Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Dagskrá vetrarins í KvikmyndasafniÍslands hófst á þriðjudaginn meðsýningum á safni áróðursmynda fráÍslandi, sem verða á dagskrá aftur í dag. Í vetur byggist dagskráin á þremur sam- stæðum kvikmyndum, sem eru aðskildar með stökum ólíkum myndum inn á milli. Alls verða þrennur þessar tíu talsins. Þetta er nýbreytni frá fyrirkomulagi kvik- myndasýninga safnsins síðastliðinn vetur. Eins og áður verður hver mynd sýnd tvisvar sinnum og fara sýningar fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði á þriðjudagskvöldum kl. 20 og síð- degis á laugardögum kl. 16. Að auki gengst safnið fyrir tvennum kvik- myndatónleikum í Háskólabíói í nóvember í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, þar sem sýnd verða sígildu meistaraverkin Jó- hanna af Örk eftir Carl Th. Dreyer og Safety Last! með Harold Lloyd. Flokkarnir eru sem hér segir: 1. Áróðurskvikmyndir millistríðsáranna og í heimsstyrjöldinni síðari. Myndir frá Íslandi verða sýndar í dag en á eftir fylgja breskar áróðursmyndir í heimsstyrjöldinni síðari og Triumpf des Willens eftir Leni Riefenstahl. 2. Kvikmyndir eftir Þorstein Jónsson. At- ómstöðin verður sýnd auk dagskrár undir nöfnunum Þjóðfélagsgagnrýni í sjónvarpi og Úr sveit í borg. 3. Hljóðmyndir Sergei Eisensteins, Alexander Nevsky og Ívan grimmi. 4. Kvikmyndir gerðar eftir verkum Indriða G. Þorsteinssonar, Land og Synir í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar og 79 af stöðinni eftir Erik Balling með Gunnari Eyjólfssyni, Ró- berti Arnfinnssyni og Kristbjörgu Kjeld í aðal- hlutverkum. 5. Uppáhaldskvikmyndir Thors Vilhjálms- sonar. Kvikmyndasafnið hyggst nú taka upp þann sið að bjóða einum úr hópi kunnra kvik- myndaunnenda að velja þrjár myndir á sýn- ingardagskrá safnsins á hverjum vetri. Thor valdi ítölsku myndina La Notte með Marcello Mastroianni og Jeanne Moreau í aðal- hlutverkum, Nazarín eftir Luis Buñuel og rússnesku myndina Andrei Rublyov. 6. Þöglar kvikmyndir frá þremur löndum. Sýnd verður syrpa þögulla heimildarmynda frá Íslandi, sænska myndin Herr Arnes Peng- ar og þýska myndin Der Letzte Mann. 7. Kvikmyndir eftir ástralska kvikmyndaleik- stjórann Peter Weir, Picnic at Hanging Rock, The Last Wave og Witness. 8. Hernámsárin eftir Reyni Oddsson. Um er að ræða heimildarmynd í tveimur hlutum sem Reynir gerði á árunum 1967–68. Aukalega verður sýnd myndin Slys, forvarnarmynd sem Reynir gerði fyrir Slysavarnarfélag Íslands árið 1961. 9. Gullöld kvikmyndasýninga í Bæjarbíói. Sýnd verður ítalska myndin Anna, sem Silvana Mangano lék í. Myndin var sýnd sumarið 1954 í Bæjarbíói og hékk ljósmynd af Önnu uppi í anddyri bíósins löngu eftir að sýningum lauk. Einnig verður sýnd rússneska myndin Þegar trönurnar fljúga og El Angel Exterminado eft- ir Luis Buñuel. 10. Danskar alþýðugrínmyndir með erótísku ívafi, Sommer i Tyrol, Det Tossede Paradis og Sytten. Allar eru myndirnar frá árunum 1962– 65. „Við ákváðum að setja þetta upp sem þrenn- ur, þrjár myndir sem kallast á og tengjast með einhverjum hætti,“ segir Gunnþóra Halldórs- dóttir hjá Kvikmyndasafni Íslands. „Meiningin þegar maður er að setja saman svona dagskrá er að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Svo er margt sem hefur ekki verið sýnt hér ár- um eða áratugum saman þannig að það er af ýmsu að taka þegar kemur að því að velja hvað eigi að sýna,“ segir hún. „Þessi sýningarstarfsemi Kvikmyndasafns- ins er starfsemi safnsins útávið, sem hinn al- menni borgari sér. Þetta er aðallega varð- veislusafn,“ útskýrir Gunnþóra. „Í sýning- unum blöndum við saman einhverju af því sem við varðveitum hér, íslenskt efni, og svo ýms- um erlendum myndum. Ýmist eru þær til hér í safninu eða við höfum fengið þær lánaðar frá öðrum kvikmyndasöfnum.