Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 21
morgunkaffið eru ófúsir til að láta það útsýni af hendi. Andmælendur tillagnanna eru margir í þeim hópi sem býr nálægt þeim svæðum sem nýbyggingar eiga að rísa á. Ekki þó allir, því Seltirningar á fleiri svæðum láta sig málið varða. Íbúar þriggja húsa tapa öllu útsýni „Þrjú hús munu missa það út- sýni sem þau hafa verið með. Mað- ur skilur mjög vel að íbúar í þeim húsum skuli vera vonsviknir,“ seg- ir Ögmundur. Húsin þrjú standa við Skólabraut en íbúar við Bakka- vör hafa einnig haft sig talsvert í frammi og eru margir ósáttir við fyrirhugaða byggð. „Ef við skoðum húsin við Bakkavörina þá skerðist útsýni þeirra sumra til austurs, en meginútsýni þessara húsa er til suðvesturs. Stofurnar og megin- vistarverur húsanna snúa þangað. Þannig að það er mjög stórt sagt að þetta fólk sé að tapa öllu sínu útsýni.“ Fjölbýlishúsin við Suðurströnd eiga að verða fjögur. Húsin eru á þremur til fjórum hæðum utan fjögurra íbúða í tveimur húsanna sem eru á fimmtu hæð. „Með því að stalla húsin niður má segja að við séum að elta brekkunna. Ef einhver hús á Nesinu eru skipu- lögð með tilliti til aðstæðna þá eru það í raun og veru þessi hús. Það er reynt að koma þessum húsum eins nettlega fyrir og hægt er mið- að við íbúðafjöldann en það gerist ekki án þess að það verði einhver skerðing á útsýni í byggðinni sem fyrir er,“ segir Ögmundur. Fjölbýlishúsin fjögur, sem mest- ur styr hefur staðið um, eru byggð í blævæng eins og Grímur og Ög- mundur kalla það. Húsunum er hliðrað innbyrðis þannig að hvert hús myndar boga. Það segja þeir gert til að nýta landið sem best. Dettur engum í hug að plata Seltirninga Útsýni úr nýju fjölbýlishúsunum verður afar gott, ekki síst vegna lögunar húsanna. Í kynningar- bæklingnum frá því í ágúst birtust myndir sem sýndu útsýni yfir sundið frá nýju húsunum. Á þeim myndum var nær heiðskírt. Mynd- ir sem sýndu útsýni úr nærliggj- andi húsum, útsýni sem í einhverj- um tilvikum tapast, voru hins vegar teknar þegar skýjað var. Þetta hefur verið gagnrýnt. „Það dettur engum í hug að plata Seltirninga varðandi útsýni. Seltirningar vita auðvitað nákvæm- lega hvaða útsýni þeir hafa. Það er móðgun við Seltirninga að halda því fram að þeir viti ekki hvað er bak við skýin. Það einfaldlega vannst þannig að myndirnar voru ekki teknar á sama deginum. Okk- ur grunaði ekki að einhverjir hefðu hugmyndaflug til að gera þetta að ágreiningsmáli,“ segir Ögmundur. Og þeir segja að aðrar myndir sem sýna vítt sjónarhorn og hafa verið gagnrýndar fyrir að gefa ekki rétta mynd af stærð húsanna séu ekki teknar með gleiðlinsu heldur teknar á venjulega mynda- vél. „Þetta eru fjórar myndir sem raðað er saman. Þarna er ekki ver- ið að sýna neitt í röngum hlut- föllum. Þessi framsetning er al- kunn og viðurkennd í skipulags- verkefnum. Og það eru allar hæðartölur gefnar upp í bæklingn- um,“ segir Grímur. Ekki eru allir sáttir við staðsetn- ingu knattspyrnuvallarins en Grímur og Ögmundur telja að hann sé best kominn þar sem Ís- bjarnarhúsið var. Nefnt hefur ver- ið að há girðing sem reist verður í kringum völlinn verði lýti á bænum þar sem hún mun blasa við þegar fólk keyrir í vesturátt eftir Nes- veginum og kemur að ljósunum við Suðurströnd. Grímur