Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 33 Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkað- urinn í Bandaríkjunum er öfl- ugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjónustumiðstöðva er bætt að- gengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan misjafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatnsorku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unnin í tiltölulega fá- mennum, en vatnsorkuauðug- um, löndum …“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipulagstillögu bæjaryfir- valda …“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvall- arbreytinga er þörf …“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlits- ins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílík- um vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nem- endur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞÚ ÞARFT ekki að stama mikið til að freistast til að halda þig til hlés í samræð- um og í samskiptum við fólk yfirleitt. Þeg- ar þú spáir í hvort þú eigir nú að segja eitt- hvað veist þú ekki hvaða hljóð komast út, hver festast milli góms og tungu eða milli saman klemmdra vara, sem ekki vilja opnast eða hvaða blásturshljóð gufa upp og tappa öllu lofti af lungunum án þess að þú náir að anda að þér aftur. Samt veist þú að það er betra að segja það sem þér liggur á hjarta frekar en að þegja. Þú veist líka að ef illa gengur tek- ur 10 orða setning heila mínútu og allir í kringum þig eru farnir að iða í skinninu og vita ekkert hvað þeir eiga af sér að gera. Er þá ekki bara betra að sleppa þessu al- veg og gefast upp á að tala? Nei, ekki gefast upp! Þú mátt gera hvað sem er, nema að gefast upp. Þú verður að tala eða ef til vill fyrst og fremst að öðlast kjark, vilja og sjálfstraust til að tala. Ef þú talar ekki lætur þú stamið verða að fötlun sem stýrir lífi þínu. Þú átt sjálfur að stjórna þínu lífi og ákveða að málhelti þín hamli ekki menntun þinni, stjórni því ekki hvað þú gerir eða gerir ekki í framtíðinni. Spurningin er bara hvernig þú öðlast sjálfstraust, kjark og vilja til að taka málið í þínar eigin hendur? Fyrsta skrefið getur verið að hitta aðra sem stama og sækja hvatningu og styrk til þeirra. Þá er nærtæk- ast að verja laug- ardeginum 11. sept- ember á Hótel Stykkishólmi, þar sem norrænt fólk frá 8 til 65 ára hittist og á uppbyggjandi dag saman. Málbjörg, félag um stam, stendur fyrir norrænni ráðstefnu 10. til 14. september þar sem áhersla verður lögð á sjálfstæði, sjálfstraust og virð- ingu þátttakenda fyrir sjálfum sér og öðrum. Flutt verða þrjú erindi og hvert þeirra fyrir þrjá aldurshópa. Er- indin verða öll flutt á íslensku ásamt nor- rænu og ensku. Þátttakendur mega leggja orð í belg en þurfa þess ekki. Það er óendanlega mikilvægt fyrir þá sem stama að loka sig ekki af. Með einangruninni verður málheltin að fötlun, félagslegri fötlun, sem erfitt getur reynst að rjúfa. Því skora ég á þá sem málhelti hrjáir að kíkja á www.stam.is/ nordisk og skrá sig. Ráðstefnan hentar líka mjög vel foreldrum barna sem stama og öðrum uppal- endum. Flýtur þú þegjandi að feigðarósi, af því að þú stamar? Björn Tryggvason fjallar um ráðstefnu fyrir málhalta Björn Tryggvason ’Ráðstefnanhentar líka mjög vel foreldrum barna sem stama og öðrum uppalendum.‘ Höfundur er formaður Málbjargar, félags um stam. EINS og flestum er kunnugt um standa grunnskólakennarar í kjarabaráttu þessa dagana og illa hefur miðað í samkomulagsátt. Sveitarstjórnarmenn kvarta yfir því að kennarar vilji háa prósentuhækkun sem sé ekki í neinum takti við annan veruleika á vinnumarkaðnum. Eru sveitarstjórn- armenn hluti af veru- leikanum? Eru þeirra laun í takt við það sem er eðlilegt og sanngjarnt? Ef svo er eru kennarar mjög hófsamir í sínum kröfum. Laun kenn- ara eru brot af launum margra sveitarstjórnarmanna. Kennari getur jafnvel verið hálft ár að vinna fyrir mánaðarlaunum bæj- arstjóra. Einhverra