Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hún var dálítið furðu-leg – en um leiðáhugaverð – sagan aftyggigúmmíkless-unni sem mikið var í fjölmiðlum á dögunum. En þannig er málum háttað að einhver kvaðst hafa eignast jórturleður sem ný- lega átti að hafa verið í munni frægrar og vinsællar bandarískrar poppsöngkonu og nú var það kom- ið á uppboðssvæðið eBay, falt hæstbjóðanda. Og er þar enn eftir því sem ég best veit. Þetta leiðir hugann óneitanlega að náskyldu efni, falsguða- og hé- gómadýrkun samtímans. Umrædd söngkona er Britney Spears er fyrst náði verulegri at- hygli eða „sló í gegn“ sem það heit- ir, árið 1998 með laginu „Baby One More Time“, þá einungis 17 ára gömul. Í janúar 2003 leiddu rann- sóknir í ljós að hún væri orðinn þekktasti einstaklingur heims. Í fyrstu gerði hún út á sakleysi og heilbrigt líferni sitt, klæddist t.d. iðulega eins og skólastelpa, en þegar harðna fór á dalnum, sam- keppni að aukast, við t.a.m. æsku- vinkonuna Christinu Aguilera, voru þær spjarir látnar fjúka og reynt í staðinn að gera allt til að laða fram kynþokkann. Nektin tók völdin. Svo náði örvæntingin á henni tökum og þeim stöllum, Madonnu og henni, tókst að ná sér í óskipta athygli pressunnar með hinu fræga kossaatriði á MTV- tónlistarhátíðinni í fyrra. Þetta sýndi hve illa var fyrir þessari ungu dís komið; hún var gjör- samlega búin að missa fótanna. Og ýmislegt annað staðfesti það í kjöl- farið, m.a. bráðræðisgifting henn- ar og Jasons Allen Alexander, e.t.v. gerð í ölæði, í kapellu í Las Vegas í ársbyrjun 2004. Það hjóna- band var ógilt tveimur dögum síð- ar. Allt er þetta fremur dapurlegt. Aðdáendahópur Spears var í fyrstu á aldrinum 7–17, eða þar um bil, og eitthvað hækkaði talan að líkindum við breyttar áherslur og þó kannski ekki. A.m.k. mátti lesa í Morgunblaðinu 27. janúar síðast- liðinn, eftirfarandi: Undanfarið hefur borið mjög á því að popp- söngkonur leggi allt upp úr kynþokkanum og klæðist sem efnisminnstu flíkum í tónlist- armyndböndum… Ekki þykir þó víst að meiri nekt poppsöngkvenna auki sölu á tón- listarafurðum þeirra. Rannsóknir hafa nefni- lega sýnt að nekt eigi hreint ekki lengur upp á pallborðið. Poppstjörnurnar skemmti sér eins og enn sé árið 1999, en heimurinn hafi breyst og útlitið svartara eftir 11. september 2001. Miðlungssala á plötum Britney Spears, Pink og annarra svipaðra listamanna virðist staðfesta að nekt höfðar ekki til tónlistar- kaupenda nú um stundir. Terry Pettijohn, doktor í félagssálfræði við háskóla Pennsylvaníu, segir að þegar svart- sýni gæti og lægð sé í efnahagsmálum… séu neytendur ginnkeyptari fyrir listamönnum sem sýni andlegan þroska. Sé þetta rétt at- hugað hjá Pettijohn er hugsanlegt að um- boðsmenn ýmissa poppstjarna séu að eyði- leggja feril þeirra með því að leggja til að þær komi fram eins og fatafellur. En út af fyrir sig er þetta auka- atriði. Stjörnur fæðast og deyja, eins og flest annað og nýjar koma í þeirra stað. Og í heimi glamúrsins er þetta æði hraðfara ferli. Hitt er öllu verra að á meðan þær ljóma hvað skærast geta áhrif þeirra verið mikil, og í dæmi