bendir á að girðing yrði reist um gervigrasvöll- inn hvar sem hann yrði staðsettur. „Það hefur verið talað um varn- armúr en þetta eru auðvitað léttar girðingar sem þú sérð í gegnum,“ segir hann. Þá benda þeir á að skólakrakkar í Mýrarhúsaskóla geti nýtt völlinn til leikja á daginn. Þannig stækki skólalóðin. Þá verði í kjölfar breyt- inganna unnt að bæta aðkomu að skólanum. Þannig verði hægt að beygja upp frá Suðurströnd, að skólanum (milli Ísbjarnarins og Bónuss) og þaðan út á Kirkju- braut, með því sé umferð létt af gatnamótunum við Hrólfsskálamel. Bent hefur verið á að með aukn- um íbúafjölda hljóti umferð á svæðinu að aukast. Þeir segja að núverandi Suðurströnd sé hönnuð fyrir miklu meira álag en sem nemur þessari fjölgun íbúa. Þá sé lítil umferð um götuna eins og er, nema í kringum átta á morgnana. „Gatan þolir þetta og gott betur en það. Það myndast ekki neinir óeðli- legir álagspunktar,“ segir Ög- mundur. Grímur segir að hring- aksturinn frá Suðurströnd og upp að Mýrarhúsaskóla verði til þess að í raun léttist umferð um Suður- strönd í kjölfar breytinga á deili- skipulagi. eyrun@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 21 NÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 2004 Tungumál 10 vikna námskeið 20 kennslustundir Áhersla á talmál Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfingaflokkum ENSKA Enska I-II Enska III Enska tal og lesh. I Enska tal og lesh. II DANSKA Danska I-II NORSKA Norska I-II Norska tal – og lesh. SÆNSKA Sænska I-II Sænska III FRANSKA Franska I Franska tal og lesh. ÍTALSKA Ítalska I Ítalska I frh. Ítalska II SPÆNSKA Spænska I Spænska I frh. Spænska II Spænska II frh. Spænska tal – og lesh. ÞÝSKA Þýska I Þýska II ÍSLENSKA fyrir útlendinga 5 vikna námskeið 20 kennslustundir og 10 vikna námskeið 50 kennslustundir Verklegar greinar BÓKBAND 10 vikna námskeið 40 kennslustundir FRÍSTUNDAMÁLUN 8 vikna námskeið 32 kennslustundir GLERLIST 10 vikna námskeið 40 kennslustundir GLER- og POSTULÍNSMÁLUN 8 vikna námskeið 32 kennslustundir HAUSTKRANSAGERÐ 1 viku námskeið 4 kennslustundir LEÐURVINNA fyrir bókband 1 viku námskeið 8 kennslustundir LEIRMÓTUN I 6 vikna námskeið 24 kennslustundir LEIRMÓTUN II 4 vikna námskeið 16 kennslustundir LJÓSMYNDATAKA fyrir stafrænar myndavélar og filmuvélar 3 vikna námskeið 9 kennslustundir MÓSAIK 5 vikna námskeið 20 kennslustundir PAPPÍR MARMORERAÐUR 1 viku námskeið 4 kennslustundir PRJÓNANÁMSKEIÐ Grunnnámskeið 4 vikna námskeið 12 kennslustundir STAFRÆN MYNDATAKA Á VIDEOVÉLAR OG KLIPPING 1 viku námskeið 12 kennslustundir TRÉSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir ÚTSKURÐUR 9 vikna námskeið 36 kennslustundir Saumanámskeið BÚTASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÚTASAUMSKLÚBBUR 3 miðvikud. kl. 19:30 Einu sinni í mánuði FATASAUMUR/ BARNAFATASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir CRACY QUILT 4 vikna námskeið 16 kennslustundir SKRAUTSAUMUR Baldering og skattering 5 vikna námskeið 15 kennslustundir ÞJÓÐBÚNINGUR- saumaður 10 vikna námskeið 40 kennslustundir Föndurnámskeið ÍKONAGERÐ 2 vikna námskeið 8 kennslustundir HURÐARKRANS ÚR BIRKI 2 vikna námskeið 8 kennslustundir JÓLATRÖLLADEIG 2 vikna námskeið 8 kennslustundir STENSLAÐ Á EFNI 4 vikna námskeið 16 