Morgunblaðið - 24.09.2004, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Hausttilboð
15% afsláttur
af úlpum og kápum
Laugavegi 53, s. 552 1555.
TÍSKUVAL
Fallegur danskur fatnaður
Jakkar • buxur • pils • skyrtur o.fl.
Opnum kl. 10 virka daga, lau. kl. 11.
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Ný sending
Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222.
www.feminin.is
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16.
Enskar
stærðir
12-32
Já þeir eru glæsilegir
samkvæmiskjólarnir
frá
HAUSTDAGAR Í MJÓDD
Mikið úrval af peysum og bolum
Einnig tilboð á völdum gallafatnaði á haustdögum
Verið velkomnar
Mjódd, sími 557 5900
Sængurfataverslun,
Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is
• Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16.
GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ!
Tilboðsdögum
LÝKUR LAUGARDAG
10-50% AFSLÁTTUR
Laugavegi 41, sími 561 4465
Opið mán.-fös. frá kl. 10-18, laug. frá kl. 10-16.
Öðruvísi peysur
frá
eru komnir
15% afsl. af buxum í dag
og á morgun
bolirnir
NETNOTENDUR sem slegið hafa
inn slóðirnar www.icelandexpress.-
org og .tv hafa eflaust rekið upp stór
augu þegar vefsíða Icelandair í
Bretlandi birtist á skjánum í stað
vefsíðu Iceland Express eins og gera
mætti ráð fyrir út frá slóðunum.
Að sögn Ólafs Haukssonar, upp-
lýsingafulltrúa Iceland Express,
voru lénin tvö skráð í júní sl. af Ice-
landair í Bretlandi.
Ólafur segir að ekkert verði að-
hafst vegna málsins þó að ljóst sé að
Icelandair hafi engan rétt til að
eigna sér lén með nafni Iceland Ex-
press. „Það er að vissu leyti við-
urkenning fyrir okkur að þeir telji
okkur vera svo sterkt nafn á bresk-
um markaði að ein leið til að ná í við-
skiptavini sé í gegnum okkar nafn,“
segir hann í samtali við Morg-
unblaðið.
Guðjón Arngrímsson segir skrán-
ingu lénanna hafa verið mistök.
„Þetta voru mistök hjá starfsmanni
félagsins sem var að skrá ýmis
ferðatengd lén fyrir Icelandair í vor.
Þetta var auðvitað leiðrétt jafn-
skjótt og stjórnendur Icelandair
fengu upplýsingar um þetta og vita-
skuld er beðist velvirðingar á mis-
tökunum.“
Icelandair skráð
fyrir vefslóðum
á nafni Iceland
Express
EIMSKIPAFÉLAG Íslands hefur
sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu,
vegna rannsóknar lögreglu á fíkni-
efnasmygli með einu skipa félagsins:
„Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum hefur lögreglan komið upp
um umfangsmikið smygl fíkniefna
með Dettifossi, skipi Eimskipafélags
Íslands. Rannsókn lögreglu hefur
staðið yfir í nokkurn tíma og er ekki
lokið.
Forráðamenn og starfsfólk Eim-
skips harmar að fíkniefnasmyglarar
misnoti skip félagsins til að flytja til
landsins ólögleg og lífshættuleg fíkni-
efni. Eimskip mun hér eftir sem hing-
að til leggja áherslu á forvarnir og öfl-
ugt eftirlit til að koma í veg fyrir
smygl á fíkniefnum og öðrum ólögleg-
um varningi með skipum félagsins.
Eimskip starfar í nánu sambandi
við lögreglu- og tollayfirvöld í öllum
höfnum sem skip félagsins hafa við-
komu í með það að leiðarljósi að koma
í veg fyrir smygl. Félagið leggur
áherslu á að um er að ræða opinbert
lögreglumál og mun Eimskip ekki tjá
sig frekar um málavöxtu fyrr en
rannsókn málsins og hugsanlegri
meðferð dómstóla er lokið.“
Yfirlýsing vegna
smygls á fíkniefnum
ER UNNT að kenna köttum að leita
að fíkniefnum og hefur umhverfi
áhrif á sköpunargáfu vélmenna?
Þetta eru þær rannsóknarspurn-
ingar sem lagðar eru til grundvall-
ar þeim tveimur rannsóknum
ungra íslenskra vísindamanna er
verða framlag Íslands í Evr-
ópukeppni ungra vísindamanna
sem fram fer í Dyflinni á Írlandi
dagana 25.–30. september nk.
Fulltrúar Íslands í keppninni eru
vinningshafar í Landskeppni ungra
vísindamanna á Íslandi árið 2004
sem fór fram í Háskóla Íslands 19.
maí sl., en íslensku þátttakendurnir
kynntu verkefni sín á blaðamanna-
fundi í húsakynnum Íslandsbanka í
gær.
