Morgunblaðið - 15.10.2004, Side 36

Morgunblaðið - 15.10.2004, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún KristínJóhanna Jóns- dóttir Bjarnason fæddist á Akureyri 15. október 1919. Hún lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi í Foss- vogi, 1. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Laufey Jóns- dóttir húsfreyja, f. á Grasgeira í Prest- hólahreppi í N- Þing. 30. júní 1886, d. 26. október 1963 og Jón Kristjánsson, veitinga- og verslunarmaður á Akureyri, f. í Landamótsseli í S-Þing. 21. maí 1891, d. 27. desember 1988. Guð- rún var næst elst í hópi átta systkina. Hin eru: Jóninna, f. 1918, d. 1987, Jón Herbert, f. 1921, d. 1995, Baldur, f. 1923, d. 1994, Lillý Ragnhildur Ander- sen, f. 1925, Þorbjörg Bendtsen, Guðrún var alin upp, ásamt tveimur systrum sínum, hjá Jón- innu Sigurðardóttur (1897-1962), sem rak Hótel Goðafoss á Ak- ureyri um árabil. Að loknu námi við Gagnfræðaskóla Akureyrar sigldi Guðrún til Danmerkur þar sem hún nam hússtjórnarfræði. Á þessum árum lærði Guðrún allt er laut að matreiðslu og heimilishaldi og bjó hún að þeirri kunnáttu alla ævi, hélt ríkulega í gamlar hefðir við mat- artilbúning og tileinkaði sér nýj- ungar. Kom þessi kunnátta sér í góðar þarfir á heimili Guðrúnar og Hákonar á Snorrabraut 65 í Reykjavík, þar sem óvenju gest- kvæmt var, meðal annars vegna þess að margir áttu erindi við húsbóndann vegna starfa hans. Guðrún starfaði mestallan sinn aldur innan heimilis, en var jafn- framt virk í starfi eiginmanns síns, ferðaðist með honum um landið og til útlanda og saman vörðu þau mörgum stundum við ræktunarstörf. Hin síðari ár tók Guðrún ríkan þátt í starfi Thor- valdsensfélagsins í Reykjavík. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. f. 1926, Kristján, f. 1928 og Magnea Sig- urlaug f. 1932. Guðrún giftist 1943 Hákoni Bjarna- syni, skógræktar- stjóra, f. 13. júlí 1907, d. 16. apríl 1989, börn þeirra eru: Laufey Jóninna f. 1943, börn hennar og Rúnars Sigmars- sonar eru Árni Sig- mar og Guðrún Kristín; Ágúst f. 1945, kvæntur Sól- veigu Sveinsdóttur, synir þeirra eru Hákon og Björn Víkingur; Björg, f. 1947, gift Sveini Guðjónssyni, synir þeirra eru Hákon og Stefán Gunnar; Jón Hákon f. 1958, sambýliskona Dagrún Ólafsdóttir, börn hans og Láru Kristjánsdóttur eru Há- kon, Steinar Valur og Ingunn. Barnabarnabörn Guðrúnar eru fimm. Guðrún tengdamóðir mín er nú horfin á braut og hennar er sárt saknað. Hún lést eftir stutta sjúkrahúslegu og tók dauða sínum af þeirri reisn sem einkenndi allt hennar líf. Hún kvaðst vera sátt við guð og menn og var líka sannfærð um að nú myndi hún hitta Hákon sinn aftur og ég sé þau fyrir mér saman að gróðursetja tré í fögrum dal handan við móðuna miklu. Við sem eftir sitjum yljum okkur við allar góðu minningarnar, þótt erfitt sé að sætta sig við að fá ekki framar að njóta hinna notalegu og skemmtilegu samverustunda, sem var kjölfestan í tilveru fjölskyld- unnar. Við verðum bara að trúa því að þessar samverustundir komi aft- ur, í fyllingu tímans og á öðrum stað. Ég kynntist Guðrúnu fyrir fjöru- tíu árum þegar ég fór að venja kom- ur mínar á Snorrabrautina, sextán ára spjátrungur á biðilsbuxunum, helst til of ungur fyrir slíkar hug- leiðingar. Mörgum árum síðar sagði Guðrún mér að í fyrstu hefði henni ekki litist nema mátulega á von-bið- ilinn, sem von var, enda „töffarinn“ ekki mikill fyrir mann að sjá og varla sprottin grön. En okkur varð fljótt vel til vina og hún reyndist mér alla tíð mikil stoð og stytta í líf- inu, nánast sem önnur móðir. Hún sagði mér reyndar fyrir nokkrum árum að hún gleymdi því stundum að ég væri ekki hennar eigin sonur, heldur „bara“ tengdasonur. Ég átti alltaf innhlaup á Snorra- brautina