Spears (og raunar margra annarra, s.s. Christinu Aguilera) ekki öll já- kvæð á ungar og lítt mótaðar en jafnframt galopnar og þyrstar sál- ir. Ábyrgðin er því gríðarleg. Ef goðin bregðast á þennan hátt sem góðar fyrirmyndir og hollar er bara eitt til ráða: foreldrar verða að grípa inn í og útlista fyrir börnum sínum og ungmennum hvað er um að vera til að hin brenglaða mynd verði þeim ekki eðlileg. Og það ætti ekki að vaxa neinum í augum því svo mikið er í húfi. Ágæt dæmi um þennan áhrifa- mátt eru Bítlarnir og frjálslegur hárvöxturinn upp úr því, Twiggy og megrunaræðið sem gekk yfir heimsbyggðina á seinni helmingi 20. aldar, og af íslenskum toga mætti nefna poppsöngvara einn, nú kominn á aldur, en sem á þeim tíma varð til þess að stór hluti þjóðarinnar gekk um með hálf- brotna framtönn, skælbrosandi, og þótti fínt. Svo mikið getur ruglið orðið. Og þetta með tyggjóklessuna, sem ég gat um í upphafi, er af sama meiði, alveg ótrúlega vitlaust. Freysteinn Jóhannsson skrifaði í Morgunblaðið 19. nóvember 2003: Stundum flögrar það að mér, að allt of marg- ir nenni ekki lengur að skyggnast undir yf- irborð hlutanna og leita að kjarnanum. Það er svo miklu auðveldara að láta yfirborðið blekkja sig. Drekka í sig glansheiminn og ímynda sér, að hann sé raunveruleikinn. Falla í stafi þegar hávaðinn hellist yfir… Það er einmitt þetta sem ég er að tala um. Í samfélagi 21. aldar er gott að hafa traustan klett undir fótum, öruggan punkt til viðmiðunar, svo maður týni ekki áttum. Jesús kenndi okkur að þessi tilvera, sem við þekkjum og sjáum í kringum okkur, væri ekkert nema ófull- komin byrjun eins og reikandi spor lítils barns og að við þörfn- uðumst leiðbeiningar og stuðnings til að komast á réttan áfangastað sem er Guðs ríki. Þá leiðsögn get- ur meistarinn einn veitt og hefur í raun gert það með lífi sínu, dauða og upprisu. En tíminn líður þó svo óskap- lega hratt að mannsævin er öll fyrr en varir. Þess vegna er hollt á unglingsárum að temja sér að horfa rannsakandi augum á lífið svo að dýrmætum augnablikum þess verði ekki kastað í fánýta hluti. Og gangi það ekki hjálp- arlaust verða hinir reyndari að taka að sér að beina ungdómnum í rétta átt. Stjörnurnar Reuters sigurdur.aegisson@kirkjan.is Sumt fólk er þekktara en annað og hefur tölu- verð áhrif á þá sem um- hverfis eru eða á horfa. Stundum er þau jákvæð, stundum neikvæð. Sigurður Ægisson hugar í dag að stjörnum yngri kynslóðarinnar og út- gangspunkturinn er frétt úr blöðum liðinnar viku. Fyrri hluti ✝ Oddný EstherMagnúsdóttir Cer- isano fæddist í Bolung- arvík 31. maí 1936. Hún lést í Houston í Texas 28. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Rósinkransa Jónsdóttir, f. 9. maí 1907, d. 6.október 1987, og Magnús Valdimar Guðbrands- son, f. 5. júní 1901, d. 9. nóvember 1989. Oddný Esther var næstelst þriggja barna þeirra Rósinkrönsu og Magnúsar en bræður hennar eru: 1) Hörður Magnússon, f. 25. júlí 1930, maki Hjördís Elinórsdóttir. Börn þeirra eru: a) Kristinn Guðbrandur, maki Helga Hansdóttir, synir þeirra eru Theodór Magnús og Dagur Elinór. b) Ragnhildur Hanna, maki