Morgunblaðið - 15.10.2004, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 15.10.2004, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. EIGENDUR rafskautaverksmiðjunnar í Kata- nesi við Hvalfjörð hafa ákveðið að minnka fram- leiðslugetuna úr 340 þúsund tonnum niður í 140 þúsund tonn. Ástæðan er einkum sú að formleg svör hafa nýlega borist frá Alcoa um að fyrir- tækið hafi ekki áhuga á að kaupa rafskaut hér á landi þegar álver Alcoa-Fjarðaáls tekur til starfa 2007, heldur verða þau flutt inn frá verk- smiðju Alcoa í Norður-Noregi. Verksmiðja í fullri stærð átti að skapa um 140 ný störf og um 400 störf á framkvæmdatíma, en að sögn Age J. de Vries, framkvæmdastjóra Kapla hf., sem undirbýr verksmiðjuna, er þörf fyrir um 100 manns við minni verksmiðju. Hann segir að vissulega hafi það verið ákveð- in vonbrigði að fá ekki viðskipti við Alcoa en vel megi skilja afstöðu fyrirtækisins. Nú verði und- irbúningur verkefnisins endurskoðaður og nýrra möguleika leitað. Eigendur Kapla ætli ekki að gefast upp þótt á móti blási. Enn geri áætlanir ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist í landi Kataness um mitt næsta ár og verksmiðj- an verði tilbúin í júní árið 2007. Fyrirtækið sé sannfært um að það hafi góða vöru í höndunum. Kostnaður við 340 þúsund tonna verksmiðju var áætlaður um 16 milljarðar króna, miðað við núverandi gengi dollars, en de Vries segir fjár- festingu í minni verksmiðju vera upp á um 140 milljónir dollara, eða um 10 milljarða króna. Minni útblástur Með minni framleiðslu mun útblástur meng- andi efna frá verksmiðjunni minnka. Í úrskurði Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrif- um rafskautaframleiðslu kemur fram að út- blástur svonefndra PAH-efna, safns kolefnis- sambanda, verði um 680 kíló á ári, miðað við 340 þúsund tonna verksmiðju. Minni verksmiðja myndi losa um 280 kíló af efnunum, sem eru sögð krabbameinsvaldandi og voru ein ástæða kæru Landverndar á úrskurði Skipulagsstofn- unar. Losun flúorefna minnkaði úr 7,14 tonnum á ári í 2,9 tonn og losun brennisteinstvíoxíðs færi úr 720 tonnum í 294 tonn. Rafskautaverksmiðjan í Katanesi náði ekki viðskiptum við Alcoa Verksmiðjan minnkuð og störfum fækkar um 40 AGE J. de Vries segir í samtali við Morgun- blaðið að margt hafi stutt þá ákvörðun að halda verkefninu á Katanesi áfram, þrátt fyrir tíðindin frá Alcoa. Um- hverfismat liggi fyrir, hafnar- og aðstöðusamn- ingar bíði undirritunar og vonandi verði tilskilin leyfi og samningar tilbúin um áramót. Áfram verði rætt við Norðurál og Alcan um möguleg viðskipti. „Nauð- synlegt er að byrja á fram- kvæmdum til að afla við- skiptavina. […] Þrátt fyrir minni verksmiðju teljum við okkur áfram geta boðið rafskaut sem eru vel samkeppnishæf í verði og gæðum. Ef frekari viðskiptatækifæri skapast höfum við góða möguleika á að stækka verksmiðjuna síðar.“ Getum stækkað síðar Age J. de Vries GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Halldór Björnsson, fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins, gagnrýndu báðir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og vör- uðu við hættu á að forsendur kjarasamninga gætu brugðist við setningu ársfundar SGS í gær. Miklar umræður urðu á fundinum í gærdag um efnahagsmál og þróun verðlags. Kristján Gunnarsson, formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og ná- grennis, var kjörinn formaður sambandsins og Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar- Iðju, varaformaður á fundinum í gær. Ríkisstjórnin misskilur samningana Grétar Þorsteinsson sagði að gengi fjár- lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar eftir stefndi í að verðlagsforsendur kjarasamninga héldu ekki því þar væri gert ráð fyrir meiri verð- bólgu á árinu 2005 en kveðið væri á um og því virtist sem ríkisstjórnin hefði hreinlega misskilið kjarasamningsforsendurnar. Halldór Björnsson tók í sama streng og sagði ríkisstjórnina annaðhvort hafa mis- skilið síðustu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði eða hún kærði sig kollótta um frið á vinnumarkaðinum. Hann tók fram að hann vonaði að þetta væri misskilningur af sinni hálfu en sagðist engu að síður ekki of bjartsýnn á að samningarnir myndu halda. Óttast