Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 281. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Brjáluð epli í matinn Spennandi og framandlegar upp- skriftir úr eggaldini | Daglegt líf Ekki Hákonarson? Var Ólafur Noregskonungur rangfeðraður? | Erlent Íþróttir í dag Guðjón Þórðarson ræðir við ensk félög  Kampavíns-Lasse hampað í Svíþjóð  Stórveldið í Hafnarfirði BANDARÍSKI bílaframleiðandinn General Motors (GM) sagðist í gær ætla að segja upp 20% af starfsmönnum sínum í Evrópu, eða um 12.000 manns, vegna tapreksturs síðustu sex árin. Fyrirtækið sagði þetta nauðsynlegt vegna dræmrar bílasölu í Evrópu, einkum Þýskalandi, og mikils launakostnaðar. Starfsmönnunum verður sagt upp á næstu tveimur árum, um 90% þeirra á næsta ári. Flestir þeirra starfa í Opel-verksmiðjum í Þýskalandi. „Mjög slæmur dagur“ Ennfremur var skýrt frá því að annað af þekktustu fyrirtækjunum í Þýskalandi, stór- verslanakeðjan KarstadtQuelle, hefði ákveðið að segja upp rúmlega 5.000 manns. „Þettta er mjög slæmur dagur,“ sagði Wolf- gang Clement, efnahags- og atvinnumálaráð- herra Þýskalands. Yfir 10% vinnufærra manna í landinu eru án atvinnu. General Motors á einnig Saab-verksmiðju í Svíþjóð og gert er ráð fyrir því að 500 af 6.300 starfsmönnum hennar verði sagt upp. Þá á fyr- irtækið Vauxhall-verksmiðju á Englandi, en ekki kom fram hversu mörgum yrði sagt upp þar. Með uppsögnunum hyggst fyrirtækið spara sem svarar 43 milljörðum króna á ári. GM segir upp 12.000 manns í Evrópu Rüsselsheim. AFP, AP. HÁTT í 40 manns féllu í Írak í gær, þar af tíu í tveimur sprengjutilræðum á Græna svæð- inu svokallaða í Bagdad, en það á að vera öruggasti staðurinn í landinu. Mikill öryggisviðbúnaður er á Græna svæðinu til að vernda embættismenn írösku bráðabirgðastjórnarinnar og bandaríska og breska stjórnarerindreka sem hafa þar aðset- ur. Uppreisnarmenn höfðu áður gert sprengjuvörpuárásir á svæðið, en þetta er í fyrsta skipti sem þeim tekst að laumast þang- að og valda miklu mannfalli. Bandaríkjaher tilkynnti eftir árásirnar að öryggisviðbúnað- urinn í Bagdad og nágrenni yrði „aukinn verulega“. Zarqawi stóð fyrir árásunum Fregnir hermdu að tveir menn hefðu verið að verki og að minnsta kosti annar þeirra hefði látið lífið. Önnur sprenginganna varð í vinsælu kaffihúsi og hin á verslunartorgi. Bandarískir embættismenn sögðu að fjórir Bandaríkjamenn og sex Írakar hefðu beðið bana. Bandaríkjamennirnir störfuðu fyrir fyrirtæki sem annast öryggisgæslu í banda- ríska sendiráðinu á Græna svæðinu. Hreyfing undir stjórn Jórdanans Abu Mussabs Zarqawis lýsti tilræðunum á hendur sér í yfirlýsingu á íslömsku vefsetri. Að minnsta kosti 26 manns biðu bana í öðr- um árásum í Írak í gær, þeirra á meðal fimm- tán íraskir þjóðvarðliðar, sem urðu fyrir árás nálægt landamærunum að Sýrlandi í fyrri- nótt. Fimm Írakar féllu í loftárásum Banda- ríkjamanna á byggingar í borginni Fallujah. Fyrstu mannskæðu til- ræðin á Græna svæðinu Bagdad. AFP, AP. AP Særður Íraki dreginn út úr húsi sem eyði- lagðist í loftárás Bandaríkjahers á Fallujah. SJÖ menn frá Suður-Afr- íku og Zimbabwe fórust þegar Boeing 747-flutn- ingavél flugfélagsins MK Airlines, sem íslenskir að- ilar eiga hlut í, fórst í flug- taki frá Halifax-flugvelli í Kanada í fyrrinótt. Hend- ing var að enginn Íslend- ingur var um borð í vélinni en tæplega tugur íslenskra flugvirkja vinnur hjá flug- félaginu og eru þeir oft um borð í vélunum. Yfirmaður MK Airlines í Lúxemborg, Georg Þor- kelsson, staðfesti að eng- inn Íslendingur hefði verið um borð í vélinni. Samkvæmt frétt kanad- ísku fréttastofunnar CBC sögðust vitni að slysinu hafa séð stél þotunnar brotna af í flugtaki, síðan heyrðist