Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í FRÉTTUM Morgunblaðsins nú ný- verið leggur listamaðurinn Yoko Ono, ekkja Johns Lennons, til að reist verði friðarsúla í Reykjavík. Yoko Ono vill að friðarsúlan verði „turn sem varpi ljósi friðarins til allra þjóða heims“, eins og segir í frétta- tilkynningu frá Listasafni Reykjavík- ur. Hugmyndin er að súlan verði fyllt af óskum sem fólk hefur skrifað og hengt á „Óskatréð“, en svo nefnist listaverk sem Ono hefur sýnt í fjölmörgum löndum á undanförnum áratug. Hún hefur varðveitt allar þessar óskir í því augnamiði að gera þær að hluta af friðarákalli sínu. Í tilkynningu Listasafns Reykjavík- ur segir að borgarstjórn Reykjavíkur hafi tekið vel í málið. Mun undirbún- ingur að hönnun súlunnar vera þegar hafinn. Nú sé leitað að heppilegum stað fyrir Friðarsúluna í borgarland- inu en væntanlega rísi hún á næsta ári. Tillaga að stað Úlfarsfellið er á mörkum Mosfells- bæjar og Reykjavíkur. Fjallið er vin- sælt útivistarsvæði við fagran útivist- arskóg sem Skógræktarfélag Mos- fellsbæjar hefur haft veg og vanda af í nær hálfa öld. Austan við skóginn er ráðgert að verði kirkjugarður þar sem friður og kyrrð mun ríkja í næsta ná- grenni við friðarsúlu Yoko Ono. Af Úlfarsfelli er mjög víðsýnt, einn besti útsýnisstaðurinn á öllu höfuðborg- arsvæðinu og því kjörinn staður til að vera miðpunktur merks listaverks. Mig langar til að hvetja hlutaðeig- andi aðila til að skoða nánar þessa til- lögu. Vinsamlegast. GUÐJÓN JENSSON, Arnartanga 43, Mosfellsbæ. Friðarlistaverk Yoko Ono Frá Guðjóni Jenssyni, bókasafns- fræðingi, leiðsögumanni og áhuga- manni um umhverfismál: ÞAU ykkar sem greinst hafa með krabbamein, takið frá laugardaginn 16. október. Og þau ykkar sem þekkja einhvern sem hefur greinst með krabbamein, takið daginn líka frá. Kraftur, stuðnings- félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og að- standendur, er fimm ára nú í október. Af því tilefni ætla félagar Krafts að ganga sólar- megin frá Hallgríms- kirkju, niður Skóla- vörðustíg, Banka- stræti og Austurstræti og enda á Ingólfstorgi. Þar verða flutt stutt ávörp og tónlistar- atriði og þar munum við sleppa 1.000 blöðrum og leitast við um leið og við sleppum takinu á þeim að sleppa takinu á óttanum sem teng- ist krabbameini. Við vekjum athygli á því að það eru yfir 8.000 Íslendingar lifandi eftir að hafa greinst með krabba- mein. Við hvetjum alla þá sem tengjast krabbameini á einhvern hátt að koma og ganga með okkur sólarmegin frá Hallgrímskirkju þegar klukkan slær tvö á laug- ardaginn. Mottó göngunnar er Lífið er núna. Er lífið ekki þess virði að við fögnum því andartak, gefum okkur tíma til þess að staldra við og gleðjast yfir þessu andartaki sem er núna? Eftir gönguna býður Kraftur í afmæliskaffi í Ráðhúsi Reykjavík- ur. Kraftur stuðningsfélag var stofn- að fyrir 5 árum. Stofnfélagar Krafts voru ungt fólk sem greinst hafði með krabbamein og vantaði vett- vang til þess að hittast, deila reynslu og styðja hvað annað. Á þessum fimm árum hefur berlega komið í ljós að þörf er á slíkum fé- lagsskap, þar sem ungt fólk sem farið hefur í gegnum meðferð/ir við krabbameini, býður fram stuðning sinn fyrir aðra unga einstaklinga sem eru nýgreindir með þennan sjúkdóm sem ógnar heilsu þeirra og lífi allra í fjölskyldunni. Ennfremur hefur Kraftur leitast við að styðja aðstandendur þeirra sem greinast. Við finnum mikið fyrir því að and- legum stuðningi er ábótavant innan þess heilbrigðiskerfis sem við búum við. Einnig eru réttindamál þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda, eitthvað sem verulega þarf að skoða og samræma. Erfið reynsla við kerfið bætist ofan á erf- iða reynslu af sjúkdómi sem oft á tíðum leiðir af sér rýrari lífsgæði. Kraftur stuðningsfélag hefur uppi áform um að bæta þjónustu við þá sem greinast, en Kraftur er að skoða möguleikana á því að stofna sérstaka þjónustu- og upp- lýsingamiðstöð fyrir fólk sem grein- ist