Við það sama tækifæri skrifuðu
Páll Skúlason, rektor Háskóla Ís-
lands, Ágúst Ingþórsson, for-
stöðumaður Rannsóknaþjónustu
Háskóla Íslands, Bjarni Ármanns-
son, forstjóri Íslandsbanka, og Ein-
ar Sveinsson, stjórnarformaður Ís-
landsbanka, undir
samstarfssamning milli Rannsókn-
arþjónustu Háskóla Íslands og
Menningarsjóðs Íslandsbanka og
Sjóvár-Almennra um verkefni er
nefnist Ungir vísindamenn á Ís-
landi. Sjóðurinn mun á næstu þrem-
ur árum leggja verkefninu til sam-
tals 4,5 milljónir eða 1,5 milljónir
árlega. Að sögn Ágústs er stuðn-
ingur sjóðsins grundvöllur og for-
senda fyrir framgangi verkefnisins
á komandi árum, en þar sem styrk-
urinn er til þriggja ára er hægt að
tryggja ákveðna samfellu í starfinu
sem er lykilatriði. Sveinn hafði á
orði við undirskriftina að það væri
sér sérstök ánægja að Menning-
arsjóður Íslandsbanka og Sjóvár-
Almennra fengi að styðja við unga
vísindamenn með þessum hætti.
Brjáluð hugmynd
að skilyrða ketti
Að verkefni er nefnist Hasskött-
urinn standa nemendur í Verk-
menntaskóla Austurlands, þau El-
ísa Guðrún Brynjólfsson, Eva María
Þrastardóttir og Stefán Þór Ey-
steinsson, en leiðbeinendur þeirra
eru Þórður Júlíusson og Gunnar
Ólafsson. Aðspurðir sögðu nem-
arnir ferðina út leggjast afar vel í
sig, en vissulega væru þau ofurlítið
stressuð gagnvart því að þurfa að
kynna verkefni sín á ensku þótt það
væri á sama tíma líka spennandi
áskorun. En hópurinn hefur að
sögn fengið allgóða þjálfun í að tjá
sig um verkefnið á ensku á síðustu
vikum. Spurð hvernig þeim hafi
hugkvæmst að reyna að þjálfa ketti
segir Elísa hugmyndina í raun vera
komna frá föður Evu, sem hafi
gaukað hugmyndinni að þeim.
„Okkur fannst þetta reyndar frek-
ar brjáluð hugmynd vegna þess að
allt sem við höfðum lesið og kynnt
okkur um ketti benti til að þeir
væru svo sjálfstæðir að fráleitt væri
að reyna að þjálfa þá,“ segir Elísa,
en hópurinn fékk tvo sveitarketti til
að vinna með í átta vikur. Að sögn
Evu gekk verkefnið framar vonum
og kom það hópnum verulega á
óvart hve auðveldlega gekk að
þjálfa kettina með virkri skilyrð-
ingu. „Við notuðum tepoka, þar
sem auðvitað var ekki hægt að vera
með alvöru hass við þjálfunina, og
verðlaunuðum kettina með rækjum
þegar þeir fundu það sem þeir áttu
að vera að leita að,“ segir Elísa.
Hrafn Þorri Þórisson, nemandi
við Fjölbrautaskólann í Ármúla, er
höfundur verkefnisins Áhrif um-
hverfis á sköpunargáfu, en leið-
beinandi hans er Ólafur H. Sig-
urjónsson. Aðspurður sagðist
Hrafn hlakka til að fara út og lítið
finna fyrir stressi, en hann tók
fram að hann hefði raunar fengið
ágætis þjálfun í að kynna verkefni
sitt því hann tók nýverið þátt í al-
þjóðlegu vísindaráðstefnunni
ECCBR’04 sem haldin var á Spáni.
Ungir vísindamenn á leið í Evrópukeppni
Geta kettir fundið fíkniefni?
Morgunblaðið/Þorkell
Einar Sveinsson, Ágúst Ingþórsson, Páll Skúlason og Bjarni Ármannsson (l.t.h.) hér ásamt afreksfólkinu unga,
Hrafni Þorra Þórissyni, Stefáni Þór Eysteinssyni, Evu Maríu Þrastardóttur og Elísu Guðrúnu Brynjólfsdóttur.
Fréttasíminn
904 1100
HARALDUR Johannessen ríkislög-
reglustjórinn og Markús Örn Ant-
onsson útvarpsstjóri hafa gengið
frá samkomulagi um að Rík-
isútvarpið komi að samhæfing-
arstöð almannavarna til að tryggja
markvissar upplýsingar og leið-
beiningar til almennings við hættu-
og neyðarástand. Styrkur Rík-
isútvarpsins er langbylgjan en ef
FM-sendingar rofna er hægt að ná
sendingum útvarpsins á langbylgju.
Sendingar RÚV verða til notk-
unar fyrir aðra fjölmiðla.
RÚV og almanna-
varnir semja