kennslustundir MÁLAÐ Á GLERHLUTI 3 vikna námskeið 12 kennslustundir Tölvunámskeið: FINGRASETNING OG RITVINNSLA 4 vikna námskeið 8 kennslustundir TÖLVUGRUNNUR Tekið fyrir undirstöðuatriði í: • Windows • Word • Excel • Internetið og tölvupóstur 4 vikna námskeið 32 kennslustundir WORD Ritvinnsla 4 vikna námskeið 20 kennslustundir EXCEL 4 vikna námskeið 20 kennslustundir BÓKHALD smærri fyrirtækja 4 vikna námskeið 24 kennslustundir Matreiðslunámskeið MATARGERÐ FYRIR KARLMENN 3 vikna námskeið 12 kennslustundir MATARGERÐ FRÁ MIÐJARÐARHAFS- LÖNDUM • 2 vikna námskeið • 8 kennslustundir GÓMSÆTIR bauna-, pasta- og grænmetisréttir 3 vikna námskeið 12 kennslustundir MATARMIKLAR SÚPUR OG HEIMABAKAÐ BRAUÐ 2 vikna námskeið 8 kennslustundir SPENNANDI BÖKUR OG INNBAKAÐIR VEISLURÉTTIR 2 vikna námskeið 8 kennslustundir Starfsmenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína til náms í Kvöldskóla Kópavogs, t.d. BSRB, BHMR, Efling - stéttarfélag, VR og Starfsmannafélag Kópavogs. Fyrstu námskeiðin hefjast 22. september Innritun og upplýsingar um námskeiðin 6.-16. september frá kl. 13-18 í símum 564 1507 og 564 1527 og á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla á sama tíma. Netfang: kvoldskoli@kopavogur.is • Vefsíða: kvoldskoli.kopavogur.is Nýsköpun og tækniþróun Tækniþróunarsjóður styður forverkefni Rannís, Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. www.rannis.is Tækniþróunarsjóður veitir stuðning til forverkefna. Tilgangurinn með forverkefnum er að þróa hugmyndir og meta hvort þær hafi hagnýtt gildi og gætu leitt til álitlegs ávinnings. Forverkefnin sem studd verða geta verið þrenns konar: · Til undirbúnings nýsköpunar og tækniþróunarverkefna. · Til könnunar á markaðslegu gildi uppfinninga og nýsköpunarverkefna. · Til öflunar erlendra samstarfsaðila. Umsóknir skal senda til Rannsóknamiðstöðvar Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík/ Tækniþróunarsjóðs á sérstökum eyðublöðum, sem unnt verður að fá á skrifstofu Rannís og eru aðgengileg á heimasíðu Rannís, www.rannis.is. Forverkefnisstyrkur getur numið allt að 600 þús. kr. Umsóknarfrestur um forverkefnisstyrki er opinn og mun stjórn Tækniþróunarsjóðs að jafnaði fjalla þrisvar á ári um forverkefnisstyrki. Árlegur umsóknarfrestur um verkefnisstyrki Tækniþróunarsjóðs verður 15. febrúar. Ítarlegar upplýsingar er að finna á heimasíðu rannis.is. - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 Súpersól til Salou 16. september frá kr. 29.995 Salou er einn fallegasti strandbærinn í Suður-Katalóníu héraði á Spáni, einungis um 100 km frá Barcelona. Frábær dvalarstaður fyrir fjölskyldur og fólk á öllum aldri. Í Salou er Port Aventura, glæsilegasti skemmtigarður Spánar, gott úrval veitingastaða, fjölbreytt næturlíf og rúmlega kílómeterslöng aðgrunn, gullin strönd. Bókaðu núna og festu þér Súpersólartilboð. Þremur dögum fyrir brottför færðu svo að vita hvar þú gistir í fríinu þínu í Salou. Val um viku eða tveggja vikna dvöl. Verð kr. 39.890 á mann M.v. 2 fullorðna í vikuferð. Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.000 á mann. Verð kr. 29.995 á mann M.v. 2 fullorðna og 2 börn í vikuferð. Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.000 á mann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.