Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 26
DAGLEGT LÍF 26 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Seltjarnanesi s. 561 1680 Ný sending af yfirhöfnum frá og flauelsbuxum frá Enski boltinn Sérstök umfjöllun um enska boltann verður alla laugardaga í vetur í íþróttablaði Morgunblaðsins. Skjóttu á úrslitin! Á vefnum getur þú tekið þátt í getraunaleik og unnið til verðlauna. Á finnur þú einnig allt um enska boltann á einum stað l staðan l umferðir l dagskrá útsendinga l úrslit Aftur til fyrri ára, er meg-inþema hárlínu Intercoiff-ure fyrir veturinn 2004 til 2005, sem kynnt var á heimsþingi samtakanna í Japan og sótt af tæp- lega tvö þúsund hárgreiðslumeist- urum. Fyrirmyndin eru dívurnar Sophia Loren, Marilyn Monroe, Marlene Dietrich, Brigitte Bardot og David Bowie. „Þetta eru skila- boðin,“ segir Guðbjörn Sævar, bet- ur þekktur sem Dúddi á Hársnyrti- stofunni Hjá Dúdda. „Þessar stórstjörnur verða fyrirmyndirnar að hártískunni í vetur. Við höfum verið að fara eftir þessari línu og okkur finnst Mar- lene Dietrich-línan lífleg og mjög skemmtileg fyrir ungar stúlkur. Sophiu Loren-línan er rosalega skemmtileg fyrir þær sem vilja vera með klassíska línu, styttra í hnakkanum og topp. Hún er aðeins ýkt en léttara yfir klippingunni en áður. Svo er það Brigitte Bardot, hún er með þetta síða uppsetta hár eins og ungu stúlkurnar í dag þannig að nýja hártískan á víða við. Flestir strákar eru eins og David Bowie með sítt hár.“ Sophia Loren: Síður toppur en hár- ið er stutt í hnakkann. David Bowie: Fyrirmynd yngri kynslóðarinnar í vetur. Marlene Dietrich: Permanent og lyfting í hárinu.  HÁRTÍSKA Dívurnar fyrirmynd Marilyn Monroe: Létt krullað hun- angslitað ljóst hár. FLESTIR reykingamenn vilja hætta að reykja en oft er það hæg- ara sagt en gert. Margir verða strax áhyggjufullir við tilhugsun- ina, hræddir um að sér mistakist og hræddir við fráhvarfseinkennin. Oft eiga þeir nokkrar misheppnaðar til- raunir að baki; hafa hætt í nokkrar klukkustundir, jafnvel nokkra daga og síðan talið sér trú um að þeir geti alls ekki hætt að reykja. Þetta er mjög algengt enda tekst almennt aðeins um 10% reykingamanna að hætta án aðstoðar. Árangurinn verður aftur á móti mun betri fái reykingamenn faglega hjálp við að hætta og bestur verður árangurinn ef fólk hættir þegar það sjálft er tilbúið, þekkir vel eigin reyk- ingavenjur og veit hvers vegna það vill hætta, gerir sér grein fyrir því hvernig því muni líða þegar það hættir og hefur fundið úrræði sem koma í stað reykingavanans. Fagleg hjálp bætir árangur Ýmis fagleg hjálp er í boði, bæði í formi ráðgjafar og námskeiða auk aðstoðar sem býðst á heilsugæslu- stöðvum og heilsustofnunum. Á Heilsustofnuninni í Hveragerði er t.d. boðið upp á viku innlögn og 12 mánaða eftirfylgni. Ráðgjöf í reyk- bindindi er símaþjónusta á lands- vísu þar sem þeir sem vilja hætta að reykja, eða eru nýhættir, fá hvatningu, ráðgjöf og stuðning. Op- ið frá klukkan 17–19 alla virka daga og síminn er 800–6030. Nikótínlyf hjálpa mörgum Læknir og/eða lyfjafræðingur metur þörf hvers og eins fyrir lyfin en það sýnir sig að al- mennt er árangur tvöfalt betri en ella þegar nikó- tínlyf eru notuð og minni líkur eru á fráhvarfs- einkennum. Nikótínlaus lyfjameðferð býðst einnig en ein- göngu læknar geta vísað á þannig lyf. Upplýsingar um fleiri aðila sem bjóða faglega aðstoð eru á heima- síðunni: www.lydheilsustod.is: Fræðsla-námskeið. Ávinningurinn af því að hætta að reykja Áhrifin á heilsuna af því að hætta að reykja láta ekki á sér standa: Eftir 20 mínútur lækkar blóðþrýst- ingur og púls og blóðrás batnar. Eftir 8 tíma hefur kolsýrlingur (CO) í blóði minnkað um helming og eftir 48 tíma er hann horfinn. Þá er lyktar- og bragðskyn einnig komið í eðlilegt horf, hósti og andþyngsli að hverfa og auðveldara fyrir lungun að kljást við sýkingar. Eftir eitt ár hafa líkurnar á að fá hjartasjúkdóma minnk- að um helming og eftir 5 ár er hættan á að fá hjarta- og æða- sjúkdóma álíka mikil og hjá þeim sem aldrei hafa reykt. Eftir 15 ár er hættan á að fá lungnakrabbamein orðin álíka mikil og hjá þeim sem aldrei hafa reykt. Félagslegur ávinningar eru líka mikill, m.a. vegna þess að í flestum nútíma samfélögum er orðið erfitt fyrir fólk að reykja. Þess er til dæmis vænt- anlega ekki langt að bíða að bannað verði að reykja á veitinga- og skemmtistöðum á Íslandi.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA|Lýðheilsustöð Ætlarðu alltaf að reykja? Morgunblaðið/Ómar Um 10% tekst að hætta að reykja án aðstoðar Bee McEvoy, verkefnisstjóri. Halla Grétarsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.