og þegar strákarnir okkar Bjargar, Hákon og Stefán Gunnar, voru litlir hjálpaði amma Gunna og afi Hákon, meðan hans naut við, mér við uppeldið þegar Björg var að fljúga. Þá voru Ameríkustoppin lengri en nú og gott að eiga skjól á Snorrabrautinni og fá þar almenni- legan mat, því Guðrún var einhver besti matreiðslumeistari sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Hún hafði ung numið hússtjórnarlist í Danmörku og hélt vel í fornar dyggðir í mat- argerðarlist, ásamt því að fylgjast vel með nýjungum á því sviði. Mat- arsmekkur okkar fór líka oftar en ekki saman og hún átti það til að hringja í mig og bjóða mér heim í mat þegar hún var með eitthvað á pönnunni sem hún vissi að mér þótti gott. Stundum sátum við tvö ein yfir sjósignum fiski, sem hún hafði fengið sendan að norðan, því ekki voru margir aðrir í fjölskyld- unni fyrir signa fiskinn, sem var einhver sá besti matur sem við Guð- rún gátum hugsað okkur. En Guðrún var ekki bara hús- móðir af guðs náð heldur bjó hún yfir ýmsum þeim mannkostum og eiginleikum sem gera manneskjuna mikla. Og hún var ein skemmtileg- asta kona sem ég hef kynnst þegar sá gállinn var á henni. Hún talaði afburðagóða dönsku og hafði gam- an af því að slá um sig með dönsk- um tilvitnunum og þá var oft hlegið. Það er sárt að hugsa til þess að eiga aldrei aftur eftir að syngja með henni dönsk jólalög á aðfangadags- kvöld eða heyra skemmtilegar dönskuslettur á norðlenska vísu, frá þeim tíma þegar heimabær hennar Akureyri var „danskari“ en aðrir staðir á Íslandi. Það er líka erfitt að ímynda sér gamlárskvöld án hennar og vikivakadansana, sem hún var vön að þræla okkur í skömmu eftir miðnætti. Líklega verður þó erfiðast að sætta sig við að eiga aldrei eftir að fara með henni „suður eftir“, í landið sem þau Hákon ræktuðu upp við Hval- eyrarvatn, þar sem við áttum marg- ar ógleymanlegar samverustundir. Þrátt fyrir létta lund var Guðrún ekki skaplaus kona og hún átti það til að „fornemmast“, ekki síst þegar pólitík var annars vegar. Guðrún var ákaflega staðföst í sínum stjórnmálaskoðunum og þoldi enga léttúð í þeim efnum. Og hún lét mann óspart heyra það ef henni fannst maður hafa villst af leið frá hinum pólitíska rétttrúnaði. En þetta „fornemmelsi“ risti aldrei djúpt og var bara hluti af ákveðnum lífsstíl sem hún hafði tileinkað sér og einkenndist af skapfestu og skörungsskap. Tilvera mín og minnar fjölskyldu verður aldrei söm eftir fráfall Guðrúnar Bjarna- son og ég bið góðan guð að blessa minningu hennar. Sveinn Guðjónsson. Elsku amma mín. Það eru gömul sannindi og ný að tími og aldur er afstæður. Ég þekkti þig í rúm þrjátíu ár og allan þann tíma ert þú eins í minningunni minni. Klettur í tilveru lítils stráks sem óx úr grasi í hlýjum faðmi þín- um og afa. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að dvelja svona mikið hjá ykkur þegar ég var að alast upp. Betri fyrirmyndir gæti ungur drengur ekki fengið. Það er svo margt sem mun aldrei verða samt án þín. Í mínum huga verður þú ávallt virðuleg og stolt kona. Þegar ég var hjá þér var allt- af stutt í bros hjá okkur báðum. Þú gafst svo mikið af þér og að því mun ég búa um ókomin ár. Þú stóðst föst á þínu og hafðir alltaf svör á reiðum höndum. Mér er til efs að margar konur á níræðisaldri hefðu svarað jafn vel fyrir sig og þegar þú beiðst eitt sinn eftir strætisvagni við Hlemm og óárennilegur unglingur vatt sér upp að þér og hreytti í þig hvort þú vissir hvað hefði þurft að drepa mörg dýr til að búa til pelsinn sem þú varst í. Þú svaraðir að bragði: „Veist þú hvað þú mengar mikið með þessari sígarettu þinni?