Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 21
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 21 Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is 13.00–14.30 ÚR EINUM SAL Í ANNAN Háskólabíó iðar af lífi og í hverjum sal er eitthvað nýtt og spennandi. Heimsækið alla salina og fræðist nánar um einstök hljóðfæri, heyrið hljóðfæraleikarana kynna sig og sitt starf. 14.30–15.30 TÓNLEIKAR OG SKEMMTUN Í STÓRA SALNUM ERINDI Randall Davidson ::: Young Lutherans Guide to the Orchestra Erindreki: Valur Freyr Einarsson SÖNGATRIÐI: Maríus Sverrisson Dregið í happdrætti og sigurverðlaun afhent NEI HÆTTU NÚ ALVEG! Hvað gerist þegar hljóðfæraleikar skipta um hljóðfæri? Jean Sibelius ::: Finlandia ALLIR SAMAN NÚ! Johannes Brahms ::: Ungverskir dansar Sigvaldi Kaldalóns ::: Á Sprengisandi Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Sinfónían opnar dyrnar upp á gátt Á dag, laugardag verður Sinfóníuhljómsveit Íslands með opið hús frá klukkan 13.00-16.00 í Háskólabíói. Birta og Bárður úr Stundinni okkar kynna skemmtilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Heppnir gestir vinna áskriftarmiða. Komið og fræðist um hljóðfærin, hljóðfæraleikarana og hvaðeina sem viðkemur hljómsveitinni. AÐGANGUR ÓKEYPIS OG ALLIR VELKOMNIR, SÉRSTAKLEGA BÖRNIN. Hveragerði | Margar plöntur eru ræktaðar á ákveðnum árstíma. Nú er tími haustblómanna og eru Solanum og Capasicum (skrautpipar) dæmi um plöntur sem tilheyra haustinu. Solanum er ættuð frá Madeira og eru tvær teg- undir af þeirri plöntu ræktaðar hér. Önnur tegundin er með dökkgrænum berjum og hin er með ljós- leitum berjum sem verða rauð þegar þau þroskast. Solanum er notuð sem jólaplanta í Englandi vegna rauðu berjanna. Ber plöntunnar standa í tvo til þrjá mánuði. Capasicum (skrautpipar) er ættaður frá S- Ameríku og fæst í mörgum litum, t.d. gulum, bláum, rauðum og bleikum. Plantan er litfögur og stendur ávöxturinn í tvo til þrjá mánuði. Skrautpiparinn er ekki hægt að nota til matargerðar. Solanum og skrautpipar þarf að vökva tvisvar í viku, en þrisvar ef plönturnar standa í suðurglugga. Þær eru nú fá- anlegar í flestum blómabúðum. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Birgitta Lára kom í Garðyrkjustöðina Ficus og skoðaði blómin sem þar eru ræktuð núna í haust. Tími haust- blómanna kröfu um að sveitarfélögin greiddu 15% kostnaðarins þegar framkvæmd- ir hæfust og hafi Árborg fallist á að ábyrgjast það, til þess að reyna að koma framkvæmdinni af stað. Sami fjöldi og á Ljósheimum Húsið mun rísa vestan við núver- andi sjúkrahúsbyggingu og tengjast henni með léttbyggðri tengiálmu. Það er liðlega 4 þúsund fermetrar að stærð. Meginhluti byggingarinnar er þrjár hæðir, á fyrstu hæð verður heilsugæslustöð og á annarri hæð hjúkrunarheimili. Í kjallara verður fundarsalur, endurhæfing, geymslur, kapella og óráðstafað rými. Tilboð í verkið verða opnuð 5. októ- Selfoss | Ríkiskaup hafa auglýst út- boð á viðbyggingu við sjúkrahús Heil- brigðisstofnunar Suðurlands á Sel- fossi. Í byggingunni sem rísa mun á tveimur næstu árum verður aðstaða fyrir heilsugæslustöð og hjúkrunar- heimili. Dráttur hefur orðið á auglýsingu útboðsins vegna ágreinings milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisins um túlkun á skiptingu kostn- aðar við framkvæmdina. Þorvaldur Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, segir að nú stefni í að ágreiningurinn fari í gerðardóm og hafi Árborg lýst því yfir að sveitarfé- lagið væri tilbúið að hlíta niðurstöðu hans. Ríkið hafi eigi að síður gert ber. Gert er ráð fyrir að framkvæmd- ir hefjist fljótlega og á þeim að vera lokið í byrjun árs 2007. Hjúkrunarheimilið á að leysa af hólmi starfsemi Ljósheima sem eru í húsnæði sem dæmt hefur verið óhæft til þessarar notkunar. Í nýja hjúkr- unarheimilinu verður aðstaða fyrir 26 einstaklinga, jafnmarga og eru á Ljósheimum. Þorvaldur segir að þörfin sé meiri vegna fjölgunar íbúa en því miður hafi ekki fengist heimild til að byggja stærra að þessu sinni. Hann fagnar eigi að síður þessum áfanga enda knýjandi þörf á að end- urnýja húsnæði Ljósheima og koma heilsugæslustöðinni í varanlegt hús- næði. Auglýst útboð á við- byggingu sjúkrahússins ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.