hluta vegna virðast þeir hafa hæst um okkar launakröfur sem ekki þurfa að hafa áhyggjur af eigin launum. Vissulega er það stór biti fyrir mörg sveitarfélög að reka grunn- skóla en þó svo að kennarar séu hugsjónafólk er ekki hægt að ætl- ast til að þeir bjargi vanda sveit- arfélaganna. Það voru sveit- arfélögin sem samþykktu að taka yfir rekstur grunnskólanna. Það var þeirra að semja um meðlag með skólunum. Kennarar komu þar hvergi nærri og það er ekki við þá að sakast þó svo að með- lagsgreiðslurnar séu of lágar. Launakrafa kennara er í sam- ræmi við álit þjóðarinnar ef miðað er við könnun Gallup, það er að segja að grunnlaun grunnskóla- kennara verði 250.000 krónur. Í könnuninni var spurt hvað eðlilegt væri að einstaklingur með þriggja ára sér- hæfða háskóla- menntun hefði í laun og var útkoman 250.000 krónur. Það var ekki spurt um hvað einstaklingurinn ætti að hafa eftir þrjú ár heldur í nóvember árið 2003 þegar könn- unin var gerð. Kenn- arar gera aftur á móti kröfu um að þessi upphæð verði komin í vasann eftir þrjú ár. Þetta lýsir kennurum best. Hvaða viðskiptamenntaður einstaklingur hefði gert slíka kröfu? Væri ekki eðlilegt að taka þessar 250.000 krónur og framreikna þær um þrjú ár miðað við spáða verðbólgu og setja þá upphæð í launakröf- una? Grunnlaun 24 ára grunn- skólakennara eru í dag um 150.000 krónur og útborguð laun því um 120.000 krónur. Ef hækkunin er reiknuð í prósentum eða krónum er hún vissulega há en grunn- launin eru mjög lág og ekki lengur um neinar aukagreiðslur að ræða. Ekki er heldur kostur á yfirvinnu nema í einstaka tilfellum og það í mjög litlum mæli. Þetta er sá veruleiki sem kennarar búa við og ekki er verið að fara fram á hækk- unina á einum degi heldur þremur árum. Tilboð sveitarfélaganna hljóðar aftur á móti upp á mun minni hækkun og það á fjórum ár- um. Samkvæmt nýrri könnun Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands er kennaranámið ekki arðbært nám. Er það eðlilegt og sjálfsagt að kennarar skuldsetji sig með náms- lánum fyrir hugsjónina eina sam- an? Í starfi kennara er stöðugt unn- ið með hugtök eins og: samvinna, menntun, vinátta, jafnrétti og samskipti, en sveitarstjórnarmenn hugsa um krónur, prósentur, hagnað, eignir og skuldir. Ef til vill er lausnina á samningamál- unum að finna í þessum hug- tökum. Ef kennarar væru örlítið háværari um krónur og hagnað í sínu starfi og sveitarstjórnarmenn meira inni á jafnrétti og samvinnu næðist kannski samkomulag sem báðir aðilar gætu sætt sig við. Kennarar ættu í raun að hækka launakröfur sína og sýna fram á að það sé bæði skemmtilegt og arðbært að gerast kennari. Af hverju þurfa kennarar hærri laun? Guðrún Snorradóttir skrifar um kjaramál kennara ’ Er það eðlilegt ogsjálfsagt að kennarar skuldsetji sig með námslánum fyrir hug- sjónina eina saman?‘ Guðrún Snorradóttir Höfundur er kennari og námsráðgjafi. ÞANNIG var að ég fór keyrandi austur með bílaleigubíl og eftir erfiðan dag, hangandi með fótinn á bensíngjöfinni og kílómetrarnir hrannast á mælinn kemst ég loks til Egilsstaða. Skilaði bíla- leigubílnum og ákvað að taka mér spólu eða eins og nútíminn kallar þetta VHS. Videoflugan er mín leiga frá því að ég var smápolli sem fékk að fara og taka mér spólu þegar ég gisti hjá ömmu og afa og því fer ég þangað upp á góðan vana. Þegar ég kem þangað fæ ég í hendurnar Myndbönd mánaðarins vegna þess hversu dyggur viðskiptavinur ég er og hversu samviskusamlega ég borga allar mínar skuldir annað en sum- ir sem láta elta sig vegna ein- hverra þúsundkalla. Vanalega les ég nú blaðið því margt skemmti- legt er í því svo sem sögur af fræga fólkinu og margt fleira. Á einni blaðsíðunni rekst ég á aug- lýsingu, rauður bakgrunnur með stóru letri á ensku. Þá er það aug- lýsing frá SS og Bæjarins bestu þar sem Clinton, fyrrverandi for- seta Bandaríkjanna er þakkað fyrir viðskiptin. Besta er að við- skiptin eru tilgreind nákvæmlega þar sem hann fékk sér