Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 39 MINNINGAR ✝ Sveinn B. Sigur-geirsson fæddist í Reykjavík 31. júlí 1937. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 1. október síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Sigur- geir Kristjánsson frá Reykjavík, f. 22. júlí 1912, d. 31. janúar 1985, og Pernilla Olsen frá Reykjavík, f. 20. desember 1913, d. 11. október 1991. Systkini Sveins eru: 1) Þuríður, f. 15. júlí 1932. 2) Ing- er, f. 3. nóvember 1934. 3) Sigur- geir Örn, f. 13. febrúar 1943, d. 30. mars 1973. 4) Sigrún, f. 20. febrúar 1948. 5) Kolbrún Anna, f. 20. september 1951. 6) Garðar Vignir, f. 12. júní 1957. Sveinn kvæntist Önnu S. Óla- dóttur frá Akureyri, f. 18. ágúst 1941, d. 19. nóvember 2002, og voru þau búsett á Háaleitisbraut 18 í Reykjavík. Saman áttu þau einn son, Birgi Óla, f. 3. maí 1961. Eigin- kona hans er Rósa Hansen, f. 24. sept- ember 1971. Eiga þau saman einn son, Hrannar Marel, f. 26. febrúar 2002. Birgir Óli átti áður tvo syni, Gunnar Örn, f. 21. nóvember 1983, dóttir Gunnars er Elísabeth Anna, f. 8. maí 2003, og Svein Óla, f. 3. september 1991. Rósa átti áður tvo syni, Birgi Snæ, f. 17. júní 1991, og Óttar Sindra, f. 12. mars 1994. Sveinn á eina dótt- ur, Rannveigu Sigríði, f. 23. nóv- ember 1961. Maður hennar er Tom Price, f. 19. mars 1964. Barn þeirra er Thomas Price, f. 8. mars 1997. Sveinn starfaði lengst af sem vörubílstjóri, fyrst á Akur- eyri og síðan í Reykjavík. Útför Sveins verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi minn. Ég trúi því varla ennþá að þú sért farinn frá mér svona snöggt og langt fyrir aldur fram. Ég fékk svo mikinn sting í magann þegar ég fékk símhring- inguna og mér var sagt að þú værir alvarlega veikur. Ég fór að hugsa um það þegar hún mamma mín varð alvarlega veik og var tekin svo fljótt frá okkur og fyrir svo stuttu. Ég er ekki búinn að jafna mig á því ennþá og þá ert þú líka tek- inn frá mér og ekkert um ykkur stendur eftir. Það fer allt með þér því eftir að mamma dó hélst þú uppi heimilinu og öllu sem ykkur fylgdi. En ég á góðar minningar um þig og ég man að þegar ég var lítill þá varst þú að vinna í POP. Mér fannst svo gaman þegar þú komst heim í hverri viku með tindáta handa mér. Ég fékk líka að fara með þér til Reykja- víkur þegar þú varst að sækja þinn fyrsta vörubíl og þú hafðir aldrei keyrt vörubíl áður svo það urgaði í öllum gírum þegar þú varst að skipta. Á leiðinni heim brotnaði framrúðan hjá okkur og við þurftum að fara á Akranes til að kaupa plast fyrir, en þú sást ekkert út um plastið svo þú þurftir að gera gat á það og þegar við komum loksins heim varstu alveg frosinn í framan því það var svo kalt. Þegar þú fórst svo að sækja þriðja vörubílinn þinn bilaði hann á Holta- vörðuheiðinni. Ég fékk að fara með þér að sækja hann þangað og það var nú meiri ferðin hjá okkur. Við vorum fimm daga frá heiðinni og til Akur- eyrar, það var svo vont veður og slæm færð. Ég hef aldrei á ævi minni verið svona glaður eins og þá að sjá Akureyri. Blár var í algjöru uppáhaldi hjá þér. Þú málaðir mælaborðið í trabb- anum þínum og vörubílana, golfkylf- urnar þínar og nú síðast sjónvarps- loftnetið í húsbílnum þínum og öll þín spariföt voru blá. Ég gæti haldið endalaust áfram að telja upp minn- ingar um þig því þú varst svo góður pabbi, með alla þína hluti á hreinu. Ég veit að mamma hefur tekið vel á móti þér og vonandi líður ykkur vel saman aftur þar sem þið eruð núna. Passaðu mömmu fyrir mig, elsku pabbi minn. Hvíldu í friði. Þinn sonur Birgir Óli. Elskulegur tengdafaðir minn er látinn, langt fyrir aldur fram. Það var mér mikill heiður að fá að kynnast þér, þótt