Kári Helgason, synir þeirra eru Hörður Örn, Brynjar Karl og Elvar Þór. 2) Grétar Jón Magnússon, f. 18. ágúst 1940, maki Gréta Ágústsdóttir, börn þeirra eru: a) Ágúst, börn hans eru Thelma Dögg, Jóhann Grétar, María Björk og Sandra Dögg. b) Rósa Maggý, maki Bjarni Gunnarsson, synir þeirra eru Uggi Gunnar og Oddi Grétar. c) Magnús, maki Malen Dögg Þorsteinsdóttir, dótt- ir þeirra er Dagbjört Lilja. Oddný Esther gift- ist 2. júlí 1960 eftirlif- andi manni sínum Vincent P. Cerisano, f. 27. apríl 1936. For- eldrar hans voru Julia Mary LoCasio, f. 18 desember 1910, d. 4. mars 1999 og Francis Eugene Cerisano, f. 19. ágúst 1906, d. 16. október 1984. Börn Oddnýjar og Vincent eru: 1) Rósa Margrét, f. 19. desember 1956, maki Daniel P. Hunt, dætur þeirra eru Danielle Marie, Lauren Oddný og Nicole Payson. 2) Linda Guðbjörg, f. 22. maí 1962, maki Michael Bernstein, börn þeirra eru Rakel Nina, Jacob Vincent og Cody Lester. 3) Robert Jón, maki Jody Michelle, synir þeirra eru Ian Ro- bert og Alex Jón. 4) Aleta Dagga, f. 10. febrúar 1968, maki Christopher Lee Parrack, börn þeirra eru Julia Rose og Christopher Jón. Minningarathöfn um Oddnýju Esther verður haldin í Aðvent- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst hún klukkan 13.30. Til að heiðra elskulega eiginkonu og móður erum við enn einu sinni öll komin til Íslands, þangað sem hún kallaði að fara heim. Hún kom svo oft með okkur hingað að við lítum einnig á Ísland sem okkar heimili. Nú þegar við erum komin til að kveðja langar okkur líka til að þakka henni fyrir yndislegt líf í faðmi ástríkrar fjöl- skyldu. Hún kenndi okkur mikilvægi fjölskyldunnar og það er eingöngu fyrir loforð, gefið og dyggilega varð- veitt af hennar elskandi eiginmanni, föður okkar Vinny, sem við erum hér. Við þökkum henni fyrir fórnirnar sem hún og pabbi færðu svo við gætum heimsótt Ísland eins oft og við gerð- um og við þökkum henni fyrir að treysta fjölskylduböndin þannig að ættingjar okkar og vinir hér eru ekki aðeins fólk sem við þekkjum af mynd- um heldur eru að eilífu hluti af okkar lífi. Við lofum því að þessi bönd munu aldrei bresta. Nú er liðinn rétt rúmlega mánuður síðan Guð gaf henni hvíld frá krabba- meininu sem hrjáði hana. Þessar vik- ur hafa verið erfiðar. Sorgin íþyngir hjarta okkar og augun eru sífellt vot af tárum. En 5. september mun verða dagur fagnaðar þegar við uppfyllum loforð okkar til hennar – hennar ein- lægustu ósk – og gefum hana aftur fjölskyldu, vinum og móðurjörðinni. 3. ágúst kvöddum við í Houston og sögðum goodbye, nú segjum við á hennar tungu: Vertu blessuð. Með ástarkveðju frá börnum henn- ar og eiginmanni, Rósa Margrét, Linda Guð- björg, Robert Jón, Aleta Dagga og Vinny. Í dag er ég komin til Íslands til að kveðja mína bestu vinkonu hana elsku Oddnýju mína. Nú er hún farin úr þessum heimi og er búin að fá hvíldina eftir mikil og erfið veikindi. Barátta hennar var mikil en aldrei gafst hún upp við þenn- an illvíga sjúkdóm sem bar hana of- urliði að lokum. Minningarnar hlaðast upp. Leiðir okkar lágu saman í Houston í Texas fyrir 27 árum. Með okkur Oddnýju hófst