Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. „VÍSAÐ er til erindis yðar, dags. 27. ágúst sl., þar sem áréttuð er munnleg ósk um rökstuðning fyrir skipan í emb- ætti ráðuneytisstjóra félagsmálaráðu- neytisins. Rökstuðningur fyrir þeirri ákvörðun fer hér á eftir. I. Embætti ráðuneytisstjóra í félags- málaráðuneytinu varð laust frá og með 1. september 2004 í kjölfar skipunar skipaðs ráðuneytisstjóra í stöðu sendi- herra í utanríkisþjónustunni. Sett hafði verið í embættið í tvö ár vegna leyfis ráðuneytisstjóra til að gegna starfi að- stoðarframkvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Emb- ættið var auglýst laust til umsóknar í Lögbirtingablaðinu 9. júlí 2004, eins og lögskylt er. Ekki þótti ástæða til að birta auglýsinguna víðar, þar sem ljóst þótti að fjölmiðlar myndu gera auglýsingunni góð skil. Fram kom í auglýsingu að gert væri ráð fyrir að skipað yrði í embættið frá 1. september 2004 og að umsóknar- frestur væri til 26. júlí 2004. Ákveðið var 16. júlí að framlengja umsóknarfrestinn til 3. ágúst, en þá hafði engin umsókn borist. Þann 28. júlí var ákveðið að fram- lengja frestinn frekar til 10. ágúst. Var við þessar ákvarðanir tekið tillit til þess að um hásumarleyfistíma var að ræða og að umsóknir höfðu borist afar seint. Auglýsingarnar um framlengingu um- sóknarfrests voru báðar birtar í Lög- birtingablaðinu og upplýsingar um framlenginguna birtar á heimasíðu ráðuneytisins. Við lok upphaflegs um- sóknarfrests höfðu tvær umsóknir bor- ist, ein barst 28. júlí, sú fjórða 4. ágúst, tvær bárust 10. ágúst og sú síðasta barst 11. ágúst með póststimpli 10. ágúst. Sjö einstaklingar sóttu því um stöð- una, en einn umsækjenda dró síðan um- sókn sína til baka. Umsækjendur voru eftirtaldir: Gylfi Kristinsson, skrifstofustjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu. Helga Jónsdóttir, borgarritari. Hermann Sæmundsson, settur ráðu- neytisstjóri félagsmálaráðuneytisins. Kristín Einarsdóttir, framkvæmda- stjóri Miðborgar Reykjavíkur. Ragnhildur Arnljótsdóttir, skrifstofu- stjóri og fulltrúi félagsmálaráðuneytis- ins og heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel. Sigurður Snævarr, borgarhagfræð- ingur. II. Hlutverk ráðuneytisstjóra er fjölþætt og reynir því á marga eiginleika í fari þess sem gegnir því embætti hverju sinni. Í 1. mgr. 10. gr. laga um Stjórn- arráð Íslands, nr. 73/1969, með síðari breytingum, segir að ráðuneytisstjóri stýri ráðuneyti undir yfirstjórn ráð- herra. Síðan segir í 1. mgr. 11. gr. sömu laga að skrifstofu ráðuneytis stýri skrif- stofustjóri og starfsdeild stýri deildar- stjóri undir umsjón ráðuneytisstjóra. Að öðru leyti er þar ekki vikið nánar að verksviði ráðuneytisstjóra. Ekki er í lög- unum gerð krafa um tiltekna menntun, starfsreynslu eða aðra eiginleika þess einstaklings sem gegnir embætti ráðu- neytisstjóra. Umsækjendur um embætt- ið verða hins vegar að uppfylla hin al- mennu hæfisskilyrði 6. