Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ég skil það svo vel, Dorrit mín, að þú viljir ekki skemma lúkkið á fögrum leggjum með sauðskinnskóm, ekki vil ég skemma fína hárið mitt með einhverju skotthúfuskrípi. Gera má ráð fyrir þvíað um 8.200 bóta-skyld tjón vegna umferðaróhappa hafi orðið í Reykjavík á síðasta ári og rúmlega 1.200 manns hafi slasast, eða 3–4 einstakling- ar í um 22 tjónum á hverjum degi. Skráð tjón hjá trygg- ingafélaginu Sjóvá-Almenn- um voru rúmlega 2.800 í Reykjavík á síðasta ári og í þeim slösuðust 418 einstak- lingar. Með því að fram- reikna tölurnar, út frá mark- aðshlutdeild félagsins má svo meta heildarfjölda tjóna og slysa. Þetta kemur fram í skýrslu Sjóvár-Almennra trygginga hf. þar sem teknar eru saman tölur um helstu ástæður umferðaróhappa í Reykjavík árið 2003 og hvar þau áttu sér stað. Í skýrslunni kemur fram að gera megi ráð fyrir að kostnaður trygg- ingafélaganna vegna bílatjóna í Reykjavík hafi numið um 3,9–4,5 milljörðum króna á síðasta ári. Kostnaður sem tjónvaldar fengu ekki bættan og sátu því uppi með, var um 1.100 milljónir króna en kostnaður samfélagsins, s.s. sjúkrakostnaður, kostnaður vegna endurhæfingar og bótagreiðslna vegna þessara tjóna var um 3 millj- arðar króna. Meðaltjón tjónvalda úr kaskó-tryggingu er 228 þúsund krónur þegar eigin áhætta hefur verið dregin frá, en hún er að með- altali um 80 þús. krónur. Slysum tekið að fækka Tjónum fjölgaði mikið frá árinu 1995 og til ársins 2000 og var fjölg- unin langt umfram fjölgun bíla á höfuðborgarsvæðinu. Flest voru slysin árið 2001 (sjá töflu). „Það hefur orðið örlítil fækkun sl. tvö ár og í fyrra fækkaði slös- uðum í umferðinni,“ útskýrir Einar Guðmundsson, forvarnarfulltrúi Sjóvár-Almennra, en í fyrra var skráð hjá félaginu að 418 einstak- lingar hefðu slasast í umferðinni í Reykjavík í 2.803 tjónum. Árið þar áður slasaðist 531 í 3.397 tjónum sem tilkynnt voru félaginu. Einar segir að í ár sé tjónatíðnin hins veg- ar aftur að aukast en slösuðum fækkar enn. Hann vonar að áróður og fræðsla hafi skilað sér í fækkun slysa. „Við sjáum í raun ekkert annað sem getur skýrt þetta, þar sem t.d. umferðarmagnið hefur verið að aukast.“ Sé litið til áranna 1995–2003 voru langflest tjón, eða 4.112, til- kynnt félaginu árið 2000, en það skýrist aðallega af miklum snjó það ár. Þá verði mikið af eignartjónum. Innan við 1% breyting er milli ára á fjölgun viðskiptavina félagsins og því skýrir það ekki breytingu á tjóna- og slysatíðni. Hættulegustu gatnamótin Samkvæmt skýrslunni verða flest umferðaróhappanna á eða við gatnamót. Af þeim sem slösuðust í umferðinni í Reykjavík árið 2003 slösuðust 69% á eða við gatnamót. Sem fyrr eru aftanákeyrslur al- gengustu tjónin á gatnamótum og á sumum þeirra eru aftan- ákeyrslur allt að 90% þeirra tjóna sem þar eru skráð. Rétt eins og lið- in ár, verða flest umferðaróhöppin við gatnamót Kringlumýrarbraut- ar og Miklubrautar og þar slasast einnig flestir. Við þessi gatnamót voru 73% tjónanna vegna aftan- ákeyrslna en 12% tjónanna urðu þar sem ökumenn tóku vinstri beygju af Kringlumýrarbraut yfir á Miklubraut í veg fyrir umferð sem kom á móti. Einar bendir á að þegar umferð þyngist, t.d. á haustin eftir aðalum- ferðaræðunum, fjölgar tjónum. Þar hefur hálkan mikið að segja. „En um leið og umferðin verður mikil hættir mönnum til að hafa of stutt bil á milli bílanna.“ Nú er ljóst að ekki verður af fyr- irhugaðri gerð mislægra gatna- móta á þessum stað í nánustu framtíð. „Það eru mikil vonbrigði að okkar mati,“ segir Einar. „Þarna eru stærstu umferðaræðar höfuðborgarsvæðisins að mætast og að ekki skuli vera fundin við- undandi lausn eru veruleg von- brigði.“ Framkvæmdir valda slysum Það vekur athygli hve tjónatíðni jókst á síðasta ári á gatnamótum Reykjanesbrautar/Smiðjuvegar og Stekkjarbakka. Þessi gatnamót voru í 16.–18. sæti yfir tjónafjölda árið 2002 en skutust upp í 2. sætið í fyrra. Flest tjónin voru aftan- ákeyrslur, eins og svo víða á gatna- mótum, en óvenjuhátt hlutfall tjóna var við akreinaskipti eða 36%. Flest þeirra mátti rekja til þrenginga vegna framkvæmda. Einar telur að merkingar vegna framkvæmdanna hafi verið góðar, miðað við það sem oft er. Hins veg- ar megi spyrja hvort þær hafi samt sem áður verið nægjanlegar þar sem um framkvæmdir á mikilli um- ferðargötu er að ræða og hraðinn oft mikill. „Þegar verið er að vinna stóra framkvæmd á stórum um- ferðaræðum þarf sérstaklega að vanda til merkinga og hugsanlega þarf aukið umferðareftirlit.“ Einar segist eiga von á að þar sem fram- kvæmdum sé nú lokið við gatna- mótin að umferðaróhöppum fækki. Fréttaskýring | Umferðartjónum hefur fækkað í Reykjavík Um 1.200 slös- uðust í fyrra Snjóléttir vetur og áróður í fjölmiðlum hafa áhrif að mati Sjóvár-Almennra Áróður, forvarnir og aðgerðir fari saman  Svokölluð þrjátíu kílómetra hverfi, eftirlitsmyndavélar og betri umferðarmannvirki eru meðal þeirra aðgerða sem orðið hafa til þess að fækka umferð- arslysum í Reykjavík undanfarin ár, að mati Ágústs Mogensen, framkvæmdastjóra Rannsókn- arnefndar umferðarslysa. Hann segir að til að ná árangri þurfi áróður, forvarnir og aðgerðir að fara saman og það hafi nú skilað árangri í fækkun slysa á fólki. sunna@mbl.is        ! " ##$ %             &'!( !  ' " '"       Á Nordica hotel b‡›st fyrirtaks a›sta›a og glæsileg umgjör› hvort sem halda á fund, rá›stefnu e›a veislu, e›a njóta lífsins í hjarta Reykjavíkur. Vertu velkominn! fiAR SEM GLÆSILE IKINN RÆ‹UR RÍKJUM NORDICA HOTEL GLÆSILEGASTA FUNDAR- OG RÁ‹STEFNUA‹STA‹A LANDSINS NORDICASPA, HEILSULIND VOX, VEITINGASTA‹UR MI‹SVÆ‹IS Í REYKJAVÍK Sími: 444 5000 www.icehotels.is N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 3 3 8 9 Nordica • Loftlei›ir • Flughótel • Flú›ir • Rangá • Klaustur • Héra›
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.