Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing BRYNJÓLFUR Bjarnason, for- stjóri Símans, segir áhuga á því að aðskilja breiðvarpið frá fyrirtækinu og setja inn í nýtt fyrirtæki sem sendir út sjónvarpsefni. Um það hafi hann rætt við ýmsa og þar á meðal Sigurð G. Guðjónsson, útvarpsstjóra Íslenska útvarpsfélagsins. Kaup Símans á eignarhaldsfélag- inu Fjörni, sem á rúm 26% hlut í Skjá einum, séu gerð með það fyrir augum að dreifa efni þess á fjar- skiptaneti Símans á stafrænu formi. Um breiðvarpið sé endurvarpað hátt í 60 erlendum rásum og hugsanlegt sé að setja það efni inn í nýja fyr- irtækið sem sjái um svokallaða efn- isveitu og dreifi fjölmörgum dag- skrám á fjarskiptaneti Símans. Framtíðin sé falin í stafrænum út- sendingum á sjónvarpsefni og Sím- inn ætli ekki að sitja eftir aðgerða- laus í þeirri samkeppni. Fyrirtækið sé til sölu og stjórnendum beri að viðhalda og auka verðmæti þess. Sigurður G. Guðjónsson sagði í gær að samkeppnisyfirvöld hlytu að taka á þessum viðskiptum þannig að sjónvarpsrekstur Símans stæði einn og sér. Árið 2002 hefði hann krafist þess að Síminn aðskildi breiðbandsrekst- ur frá öðrum rekstri því honum hefði fundist óeðlilegt hve mik- ið væri hægt að fjárfesta í slíkri uppbyggingu með hliðsjón af því hve litlar tekjur Sím- inn hefði af sjónvarpsrekstri. Brynjólfur segir samninginn um kaup Símans gerðan með hefð- bundnum fyrirvörum um áreiðan- leikakönnun og samþykki tilskilinna yfirvalda eins og Samkeppnisstofn- unar. Engin ástæða sé til að ætla að þessi kaup gangi ekki eftir enda öll- um eðlilegum reglum fylgt. Þarna er ráðþrota maður „Stjórnendum fyrirtækisins og stjórninni ber að skila arðsömum rekstri og auka verðmæti hluthaf- anna. Á bak við þetta er góð við- skiptahugmynd þar sem við teljum okkur geta aukið arðsemi fyrirtæk- isins og nýtt betur fjarskiptanet okk- ar. Við erum að hefja útsendingu stafræns sjónvarps í gegnum okkar fjarskiptanet. Þetta er það sem við erum að gera,“ segir Brynjólfur. Hluthafarnir, sem séu um 1.200, eigi fyrir vikið verðmætari hlut í fyrir- tækinu. Aðspurður hvort forystumenn rík- isstjórnarinnar, en ríkið á tæp 99% í Símanum, hafi samþykkt þessi við- skipti segir hann stjórn fyrirtækis- ins kosna á aðalfundi. Stjórnin hafi tekið ákvörðun um þessi viðskipti og sé til þess réttbær. Sigurður G. Guðjónsson sagði í Morgunblaðinu í gær að Skjár einn hefði frá árinu 1999 reyndar verið fjármagnaður með fé frá Landssím- anum og vísar þar til fjárdráttar fyrrverandi gjaldkera Símans. „Þarna er ráðþrota maður sem leggst svo lágt að draga ógæfumenn inn í þetta mál,“ er svar Brynjólfs við ummælum Sigurðar. Síminn ætlar ekki að sitja aðgerðalaus í samkeppninni Brynjólfur Bjarnason Áhugi á að stofna nýtt sjónvarpsfyrirtæki TÖKUR standa yfir á dramatísku spennumyndinni A Little Trip to Heaven, nýj- ustu mynd Baltasars Kormáks, í Austur-Landeyjum. Þekktir bandarískir leik- arar fara með helstu hlutverk og fylgdist Morgunblaðið með Forest Whitaker, Juliu Stiles og Jeremy Renner að störfum í heimsókn á tökustað. Ítarlega er rætt við Baltasar Kormák í Morgunblaðinu í dag. „Forest átti mik- inn þátt í að koma þessu saman því hann setur ákveðinn klassa, ákveðinn tón, og