“ Og hann fór. Ég segi svo oft frá þessu. Þú varst hetjan mín. Ég held að það muni taka mig nokkurn tíma að átta mig á að þú ert ekki lengur hjá okkur. Minning- arnar um þig eru svo margar og þær munu fylgja mér alla ævi. Í þær sæki ég þann styrk og festu sem þú gafst mér alltaf. Ég sakna þín amma mín. Svo mikið. Ég kýs að trúa því að þú og afi munið halda áfram að vaka yfir mér. Hvíl í friði elsku amma mín. Hákon Sveinsson. Kveðja frá Skógræktarfélagi Íslands Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga. (Hannes Hafstein.) Í dag er kvödd hinstu kveðju Guðrún K.J. Bjarnason heiðurs- félagi Skógræktarfélags Íslands. Guðrún Bjarnason og Skógræktar- félag Íslands áttu saman langa og gifturíka samleið og stendur félagið í mikilli þökk við Guðrúnu fyrir þá miklu ræktarsemi sem hún sýndi málefnum félagsins alla tíð. Eigin- maður Guðrúnar, Hákon Bjarnason fyrrverandi skógræktarstjóri, var frumkvöðull í skógrækt á Íslandi og einn öflugasti talsmaður Skógrækt- arfélags Íslands auk þess að vera framkvæmdastjóri þess í rúm þrjá- tíu ár. Guðrún tók virkan þátt í starfi og helsta áhugamáli eigin- mannsins, sem var efling skógrækt- ar á Íslandi og á þann hátt kom Guðrún fyrst að félagsstarfi skóg- ræktarhreyfingarinnar. Hún sótti aðalfundi Skógræktarfélags Ís- lands með eiginmanni sínum á með- an hans naut við, en Hákon lést árið 1989. Frá þeim tíma hefur Guðrún sótt flesta aðalfundi félagsins og fræðslufundi um skógrækt. Guðrún var kjörin heiðursfélagi Skógrækt- arfélags Íslands á aðalfundi þess árið 1977. Guðrún var glæsileg kona með einstaklega hlýja nærveru. Hún setti virðulegan svip á samkomur félagsins og var eftir því tekið ef hana vantaði af einhverjum ástæð- um. Hún bar hag Skógræktarfélags Íslands mjög fyrir brjósti og hafði ákveðnar skoðanir á því hvað væri félaginu fyrir bestu og lét þær í ljósi þegar á þurfti að halda. Nú síð- ast sótti Guðrún aðalfund Skóg- ræktarfélags Íslands sem haldinn var í Kópavogi fyrir tæpum tveimur mánuðum og var hún sem endra- nær hress og kát og tók virkan þátt í allri dagskrá fundarins. Skógrækt á Íslandi á Guðrúnu K.J. Bjarnason mikið að þakka og Skógræktarfélag Íslands mun lengi minnast þeirra hjóna Guðrúnar og Hákonar fyrir þeirra ómetanlega stuðning við félagið. Skógræktar- félag Íslands sendir börnum og öðr- um aðstandendum Guðrúnar dýpstu samúðarkveðjur. Megi minning Guðrúnar K.J. Bjarnason lifa. Magnús Jóhannesson, formaður Skógræktarfélags Íslands. Kveðja frá Thorvaldsensfélaginu Guðrún K.J. Bjarnason, sem við kveðjum í dag, gekk í Thorvald- sensfélagið 29. september 1979. Hún var heilsteypt og vönduð, glað- vær og heillandi og því var unun að dvelja í návist hennar. Hún var boð- in og búin að starfa fyrir félagið okkar og bar þar hæst sjálfboða- liðastarf hennar í verslun okkar „Thorvaldsensbazarnum“. Þar nýttust starfskraftar hennar einkar vel, enda var hún ávallt geislandi af gleði og hlýju sem streymdi frá henni til samstarfskvenna og við- skiptavina. Hún lét sig ekki vanta á fundi, í ferðalög og á skemmtanir félagsins og var þar oftar en ekki hrókur alls fagnaðar. Hennar verður sárt saknað. Thorvaldsensfélagið þakkar Guð- rúnu langt og gott samstarf og kveður ljúfa og góða félagskonu og vinkonu með þakklæti og virðingu og við biðjum henni Guðs blessun- ar. Fjölskyldu hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur. F.h. Thorvaldsensfélagsins, Sigríður Sigurbergsdóttir form. Mín kæra vinkona Guðrún Bjarnason er dáin. Fyrir rúmum fimmtíu árum kynntist ég henni og Hákoni manni hennar ásamt þrem- ur indælum krökkum. Nonni var þá ekki fæddur. Ég leigði þá hjá þeim herbergi og vann fyrir leigunni eins og títt var þá með því að taka til á heimilinu tvisvar í viku. Mér var strax tekið eins og einni af fjöl- skyldunni og milli okkar allra myndaðist góð vinátta. Árin