Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 33 sem reyna að endurspegla það sem fram fer í samfélaginu fremur en að stýra því og stjórna með fyrirmælum og föðurlegum áminningum. Mér hefur t.d. komið verulega á óvart, hvernig einstaka fjölmiðlar vilja skrifa stefnuskrár stjórnmálaflokka og segja þeim fyrir um skoð- anir. Hvaðan hafa fjölmiðlar umboð til þess? Lengst ganga fjölmiðlar, sem hafa blindast af fortíðarþrá og ögra nú samfélaginu og eðlilegri þróun þess með linnulausum ótta við breyt- ingar. Þeir virðast sakna þess tíma, þegar ís- lenzkt atvinnulíf var einangrað og lokað klíku- samfélag. Það er einkennilegt nú, þegar viðskipti eru orðin frjáls, þá reyna fjölmiðlar að nota áhrif sín og segja fyrirtækjum hvar þau eigi að fjárfesta – hvað að kaupa og hvað að selja og hafa þeir þá sjaldnast í huga hið aug- ljósa – hagsmuni hluthafa. Ég vona að þessar raddir hljóðni hið fyrsta því íslenzkt efnahagslíf þarf ekki á því að halda að snúa aftur til for- tíðar.“ Þessi sjónarmið hafa heyrzt áður ekki síður en þau viðhorf, sem Björgólfur lýsti til um- ræðna um stór fyrirtæki á Íslandi. Því hefur áð- ur verið haldið fram, að fjölmiðlar, sem lýsa skoðunum, séu að reyna að hafa áhrif á stefnu stjórnmálaflokka eða jafnvel að þeir hinir sömu líti á sig sem eins konar ígildi stjórnmálaflokka. Hvaðan hafa fjölmiðlar umboð til að lýsa skoðunum á málefnum líðandi stundar? Björg- ólfur Guðmundsson spyr og svarið er: fjölmiðlar hafa umboð til þess á grundvelli stjórnarskrár lýðveldisins. Þar er sum sé gert ráð fyrir skoð- anafrelsi og tjáningarfrelsi. Í nafni tjáningar- frelsis hafa fjölmiðlar leyfi til að lýsa skoðunum, hvort sem viðskiptajöfrum þjóðarinnar þykir ljúft eða leitt. Þeir hafa t.d. leyfi til þess að hafa skoðun á því, hvort það sé sjálfsagt að Lands- banki Íslands kaupi upp Íslandsbanka þannig að eftir standi tveir stórir bankar í stað þriggja. Formaður bankaráðs Landsbankans segir að sjaldnast hafi fjölmiðlar þá í huga hið augljósa, þ.e. „hagsmuni hluthafa“, og það er alveg rétt. Með sama hætti og það er skylda Björgólfs Guðmundssonar að hugsa fyrst og fremst um hagsmuni hluthafa Landsbankans er það skylda annarra, bæði stjórnmálamanna og fjölmiðla, að hafa í huga þjóðarhagsmuni. Og það er á þess- um punkti, sem ágreiningurinn rís. Þjóðfélagið hefur rétt á og á að hafa rétt á að hafa skoðun á því, hvort það sé æskilegt og heppilegt t.d. að hér verði tveir stórir bankar í stað þriggja. Fyr- ir nokkrum árum komst Samkeppnisstofnun að þeirri niðurstöðu, að ekki ætti að leyfa samein- ingu Landsbanka og Búnaðarbanka. Ekki varð af þeirri sameiningu. Um þetta kjarnaatriði snúast þessar umræður. Afstaða Björgólfs Guð- mundssonar er skiljanleg í ljósi þeirra hags- muna, sem honum hefur verið trúað fyrir. En hann hlýtur að gera sér grein fyrir að afstaða bæði stjórnmálamanna og fjölmiðla getur verið skiljanleg í ljósi þeirra hagsmuna, sem þeim hefur verið trúað fyrir. Formanni bankaráðs Landsbankans varð tíð- rætt um það í ræðu sinni á SUS-þingi, að ein- hver ótilgreind öfl í samfélagi okkar vilji