tími okkar saman hafi verið allt of stuttur. Þú varst svo elskulegur í alla staði, hörkudugleg- ur og alltaf svo indæll. Þegar maður fær svona fréttir um það að einhver nákominn manni sé svona veikur og er tekinn svona fljótt frá manni koma svo margar minningar upp í hugann. Við höfum átt svo margar góðar og líka sorgleg- ar stundir saman. Það var alltaf svo gaman að fá þig norður til okkar og nú síðast þegar strákarnir okkar, þeir Birgir Snær og Sveinn Óli voru fermdir. Og þegar við komum í sum- ar og hann Hrannar Marel fékk að prófa vörubílinn þinn, það fannst honum ekki leiðinlegt. Ég gæti hald- ið endalaust áfram að telja upp skemmtilegar minningar sem við áttum saman. Elsku Sveinn, það var okkur öllum mikið áfall þegar hún Anna þín og hann Óli kvöddu okkur svo fljótt og óvænt eins og þú, með svo stuttu millibili. En núna eruð þið saman á ný og ég vona svo innilega að þér líði vel þar sem þú ert. Ég lofa þér því, elsku Sveinn, að ég skal alltaf hugsa vel um alla prins- ana þína og þú verður alltaf með okk- ur, bæði í huga og hjarta. Passaðu Önnu og Óla fyrir okkur. Hvíl þú í friði, elsku hjartans Sveinn. Þín tengdadóttir, Rósa. Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur en við vitum að amma hefur tekið vel á móti þér. Það verður svo skrítið að fá þig ekki norður til okkar aftur og að geta ekki litið til þín þegar við komum suður. Við eigum eftir að sakna þín svo mikið en við vitum að núna líður þér vel. Elsku afi, takk fyrir að vera svona góður og blíður við okkur. Takk, takk, takk. Hvíldu í friði, elsku afi. Þín afabörn Gunnar Örn, Birgir Snær, Sveinn Óli, Óttar Sindri, Hrannar Marel og Elísabeth Anna. Í dag kveðjum við elskulegan bróður okkar Svein. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann. Stundirnar sem við systkinin áttum heima hjá elsku mömmu og pabba. Það fannst öllum svo friðsælt hjá mömmu. Hún var ljósið í lífi okkar. Alltaf að bjóða okk- ur eitthvað að borða. Það var svo mikil gleði sem mamma gaf okkur systkinum og pabba. Nú eru þau lát- in og einnig Sigurgeir bróðir okkar. Og nú ertu farinn frá okkur, elsku Sveinn okkar. Það var svo gaman að tala saman. Þú sagðir svo skemmti- lega frá, sérstaklega þegar frásagnir þínar voru um þig. Það var svo mikil glettni í þeim og við hlógum alltaf svo mikið. Það var svo indælt að koma á þitt heimili, til þín og Önnu eiginkonu þinnar. Þú ljómaðir alltaf af gleði þegar við komum, vildir alltaf frekar að við kæmum til þín heldur en að þú kæmir til okkar. Svona varstu bara. Áhugamál þitt var bridge, þú varst þakklátur fyrir þennan góða félagsskap sem þér fannst gaman að vera í. Ég fann að þú varst mjög hamingjusamur með Birgi og Rósu, talaðir oft um þau og alla afastrák- ana þína. Hvað þau voru góð við þig, vildu allt fyrir þig gera. En mesti sársaukinn hjá þér var þegar eigin- kona þín, Anna, lést 19. nóvember 2002, hún var þér svo mikils virði. Öll árin sem þið áttuð saman var Anna alltaf ástin þín. Sorgin var svo mikil og djúp hjá þér að missa Önnu. Mér fannst stundum eins og lífs- neistinn væri farinn frá þér. Ég á margar góðar minningar um þig, elsku bróðir minn, sem ég mun geyma í huga mér. Ástarþakkir fyrir allt. Ég bið Guð um að gefa elsku Birgi, Rósu og strákunum styrk á þessum erfiðu tímum. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar og Rann- veigar og fjölskyldu hennar. Guð blessi ykkur öll, elskurnar mínar. Þar lýsandi stjörnur skína og birtan himnesk björt og heið, hún boðar náðina sína en alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir.) Sigrún Sigurgeirsdóttir. Elsku hjartans Svenni minn. Mig langar að minnast þín í nokkrum orðum. Minning þín yljar mér þegar ég hugsa til baka yfir farinn veg. Mér eru ógleymanlegar stundirnar þegar þú og Anna komuð suður sem þið gerðuð oft meðan þið bjugguð fyrir norðan og við systkinin hittumst niðri á Mýró heima hjá mömmu og pabba. Mamma kom með rjúkandi kaffið og pönnukökurnar sem hún var svo þekkt fyrir og það var talað og hlegið langt fram á nótt. Það var alltaf svo gaman þegar þú, Svenni minn, komst í heimsókn. Það myndaðist alltaf einhvers konar stemmning í kringum þig, þú hafðir líka svo einstaklega skemmtilega frásagnargáfu. Það var sama um hvað þú talaðir, það var alltaf hlegið. Ég verð líka að minnast á stund- irnar sem við áttum saman fyrir norðan í bústaðnum sem þú bauðst okkur í þegar systur okkar og ætt- ingjar komu frá Bandaríkjunum sumarið 1999. Við gerðum svo ótal margt skemmtilegt, eins og kvöld- vakan góða sem endaði með því að restinni af hópnum var plantað úti á túni í tjöldum því ekki komust allir fyrir í bústaðnum, Málunum var bara reddað eins og þér var einum lagið. Svona gæti ég endalaust rifjað upp en þá þyrfti ég sennilegast að gefa út heila bók. Elsku Svenni minn, þín verður sárt saknað. Að lokum vil ég kveðja þig, kæri bróðir minn, með þessu ljóði eftir Þorstein Sveinsson: Minn hugur leitar oft til horfinna stunda, þar hefi ég svo margt að minnast á. Er mánaskinið roðar mjöll og rinda, og myrkrið grúfir yfir sléttum sjá, þá líða um hugann léttir þýðir ómar, liðinna tíma endurminning hljómar. Elsku Birgir, Rósa og synir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Þín systir Kolbrún Anna. Ég man þegar ég var barn og Svenni frændi kom á stóra vörubíln- um sínum í kaffi til ömmu og afa á Mýró og váá hvað mér fannst skemmtilegt að fá að elta hann og alltaf græddi maður eitthvað því Svenni lumaði á ýmsu dóti sem hann gaf okkur krökkunum og svo átti hann svo stóran bíl og það var nú mesta sportið að fá að sitja í honum en umfram allt þá var hann bara svo yndislegur maður að öll börn löðuð- ust að honum. Svenni var alltaf fjörugur og alltaf í góðu skapi enda var hann í miklu uppáhaldi hjá okkur systrunum og við skemmtum okkur alltaf vel þegar farið var í heimsókn til Svenna og Önnu, enda dekruðu þau ótrúlega mikið við okkur grislingana. Elsku Svenni frændi, takk fyrir fagrar minningar og ánægjulegar samverustundir. Guð geymi þig. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, Glaðir vér megum Þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Elsku Birgir, Rósa og synir. Ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð. Þín frænka Berglind og fjölskylda. Elskulegi Svenni. Ég sit hérna og skrifa þessar línur og hef varla enn náð áttum, þú hefur kvatt svo snögg- lega. Við vorum saman að útrétta ýmislegt daginn sem þú hneigst nið- ur. Við skildum fáeinum klst. áður. Við ætluðum að borða saman kvöld- mat. Þennan sama dag hættir þú að vinna og ætlaðir loksins að fara að njóta ævikvölds. Þú varst svo sann- arlega vel að því kominn. Það gekk ekki eftir. Við vorum nýlega að tala um árin framundan en án þess að njóta þeirra urðu þau að dögum og þú varst látinn, en ég þakka þér þær stundir sem við áttum saman, þær geymi ég í hjarta mínu. Einstakur er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. Einstakur lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. Einstakur á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. Einstakur er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Þú varst einstakur, við borðuðum oft saman og þegar ég eldaði fyrir þig fannst þér allt svo gott, þú varst alltaf svo þakklátur. Þegar við höfð- um fisk í matinn sást þú um að Helgi Þór fengi eitthvað annað. Ef þú komst inn í búð fórstu beint á nammi-barinn enda kallaði ég þig oft nammi-grís. Þetta hljómar sem sendibréf en þetta er mín leið að skrifa mig frá sorginni. Ég votta fjölskyldu hans, vinum og öðrum sem sakna hans mína dýpstu samúð. Vil ég minnast þess að það var dýrmæt eign að kynnast Sveini. Megi minningin um góðan dreng lifa áfram með okkur öllum. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Ég kveð þig með virðingu og ein- lægri vináttu. Það var heiður að þekkja þig. Guðrún Pétursdóttir. Mig langar að kveðja þig, kæri vinur, með nokkrum orðum um okk- ar fyrstu kynni. En það varð er ég skráðist sem smyrjari á M.s. Heklu, skip Skipaútgerðar ríkisins, sem var í strandsiglingum hér við land á vetr- um, en í utanlandsferðum á sumrin. Ég byrjaði hinn 5. október 1955 í vél- inni og þar fyrir var dagmaður sem kallað var og það var hann Sveinn, að öllu jöfnu kallaður Svenni, sem var þá 18 ára gamall. Við urðum fljótt bestu vinir sem við héldum næstu 50 árin. Sveinn var glaðlyndur, skemmtilegur og góður félagi. Þarna unnum við saman þennan vetur og líkaði vel. Um vorið lauk okkar sam- veru um borð í Heklunni þar sem ég vildi fara að sigla á aðrar strendur á öðrum og hlýrri slóðum, en við hitt- umst alltaf þegar ég kom til baka. Við leigðum saman ágætis herbergi, á horni Vatnsstígs og Hverfisgötu og höfðum það prýðis gott þar, en það kom að því, að ég réðst í langsigl- ingar á norskt skip, sem hét Frigora og var ávaxtaflutningaskip og sigldi vítt og breitt. En Svenni var eitthvað lengur á sjó hér heima, þar til hann kynntist, Önnu Óladóttur sem hann giftist síðan. Þau fluttust til Akur- eyrar og eignuðust soninn Birgi Óla, fallegan, duglegan og góðan dreng. Sveinn fór að vinna við vörubílaakst- ur í nokkur ár, fyrir norðan og eign- uðust þau sitt eigið hús. Í þá daga var alltaf gaman að koma á Akureyri með sína fjölskyldu, þiggja veitingar og gista hjá Svenna og Önnu. Síðar fluttust hjónin til Reykjavíkur og settust þar að. Vann Svenni á Vöru- bílastöðinni Þrótti. Eftir það voru þau í fermingarboðum hjá okkur og við Svenni umgengumst meira. En síðasta boðið var þegar yngsti sonur minn fermdist, en ég hringdi í þau á laugardeginum og þau komu í ferm- inguna á tilsettum tíma á sunnudeg- inum. Það vildi svo til, að ég var bú- inn að ráða mig í fimm mánaða samning til Flórida og átti að fljúga út á mánudeginum, en það kom eitt- hvað uppá hjá útgerðinni og ég beð- inn að taka flugið frá Keflavík og vera mættur kl. 15 þennan dag. Ég gat engu breytt með það, en ég komst í kirkjuna kl. 11 og varð að fara af stað í flugið um það leyti sem gestirnir voru að mæta í terturnar!!! Þetta var sex tíma flug en lítill svefn, en ánægjulegt að fluginu til Fort Lauderdale var frestað þar til dag- inn eftir og hvílst á hóteli í Chicago um nóttina. Við Svenni hittumst oft og rædd- um ýmis mál, en Svenni var mikill bridge-meistari og spilaði mikið og hafði unun af. Ég sakna Sveins mikið enda búnir að þekkjast í yfir 50 ár. Það kom mér mikið á óvart á laug- ardaginn síðasta, er kunningi minn og vinnufélagi sagði mér þessa sorg- legu frétt um andlát Svenna, en skárra en bara óvart að rekast á mynd af honum í blaðinu. Nú þakka ég þér samfylgdina og bið góðan guð að varðveita ættingja þína og styrkja Birgi Óla, Rósu og börnin og aðra ástvini. Unnar. SVEINN B. SIGURGEIRSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningar- greinar Bróðir okkar, GUÐMUNDUR I. INGJALDSSON, Arnarsmára 4, lést miðvikudaginn 29. september. Útförin hefur farið fram. Ólöf Ingjaldsdóttir, Sigríður Ingjaldsdóttir, Garðar Ingjaldsson, Hilmar Ingjaldsson, Svandís Ingjaldsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.