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Ekki hafa verið lögfestar almennar reglur í íslenskum rétti um það hvaða sjónarmið stjórnvöld eigi að leggja til grundvallar ákvörðun um veitingu á op- inberu starfi þegar almennum hæfisskil- yrðum sleppir. Er almennt talið að meg- inreglan sé því sú að viðkomandi stjórnvald ákveði á hvaða sjónarmiðum það byggir slíka ákvörðun ef ekki er sér- staklega mælt fyrir um það í lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum. Verður þetta m.a. ráðið af álitum umboðsmanns Al- þingis. Í samræmi við ólögfesta megin- reglu stjórnsýsluréttar þurfa þau sjón- armið sem ákvörðun byggist á að vera málefnaleg, svo sem sjónarmið um menntun, starfsreynslu, hæfni, stjórnun- arhætti, viðhorf til starfsins og eftir at- vikum aðra persónulega eiginleika sem viðkomandi stjórnvald telur máli skipta. Ef slík sjónarmið kalla á sérstaka upp- lýsingaöflun af hálfu stjórnvalds ber stjórnvaldi í ljósi rannsóknarreglu stjórnsýslulaga að afla allra nauðsyn- legra upplýsinga til að staðreyna hvernig umsækjendur uppfylla þessi viðmið. Jafnframt er ljóst að leitast skuli við að velja þann umsækjanda um laust opin- bert starf sem hæfastur verður talinn til að gegna því í ljósi málefnalegra viðmiða. Í sumum tilvikum er unnt að byggja mat á skriflegum gögnum á borð við umsókn og ferilsskrá. Ferilsskrá hefur hins veg- ar takmarkað forspárgildi þegar meta á hæfni, stjórnunarhætti og viðhorf til starfs, enda segir hún fyrst og fremst til um frammistöðu umsækjanda í fortíð en minna um það með hvaða hætti hann nálgast það viðfangsefni sem fyrir hönd- um er. Þar þarf því einnig að byggja á frammistöðu í viðtali og mati á umsögn- um meðmælenda. Í þessu felst að ákvörðun um ráðningu verður ávallt að einhverju leyti að byggjast á rökstuddu mati á þeim málefnalegu en huglægu við- miðum sem beitt er við mat á umsækj- endum út frá þeim markmiðum sem sett eru í upphafi. III. Við skipun í embætti ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu þarf að tryggja að til starfans veljist einstaklingur sem geti leitt starf þessa umfangsmikla mála- flokks. Mikilvægt er að viðkomandi hafi góða þekkingu á þeim málaflokkum sem undir ráðuneytið heyra og hafi innsýn í flesta þætti starfsemi þess. Þá er mik- ilvægt að viðkomandi hafi farsæla stjórn- unarreynslu. Í því felst reynsla af stjórn- un verkefna eða stofnana sem feli í sér getu til að hafa með höndum skilvirka verkstjórn og getu til að skipta verkum með starfsmönnum. Þá þarf viðkomandi að hafa mikla yfirsýn, því undir ráðu- neytið heyra fjölmargar stofnanir. Ráðu- neytisstjóri þarf einnig að hafa framtíð- arsýn, afl og dug til að leggja sig fram fyrir ráðuneytið og framgang þess. Ráðherra fól ráðningarfyrirtækinu Mannafli að vinna úr umsóknum með ráðuneytinu og annast skipulag viðtala. Við úrvinnslu umsókna um embætti ráðuneytisstjóra var ákveðið að leggja eins spurningar fyrir alla umsækjendur sem lutu að starfsreynslu, stjórnunarað- ferðum, persónulegum eiginleikum, og hvers vegna viðkomandi sótti um emb- ættið. Í upphafi tók fulltrúi Mannafls í um- boði ráðherra viðtöl við alla umsækjend- ur á þeim grundvelli. Voru allir umsækj- endur metnir hæfir til að gegna embættinu, en tillaga gerð um að ein- skorða frekari athugun við þrjá umsækj- endur sem þóttu standa fremst. Þeir voru Helga Jónsdóttir, Hermann Sæ- mundsson og Ragnhildur Arnljótsdóttir. Var