hverfa til fortíðar. Það er ekki rétt. Þessi ótilgreindu öfl vilja áreiðanlega ekki hverfa til þeirrar for- tíðar, þegar allar eignir á Íslandi voru í höndum örfárra manna. Nú er því miður nauðsynlegt að berjast gegn því afturhvarfi til fortíðar. Ábyrgð við- skiptalífsins Í nálægum löndum hefur á undanförnum árum verið rætt mik- ið um ábyrgð forystu- manna í viðskiptalífi og forráðamenn stórra fyr- irtækja beggja vegna Atlantshafsins hafa tekið undir það, að þeir beri mikla samfélagslega ábyrgð. Forystumenn í íslenzku viðskiptalífi bera mikla samfélagslega ábyrgð. Og hún hefur auk- izt á seinni árum. Eftir því sem áhrif stjórnmál- anna hafa orðið minni og atvinnulífsins meiri er hægt að gera meiri kröfur til forsvarsmanna fyrirtækjanna, ekki sízt hinna stærri. Kannski byggist gagnrýni á viðskiptalífið ekki sízt á því, að mörgum finnst forystumenn þess ekki hafa axlað þessa ábyrgð. Að þeir láti sérhagsmuni sína ganga fyrir stærri hagsmun- um á stundum. Fræg urðu þau ummæli eins forstjóra General Motors, bandarísku bílaverk- smiðjanna, fyrir hálfri öld, að það sem væri gott fyrir General Motors væri gott fyrir Bandarík- in. Þessi ummæli urðu fræg en þau urðu fræg að endemum. Það getur þjónað hagsmunum Eimskipafélags Íslands að ráða öllum flutn- ingum til og frá Íslandi en það er ekki víst að það þjóni þjóðarhagsmunum. Það getur verið gott fyrir Baug að ráða langstærstum hluta matvöruverzlunar á Íslandi en það er ekki jafn- víst að það þjóni hagsmunum íslenzku þjóð- arinnar. Það er eðlilegt og sjálfsagt að gera þá kröfu til forystumanna viðskiptalífsins á Íslandi að þeir finni til samfélagslegrar ábyrgðar. Þeir gera það að sumu leyti og hafa t.d. verið ötulir við að styðja fjárhagslega bæði íþróttalíf og menningarlíf. En þeir gera það ekki að öllu leyti. Það er æskilegt að fram komi forystumað- ur á sviði viðskiptalífsins, sem taki undir þau sjónarmið, sem hér hefur verið lýst, og taki þátt í að fylkja viðskiptalífinu að baki stjórnvöldum og Alþingi í því að setja hér eðlilega löggjöf, sem setji viðskiptalífinu sanngjarnan starfs- ramma. Margir hafa bundið vonir við Björgólf Guðmundsson í þeim efnum, ekki sízt eftir ræðu hans í Lúxemborg í fyrra. Og þótt ýmsar spurn- ingar kunni að vakna vegna ræðu hans á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna í gær, föstu- dag, er enn ástæða til að ætla, að hann geti orð- ið sá forystumaður í viðskiptalífinu, sem tekur af skarið í þessum efnum. Morgunblaðið/RAX Fýlsungi í Stakkholtsgjá í Þórsmörk. Það er því formaður Sjálfstæðisflokksins sjálfur, sem sækir umboð sitt til lands- funda flokksins, sem hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að „samruni fyrirtækja og einokunartil- burðir“ séu að verða „meinsemd“ í við- skiptalífinu. Það verður tæpast sagt að þau varn- aðarorð komi úr „ólíklegustu áttum“, því að formenn Sjálfstæðisflokksins hafa alla tíð gætt þess, að viðskipta- lífið fari ekki úr böndum á kostnað almannahagsmuna. Og er hægt að nefna söguleg dæmi um það. Laugardagur 4. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.