Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þeir sem gerast áskrifendur að Frjálsri verslun fyrir 1. nóv. nk. fá nýju bókina, 300 stærstu, og þrjú næstu tölublöð á aðeins 2.000 kr. Í lausasölu kostar þessi pakki tæplega 5.200 kr. Sparaðu 3.200 kr. og pantaðu áskrift að Frjálsri verslun fyrir 1. nóv. nk. á www.heimur.is. Nánari upplýsingar á www.heimur.is eða í síma 512-7575 EINSTAKT ÁSKRIFTARTILBOÐ KRISTJÁN Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, var í gær kjörinn formaður Starfsgreinasam- bandsins til næstu tveggja ára á árs- fundi sambandsins. Þá var Björn Snæbjörnsson, for- maður Einingar-Iðju á Akureyri, kjörinn varaformaður SGS til næsta ársfundar að ári. Kosið var í formannsvalinu á milli Kristjáns og Signýjar Jóhannesdótt- ur, formanns verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði. Hlaut Kristján 64,5% atkvæða og Signý 35,5%. Halldór Björnsson, sem verið hef- ur formaður SGS frá stofnun sam- bandsins árið 2000, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Signý kvaddi sér hljóðs á fund- inum þegar úrslitin lágu fyrir, óskaði Kristjáni til hamingu og sagði að það yrði mikill styrkur fyrir hann í starfi formanns að hafa verið réttkjörinn í það embætti í kosningum, sem fram hefðu farið. Björn Snæbjörnsson vara- formaður með 67,5% atkvæða Þegar úrslit í formannskosning- unum voru orðin ljós lagði kjörnefnd til að Björn Snæbjörnsson yrði kjör- inn varaformaður sambandsins til eins árs, en tíu fulltrúar verkalýðs- félaga á ársfundinum lögðu til að Signý Jóhannesdóttir yrði næsti varaformaður. Fór því fram skrifleg kosning á milli þeirra tveggja. Úrslitin urðu þau að Björn sigraði og hlaut 67,5% atkvæða en Signý Jó- hannesdóttir hlaut 32,5% atkvæða. Forsendum kjarasamninga ógnað „Ég tel mig taka við góðu búi af Halldóri. Ljósmóðurstarfi Halldórs Björnssonar er nú lokið og afkvæm- ið komið talsvert á legg,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið eftir að úrslit lágu fyrir í gær. „Starfsgreinasambandið hefur verið á góðri siglingu inn á við. Við höfum styrkt okkur, sameinað félög og félögin í sambandinu eru orðin öflugri í alla staði. Það sem helst brennur á okkur þessa dagana er sú atlaga að verka- lýðshreyfingunni sem hefur verið gerð norður á Akureyri. Það brenn- ur mjög á okkur. Þá ógnar efnahags- stefna ríkisstjórnarinnar stöðugleik- anum og forsendum kjarasamninga. Við þurfum að hafa tal af ráðamönn- um um það,“ sagði Kristján. Hann sagði einnig að mikilvægt verkefni, sem framundan væri á næstu mánuðum, væri að eiga tal við félagsmenn, efla baráttuandann, þétta raðirnar og berja í brestina. Spurður hvort enn væri uppi ágreiningur á milli Flóabandalags- félaganna annars vegar á suðvest- urhorninu og landsbyggðarfélag- anna hins vegar, sem stundum hefur borið á, sagðist Kristján vera þeirra skoðunar að þar væri að gróa um heilt. „Þessi mörk milli Flóa og landsbyggðar eru orðin ógreinilegri. Við megum aldrei gleyma því að samningsrétturinn liggur hjá félög- unum en ekki hjá sambandinu og það er sjálfsákvörðunarréttur hvers félags hvernig það fer með sín kjara- mál og hvar það vistar forystuna í þeim málum. Það verðum við að virða og við verðum bæði að virða þá stóru sem þá litlu. Sambandið á að gegna