“ Sýningarstarfsemin er til að sýna það sem geymt er í safninu og svo „ýta undir kvik- myndakúltúr“, segir Gunnþóra og kallar safnið „hálfgerða uppeldisstöð fyrir kvikmynda- áhugamenn og listgreinina sem slíka. Hingað er hægt að koma og sjá þessar myndir sem annars eru ekki í bíó.“ Gunnþóra segir frá dagskránni í dag. „Við byrjum á áróðursmyndum af ólíkum toga. Pró- grammið á laugardaginn er óvenjulegt að því leytinu til að það er samsett úr hlutum úr gömlum sjónvarpsþáttum, sem koma eins og útskýring á því hvernig þessar Íslandsmyndir fundust, sem síðan eru sýndir á eftir. Þær eru allar gerðar árið 1935 af Þjóðverjanum Dr. Paul Burkert. Hann var áróðursmyndagerð- armaður. Það er gaman að geta þess að þær hafa ekki verið sýndar áður í bíó hérna. Þetta eru 35 mm myndir teknar hér til sjávar og sveita. Sjónvarpsþáttabrotin á undan eru frá árinu 1978 og útskýra það hvernig þessar gömlu filmur fundust. Íslendingar virðast hafa gaman af því að sjá myndir héðan, þá koma yf- irleitt flestir í bíó hjá okkur,“ segir hún. Af stökum myndum verða sýndar danskar og sænskar unglingamyndir fyrir jól, Skyggen af Emma, Skønheden og uhyret og Bróðir minn Ljónshjarta. Einnig verða sýndar Bab- ettes Gæstebud eftir Gabriel Axel, Nafn rósar- innar eftir Jean-Jaques Annaud, Nashville eft- ir Robert Altman og Straw Dogs eftir Sam Peckinpah. Dagskránni lýkur með kvikmyndasýningu í tengslum við menningarhátíðina Bjarta daga í Hafnarfirði og víkingahátíð Fjörukrárinnar vorið 2005. Þá verður sýnd myndin Útlaginn í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar. Kvikmyndir | Dagskrá Kvikmyndasafns Íslands er bæði fjölbreytt og fræðandi í vetur Uppeldisstöð fyrir kvikmyndaáhugamenn Land og synir eftir Ágúst Guðmundsson er frá árinu 1980 með Sigurði Sigurjónssyni og Guð- nýju Ragnarsdóttur í aðalhlutverkum en myndin er gerð eftir sögu Indriða G. Þorsteinssonar. Ítalska kvikmyndin La Notte er ein af uppá- haldskvikmyndum Thors Vilhjálmssonar. Sýningar verða í Bæjarbíói í Hafnarfirði á þriðjudagskvöldum kl. 20 og laugardögum kl. 16 í vetur. Nánari upplýsingar á www.kvik- myndasafn.is undir Bæjarbíó. ingarun@mbl.is Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Mjáumst í bíó! Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl tal. / Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8 . Enskt tal. Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta, latasta og feitasta kött í heimi! Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. Yfir 26.000 gestir! Sýnd kl. 8 og 10.40. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýra- spennumynd! Mjáumst í bíó! Uppáhalds köttur allrar fjölskyldunnar er kominn í bíó! Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta, latasta og feitasta kött í heimi! Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl tal. Sýnd kl. 8. HJ MBL HJ MBL Ein besta ástarsaga allra tíma. Sýnd kl. 10.15.Sýnd kl. 2. Síðustu sýningar. Sýnd kl. 4, 6 og 10. Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. kl.2, 4, 6, 8 og 10. "Fjörugt bíó" Þ.Þ. FBL Nicole Kidmani l i Ný íslensk mynd gerð eftirsamnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. Stórskemmtileg nútímasaga úr Reykjavík sem tekur á stöðu ungs fólks í íslenskum samtíma með húmorinn að vopni. Ný íslensk mynd gerð eftir samnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. Stórskemmtileg nútímasaga úr Reykjavík sem tekur á stöðu ungs fólks í íslenskum samtíma með húmorinn að vopni. óvenjulega venjuleg stelpa óvenjulega venjuleg stelpa NOTEBOOK NOTEBOOK Óvissusýning kl. 8. Sjóðheit og sexí gamanmynd um strák sem fórnar öllu fyrir draumadísina ANCHORMAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.