Morgunblaðið - 05.09.2004, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
Næring ekki
refsing
BRYNJÓLFUR Bjarnason, for-
stjóri Símans, segir áhuga á því að
aðskilja breiðvarpið frá fyrirtækinu
og setja inn í nýtt fyrirtæki sem
sendir út sjónvarpsefni. Um það hafi
hann rætt við ýmsa og þar á meðal
Sigurð G. Guðjónsson, útvarpsstjóra
Íslenska útvarpsfélagsins.
Kaup Símans á eignarhaldsfélag-
inu Fjörni, sem á rúm 26% hlut í
Skjá einum, séu gerð með það fyrir
augum að dreifa efni þess á fjar-
skiptaneti Símans á stafrænu formi.
Um breiðvarpið sé endurvarpað hátt
í 60 erlendum rásum og hugsanlegt
sé að setja það efni inn í nýja fyr-
irtækið sem sjái um svokallaða efn-
isveitu og dreifi fjölmörgum dag-
skrám á fjarskiptaneti Símans.
Framtíðin sé falin í stafrænum út-
sendingum á sjónvarpsefni og Sím-
inn ætli ekki að sitja eftir aðgerða-
laus í þeirri samkeppni. Fyrirtækið
sé til sölu og stjórnendum beri að
viðhalda og auka verðmæti þess.
Sigurður G. Guðjónsson sagði í
gær að samkeppnisyfirvöld hlytu að
taka á þessum viðskiptum þannig að
sjónvarpsrekstur
Símans stæði
einn og sér. Árið
2002 hefði hann
krafist þess að
Síminn aðskildi
breiðbandsrekst-
ur frá öðrum
rekstri því honum
hefði fundist
óeðlilegt hve mik-
ið væri hægt að
fjárfesta í slíkri uppbyggingu með
hliðsjón af því hve litlar tekjur Sím-
inn hefði af sjónvarpsrekstri.
Brynjólfur segir samninginn um
kaup Símans gerðan með hefð-
bundnum fyrirvörum um áreiðan-
leikakönnun og samþykki tilskilinna
yfirvalda eins og Samkeppnisstofn-
unar. Engin ástæða sé til að ætla að
þessi kaup gangi ekki eftir enda öll-
um eðlilegum reglum fylgt.
Þarna er ráðþrota maður
„Stjórnendum fyrirtækisins og
stjórninni ber að skila arðsömum
rekstri og auka verðmæti hluthaf-
anna. Á bak við þetta er góð við-
skiptahugmynd þar sem við teljum
okkur geta aukið arðsemi fyrirtæk-
isins og nýtt betur fjarskiptanet okk-
ar. Við erum að hefja útsendingu
stafræns sjónvarps í gegnum okkar
fjarskiptanet. Þetta er það sem við
erum að gera,“ segir Brynjólfur.
Hluthafarnir, sem séu um 1.200, eigi
fyrir vikið verðmætari hlut í fyrir-
tækinu.
Aðspurður hvort forystumenn rík-
isstjórnarinnar, en ríkið á tæp 99% í
Símanum, hafi samþykkt þessi við-
skipti segir hann stjórn fyrirtækis-
ins kosna á aðalfundi. Stjórnin hafi
tekið ákvörðun um þessi viðskipti og
sé til þess réttbær.
Sigurður G. Guðjónsson sagði í
Morgunblaðinu í gær að Skjár einn
hefði frá árinu 1999 reyndar verið
fjármagnaður með fé frá Landssím-
anum og vísar þar til fjárdráttar
fyrrverandi gjaldkera Símans.
„Þarna er ráðþrota maður sem
leggst svo lágt að draga ógæfumenn
inn í þetta mál,“ er svar Brynjólfs við
ummælum Sigurðar.
Síminn ætlar ekki að sitja aðgerðalaus í samkeppninni
Brynjólfur
Bjarnason
Áhugi á að stofna nýtt
sjónvarpsfyrirtæki
TÖKUR standa yfir á dramatísku spennumyndinni A Little Trip to Heaven, nýj-
ustu mynd Baltasars Kormáks, í Austur-Landeyjum. Þekktir bandarískir leik-
arar fara með helstu hlutverk og fylgdist Morgunblaðið með Forest Whitaker,
Juliu Stiles og Jeremy Renner að störfum í heimsókn á tökustað.
