Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 14
ERLENT 14 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 2 53 88 09 /2 00 4 Nenni níski Siggi sæti Halla hrekkjusvín Goggim ega MJÖG er umdeilt hver árangurinn hafi orðið af baráttunni gegn alþjóð- legum hryðjuverkum, og þá ekki síst samtökum Sádi-Arabans Osama bin Ladens, al-Qaeda. Sérfræðingar segja að samtökin hafi í kjölfar stríðsins gegn samtökunum á síð- ustu árum breyst í laustengd samtök án eiginlegar yfirstjórnar, hver hóp- ur starfi í reynd sjálfstætt. Sé því orðið enn torveldara en áður að gera út af við þá og al-Qaeda. Talið er að allt að 4.000 manns um allan heim tengist nú beint eða óbeint samskiptaneti al-Qaeda. Rétt þrjú ár eru nú liðin frá árás- unum mannskæðu á Bandaríkin og enn hefur ekki tekist að sakfella neinn fyrir aðild að hryðjuverkunum þótt vitað sé að fjölmargir komu að skipulagningu þeirra auk flugræn- ingjanna sjálfra. Tveir menn voru á sínum tíma ákærðir í Þýskalandi en Bandaríkjamenn treystu sér ekki til að gera opinberar upplýsingar úr vitnaleiðslum þar í landi sem gætu hafa nægt til að sakfella þá. Vandinn er að al-Qaeda gæti nýtt sér slíkar upplýsingar til að efla varnir sínar. Og enn gengur bin Laden laus, sennilega einhvers staðar í fjalllendi á landamærum Afganistans og Pak- istans. Oft er óljóst hvað hæft er í fullyrðingum þess efnis að al-Qeda hafi staðið á bak við tilræði vegna þess að hópar sem í reynd sækja að- eins óljósar hugmyndir til bin Lad- ens og manna hans kenna sig gjarn- an við al-Qaeda, segir í frétt AFP-fréttastofunnar. Sumir hópar eru þó í nánum tengslum við bin Laden og helstu samverkamenn hans. Loks má ekki gleyma því að stjórnvöld í sum- um löndum reyna oft að setja merkimiða al- Qaeda á tilræði sem and- spyrnuhópar af ýmsu tagi í lönd- um þeirra standa fyrir. Þótt bin Laden hírist við erfiðar aðstæður í fjöll- unum og geti til dæmis ekki notfært sér að ráði fjarskiptatækni fer því fjarri að hann hljóti að vera alger- lega sambandslaus. „Þeir notast við vandlega lokað kerfi þar sem fyrirmælum frá æðstu mönnum er komið til skipuleggjenda með aðstoð tölvudiska eða munn- legum skilaboðum valinna sendi- manna og skipuleggjendurnir koma boðum sínum til þeirra sem annast sjálft verkið áleiðis án þess að hitta þá augliti til auglitis,“ segir pakist- anskur leyniþjónustumaður sem ekki vill láta nafns síns getið. Án Netsins, ekkert al-Qaeda Netið er sagt gegna lykilhlutverki í starfi hryðjuverkamanna. „Án Netsins myndi al-Qaeda ekki vera til. Án arabískra gervihnattasjón- varpsstöðva myndi al-Qaeda ekki heldur vera til,“ segir Gilles Kepel, franskur sérfræðingur í málefnum arabalanda. „Þeir sjá yfirlýsingu frá [Ayman] al-Zawahiri [næstráðanda bin Ladens] á Netinu, sjá bin Laden í sjónvarpinu – það eru þess konar hlutir sem fá þá til að hefjast handa, þeir vilja feta í fótspor þeirra.