Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Löng hefð er fyrir því að jafn-aðarmenn haldi um stjórnar-taumana í Svíþjóð og þaðgera þeir nú undir forsæti Göran Persson. Hann stýrir minni- hlutastjórn sem nýtur stuðnings þeirra tveggja flokka sem mynda vinstriblokkina í sænskum stjórnmál- um ásamt Jafnaðarmannaflokknum, Vinstriflokksins og Umhverfisflokks- ins. Óvenju samstiga hægriblokk getur nú velgt jafnaðarmönnunum undir uggum því formenn borgaralegu flokkanna fjögurra tilkynntu í vik- unni það markmið sitt að fella rík- isstjórnina í kosningunum haustið 2006. Hægriflokkurinn er sigurveg- ari síðustu skoðanakönnunar og jókst fylgi hans um 3,9% í 23,2% og er flokkurinn sá næststærsti á eftir Jafnaðarmannaflokknum sem hefur 34,6% fylgi og tapar 1,8% skv. skoð- anakönnuninni. Hægriblokkina mynda borgara- legu flokkarnir fjórir, taldir upp eftir stærð: Hægriflokkurinn, Þjóðar- flokkurinn, Miðflokkurinn og Kristi- legir demókratar. Síðasta könnun á fylgi flokkanna leiddi í ljós að borgaralegum öflum vex nú fiskur um hrygg í Svíþjóð og mældist samanlagt fylgi þeirra 48,9% en samanlagt fylgi vinstriflokkanna mældist 49,3%. Munurinn á blokkun- um hefur aldrei mælst svo lítill og blæs vindi í seglin fyrir borgaralegu flokkana. Fylgi Jafnaðarmannaflokksins var lengi í kringum 50% og stjórnarsaga hans er nær órofin. Hægristjórnir hafa aðeins tvisvar verið við völd í Svíþjóð, 1976–1982 og 1991–1994 undir forsæti Carl Bildt. Það er metið svo að sitjandi stjórn þurfi að vara sig á keppinautunum sem stíga nú fram saman. En á hitt er einnig bent að Svíþjóð er að stíga upp úr efnahags- legri lægð, góðæri er nú spáð á næstu þremur árum og stjórnarandstaða kemst sjaldan til valda í góðæri. Fjölmiðlavænn fundur Á mánudag og þriðjudag stóð yfir fundur þeirra Maud Olofsson, for- manns Miðflokksins, Fredrik Rein- feldt, formanns Hægriflokksins, Lars Leijonborg, formanns Þjóðarflokks- ins, og Göran Hägglund, formanns Kristilegra demókrata á heimili þeirrar fyrstnefndu í Högfors, ná- lægt Umeå á norðausturströnd Sví- þjóðar. Fundurinn vakti mikla athygli fjöl- miðla. Aftonbladet birti heilsíðumynd af eiginmanni Maud Olofsson að ryk- suga og undirbúa komu hinna for- mannanna á heimili þeirra í Högfors. Virðulegri blöð birta einnig flenni- stórar myndir, en frekar af formönn- unum sjálfum, t.d. að gróðursetja tré á landareign Maud Olofsson. Viðtöl við formennina eru í öllum fjölmiðlum og ákvörðun þeirra og áætlun þykir fréttnæm, sérstaklega í ljósi þess að munurinn á pólitísku blokkunum tveimur í Svíþjóð hefur aldrei verið minni í sögunni. Formennirnir fjórir kynntu hug- myndir sínar og niðurstöður af fund- inum í plaggi sem hlaut yfirskriftina Bandalag fyrir Svíþjóð – samstarf um stjórnarskipti 2006. Sitjandi stjórn- völd eru gagnrýnd fyrir valdþreytu og aðgerðaleysi og áhersla lögð á sundrung meðal vinstriblokkarinnar, þ.e. að ágreiningur um t.d. skatta og fjárlög sé of mikill til að stjórnarsam- starfið sé trúverðugt. Fullyrt er að kjósendur fái betri valkost í kosning- unum eftir rúm tvö ár, samkomulagið meðal