin hús séu þar líka áberandi. Það mun til dæmis ekki líklegt að umræður um Halldór Laxness og ævi hans verði til þess að drepa hann eða varpa rýrð á skáldskap hans. Litlu skiptir hvaða skoðanir menn hafa á honum því að bæk- urnar lifa, að minnsta kosti flestar. Sumar eru skylduskrif og þurfa ekki að koma út með gylltum kili. Það eru til dæmis bækurnar sem eru þakkarvottur fyrir Aust- urferðir.    Skáldatími var skrifaður til aðbæta fyrir þessar bækur enda vissi Halldór Laxness að helsti galli vinstrisinna var trúgirni. Sú trú- girni getur líka ásótt hægrimenn því að allir eru mannlegir. Ég býst við því að í safninu nýja komist menn að því að höfundurinn góði var ekki guð heldur hafði ríka tilfinningu til að velta goðum af stalli. Ef hann trúði á einhverja þá var það fólk eins og Gunna stóra í Inn- ansveitarkroniku og dýrt brauð. Sjálfsagt þótti honum aftur á móti að brjóta styttur alvitringa og sérstaklega þeirra sem komu mönn- um í hafvillur með þrjósku sinni. Klukkan úr fjóshaugnum ’Ég býst við því að ísafninu nýja komist menn að því að höfund- urinn góði var ekki guð heldur hafði ríka tilfinn- ingu til að velta goðum af stalli.‘ AF LISTUM Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Á Gljúfrasteini. „Gæti meira að segja Egill Skallagrímsson eða minningin um hann tengst þessu safni, umhverfi þess.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.