Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 23
Útsýni frá nýju húsunum sé rómað og notað til að kynna kosti þeirra á sama tíma og verið sé að þurrka út útsýni annarra íbúa. „Formaður skipulags- nefndar hefur ítrekað bent á það að þessar íbúðir hafa eitt besta útsýni á þessu svæði. Á sama tíma þurrka þeir út allt þetta útsýni á Bakkavör og ná- lægum svæðum,“ segir Stefán. Þeir telja bæjaryfirvöld reka „ein- hliða áróður“ fyrir uppbyggingu á svæðunum samkvæmt tillögunni sem kynnt hefur verið. „Það var á sínum tíma óhemjurimma út af svokölluðum vestursvæðum. Þar átti að byggja eina lengju af húsum í tíð fyrrverandi bæjarstjóra. Að lokum fékkst það fram að komið var í veg fyrir þetta og þau eru óskert. Þetta er það við- kvæmasta mál sem hægt er að hugsa sér hérna, það er skerðing á þessu jafnvægi milli byggðar og umhverfis,“ segir Þór. Magn bygginga meira en fólk heldur Stefán telur að margir átti sig ekki á byggingarmagninu sem rísa mun á knattspyrnuvellinum. „Það er jafn- mikið og líklega aðeins meira en allar sjö blokkirnar á Austurströnd til sam- ans. Þetta eru 114 íbúðir sem koma á völlinn en á Austurströnd eru 140 íbúðir. Þær síðarnefndu eru flestar 60–90 fermetrar en íbúðirnar sem koma hérna eru allar yfir 100 fer- metrar. Þetta er mikill massi, þó að þeir kalli þetta blævæng,“ segir Stef- án. Að sögn Þórs telja „vísustu menn á fasteignamarkaði“ að raunhæft lág- marksverð á fermetra í íbúðunum við Suðurströnd verði á bilinu 250–300 þúsund krónur. „Það þýðir það að 100 fermetra íbúð í þessum blokkum kostar 25–30 milljónir króna.“ Og hann telur ólíklegt að ungt fólk með börn sem er að koma sér upp heimili hafi ráð á að kaupa sér íbúðir í hús- unum og bætir við að Seltirningar hafi engan forgang í nýju húsin. „Til þess að komast inn í húsin verða Sel- tirningar að keppa við fólk alls staðar að af höfuðborgarsvæðinu. Lóðin verður auðvitað seld verktaka sem svo selur íbúðirnar hæstbjóðanda. Sú röksemd bæjarstjóra að það sé verið að tryggja yngri og eldri Seltirning- um íbúðir stenst ekki,“ segir Stefán. um svæðum, m.a. með greinaskrifum í Morgunblaðið og söfnun undirskrifta, hafa haldið því fram að nýi völlurinn verði ekki keppnisvöllur, en það sé rangt. „Þetta er keppnisvöllur af lög- legri stærð. Hann er ekki fyrir leiki í úr- valsdeildinni og heldur ekki fyrir al- þjóðlega leiki. Hins vegar er þetta völlur sem hentar vel fyrir aðra leiki og það eru áhorfendastæði fyrir 400 manns.“ Tekur ásakanir nærri sér Myndir í bæklingi til kynningar fram- kvæmdunum, sem borinn var út í hvert hús á Seltjarnarnesi í ágúst, hafa vakið upp umræður í bænum. Telja sumir andstæðingar framkvæmdanna að myndirnar gefi ekki raunsæja sýn á það hversu stór húsin á Hrólfs- skálamel og við Suðurströnd verða. Ýjað hefur verið að því að verið sé að blekkja bæjarbúa með myndunum. „Ég tek þennan málflutning mjög nærri mér og sárnar að fólk geti hugs- að sér að bera slíkar dylgjur á borð. Mér finnst það stappa nærri móðgun eða hreinni og beinni ávirðingu að halda því fram að bæjarstjórn Sel- tjarnarness standi í því að blekkja sína íbúa. Ef fólk hefur þessa sannfæringu þá skora ég á það að láta á það reyna fyrir dómstólum. Við getum ekki setið undir svona ávirðingum. Ég myndi segja að menn ættu að fara varlega í sínum eigin áróðri og málflutningi og ekki grípa til svona örþrifaráða til að rýra gildi á góðum upplýsingum sem við erum að senda til íbúa.“ Þriðjungur Seltirninga býr í fjölbýli Af 1.600 íbúðum á Nesinu eru 450 í fjölbýli og í þeim búa 1.300 manns eða um þriðjungur bæjarbúa. Jónmundur segir að með því að bæta við 165 íbúð- um í fjölbýli verði engin stórbreyting á byggðarmynstri. „Mér finnst reyndar svolítið leitt að finna það að þessi áhugahópur virðist vera í andstöðu við fjölbýli, eins og það sé eitthvað lak- ara.“ Hann bendir á að markaðs- rannsókn í tengslum í verkefnið leiddi í ljós að 17% bæjarbúa sögðust vilja búa í því húsnæði sem reisa á. „Nú þegar hafa vel á annað hundrað manns óskað eftir að kaupa húsnæði á þessum stað. Það lýsir því að fólk hef- ur virkilegan áhuga á setjast þarna að, fyrst og fremst Seltirningar.