því hlutverki að vera þjón- ustuaðili fyrir báða aðila. Það tókst ágætlega í síðustu kjarasamningum, menn gengu samstiga til þeirra verka og ég kvíði engu,“ sagði Krist- ján. Morgunblaðið/ÞÖK 120 einstaklingar eru kjörnir þingfulltrúar á ársfundinum. Kristján Gunnarsson kjörinn formaður SGS Morgunblaðið/ÞÖK Signý Jóhannesdóttir óskar Kristjáni Gunnarssyni til hamingju þegar úrslit í formannskjörinu höfðu verið lesin. Miklar umræður urðu um efnahags- og kjaramál á ársfundi Starfsgreinasambandsins í gær. Halldór Björnsson, fráfarandi formað- ur SGS, sagðist í setningarræðu ekki vera of bjartsýnn á að nýgerðir kjarasamningar héldu. Erfiðar samningaviðræður væru í gangi við ýmsa hópa opinberra starfsmanna og gagnrýndi hann fjárlagafrumvarpið fyrir að gera ráð fyrir meiri verðbólgu en verð- lagsforsendur samninga byggðust á. Kristján Gunnarsson var kjörinn nýr formaður SGS og Björn Snæbjörnsson varaformaður. GANGI fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar eftir stefnir í að verð- lagsforsendur kjarasamninga haldi ekki því þar er gert ráð fyrir meiri verðbólgu á árinu 2005 en kveðið er á um og því virðist sem ríkisstjórnin hafi hreinlega misskilið kjarasamn- ingsforsendurnar. Þetta kom fram í ræðu Grétars Þorsteinssonar, forseta ASÍ, á ársfundi Starfs- greinasambands- ins. Grétar vék sérstaklega að málefnum út- lendinga á ís- lenskum vinnu- markaði og sagði þau eitt af mik- ilvægustu við- fangsefnum verkalýðshreyfing- arinnar á næstu árum. Tryggja þyrfti að þeir sætu við sama borð og annað launafólk á Íslandi auk þess sem tryggja þyrfti stöðu þeirra að öðru leyti, s.s. er varðar húsnæði, tungumálakennslu og félagslega stöðu. „Okkur ber að gera allt sem við getum til að stuðla að því að þeir sem hingað koma samlagist sam- félaginu og að þeim líði sem best. Í sumum nágrannalöndum er komin fram önnur kynslóð innflytjenda sem býr við bága stöðu. Þetta ber okkur með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að gerist hér,“ sagði Grétar. Hann nefndi einnig að dæmi væri um að ráðist hefði verið að lág- marksákvæðum kjarasamninga á undanförnum vikum: „Ég veit ekki hvort menn gera sér almennt grein fyrir því að hér er verið að takast á um grundvallaratriði. Ég ætla ekki að hafa um þetta mörg orð en lýsa þeirri skoðun minni að það er ótrú- legt að við skulum árið 2004 vera að glíma við sömu mál og við töldum að væri löngu búið að afgreiða [...],“ sagði Grétar m.a. Virðast hafa misskilið samn- ingsforsendur Grétar Þorsteinsson RÍKISSTJÓRNIN virðist annað- hvort hafa misskilið síðustu kjara- samninga á almennum vinnumark- aði eða hún kærir sig kollótta um frið á vinnumarkaðinum. Þetta kom fram í ræðu Halldórs Björnssonar, fráfarandi formanns Starfsgreina- sambandsins, á ársfundinum í gær. Halldór tók fram að hann vonaði að þetta væri misskilningur af sinni hálfu en sagðist engu að síður ekki of bjartsýnn á að samningarnir myndu halda. „Samningarnir byggjast á tveim- ur forsendum. Þeir byggjast annars vegar á hóf- legri verðbólgu á samningstím- anum og að aðrir samningar á vinnuamarkaði verði sambærilegir. Fari verðbólga fram úr því sem samningarnir kveða á um, getum við sagt þeim upp í lok næsta árs eða við lok ársins 2006. [-] Ég er satt að segja ekkert