við það mat einkum litið til þess hvers konar menntun þeir einstaklingar höfðu, starfsreynslu, stjórnunarreynslu og reynslu af störfum í Stjórnarráðinu. Umsókn yðar var metin með sama hætti og umsóknir annarra umsækjenda sem metnir voru hæfastir til að gegna embættinu. Farið var vandlega yfir um- sóknir og niðurstöðu viðtals í fyrstu um- ferð. Hringt var í meðmælendur með öll- um umsækjendunum sex. Þá var síðara viðtal undirbúið með hliðsjón af þessum niðurstöðum. Að morgni 26. ágúst 2004 hafði náðst í fjóra af meðmælendum yð- ar, en reynt hafði verið að ná í átta með- mælendur. Umsagnir meðmælenda voru allar efnislega áþekkar og var það fag- legt mat ráðgjaf þörf frekari ums Í kjölfarið ák eftirfarandi sjón mat á umsækjen Fagmenntun o sviði stjórnunar. Starfsreynsla stjóra faglega. Starfsreynslu stjóra við stjórnu Forystuhæfile og hæfni í mannl Frammistaða Mat á meðmæ Í framhaldi a ráðherra að kall sem hæfastir þó velli fyrirliggjan stöðu í viðtölum staddir viðtölin staðgengill ráðu ráðuneytisins og viðtöl fóru fram ins 26. ágúst 2004 var farið yfir nið með hliðsjón Mannafls við m enda. Var þá k urstöðu um mat meðmælandi yð ráðgjafa Mannaf var honum þá t væri lokið og nið Niðurstaðan var sækjendunum r fund ráðuneytis 16. Að teknu tillit taldi félagsmála Arnljótsdóttir væ gegna embætt Tímalengd stjórnuna höfuðmáli þegar hún Félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, hefur svarað Helgu Jónsdóttur, sem óskaði eftir rökstuðningi um skip- an Ragnhildar Arnljótsdóttur í starf ráðuneytisstjóra í fé- lagsmálaráðuneytinu, en Helga var meðal sex umsækj- enda um embættið. Svar ráðherrans fer hér á eftir. Árni Magnússon Byggingin þar s málaráðherra se ingu á þeim mál ÁBYRGT ATVINNULÍF OG SAMKEPPNISMÁLIN Forsvarsmenn atvinnulífsinsá Íslandi hafa undanfarinár heldur amazt við starf- semi samkeppnisyfirvalda og meðal annars talið að þau ættu ekki að blanda sér í hina sívaxandi samþjöppun eignarhalds í ýmsum greinum atvinnulífsins. Sagt hef- ur verið að samkeppnisyfirvöld eigi ekki að stýra uppbyggingu viðskiptalífsins, eins og það hefur verið orðað og þá með tilvísun til afstöðu Samkeppnisstofnunar til áforma um sameiningu Lands- bankans og Búnaðarbankans. Ný- legum tillögum nefndar viðskipta- ráðherra um eflingu samkeppnis- yfirvalda og heimildir þeirra til þess m.a. að skipta upp fyrirtækj- um hefur verið fálega tekið af Samtökum atvinnulífsins. Það vekur því nokkra athygli er Michael Treschow, formaður sam- taka atvinnulífsins í Svíþjóð, Svenskt Näringsliv, og stjórnar- formaður stórfyrirtækjanna Er- icsson og Electrolux, segir í við- tali við Viðskiptablað Morgun- blaðsins sl. fimmtudag, að þar í landi standi atvinnulífið með stjórnvöldum í þeirri viðleitni að efla samkeppniseftirlit og baráttu gegn hringamyndun. Ríkisstjórn Svíþjóðar vill efla sænsku Sam- keppnisstofnunina og meðal ann- ars auðvelda henni að einbeita sér að því að berjast gegn hringa- myndun og verðsamráði. Þá fær Samkeppnisstofnunin, ásamt samkeppnisyfirvöldum ESB, auknar heimildir til að gera hús- leit heima hjá stjórnendum fyrir- tækja, rétt eins og lagt var til í skýrslu nefndar viðskiptaráð- herra. „Hringamyndun er af hinu illa. Við viljum hafa samkeppni á jöfn- um forsendum og þá verður að út- rýma slíkum tilburðum,“ sagði Treschow í viðtalinu. „Fólk verður að treysta því að sænski markað- urinn sé opinn og að þar ríki sam- keppni ... Hringamyndun er slæm og gamalt fyrirbæri. Við erum kannski ekki nákvæmlega sam- mála ríkisstjórninni um hvernig beri að fást við vandamálið, en við erum á sama máli um að hringa- myndun er vond.