“ Misvísandi skilaboð frá mótmælendum Jónmundur kveðst undrast það að þeir sem mest hafa sig í frammi í mót- mælum nú hafi ekki látið í sér heyra fyrr. „Það hafa komið mjög misvísandi skilaboð frá þessum áhugahópi. Sumir innan hans virðast vilja beita sér fyrir því að byggðin á Suðurströndinni sé lækkuð og íbúðum fækkað þannig að þetta verði minna um sig. Annar hóp- ur á svæðinu vill fá völlinn á þetta svæði og að byggðin færist öll yfir á Hrólfsskálamel. Þriðja sjónarmiðið sem ég hef heyrt er að menn vilji hvorugt, eru bara á móti þessu skipu- lagi í heild sinni og finnst það slæmt. Þannig að það er svolítið erfitt að glöggva sig á því nákvæmlega um hvað þessi hópur er sammála.“ Jónmundur bendir á að meira en ár sé síðan ákvörðun um landnotkun var tekin og áhugafólk hafi haft nægan tíma til að kynna sér málið meðan það var á vinnslustigi. Hann og bendir á að daginn eftir ákvörðunina um land- notkun hafi bæklingur um hana verið sendur í hvert hús á Nesinu. „Fyrst um áhugahóp er að ræða þá verður maður að gera ráð fyrir að áhuginn risti dýpra heldur en bara svona síðustu skrefin í löngu og vönd- uðu ferli. Það hafa gefist ærin tækifæri en ég hlakka til að sjá svart á hvítu hvaða kosti hópurinn telur betri en nú- verandi tillögu. Nú er tíminn til að gera athugasemdir en mér fyndist ábyrgt að með fylgdu efnislegar ábendingar, ekki bara mótmæli og óskir um „eitt- hvað annað.“ Við förum að sjálfsögðu rækilega yfir allar athugasemdir og ef það er eitthvað sem okkur hefur yf- irsést sem er meingallað þá munum við reyna að laga það. En til þess mun- um við þurfa að fá málefnaleg rök. Áhugahópurinn hefur hafnað okkar forsendum en ekki lagt fram nein önn- ur gögn. Ég hvet því alla til að kynna sér hugmyndirnar af óhlutdrægni og víðsýni og móta sér sjálfstæða skoðun á þeim,“ segir Jónmundur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 23 Rannsóknasjóður Umsóknarfrestur 1. október 2004 Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Stjórn Rannsóknasjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum með umsóknarfresti 1. október 2004 Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Rannsóknasjóður veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna, færni þeirra einstaklinga sem stunda rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu. Í stefnu Vísinda- og tækniráðs frá 18. desember 2003 er lögð áhersla á að Rannsóknasjóður styðji í auknum mæli stærri verkefni og stuðli að myndun fjölmennari rannsóknarhópa og þekkingarklasa. Ráðið leggur sömuleiðis áherslu á að sjóðurinn veiti ungum vísindamönnum tækifæri til að hasla sér völl á Íslandi og taka þátt í frekari uppbyggingu á vísindalegri og tæknilegri þekkingu. Umsóknarfrestur nýrra umsókna í Rannsóknasjóð er til 1. október 2004. Þrjár tegundir styrkja bjóðast: a) Öndvegisstyrkir b) Verkefnisstyrkir c) Rannsóknarstöðustyrkir Ítarlegri upplýsingar um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Rannís, www.rannis.is Athygli er vakin á því að styrkþegar með framhaldsverkefni hafa frest til 1. nóvember að skila áfangaskýrslum. Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is VERÐ FRÁ 12.240 KR. FYRIR 5 TÓNLEIKA, eða 2.040 kr. á mánuði í sex mánuði í sætaröð 21–28 og 14.280 kr. í sætaröð 1–20 eða 2.380 kr. á mánuði í 6 mánuði sé greitt með Visa kreditkorti. 23. & 24. SEPTEMBER Það besta af hvíta tjaldinu 28. & 29. OKÓTBER Töfrar óperunnar og tónaljóðsins 5.-8. JANÚAR Vínartónleikar 17. & 18. MARS Galdrar og goðsagnir 6. & 7. MAÍ Philharmonic Rock Night Græna áskriftarröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands er ferðalag vítt og breitt um heim tónlistarinnar, frá háklassík til poppsins og allt þar á milli. Fáðu þér áskrift að öruggu sæti og betra verði hjá Sinfóníuhljómsveitinni í vetur. Gallabuxur, kjól og hvítt TÖFRAHEIMURTÓNLISTARINNAR aðeins 2.040 kr. á mánuði Græn tónleikaröð Einsöngvari: Gary Williams. „Einn besti sveiflusöngvari Breta fyrr og síðar“ – Times Einsöngvari: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. „Er á leið á vit mikilla afreka“ – Independent Það sem Íslendingum finnst skemmtilegast að hlusta á. Einleikari: Liene Circene. „Einhver besti píanóleikari sem hér hefur komið fram“ – Jónas Sen Modest Mússorgskíj, Deep Purple, Gustav Mahler, Pink Floyd, Led Zeppelin og Queen. NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.SINFONIA.IS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.