á Snorrabrautinni voru yndisleg. Heimilið var mikið menningarheim- ili og átti Guðrún stóran þátt í því. Hún var glæsileg kona, greind og skemmtileg og ein sú allra mynd- arlegasta og duglegasta kona sem ég hef kynnst. Það lék allt í höndunum á henni, hvort sem það var að töfra fram dýrindis veislur, prjóna, sauma, vefa o.fl. Hákon mann sinn missti Guðrún fyrir um fimmtán árum og tregaði hann sárt. Hún sagði oft við mig að hún saknaði hans hvern einasta dag. Þau voru sérstaklega góð hjón og báru mikla virðingu hvort fyrir öðru, það var gott að vera í návist þeirra. Á fjarlægri strönd veit ég að beð- ið hefur maður klæddur grænum fötum með alpahúfu á höfði og nú breiðir hann út faðminn og brosir breitt því norðanstúlkan hans er nú loksins komin til hans eftir áralang- an aðskilnað. Öllum krökkunum, Laufeyju, Gústa, Björgu og Jóni Hákoni sem og mökum þeirra, börnum og systk- inum Guðrúnar sendi ég innilegar samúðarkveðjur frá mér og mínu fólki. Elsku Gunna mín, hafðu þökk fyrir allt og allt, Guð annist þig. Þórhalla Sveinsdóttir. „Skarð er fyrir skildi, sköp eru runnin“ og enn hefur sannast að skammt er bil milli lífs og dauða, því skulu eftirfarandi minningar- brot hefja þessa grein. Það var komið undir lok ágúst- mánaðar síðastliðins og sól tekin að skína eftir morgunskúrir; bíll stað- næmist í Auðarstræti nánar til tek- ið undan húsi númer 65 við Snorra- braut; út á tröppurnar kemur hálfníræð kona, léttstíg, kankvís og keik, hún er klædd myndarlegum regngalla með reffilegan padding- ton-hatt á höfði og veifar berjafötu. Hér var mætt til leiks kempan Guðrún J. Bjarnason og ferðinni heitið í rifsberjatínslu í gróðursæl- um garði í Skólavörðuholtinu. Guð- rún J. Bjarnason, sem undirrituð var vönust að heyra nefnda: „Ömmu Gunnu á Snorrabraut“, hét fullu nafni Guðrún Kristín Jóhanna sem segja má að sé sannkallað drottningarnafn og ekki allra að bera svo að vel sé en þessari miklu nafngift olli Guðrún með prýði, djarfmannleg í framgöngu, víðreist, margfróð og viðræðugóð. Guðrún var kominn af voldugum þingeyskum ættmeiðum, en borinn og barnfæddur Akureyringur; hún var alin upp í einum af höfuðstöðv- um íslenskrar menningar fyrri tíma hjá fóstru sinni Jóninnu Sigurðar- dóttur, landskunnri hefðarkonu, og bar merki góðs atlætis æsku sinnar ævilangt. Guðrún var í einkalífi mikil gæfu- kona, ung giftist hún Hákoni Bjarnason skógræktarstjóra; þau voru gjörvuleg hjón og samvalin sem best varð á kosið; mann sinn og hugðarefni hans studdi hún með ráðum og dáð; eftirminnilegt var að fylgjast með Guðrúnu, sem uppá- færð var kvenna glæsilegust, í gróðurlendum þeirra hjóna við Hvaleyrarvatn, því að þar viku prjál og borgarlegar hefðir í klæða- burði fyrir viðfangsefnum gróður- ræktar í sínum margvíslegu mynd- um; ötul og óvílin tókst hún á við viðfangsefnin hvert af öðru: rogaði plöntum, gróf, plantaði og hlúði að gróðri eftir þörfum hans allt fram undir sitt lokadægur. Börnin urðu fjögur, mannkosta- fólk hvert á sínu sviði og barna- börnin hæfileikaríkur og gæfulegur hópur. Að lokum minnist undirrituð skemmtilegra samræðna er hún varð vitni að fyrir hartnær þrátíu árum. Þá er Ágúst eldri sonur Guðrún- ar átti viðræður við frumburð sinn, þá tæplega þriggja ára: „Myndirðu ekki vilja eiga annan pabba, Hákon minn?“ og sá stutti svaraði að bragði: „Nei, því þá átti je ekki ömmu Gunnu á Dnorrabaut“ og þannig var því farið um fleiri er kynntust Guðrúnu J. Bjarnason, fæstir hefðu viljað fara á mis við hreinskilni hennar, húmor og hjartahlýju. Hennar er því sárt saknað. Ragna S. Sveinsdóttir. GUÐRÚN K.J. BJARNASON S. 555 4477 • 555 4424 Erfisdrykkjur Verð frá kr. 1.150 www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.