borgaralegu flokkanna sé gott, þeir muni hefja undirbúning strax og verði tilbúnir í ríkisstjórn árið 2006. Göran Persson forsætisráðherra hefur tekið fréttunum vel, segist fagna verðugum keppinautum og segir að kannski muni nú borgara- legu flokkarnir koma sér saman um afstöðu til þingmála. Að hans mati er borgaralega blokkin nauðsynleg áskorun fyrir Jafnaðarmenn. „Við höfum í raun ekki fengið neina sam- keppni að ráði síðan fyrir 1998 þegar Carl Bildt var í stjórnmálum,“ segir Persson í samtali við Dagens Ny- heter. Carl Bildt var forsætisráðherra á árunum 1991–1994. Vonast var eftir endurkomu Bildts í forsætisráð- herrastól árið 1998 þegar hann var aftur í framboði fyrir Hægriflokkinn eftir mikils metin störf í Bosníu og skoðanakannanir sýndu verulegt fylgi Hægriflokksins á kostnað Jafn- aðarmannaflokksins. Raunveruleg úrslit urðu þó naumur sigur fyrir Persson og jafnaðarmenn og ósigur Hægriflokksins. Fréttaskýrandi DN segir að borgaralegu flokkarnir séu kannski nú fyrst að bíða þess bætur að hafa lagt áherslu á eina persónu – Carl Bildt. Kannski verði affarasælla að setja fram fjóra formenn sem virð- ast meira samstiga en nokkru sinni fyrr og allir hafa einlægan vilja til að bjóða kjósendum sameiginlega stefnuskrá og raunverulegan valkost. Persson hrósar samstarfsflokkum Jafnaðarmannaflokksins og segir samstarfið hafa gengið vel þau sex ár sem það hefur varað. Hvorki Um- hverfisflokkurinn né Vinstriflokkur- inn eiga fulltrúa í ríkisstjórninni en þeir fyrrnefndu segja að ekki verði hægt að halda samstarfinu áfram eft- ir næstu kosningar nema að Um- hverfisflokkurinn fái fulltrúa í ríkis- stjórn. Vinstriflokkurinn vill hins vegar ekki eiga fulltrúa í ríkisstjórn þar sem mikið ber í milli varðandi af- stöðuna til öryggis- og varnarmála. Persson vill ekki svara því strax í Borgaraleg blokk fær byr í seglin Mið- og hægriflokkarnir fjórir í Svíþjóð hafa nú myndað bandalag fyrir þingkosningarnar 2006 og eiga möguleika á að fella ríkisstjórn jafnaðarmanna samkvæmt síðustu skoðanakönnunum þótt enn sé of snemmt að spá fyrir um framhaldið. Steingerður Ólafsdóttir setti sig inn í sænsk stjórnmál. Morgunblaðið/Golli Formenn mið- og hægriflokkanna fjögurra kynntu hugmyndir sínar nýlega í plaggi sem hlaut yfirskriftina Bandalag fyrir Svíþjóð — samstarf um stjórnarskipti 2006. Eru sitjandi stjórnvöld þar gagnrýnd fyrir valdþreytu og aðgerðaleysi og áhersla lögð á sundrung meðal vinstriblokkarinnar. Maud Olofsson, formaður Miðflokksins, er talin potturinn og pannan í samstarfi borgaraflokkanna fjögurra. Síðustu inn ritunardag ar ÓPERUTÓNLEIKAR Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Glæsileg tónlistarveisla í Þjóðleikhúsinu með helstu aríum óperubókmenntanna. JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON tenór GESTASÖNGVARI: AUÐUR GUNNARSDÓTTIR sópran og karlakórinn VOCES MASCULORUM KURT KOPESKY píanó KYNNIR: ÞÓR JÓNSSON MIÐVIKUDAGINN 8. september kl. 20.30 Miðasala í ÞJÓÐLEIKHÚSINU og pantanir í síma 893 8638 JÓHANN FRIÐGEIR AUÐUR GUNNARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.