með krabbamein og aðstand- endur. Krabbamein fer ekki í mann- greinarálit. Það eru engar lífsstíls- uppskriftir til sem halda krabba- meini frá. Það eru ekki í boði nein tryggingarskírteini fyrir lífi án krabbameins. Árlega greinast 1.100 einstaklingar hér á Íslandi með krabbamein. Hluti þeirra er ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á lífs- brautinni sem full- orðnir einstaklingar, er í háskólanámi, er að eignast börn, kaupa húsnæði og taka á sig ævilangar skuldbind- ingar. Stundum bætist það, að greinast með krabbamein, ofan á aðra erfiðleika. Þegar krabbamein kemur upp í fjölskyldu þá hriktir í stoðum lífsins og flest það sem ávallt hefur skipt máli gerir það skyndi- lega ekki lengur. Krabbamein varp- ar annars konar sýn á lífið. Þeirri sýn að hver dagur er ekki sjálfgef- inn. Að lifa lífinu eins og maður sé ódauðlegur og hafi allt í hendi sér verður skyndilega ekki alveg sjálf- sagt. Og þá er eins og það upp- ljóstrist að lífið er í raun bara gjöf eða kannski bara fengið að láni og enginn hefur vissu fyrir því hvenær gjalddaginn er. Við erum öll í lottó- potti lífsins. Sumir vinningarnir eru eftirsóttir á meðan enginn vill taka við öðrum, sem þó er einnig út- hlutað. Eins og Hörður Torfa segir svo vel í texta sínum: Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki endilega allt sem þú færð. Kraftur er vettvangur ungs fólks sem greinist með krabbamein. Þó höfum við engin aldursmörk og bjóðum alla velkomna til okkar. Við vonumst ekki eftir að sjá marga fé- laga, vegna þess að við óskum eng- um þess að greinast með krabba- mein. En við hvetjum þá sem greinast að koma og kynna sér starfsemi Krafts, við tökum fagn- andi á móti nýjum félögum, því við vitum að við getum stutt hvert ann- að við þurfum einmitt á því að halda að styðja hvert annað. Í Krafti er fullt af ungu fólki sem nýtur þess að vera lifandi, að fá að lifa og taka þátt í verkefnum daglegs lífs sem flestum finnast sjálfgefin. Komdu, hver sem þú ert, og gakktu með okkur sólarmegin frá Hallgríms- kirkju niður á Ingólfstorg þegar klukkan slær tvö laugardaginn 16. október. Mundu að lífið er núna! Góðir Íslendingar Anna Ingólfsdóttir skrifar um ungt fólk með krabbamein ’Við hvetjum alla þásem tengjast krabba- meini á einhvern hátt að koma og ganga með okkur sólarmegin …‘ Anna Ingólfsdóttir Höfundur er starfsmaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, og að- standendur þess. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin til- viljun að hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum er öflugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjón- ustumiðstöðva er bætt aðgengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenning- ur þjóðanna, unir jafnan misjafn- lega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatns- orku til álframleiðslu verði í fram- tíðinni fyrst og fremst unnin í til- tölulega fámennum, en vatnsorku- auðugum, löndum …“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörð- un um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til að kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipu- lagstillögu bæjaryfirvalda …“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallar- breytinga er þörf …“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlitsins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílíkum vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Hafsteinn Hjaltason: „Landa- kröfumenn hafa engar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eign- arland, eða eignarland Biskups- tungna- og Svínavatnshreppa.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýjasta útspil Landsvirkjunar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúka- virkjun, álbræðslan í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðar- menn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamn- ingana.“ Á mbl.is Aðsendar greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.