Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 25
DAGLEGT LÍF
UM ÞESSAR mundir eru tíu ár lið-
in frá stofnun Vottunarstofunnar
Túns sem markaði upphaf vottunar
lífrænnar framleiðslu samkvæmt al-
þjóðlegum reglum á Íslandi. Í til-
efni af þeim tímamótum verður
kynning á lífrænum afurðum á
a.m.k. 30 útsölustöðum nokkurra
helstu stórmarkaða og heilsu-
vöruverslana landsins helgina 15.–
17. október. Jafnframt verður lögð
áhersla á að kynna neytendum vott-
unarmerkið og hvað það stendur
fyrir. Kynningardagar á lífrænum
afurðum verða í flestum verslunum
Blómavals, Hagkaupa, Heilsuhúss-
ins og Nóatúns, svo og í Fjarð-
arkaupum, Melabúðinni, Miðbúðinni
(Þín verslun-Seljabraut) og Ygg-
drasli.
Í fréttatilkynningu frá Túni kem-
ur fram að eftirspurn eftir lífrænum
afurðum fer vaxandi ár frá ári.
Þetta á einkum við um matvæli, en
einnig snyrtivörur, fatnað og aðföng
til garðyrkju, s.s. sáðvöru og áburð.
50 framleiðendur fengið vottun
Á þeim 10 árum sem liðin eru frá
stofnun Túns hefur félagið byggt
upp vottunarkerfi sem faggilt er í
samræmi við evrópska staðla, gefið
út ítarlegar reglur um lífrænar að-
ferðir í mörgum greinum og kynnt
bændum og fyrirtækjum kosti líf-
rænnar framleiðslu. Þá hefur Tún
vottað yfir 50 framleiðendur í öllum
landshlutum. Vottunarmerkið
tryggir að vara sem sögð er lífræn
hafi raunverulega verið framleidd
með lífrænum aðferðum.
„Lífrænar aðferðir bjóða fram-
leiðendum margháttuð sóknarfæri
og vottun er nauðsynleg forsenda
þess að þau tækifæri fái nýst til
markaðssetningar afurða. Auk land-
búnaðar á þetta einnig við um ís-
lenskan iðnað og ýmsar þjón-
ustugreinar.
Lífrænar afurðir eru framleiddar
með náttúrulegum aðferðum og í
sátt við umhverfið. Matjurtir eru
ræktaðar í frjósömum og lifandi
jarðvegi, án tilbúins áburðar og eit-
urefna. Búfé er alið á lífrænu fóðri
með dýraverndun að leiðarljósi, og
án hormóna eða sýklalyfja. Notkun
erfðabreyttra lífvera er bönnuð í líf-
rænni ræktun. Lífrænar afurðir
hafa þá sérstöðu á markaði að allur
ferill þeirra, frá ræktun bóndans til
pökkunar í neytendaumbúðir, er
undir eftirliti óháðs aðila, þ.e. vott-
unarstofu sem fylgist með því að
uppruni og meðferð afurðanna sé í
samræmi við alþjóðlegar kröfur um
lífræna framleiðslu,“ segir að lokum
í fréttatilkynningunni.
Kynning á
lífrænum
afurðum
NEYTENDUR
NÆSTU tvær vikurnar ríkir dönsk stemmning í
Nettó þar sem kenna á Íslendingum að njóta
danskrar matargerðar með íslenskum brag. Danskir
ostar, danskur makríll, dönsk síld og dönsk brauð-
salöt ásamt öðrum dönskum vörum verða á tilboði.
Einnig verður mikil svínakjötsútsala í Nettó á
dönskum dögum enda frændur okkar þekktir fyrir
dálæti sitt á svínakjöti, segir í fréttatilkynningu frá
Nettó. Fjórir heppnir viðskiptavinir sem kaupa ann-
aðhvort þrjár vörur á tilboði eða danska þvottaefnið
Neutral og Neutral mýkingarefni hljóta flugferð
fyrir tvo til Kaupmannahafnar með Iceland Ex-
press. Skila verður kassakvittun með nafni, heim-
ilisfangi og símanúmeri í pott merktan „frítt til
Köben“ við kassann. Nettó hefur haldið danska
daga á haustin í rúm 10 ár.