þá er auðveldara að fá aðra leikara með. Hann er búinn að standa með verkefninu í rúmt ár ef ekki lengur og á mikinn þátt í því að þetta gekk upp á endanum,“ seg- ir Baltasar í viðtalinu og er ennfremur birt einkaviðtal við Forest sjálfan./10—11 Tökur standa yfir á spennumynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven Bandarísk mynd tekin upp í Landeyjum Baltasar Kormákur leikstjóri og Óttar Guðnason tökumaður bera saman bækur sínar á tökustað myndarinnar í Austur-Landeyjum. Morgunblaðið/Þorkell Baltasar Kormákur ræðir við leikarana Juliu Stiles og Jeremy Renner á milli taka en samstarfið hefur gengið mjög vel. ÁTJÁN hæða skemmtiferðaskip, Grand Princess, lagðist að bryggju í Sunda- höfn í gærmorgun, laugardag. Er það stærsta skip sem komið hefur hingað til lands, að sögn Ágústs Ágústssonar, markaðsstjóra Reykjavíkurhafnar. Skipið, sem er um 110 þúsund tonn, er eitt stærsta skemmtiferðaskip í heimi. Það rúmar 2.600 farþega og 1.100 starfsmenn, að sögn skoska skip- stjórans, Andrews Proctors. „Við komum frá Belfast í fyrradag,“ sagði hann. Ferðin hófst hins vegar í Kaupmannahöfn og er förinni heitið til New York. Proctor sagði að skipið myndi stoppa stutt við hér á landi, en áætlað var að það færi um klukkan níu á laugardagskvöld. „Farþegum mun þó gefast næg- ur tími til að skoða sig um á þessu fallega landi,“ sagði hann og bætti því við að hann hefði nokkrum sinnum áður komið til Íslands. „Það er dásamlegt að vera kominn hingað aftur.“ Morgunblaðið/Golli Stærsta skip sem komið hefur til landsins LÆKNARNIR Guðmundur Arason og Þórður Óskarsson eru í forsvari fyrir tæknifrjóvgunarstofu sem tekur til starfa í Kópavogi um næstu mánaðamót. Báðir störfuðu á tæknifrjóvgunardeild Landspít- alans – háskólasjúkrahúss, sem var lokað í sumar vegna sparnaðaraðgerða. Tæknifrjóvgunarstofan mun bera nafnið ART Medica og verður í húsnæði, sem hannað er frá grunni með þarfir sjúklinga og starfsfólks í huga. Með bættri starfs- aðstöðu og sveigjanlegra umhverfi telja Guðmundur og Þórður unnt að fjölga með- ferðum til muna, eyða biðlistum og stytta bilið milli meðferða. Þegar því marki er náð og búið verður að vinna upp þá töf sem varð vegna lokunar tæknifrjóvgunar- deildar Landspítalans segja þeir að mögu- leikar opnist á því að bjóða útlendingum að gangast undir tæknifrjóvgunarmeðferð- ir. Þeir leggja áherslu á að kostnaður við tæknifrjóvgunarmeðferðir eigi ekki að aukast við það að þjónustan færist út af spítalanum og í hendur einkaaðila. Einkarekin tækni- frjóvgunarstofa Unnt að fjölga meðferðum og eyða biðlistum  Enginn getur/18 RISABORVÉL nr. 3 við Kárahnjúka boraði alls 1.195 metra í ágústmánuði, sem þykir sérlega góður árangur og kann að vera heimsmet ef miðað er við hliðstæð verkefni erlendis. Að sögn Sigurðar Arnalds, tals- manns Landsvirkjunar, er stefnt að því að afla upplýsinga að utan til að staðfesta hvort þessi framgangur eigi sér einhverja hliðstæðu í samvinnu við verktakann og Robbins-fyrirtækið, sem á borana. Sigurð- ur tekur þó fram að samanburður geti verið flókinn vegna mismunandi þvermáls ganga og mismunandi aðstæðna. Heimsmet í borun við Kárahnjúka? ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.