pylsu með sinnepi. Les ég þessa auglýsingu og finnst hún nokkuð góð en fer síðan að hugsa þegar ég labba heim með spólu í fanginu og blaðið að ég las á Netinu fyrr um kvöldið þar sem fyrirsögnin á mbl.is var að Clinton hefði verið lagður inn á spítala í flýti vegna veikinda. Ég fór að tengja þetta við pylsuna sem hann át á kalda klakanum og taldi að þetta væru óheppileg tíð- indi fyrir SS og Bæjarins bestu. Kannski maður hugsi sig um næst þegar maður fær sér pylsu en alla- vega á ég eftir að hugsa um þessar vangaveltur mínar. Kannski eru þær út úr kú en þar sem svo margt er skrítið í þessum heimi nú til dags ákvað ég að skella þessari til- gátu fram hvort það væri sam- hengi á milli pylsunnar og veikind- anna? Með von um bata til fyrrverandi forsetans. DAVÍÐ ÞÓR SIGURÐARSON, Túngötu 6, 710 Seyðisfjörður. Smá hugleiðing Frá Davíð Þór Sigurðarsyni, nema í Viðskiptaháskólanum í Bifröst: HUGMYNDIN að baki skattlagn- ingu hlýtur að vera sú að skattar séu annaðhvort greiðsla fyrir beina þjónustu hins opinbera sem skattgreiðandinn nýtur, svo sem hluti fasteignagjalda, eða greiðsla til samneyslunnar af tekjum sem skattgreiðandinn hefur umfram tekjurnar sem hann þarf til eigin neyslu og nauðsynja. Stimpilgjald á húsnæðislán er aftur á móti skattur á þá sem ekki hafa peninga til að mæta frumþörf sinni fyrir húsnæði og verða að taka húsnæðislán til að uppfylla þessa frumþörf sérhvers manns. Stimpilgjald húsnæðislána er því skattur á þá sem eru fé- lausir og í andstöðu við grund- vallarhugsun allrar skattlagn- ingar. Þrátt fyrir að flestir, þar með talinn fjármálaráðherra landsins, telji stimpilgjaldið óréttlátan skatt, og til skaða fyrir íslenskt efnahagslíf, er ekkert sem bendir til að stimpilgjaldið verði afnumið í bráð eða lækkað. Þessi óréttláti og skaðlegi skattur hefur aftur á móti verið lagður af eða stórlega lækkaður í nágrannalöndunum. En hvað er til ráða þegar meiri- hluti almannavaldsins leiðréttir ekki bæði óréttláta og skaðlega skattlagningu? Er þá ekki kominn tími til að almenningur rísi upp og grípi til aðgerða? Væri t.d. ekki ráð fyrir KB banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lána þessi nýju húsnæðislán einfaldlega frá bankastofnunum sínum erlendis. Ef erlendu bankarnir í eigu bank- anna á Íslandi eru lánveitendurnir og lánveitingin fer fram erlendis, sem hverjum manni er frjálst að gera, þá greiðir íslenski lántak- andinn væntanlega ekkert stimp- ilgjald. Þessir erlendu bankar gætu, að lánveitingu lokinni, síðan framselt lánin til eigenda sinna, sem eru íslensku bankarnir, eða átt lánin erlendis en falið íslensku bönkunum alla umsýslu og inn- heimtu fyrir sína hönd. GUÐMUNDUR ÓSKARSSON, Glitvangi 15, 220 Hafnarfjörður. Stimpilgjald – skattur á félausa Frá Guðmundi Óskarssyni: KRISTINN H. Gunnarsson skrifar harðorða grein, ,,Máva- grátur“, í Morgunblaðið þann 8. október sl. í garð duglegs at- hafnamanns sem hefur nýtt sér á óprúttinn hátt meingallað fiskveiðikerfi. Þetta sama kerfi hafa þremenningarnir fyrir vestan, Einar Oddur, Einar Kristinn og ekki síst Kristinn H. Gunnarsson sjálfur, varið með kjafti og klóm. Kristinn H. Gunnarsson hef- ur alltaf talað digurbarkalega á móti kvótakerfinu og á móti kvótagreifum eins og Þorsteini Má, en hvers vegna nefnir hann aldrei Halldór Ásgríms- son, sem hefur auðgast á sama hátt? Rétt er að rifja upp fyrir Kristni að nú nýlega þegar sett voru lög um að setja sóknar- dagabáta í kvóta, þá greiddi hann atkvæði með kvótakerf- inu sem hann gagnrýnir alltaf svo harðlega. Þar með brást hann hinum dreifðu byggðum einu sinni enn eins og Einar- arnir í Sjálfstæðisflokknum. Hann leyfir sér alltaf að ráð- ast á kvótakerfið en þegar á reynir og tækifæri gefst til að breyta kerfinu, þá bregst hann alltaf. Allt tal Kristins H. Gunnars- sonar gegn kvótakerfinu er því í besta falli innantómt hanagal. Sigurjón Þórðarson Hanagal Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.