Danskir dagar: Lasse Reimann, sendiherra Danmerkur
á Íslandi, og Ernst Hemmingsen konsúll á gangi í versl-
un Nettó í Mjódd ásamt rekstrarstjóranum í Nettó,
Hannesi Karlssyni.
NEYTENDUR
Dönsk stemmn-
ing í Nettó
K
R
A
F
T
A
V
E
R
K
Vegleg hausttilboð á Kringlukasti
Gerðu einstök kaup á Kringlukasti!Laust við MSG!
Tiger Balm hitakrem
Tiger Balm eða tígrissmyrsl verður til fyrir
um 100 árum þegar kínverski
jurtalæknirinn Aw Chu Kin setti saman
þessa blöndu af rokgjörnum olíum og
hóf að nota hana á sjúklinga sína með
svo góðum árangri að nú er Tiger Balm
lang þekktasta og mest notaða hitasmyrsl
í heiminum.
Echinaforce, virkari sólhattur
“Ferskar jurtir hafa eigin lífskraft”. Þess
vegna er Echinaforce unnið úr ferskum
sólhatti, jurtirnar fara beint af akrinum í
vinnslu. Rannsóknir sína að Echinaforce
innheldur næstum 3svar sinnum meira
af virkum alkylamíðum en þykkni úr
þurrkuðum jurtum. Þegar þú færð þér
sólhatt til að verjast heilsuspillum
vetrarkuldans, mundu að ferskar jurtir
innihalda meira af virkum efnum.
MultiVít
Skortur einstakra bætiefna getur orsakað
slen, þrekleysi og jafnvel vanheilsu. Með
MultiVít ert þú að taka inn 22 valin
bætiefni, 12 vítamín og 10 steinefni.
Dagleg neysla byggir upp líkamann og
stuðlar að hreysti og góðri heilsu.
Nú er rétti tíminn til að búa sig undir skammdegið!
Þegar þú kaupir eina vörutegund úr BodyVital
línunni frá Börlind færðu túbu af Hand Balm
frítt í kaupbæti á meðan birgðir endast!
Hand Balm Einstaklega nærandi handkrem úr
völdum jurtaolíum og jurtaextröktum, sem hverfur
vel inn í húðina og smitar ekki.
Shower Bath Gel Hressandi og nærandi baðgel.
Cellulite Gel Dregur úr appelsínuhúð um 45%
á 8 vikum. Vísindalega staðfest virkni.
Creme Peeling Einstaklega milt, mýkjandi og
nærandi líkams-krem-scrub.
Body Spray Lotion Ljær húðinni raka með
jurtaextröktum.
Strammandi líkamskrem
Stuðlar að stinnri og sléttri húð.
Einstaklega virkar og nærandi snyrtivörur Annemarie
Börlind eru gerðar úr náttúrulegum efnum án dýraextrakta
og eru þær ekki prófaðar á dýrum. Virkni þeirra er hins
vegar prófuð á sjálfboðaliðum við húðrannsóknarstofnun,
þar sem þær eru einnig ofnæmisprófaðar.
Í tilraunum á hópi kvenna reyndist BodyVital minnka
appelsínuhúð (cellulite) um 45% og jafnframt varð
húðin 33% sléttari eftir aðeins 8 vikna notkun.
Þegar þú kaupir þér MultiVít fjölvítamín með steinefnum og Echinaforce sólhatt færðu
Tiger Balm og vekjaraklukku með reiknivél og dagatali frítt í kaupbæti.
Þú greiðir 3.495 kr. fyrir EKKI EINN POTT heldur FJÓRA POTTA!
Þar að auki ókeypis í kaupbæti:
• Kelpamare kryddsósa
• Plantaforce jurtakraftur
• Herbamare kryddsalt