að for- sendur kjara- samninga bresti Morgunblaðið/ÞÖK Halldór Björnsson, fráfarandi formaður SGS, óskar Kristjáni Gunnarssyni, nýkjörn- um formanni, til hamingju með kjörið. YFIR 20% af stofnfjárbréfum Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, hafa skipt um eigendur á rúmum hálfum mán- uði. Gengi bréfanna á þessum tíma hefur hækkað um 30%. Stjórn SPRON fól verðbréfafyrirtækinu H.F. Verðbréfum hf. í byrjun þessa mánaðar að annast skráningu kaup- og sölutilboða stofnfjárbréfa og koma á samningum. Jóhannes Helgason, fulltrúi framkvæmdastjórnar SPRON, segir á að á þeim tíma sem liðinn er frá því þessi mark- aður fór af stað hafi yfir 20% af stofnfjár- bréfum sjóðsins skipt um eigendur. „Við les- um út úr þessu að fólk er allt í einu komið með talsvert meiri verðmæti í hendurnar en það reiknaði með að eiga, og þá freistast margir til að selja,“ segir Jóhannes. Í fyrradag skiptu um 1.200 stofnfjárbréf um eigendur, eða um 8,4% alls stofnfjár. Öll viðskiptin voru á genginu 6,5. Í lok dagsins var lægsta sölutilboð 6,75 en hagstæðasta kauptilboð 6,0. Gengið var 5,0 í byrjun þessa mánaðar og hefur því hækkað um 30%. Sam- kvæmt reglum um stofnfjármarkað SPRON eru viðskipti með stofnfjárbréf háð samþykki stjórnar SPRON. Viðskiptin lúta ekki sömu reglum og í kauphöll, heldur fara þau fram á lokuðum markaði. Þá er engum heimilt að eiga 10% eða stærri virkan hlut í SPRON án samþykkis Fjármálaeftirlitsins. Mikil við- skipti með stofnfjárbréf SPRON ÞREYTA er víða komin upp á vinnustöðum vegna verkfalls grunnskólakennara, og ætla Heimili og skóli – landssamtök foreldra, að hvetja foreldra til að taka sér frí hluta úr degi í næstu viku til að verja tíma með börnunum. Elín Thorarensen hjá Heimili og skóla segir að verkfallið snerti bæði fyrirtæki, foreldra og börn, og ljóst sé að fólk sinni ekki vinnu sinni af fullum hug þegar börn eru eirðarlaus heima eða á vinnustað með foreldrum. Heimili og skóli ætla að efna til auglýsingaherferðar í Ríkisútvarpinu í dag þar sem foreldrafélög og 10. bekkingar grunnskólanna hvetja deil- endur, í nafni skólanna, til að ná sátt í kenn- aradeilunni. Á heimasíðu samtakanna segir að tilgangurinn sé að rödd foreldra, og ekki síst skólabarnanna sjálfra, heyrist en engum vafa sé undirorpið að mælirinn sé óðum að fyllast hjá fólki gagnvart verkfalli kennara. Ekki liggur fyrir hvort endurskoða þurfi stöðu sam- ræmdra prófa í 10. bekk í vor./4 Morgunblaðið/RAX Fólk taki sér frí hluta úr degi ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra hefur ákveðið að hefja undirbúning að útgáfu á íslenskri listasögu á 20. öld, en miðað er við að verkið komi út í fjórum bindum. Þorgerður Katrín sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að lagt væri til í fjár- lagafrumvarpi næsta árs að fram- lag til Listasafns Íslands hækkaði á næsta ári m.a. vegna útgáfu ís- lenskrar listasögu. „Ég tek undir það með talsmönnum Listasafns- ins að þörf er á skráningu ís- lenskrar listasögu,“ sagði hún. Að sögn ráðherra verður væntanlega sett á fót fagráð vegna útgáfunnar sem mun ráða höfunda að verkinu. Ekki liggur fyrir hvenær fyrstu bindin líta dagsins ljós en það gæti hugsanlega orðið innan tveggja til þriggja ára, að sögn menntamála- ráðherra. Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, segir í viðtali við Morgunblaðið í tilefni af hundrað og tuttugu ára afmæli safnsins að það sé „ákveðin hefð fyrir skilningsleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart [innkaupum safnsins], sem [sýni] sig vel í því hvaða peninga safnið hefur haft til innkaupa“. Hann segir safnið fara fram á að fjárveitingar til inn- kaupa verði auknar úr ellefu millj- ónum í þrjátíu. „Það er sú krafa sem við teljum raunsæja miðað við íslenskar aðstæður, og hún á að gera safninu kleift að vera virkt í samtímanum, að fylla upp í götin og móta þannig menningararf- inn.“ Jafnframt segir hann nauðsyn- legt að marka metnaðarfulla stefnu í húsnæðismálum safnsins, það húsnæði sem var opnað 1988 hafi bara verið fyrsti áfangi og þurfi að auka sýningarrýmið til að safnið geti sinnt hlutverki sínu til miðlunar sem best. Íslensk listasaga undirbúin  Mótun/Miðopna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.