“ Einnig er talið að á netsíðum ísl- amistasamtaka séu oft dulbúin skila- boð til stuðningsmanna. Og bjartsýni sérfræðinga er tak- mörkuð, ekki síst vegna þeirrar að- ferðar al-Qaeda að takmarka sem mest persónuleg samskipti milli liðs- manna hinna ýmsu hópa og æðstu stjórnenda. Óbreyttir liðsmenn vita í reynd fátt um forystumennina og því lítið gagn að því að yfirheyra þá. „Möguleikinn á því að fljótlega takist að binda enda á hryðjuverk sem tengjast al-Qaeda er ekki fyrir hendi. Þeir þurfa sáralítið fé og mannafla en nýta sér að allur heim- urinn þekkir nafnið og þeim hefur tekist að koma af stað því sem virðist vera hnattrænt hættuástand,“ segir í skýrslu sem gerð var fyrir Samein- uðu þjóðirnar. Louis Caprioli, franskur sérfræð- ingur í hryðjuverkavörnum, segir að eftir fall talibana hafi áhrifasvæði al- Qaeda færst til Norður-Íraks, Mið- Austurlanda og Kákasus. Vestrænir sérfræðingar telja að pakistanskur leyniþjónustumaður líki al-Qaeda við ófreskju „sem getur myndað nýja arma í stað þeirra sem hún missir“. Bin Laden hefur vissulega misst marga menn en sá áróður hans að gyðingar og Bandaríkjamenn vilji útrýma múslímum finnur víða hljómgrunn. Þess vegna bætast stöðugt liðsmenn í raðirnar og ekki þarf marga til að standa fyrir blóð- ugu tilræði. Forðast bein samskipti Osama bin Laden ’[...] getur myndað nýjaarma í stað þeirra sem hún missir.‘ Margir af ráðamönnum al-Qaeda-samtakanna hafa náðst en aðildarhóparnir starfa nú að mestu sjálfstætt TVEIR týndu lífi þegar farþegalest skall á vöruflutn- ingabíl við bæinn Kristianstad á Skáni í Svíþjóð í gær- morgun. 47 menn slösuðust, þar af fjórir alvarlega. Margir farþeganna voru börn og unglingar á leið í skóla. Hér sjást björgunarmenn og sjálfboðaliðar að- stoða farþega sem sumir lokuðust inni í lestinni. Flutn- ingabíll ók yfir lestarteinana við Nosaby í útjaðri Kristianstad um leið og lestina bar að en hún var á leið frá Karlskrona til Helsingborg. Tveir af þremur vögn- um lestarinnar fóru á hliðina. Að sögn talsmanns lög- reglu í Kristianstad, Bo Widell, létust tveir „hið minnsta“. Annar þeirra stjórnaði lestinni. Haft var eftir vitnum að bílstjórinn hefði reynt að komast yfir sporið í sama mund og hliðið lokaðist. Reuters Manntjón í lestarslysi á Skáni BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin CBS ætlar að láta fara fram rannsókn á skjölum sem sýnd voru í 60 Min- utes-þætti stöðvarinnar í vikunni og sýndu að sögn fram á að George W. Bush forseti hefði óhlýðnast beinni skipun og verið sviptur flugmanns- starfi þegar hann var í þjóðvarðliði Texas árin 1972 og ’73. Sérfræðingar segja sennilegt að minnisblöðin séu fölsuð. Blöðin áttu að hafa verið úr fórum eins yfirmanna Bush, Jerrys Killians, sem lést árið 1984. Sonur Killians hef- ur dregið í efa að faðirinn hefði nokkru sinni skrifað slíkt minnisblað. Gary Killian, fyrrnefndur sonur Jerr- ys Killians, segir að afar ólíklegt sé að faðir hans hefði skrifað á ómerkt minnisblað að hann væri undir þrýst- ingi að „sykurhúða“ umsögn um frammistöðu Bush. „Enginn liðsfor- ingi með fullu viti myndi nokkru sinni skrifa minnisblað eins og þetta,“ sagði Killian. Talsmaður Bush, sagði að starfs- menn forsetans væru ekki að kanna hvort skjölin væru ekta. Sandra Ramsey Lines, sem er óháður skjala- fræðingur í bandarískri akademíu réttarrannsóknarmanna, segir að skjölin líti út fyrir að hafa verið skrif- uð á Microsoft Word-forritið. Hún bendir á að í setningunni „111th Fig- hter Interceptor Squadron“ séu staf- irnir „th“ minni og hærri en hinir. Það bendi til þess að skjölin séu fölsuð, því sú tækni hafi ekki verið til fyrir 32 ár- um en sé sjálfvirk í Microsoft Word. „Ég er nánast viss um að þessi skjöl koma úr tölvu,“ sagði Lines eftir að hafa skoðað þau. Skjöl gegn Bush fölsuð? New York. AFP, AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.