“ Svona tala auðvitað forystu- menn fyrir atvinnulífi, sem vill taka ábyrgð á því að þar ríki næg fjölbreytni og virk samkeppni. Forystumenn, sem tala á þennan veg, eru miklu líklegri til að ávinna atvinnulífinu traust en þeir, sem sífellt gera sem minnst úr þörfinni á að efla eftirlit með markaðnum og telja það allt í himnalagi þótt einstök eða örfá fyrirtæki leggi undir sig heilar at- vinnugreinar og geira markaðar- ins. Það er kominn tími til að for- ystumenn í íslenzku atvinnulífi tali á sama veg og taki höndum saman við stjórnvöld til að auka traust almennings og trú á því að í íslenzku atvinnulífi sé lífleg sam- keppni og hart tekið á hringa- myndun og einokunartilburðum. ERLEND FJÁRFESTING Í ÍSLENZKUM SJÁVARÚTVEGI Finnbogi Jónsson, stjórnar-formaður Samherja, lýstiþeirri skoðun á ráðstefnu á vegum Íslandsbanka um sjávarút- vegsmál nú í vikunni, að eðlilegt væri að heimila beinar erlendar fjárfestingar í íslenzkum sjávarút- vegsfyrirtækjum. Um þetta sagði stjórnarformaður Samherja: „Auðvitað væri mjög áhugavert að fá slíka fjárfesta að íslenzkum sjávarútvegi. Í heild mundi það eingöngu hafa mjög jákvæð áhrif á efnahagslífið og um leið efla hluta- fjármarkaðinn hér á landi.“ Það er mikilvægt að einn af for- ystumönnum Samherja lýsi þess- ari skoðun. Ræða Finnboga Jóns- sonar sýnir það, sem raunar hefur komið fram áður, að það er víð- tækari stuðningur við erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi hér á meðal félagsmanna LÍÚ en ætla mætti miðað við opinbera afstöðu samtakanna hingað til. Morgunblaðið breytti um af- stöðu til þessa máls fyrir nokkrum árum og var forsendan fyrir stefnubreytingu blaðsins sú, að við Íslendingar gætum ekki búizt við því, að geta óáreittir fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum í öðrum löndum ef við leyfðum slíkt hið sama ekki hér. Þetta var í kjölfar töluvert umfangsmikilla fjárfest- inga íslenzkra sjávarútvegsfyrir- tækja í sjávarútvegi í öðrum lönd- um. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra vék að þessu máli í ræðu á ráðstefnunni og sagði: „Það má deila um það, hvort ís- lenzk útgerðarfyrirtæki þurfi meira olnbogarými til að vinna með og renna saman við erlend fyrirtæki og leyfð verði erlend fjárfesting í þeim. Þó svo verði ekki í fyrirsjáanlegri framtíð er ég sannfærður um, að þær aðstæður eigi eftir að skapast að takmark- anir á erlendum fjárfestingum verði ekki lengur nauðsynlegar.“ Það er tímabært fyrir ríkis- stjórn og Alþingi að huga að breytingum á þeim lögum og reglum, sem gilda um erlendar fjárfestingar í íslenzkum sjávarút- vegi. Vaxandi stuðningur forystu- manna í sjávarútvegi við slíkar fjárfestingar ætti að stuðla að því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.