sprenging og gríðarstór appelsínugulur eldhnöttur á himni. Veður var gott er slysið varð. MK Airlines er skráð í Gana. Að sögn talsmanns flugfélagsins var vélin, sem var 20 ára gömul, í mjög góðu ásigkomulagi. Á síðustu 12 árum hafa þrjár aðrar vélar félagsins farist, allar í Nígeríu. Á árunum 1997–1999 var hér á landi rekið MK- flugfélagið sem var að stærstum hluta í eigu sama aðila og rekur MK Air- lines. Fulltrúi kanadískra samgönguyfirvalda bauð í gær rannsóknarnefnd flugslysa á Íslandi að senda mann til að fylgjast með og læra af rannsókn- inni. Þormóður Þormóðs- son, formaður nefndarinn- ar, sagðist vona að nefndin gæti notfært sér boðið. Hending að ekki var Íslend- ingur um borð Reuters Það tók 60 slökkviliðsmenn um þrjá tíma að slökkva eldinn í þotu MK-flugfélagsins. FRAMMÁMENN í ferðaþjónustu í Noregi hafa mótmælt harðlega tillögu sjávarútvegsráðherr- ans Sveins Ludvigsens um að selveiðar verði notaðar til að laða ferðamenn til landsins. „Þetta gæti orðið mjög vinsælt,“ sagði Lud- vigsen þegar hann lagði þetta til í viðtali sem birt var nýlega í sjávarútvegsblaðinu Fiskaren. Tor Sannerud, forstöðumaður ferðaþjón- ustustofnunar Óslóar, sagði hins vegar að þetta væri „mikið glappaskot“ og kvaðst þegar hafa fengið minnst hundrað mótmælabréf frá and- stæðingum selveiða. „Markaðssetning selveiða fyrir erlenda ferðamenn mun skaða ímynd Noregs,“ sagði í yfirlýsingu frá samtökum norskra ferðaþjón- ustufyrirtækja. Samtökin skírskotuðu til nei- kvæðra frétta sem birst hafa um tillöguna í fjöl- miðlum í Bretlandi, Þýskalandi og Svíþjóð og sögðu það slæma landkynningu að auglýsa dráp á selum. Selveiðar slæm landkynning? Ósló. AP. FÆRST hefur í vöxt að karl- mönnum sé með ólögmætum hætti sagt upp störfum áður en þeir hefja fæðingarorlof, meðan á því stendur eða fljótlega eftir að þeir koma aftur til starfa. Um 10– 20 slík mál berast Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur á ári. Elías Magnússon, forstöðu- maður kjaramálasviðs VR, segir að enn sé algengara að konum í fæðingarorlofi sé sagt upp en þeim tilvikum sem varði karl- menn fari fjölgandi. „Það er að verða jafnrétti í þessu eins og öðru,“ segir hann. veitendur dregið uppsagnirnar til baka eða málin verið leyst með öðrum hætti, s.s. með bóta- greiðslum, þegar látið hafi verið reyna á lögmæti uppsagnanna. Hann veit ekki til þess að slíkt mál hafi farið til dómstóla. Nýlega var greint frá því að frá því ný lög um fæðingarorlof komu til framkvæmda árið 2001 hafa ríf- lega 80% feðra farið í fæðingaror- lof. Elías segir að fjölgun ólög- mætra uppsagna á karlmönnum í fæðingarorlofi hafi haldist í hend- ur við þessa þróun. Enn vanti þó nokkuð á að karlar verði í jafn- miklum mæli fyrir barðinu á ólög- mætum uppsögnum og konur. Elías segir að samkvæmt lög- um megi aðeins segja upp starfs- manni í fæðingarorlofi ef gildar ástæður eru fyrir hendi, s.s. vegna skipulagsbreytinga innan fyrirtækis og hvílir sönnunar- byrðin á vinnuveitandanum. Lög- in verndi starfsmenn frá þeim degi sem þeir tilkynna að þeir hyggist fara í fæðingarorlof og þar til því lýkur. Elías segir að dæmi um ólög- mætar uppsagnir þekkist í flest- um starfsstéttum, þó einna helst hjá skrifstofumönnum. Mönnum sé ýmist sagt upp áður en þeir hefja orlofstöku eða meðan á or- lofinu stendur. Einnig séu dæmi um að körlum, sem hafi ákveðið að skipta orlofinu í nokkra hluta, hafi verið sagt upp störfum þegar þeir koma aftur til starfa að loknu fyrsta orlofstímabilinu. Elías seg- ir að í flestum tilvikum hafi vinnu- Færist í vöxt að körlum í fæðingarorlofi sé sagt upp „Er að verða jafnrétti í þessu eins og öðru“ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.