Ítarlega er rætt við Baltasar Kormák í Morgunblaðinu í dag. „Forest átti mik-
inn þátt í að koma þessu saman því hann setur ákveðinn klassa, ákveðinn tón, og
þá er auðveldara að fá aðra leikara með. Hann er búinn að standa með verkefninu
í rúmt ár ef ekki lengur og á mikinn þátt í því að þetta gekk upp á endanum,“ seg-
ir Baltasar í viðtalinu og er ennfremur birt einkaviðtal við Forest sjálfan./10—11
Tökur standa yfir á spennumynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven
Bandarísk mynd
tekin upp í Landeyjum
Baltasar Kormákur leikstjóri og Óttar Guðnason tökumaður bera saman bækur sínar á tökustað myndarinnar í Austur-Landeyjum.
Morgunblaðið/Þorkell
Baltasar Kormákur ræðir við leikarana Juliu Stiles og Jeremy
Renner á milli taka en samstarfið hefur gengið mjög vel.
ÁTJÁN hæða skemmtiferðaskip, Grand Princess, lagðist að bryggju í Sunda-
höfn í gærmorgun, laugardag. Er það stærsta skip sem komið hefur hingað
til lands, að sögn Ágústs Ágústssonar, markaðsstjóra Reykjavíkurhafnar.
Skipið, sem er um 110 þúsund tonn, er eitt stærsta skemmtiferðaskip í
heimi. Það rúmar 2.600 farþega og 1.100 starfsmenn, að sögn skoska skip-
stjórans, Andrews Proctors.
„Við komum frá Belfast í fyrradag,“ sagði hann. Ferðin hófst hins vegar í
Kaupmannahöfn og er förinni heitið til New York.
Proctor sagði að skipið myndi stoppa stutt við hér á landi, en áætlað var að
það færi um klukkan níu á laugardagskvöld. „Farþegum mun þó gefast næg-
ur tími til að skoða sig um á þessu fallega landi,“ sagði hann og bætti því við
að hann hefði nokkrum sinnum áður komið til Íslands. „Það er dásamlegt að
vera kominn hingað aftur.“
Morgunblaðið/Golli
Stærsta skip sem
komið hefur til landsins
LÆKNARNIR Guðmundur Arason og
Þórður Óskarsson eru í forsvari fyrir
tæknifrjóvgunarstofu sem tekur til starfa í
Kópavogi um næstu mánaðamót. Báðir
störfuðu á tæknifrjóvgunardeild Landspít-
alans – háskólasjúkrahúss, sem var lokað í
sumar vegna sparnaðaraðgerða.
Tæknifrjóvgunarstofan mun bera nafnið
ART Medica og verður í húsnæði, sem
hannað er frá grunni með þarfir sjúklinga
og starfsfólks í huga. Með bættri starfs-
aðstöðu og sveigjanlegra umhverfi telja
Guðmundur og Þórður unnt að fjölga með-
ferðum til muna, eyða biðlistum og stytta
bilið milli meðferða. Þegar því marki er
náð og búið verður að vinna upp þá töf
sem varð vegna lokunar tæknifrjóvgunar-
deildar Landspítalans segja þeir að mögu-
leikar opnist á því að bjóða útlendingum
að gangast undir tæknifrjóvgunarmeðferð-
ir.
Þeir leggja áherslu á að kostnaður við
tæknifrjóvgunarmeðferðir eigi ekki að
aukast við það að þjónustan færist út af
spítalanum og í hendur einkaaðila.
Einkarekin tækni-
frjóvgunarstofa
Unnt að fjölga
meðferðum og
eyða biðlistum
Enginn getur/18
RISABORVÉL nr. 3 við Kárahnjúka boraði
alls 1.195 metra í ágústmánuði, sem þykir
sérlega góður árangur og kann að vera
heimsmet ef miðað er við hliðstæð verkefni
erlendis. Að sögn Sigurðar Arnalds, tals-
manns Landsvirkjunar, er stefnt að því að
afla upplýsinga að utan til að staðfesta
hvort þessi framgangur eigi sér einhverja
hliðstæðu í samvinnu við verktakann og
Robbins-fyrirtækið, sem á borana. Sigurð-
ur tekur þó fram að samanburður geti verið
flókinn vegna mismunandi þvermáls ganga
og mismunandi aðstæðna.
Heimsmet í borun
við Kárahnjúka?
♦♦♦