Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ F í t o n / S Í A Fríhafnardagur í Lyf og heilsu Melhaga mánudaginn 6. sept. Við tökum vaskinn af húðsjúkdómalæknar og lýtalæknar mæla með í dag, líka öllum vinsælustu ilmunum í dag: , kremin sem Melhaga ÍSLENDINGAR hafa á undanförnum árum aukið umsvif sín erlendis, m.a. á vett- vangi viðskipta og í al- þjóðlegum sam- skiptum á vegum stjórnvalda. Hið sama á einnig við um fjöl- mörg íslensk félög og félagasamtök sem hafa mörg hver aukið þátttöku sína í al- þjóðlegu starfi. Það á m.a. við um félög heilbrigðisstarfsmanna. Árangur Íslendinga vekur athygli Þótt deila megi um áherslur, út- færslur og fjármagn til heilbrigð- ismála verður því ekki á móti mælt að við búum við gott heilbrigð- iskerfi sem í grundvallaratriðum er sátt um. Íslensk heilbrigðisþjón- usta skilar góðum árangri á öllum mælikvörðum sem notaðir eru. Þessi árangur hefur vakið athygli á erlendri grundu og hefur verið leit- að eftir þekkingu og reynslu Ís- lendinga við hugmyndavinnu og stefnumótun á sviði heilbrigð- ismála. Þess er skemmst að minn- ast að Davíð Á. Gunnarsson, ráðu- neytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu, var nýverið valinn formaður framkvæmda- stjórnar Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO). Ís- lendingar hafa einnig verið valdir til forystustarfa innan alþjóðlegra fagfélaga heilbrigðisstétta og má á sama máta líta á það sem við- urkenningu á stöðu og árangri ís- lenskrar heilbrigðisþjónustu. Íslendingar í forystustörfum Á liðnum áratug gegndi þannig Björg Þorsteinsdóttir formennsku í alþjóðasamtökum læknastúdenta og Marta Hjálmarsdóttir lét nýver- ið af embætti sem formaður al- þjóðafélags meinatækna. Und- irrituð sitja nú í stjórnum alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga (ICN) og lækna (WMA) og er það í fyrsta skiptið í sögu þessara sam- taka að Íslendingar eiga þar sæti. Alþjóðasamband hjúkrunarfræð- inga var stofnað á árinu 1899, en núverandi alþjóðasamtök lækna ár- ið 1947. Þessi samtök hafa á und- anförnum árum tekið höndum sam- an og unnið m.a. í samvinnu við alþjóðasamtök lyfjafræðinga (FIP) að málum er varða velferð sjúk- linga og heilbrigðismálum í víðum skilningi. Verkefnin eru af ýmsum toga. Tóbaksvarnir WMA og ICN hafa beitt sér á vett- vangi Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar í tóbaksvörnum. Þeim stuðningi var vel fagnað, ekki síst af fyrrum framkvæmdastjóra stofnunarinnar, Gro Harlem Brundtland, sem vann ötullega að því að vekja umheiminn til vitundar um heilsuspillandi áhrif tóbaks- reykinga og óheyrilegum kostnaði samfélaga vegna þeirra. Þessi sam- eiginlega áhersla hefur leitt til þess að þrengt hefur verið að svigrúmi tóbaksfyrirtækja og hafa löggjafar ýmissa landa hert lög um tóbaks- varnir. Þannig hafa t.d. Noregur og Írland alfarið bannað tóbaksnotkun á veitingastöðum og virðast fleiri lönd ætla að fylgja í kjölfarið. Öryggi sjúklinga Læknar og hjúkrunarfræðingar og samtök þeirra hafa í auknum mæli beint sjónum að öryggismálum sjúklinga en rannsóknir sýna að góðar vinnuaðstæður og skýrir vinnuferlar geta skipt sköpum fyrir velferð sjúklinga og komið í veg Forysta í heil- brigðismálum Ásta Möller og Jón Snædal skrifa um heilbrigðismál Ásta Möller Jón Snædal EITTHVAÐ á þessa leið hljóðaði fyrirsögn í Íþróttablaði Morg- unblaðsins fyrir stuttu. Auðvitað erum við Hafnfirðingar stoltir af íþróttafólkinu okkar enda hefur bærinn okkar Hafnarfjörður, þar sem ég hef alið börn mín stolt af heimkynn- um sínum, staðið vel við bakið á íþróttafólki sínu. Hafnarfjörður er óskabær íþrótta- mannsins. En eitthvað hefur gleymst. Það eru ekki allir fæddir íþrótta- menn. Áhugi og hæfi- leikar fólks beinast í mismunandi áttir. Með þessu er ég alls ekki að kasta rýrð á íþróttaiðkun. Eins og flestir Íslendingar er ég afar stolt þegar Örn Arnarson setur heims- met og Þórey Edda er meðal bestu stangarstökkvara heims. Þau eru góður efniviður, sem hefur lagt allt í sölurnar og fengið stuðning til þess. Ég á börn sem hafa önnur áhuga- mál og hæfileika sem vert er að rækta. Þessir hæfileikar eru ekki síðri en íþróttir og ef vel gengur er- um við Íslendingar afar stolt af þeim sem ná á toppinn á því sviði. Ég er að tala um tónlistina. Börnin mín nutu þess snemma að stunda nám við Tónlistarskólann í