mikill vinskapur, ekki bara milli okkar tveggja, heldur líka fjölskyldna okkar bæði í Houston og heima á Íslandi. Hún var ekki bara vinkona mín heldur eins og systir og móðir, því að vera svona langt í burtu frá fjölskyldu og vinum á Íslandi var oft erfitt og leituðum við ráða og huggunar hvor hjá annarri. Hún var mín fyrirmynd í lífi og starfi og gaf mér alltaf góð heilræði, traustari vinkonu var ekki hægt að eiga og var hún mér ómetanleg í gegn- um tíðina. Nú vantar einhvern í hennar stað fyrir mig til að halda við íslenskunni, því símtölin okkar á kvöldin, þegar all- ir aðrir voru löngu sofnaðir, voru not- uð til þess að halda við móðurmálinu. Hún Oddný mín var Íslendingur í húð og hár þrátt fyrir langa búsetu er- lendis, enda kom hún reglulega heim ásamt sínum elskulega eiginmanni, honum Vinnie og börnum og síðar barnabörnum og ferðuðust þau öll um landið og alltaf komu þau til Bolung- arvíkur, þar sem hennar æskuslóðir lágu. Við Oddný töluðum svo oft um að koma heim saman til að njóta Íslands því það var alltaf okkar kæra land, þótt við værum búsettar erlendis, því við áttum báðar mjög sterkar rætur til lands og þjóðar, svo Oddný mín, nú er ég að fylgja þér heim í síðasta sinn. Öll fjölskyldan hennar stóð við hlið hennar bæði dag og nótt síðustu vik- urnar. Eiginmaður hennar, hann Vinnie þessi trausti og góði maður sem hún var búin að vera gift í yfir 40 ár og öll börnin voru viðstödd þegar hún kvaddi þennan heim. Kæru Vinnie, Rósa, Dan, Linda, Michael, Robert, Jody, Aleta, Chris, barnabörn, bræður og allir aðrir að- standendur, megi algóður Guð styrkja ykkur í sorginni og geyma minning- arnar um einstaka konu. Þín einlæg vinkona Jónína Karlsdóttir Winter, Houston, Texas. Hér mætast vinir sem helst vilja gefa, hugga og lækna og binda um sár, fyllast af kvíða og angist og efa, er ástvinur nákominn deyr fyrir ár. Hvert á að leita og hvers á að spyrja? Hvar er sú von er svo snögglega brást? Hvernig skal lifa og hvar á að byrja? Hvers vegna eru svo margir sem þjást? Unnt er að græða með huga og höndum heluna þína í mannlegri sál, tengja og vefja með vináttuböndum viðkvæma strengi um hugsjónarmál. Láta þá finna sem lifa í skugga leið til að bera sinn þungbæra harm, bjóða sig fram til að hjálpa og hugga harmþrungna vini með tárvotan hvarm. Kærleikans máttur er aflið sem eyðir andvökustundum um heldimma nótt, mildir og styrkir og laðar og leiðir, lífgar og nærir og veitir oss þrótt, umbreytist ekki þótt brunnin sé borgin, brostin sé vonin og lífið sé kvöl. Kemur sem engill er sverfur að sorgin, sameinar hjörtu og læknar allt böl. (Höf. ók.) Það kom okkur ekki á óvart þegar okkur barst fréttin um andlát Odd- nýjar frænku. Hún var fædd hér í Bol- ungarvík. ODDNÝ ESTHER MAGNÚSDÓTTIR CERISANO Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HAUKUR NÍELSSON bóndi, Helgafelli, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju fimmtu- daginn 9. september kl. 15.00. Níels Hauksson og fjölskyldur, Marta Hauksdóttir og fjölskyldur, Helgi Sigurðsson og fjölskylda. HUGVEKJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.