of bjartsýnn á að þessir samningar haldi. Þar kemur margt til. Það eru erfiðar samningarviðræður í gangi við ýmsa hópa opinberra starfs- manna og ekki útséð um það hvern- ig þeim reiðir af. Síðan er fjárlaga- frumvarp ríkisstjórnarinnar með þeim hætti að ekki eykst bjartsýnin. Þar er hreinlega gert ráð fyrir meiri verðbólgu en verðlags- forsendur samnings gera ráð fyr- ir,“ sagði Halldór. Hann sagði einn- ig að fyrirhugaðar skattalækkanir sem næmu 15–22 milljörðum króna myndu bitna á almannatrygg- ingakerfinu að óbreyttu. Skattarnir stæðu undir velferðarkerfinu og því yrði að skera einhvers staðar niður. „Við hljótum [...] að krefjast þess að fyrirhugaðar skattalækk- anir skerði á engan hátt almanna- tryggingakerfið.“ Ekki bjart- sýnn á að samn- ingar haldi Halldór Björnsson ÞAÐ ERU ekki bara erlend verk- takafyrirtæki sem reyna að snið- ganga verkalýðshreyfinguna og kjarasamninga hennar. Íslenskt flugfélag hefur ekki löngun til að semja við íslenskar flugfreyjur og ætlar að framselja þær til Bretlands og fréttir berast um að útgerðarfyr- irtæki hafi gert kjarasamning við áhöfn á skipi sínu með þeim áskiln- aði að áhafnar- meðlimir megi ekki vera félagar í stéttarfélagi. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, vara- formaður Sam- fylkingarinnar, við setningu árs- fundar Starfs- greinasambandsins. „Gleymd er sú staðreynd að fé- lagafrelsið var baráttumál verka- lýðshreyfingarinnar. Í félagafrels- inu fólst að launafólk gæti bundist samtökum til að semja um og vernda kaup sitt og kjör. Þegar launafólki er beinlínis bannað að vera í stétt- arfélagi er verið að svipta fólk því frelsi sem verkalýðshreyfingin sótti í upphafi síðustu aldar með blóði, svita og tárum.“ Hún sagði verka- lýðshreyfinguna eiga það inni hjá stjórnvöldum og atvinnurekendum að þeir styddu hana með ráðum og dáð. Verkalýðshreyfingin hefði átt stærstan þátt í því að skapa þá festu, starfsumhverfi og stofnanamenn- ingu sem fyrirtækin þrifust í. Verið að svipta fólk frelsi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ÍSLENDINGAR hafa ekki farið var- hluta af alþjóðavæðingunni og frjálsu flæði fjármagns á und- anförnum árum. Því fylgja vissu- lega bæði kostir og gallar. Öflug fyrirtæki hafa kraft til umfangs- mikillar útrásar og afkomutölur sumra þeirra eru sannarlega þess eðlis að ástæða er til að sam- gleðjast eig- endum þeirra. En því miður hefur dregið lítið úr atvinnuleysi þrátt fyrir mik- inn hagvöxt og uppgang í at- vinnulífinu. Þetta kom fram í ávarpi Árna Magnússonar félagsmálaráðherra en hann ræddi þar sérstaklega um félagslega ábyrgð fyrirtækja. Hann benti á að stjórnvöld hefðu dregið úr hömlum, auðveldað fyrirtækjum að hasla sér völl í útlöndum, tekið þátt í að opna þeim nýja markaði og aukið frelsi þeirra til athafna. „Og nú er spurt um það hvernig at- vinnurekendur ætli að fara með aukið frelsi og að standa undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerð- ar. Með öðrum orðum hver sé fé- lagsleg ábyrgðartilfinning þeirra, ef svo má að orði komast,“ sagði Árni Magnússon félagsmálaráð- herra m.a. í ávarpi sínu á ársfundi Starfsgreinasambandsins í gær. Spurt um félags- lega ábyrgðar- tilfinningu Árni Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.