Hafn- arfirði þar sem kennslan fer að mestu fram á hljóðfæri. Dóttir mín varð þeirrar gæfu aðnjótandi að flytjast úr húsakynnum gamla Al- þýðuhússins og yfir í nýja og glæsta byggingu nýja skólans sem er meðal þeirra bestu hvað húsakynni varðar á landinu í dag. Hæfileikar þeirra hneigðust þó frekar í átt að söng. Þá var ekki komin söngdeild við Tón- listarskólann í Hafnarfirði og þau hófu nám í Söngskólanum í Reykja- vík þar sem kennarar eru fyrsta flokks söngvarar, sem hafa ákveðið að miðla þekkingu til upprennandi kynslóðar. Þar er sonur minn t.d. svo heppinn að hafa notið leiðsagnar Guðmundar Jónssonar og nú Berg- þórs Pálssonar. Það er auðvitað ekki sjálfgefið að allir tónlistarskólar landsins geti boðið upp á kennslu með slíku úrvalsfólki. En þá er það skylda sveitarfélaga að stuðla að því að nemendur sem eiga lögheimili sitt þar geti sótt nám sitt þar sem þeir telja sig fá bestu fáanlegu kennslu við sitt hæfi, enda líklega ódýrara þegar upp er staðið að efla fáar sterkar stofn- anir en að allir séu með eitthvert hálfkák hver í sínu horni. Heldur er alls ekki sanngjarnt að Reykjavík borgi fyrir alla þegna landsins. Sé svo að sveitarfélögin annist tónlistar- menntun skulu allir sitja við sama borð. Menntun á ekki að vera einkamál þeirra efnameiri, enda erum við öll sköpuð jafnrétthá. Ég hef alið börnin mín upp í anda jafnaðarstefnunnar og verið þeirri stefnu trú. Þar er m.a. annars talað um að allir skuli eiga jafnan rétt til náms. Hvernig er það hægt þegar fólk lendir í átthagafjötrum þegar um tónlistarnám er að ræða? Sveit- arfélögin í kringum Reykjavík harð- neita að borga kennslu nemenda sinna á þessari braut. Er það rétt- látt að fólk sem alla tíð er alið upp í Hafnarfirði og komið á lokaár í námi þurfi að festa sig í stóra skuldabyrði til þess að ljúka námi? Er það rétt- látt að fjölskylda með tvo ein- staklinga sem stunda söngnám þurfi að borga árslaun annars foreldris til að nemendur geti lært það sem hæfileikar og áhugi standa til? Hvar er gamla jafnaðarhugsjónin? Er hún ekki lengur við lýði? Börnin mín eru komin með kosningarétt og eins og fyrr sagði alin upp í anda jafnréttis. Þau spyrja sig um leið og þau verða að flytja búferlum til Reykjavíkur: Hvar lenda atkvæði okkar við næstu kosningar? Vitanlega munu þau kjósa í Reykjavík, en ekki Hafn- arfirði. Efasemdir sækja að okkur foreldrunum. Er ekki kominn tími til að endurskoða sinn hug? Ef börnin mín fá hæfileika sína fullnýtta og eiga einhvern tíma eftir að standa á sviði hjá einhverju óperuhúsanna úti í heimi munu þau að öllum líkindum ekki geta þess að þau séu Hafnfirðingar, nema síður væri. Til þess yrði að birta til. Mér þykir þetta leitt því menn ættu að kynna sér betur hvað rann- sóknir segja um þá sem leggja stund á tónlistarnám hvers konar. Þær rannsóknir sýna að þessir ein- staklingar læra öguð vinnubrögð, eru skipulagðir einstaklingar sem kunna að skipuleggja tíma sinn til hins ýtrasta. Það sem mér finnst óverðugast í þessari deilu er það að bæjarfélögin og ríkið eru að nota ungmennin sem fjöregg á milli sín líkt og í tröllasög- unum forðum. Ég óska þess af al- hug að þeim verði ekki á og missi þar af einhverjum hæfileikamann- inum. Þegar Garðar Cortes lyfti því grettistaki að stofna Söngskólann 1973 má segja að það hafi verið ein- stakt fyrir Ísland. Hvar annars staðar í heiminum en hér færist einn maður í fang slíkt verkefni? Nú eru liðin yfir 30 ár og hafa alls yfir 3.000 nemendur komið þar til söng- náms. Í dag stunda 170–180 nem- endur nám við skólann. Til upplýs- ingar má geta þess að skólinn hefur frá upphafi haft samstarf við Kon- unglega tónlistarskólann í Bret- landi, The Accociated Board of the Royal Schools of Music. Öll lokapróf eru tekin í samvinnu við þá, þar sem frá þeim koma prófdómarar og nemendur hljóta prófskírteini sem njóta alþjóðlegrar viðurkenningar. Ég á þá ósk í brjósti mér að þau bæjarfélög sem eru utan Reykjavík- ur sjái að sér og ákveði að styðja nemendur sína í framtíðinni og geti því með stolti sagt: Þetta er minn maður! Nú mega Hafnfirðingar vera stoltir! María Ásgeirsdóttir fjallar um tónlistarnám ’Sé svo að sveitarfélög-in annist tónlistar- menntun skulu allir sitja við sama borð.‘ María Ásgeirsdóttir Höfundur er móðir tónlistarnema.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.