Morgunblaðið - 15.10.2004, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 15.10.2004, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 35 AFMÆLI Model 6337 14.4 borvél 2.6 amp rafhl 1/2” patr, 65 Nm Auka rafhl. 23.900 TILBOÐSDAGAR 13.10 - 15.10.04 Model 6347 18 v borvél 1/2” patr, 80 Nm 2.6 amp rafhl Auka rafhl. 28.900 Model HR2440 Höggborvél 780 W 2.7 Joule 14.900 Model 5704R Hjólsög 0=190mm 1200 Wött 4.6 kg. 14.900 Model 1902 82 mm Hefill 580 Wött 2.5 kg. 13.500 REYKJAVÍK • AKUREYRI Auk þess: KEÐJUSAGIR, FRÆSARAR, NAGLARAR, SVERÐSAGIR STINGSAGIR, BORVÉLAR, BROTVÉLAR, PÚSSIVÉLAR OG FL. GÓÐAR VÉLAR - BETRI VERÐ Í dag er níræður Sigurður Kristjáns- son, fyrrum skóla- stjóri Laugaskóla í Suður-Þingeyjarsýslu og nú bóndi á Braut- arhóli í Svarfaðardal. Hann er innfæddur Svarfdælingur og er búsettur á fæðingar- stað sínum sem hann hefur haldið tryggð við þótt hluti ævi- starfsins yrði í öðru héraði. Orðtak er að setinn sé Svarfaðardalur og nú sýnist aðkomumanni næstum með ólíkindum hve þéttbýlt hefur þar verið á þeim tímum, þegar lífs- björg fólks var fengin frá hinum frumstæða landbúnaði fyrri alda. Brautarhóll er mjög landlítil jörð og áreiðanlega var þar ekki auður í garði þegar Sigurður og fjögur systkini hans ólust upp á fyrstu áratugum nýliðinnar aldar. Engu að síður lauk hann stúdentsprófi frá MA 1938 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1943. Ekki varð starf kennimannsins hlutskipti hans því að haustið 1943 réðist hann kennari við Héraðsskólann að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar varð svo vettvangur starfa hans, fyrst sem kennara til hausts 1950 að hann tók við skólastjórn og gegndi henni til 1981. Þar við bæt- ist að allt frá 1955 hefur hann haft með höndum búrekstur á Braut- arhóli. Starf skólastjóra í heima- vistarskóla með rúmlega 100 nem- endum á gelgjuskeiði var á þeim árum, sem Sigurður sinnti því, hvorki einfalt né auðvelt. Hann gat þurft, allt eftir aðstæðum, að vera SIGURÐUR KRISTJÁNSSON gagnvart nemendum og kennurum heimilis- faðir með myndug- leika, fræðari og fjár- málastjóri, sálusorgari og sáttasemjari, jafn- vel lögreglumaður og er þó sjálfsagt ekki allt upptalið. Sá sem þetta ritar kom óreyndur ung- lingur, nýsloppinn gegnum stúdentspróf, sem kennari að Laugaskóla haustið 1951 og starfaði undir stjórn Sigurðar í rúma tvo áratugi. Það var ómetanlegt að eiga hann að, njóta handleiðslu hans og finna stuðning hans bæði í upphafi starfsins og síðar meir. Hinn 17. júní 1961 kvæntist hann Stefaníu Jónasdóttur, fæddri 11. maí 1939 á Smáragrund á Jökuldal. Aldursmunur þeirra var því nær 25 ár. Því mátti ætla að það hlyti að verða honum stórfellt áfall þegar hún lést úr krabbameini vorið 2003. Við sem þekkjum hann undr- umst hve vel hann hefur staðist þá raun og yfirleitt hve ótrúlega vel hann ber hinn háa aldur. Þeim sem þekkti hann ekki, en hitti og ætti tal við hann, gæti hæglega virst þar vera maður ekki mikið eldri en sjötugur. Enn ræður hann fyrir fjárbúi sínu á Brautarhóli en nýtur þar góðrar aðstoðar barna sinna, frænda og venslafólks. En vel má ætla að einmitt starf hans að bú- rekstrinum hjálpi honum að stand- ast ásókn Elli kerlingar svo vel sem raun ber vitni. Guðmundur Gunnarsson. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning á 13 borðum mánudaginn 11. október. Efst vóru: NS Guðm. Pálsson - Kristinn Guðmundsson 344 Björn Bjarnason - Sigríður Gunnarsd. 290 Heiður Gestsd. - Þórdís Sólmundarsd. 288 Ernst Backmann - Karl Gunnarss. 285 AV Katrínus Jónsson - Oddur Jónsson 317 Guðm. Guðveigsson - Guðjón Ottósson 315 Auðunn Bergsvss. - Sigurður Björnsson 306 Steindór Árnason - Tómas Sigurðsson 288 Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í sveitakeppninni sem allra fyrst. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Glæsibæ, mánudaginn 4.10. 2004. Spilað var á 10 borðum. Árangur N-S Rafn Kristjánss. – Júlíus Guðmundss. 250 Alda Hansen – Jón Lárusson 248 Þorsteinn Sveinsson – Kristján Jónsson 244 Árangur A-V Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 270 Einar Einarsson – Ólafur Ingvarsson 241 Ragnar Björnsson – Magnús Oddsson 240 Tvimenningskeppni spiluð í Ás- garði, Glæsibæ, fimmtudag 7.10. 2004. Spilað var á 11 borðum. Meðal- skor 216 stig. Árangur N-S Björn Pétursson – Gísli Hafliðason 269 Eysteinn Einarsson – Kári Sigurjónsson 242 Jóhann Guðmundss. – Hjálmar Gíslason 242 Árangur A-V Ragnar Björnsson – Magnús Oddsson 253 Þorsteinn Sveinsson – Kristján Jónsson 230 Skarphéðinn Lýðss. – Guðbjörn Eiríkss. 226 Sigurður Karlsson – Jón Karlsson 226 Bridsfélag Suðurnesja Sl. mánudag var spilaður tví- menningur og urðu úrslitin þessi: Karl Karlss. - Gunnlaugur Sævarss. 142 Karl Hermannss. - Gísli Torfason 126 Dagbjartur Einarss. - Guðjón Einarss. 118 Þátttakan er heldur að aukast og væntanlega verður hægt að byrja sveitarokkið af krafti næsta mánu- dag. Spilarar eru hvattir til að mæta snemma til skrafs. Keppni hefst kl. 19.30. Íslandsmótið í einmenningi Mótið verður spilað 15.–16.októ- ber í Síðumúla 37. Spilamennska hefst á föstudag kl. 19:00 og lýkur um kl. 18:00 laugardag. Spilaður verður barometer. Allir spila sama kerfið, þ.e. einfalt Standard-kerfi og er hægt að nálgast það á skrifstof- unni eða www.bridge.is Skráning í s. 587 9360 eða bridge- @bridge.is Keppnisstjóri er Björgvin Már Kristinsson. Ríkjandi Íslandsmeist- ari í einmenningi er Birkir Jón Jónsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.