Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 41 MINNINGAR ✝ Sumarliði Lár-usson fæddist á Tjörn í Kálfsham- arsvík í Skaga- hreppi í A-Hún. 20. febrúar 1922. Hann andaðist á sjúkra- húsinu í Keflavík fimmtudaginn 7. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Lárus Óskar Frímannsson, f. á Vindhælisbúð á Skagaströnd 24. janúar 1886, d. 8. september 1970, og Árnína Guðbjörg Árnadóttir, f. í Krossavík (Þistilfirði) í Sval- barðssókn, N-Þing. 25. mars 1888, d. 26. júlí 1975. Lárus og Árnína byrjuðu búskap á Tjörn í Vindhælishreppi á Skaga en áð- ur höfðu foreldrar Lárusar búið þar. Síðar fluttu þau að Kálfs- hamri við Kálfshamarsvík. Systkini Sumarliða eru Laufey Jónsdóttir sammæðra, f. 1907, d. 1984, Árni Egill, f. 1912, Sól- borg, f. 1916, d. 1944, Ester, f. 1918, Bergur, f. 1920, d. 1988 og Ingimar Eydal, f. 1924. Árið 1950 kvæntist Sumarliði eftirlifandi eiginkonu sinni, Árnínu Jenný Sigurðardóttir, f. 1955, maki Björn Halldórsson, synir þeirra eru Salvar Halldór, Árni Björn og Egill Birnir. 6) Sigrún, nemi og húsmóðir, f. 6. júlí 1959, sambýlismaður Svein- björn Sverrisson. Börn Sigrúnar eru Gunnar Adam, Jóhanna og Eva Björk. 7) Margrét hár- greiðslumeistari, f. 6. júlí 1959, maki Guðbrandur Einarsson, börn þeirra eru Davíð, Sólborg, Sigríður, Gunnar og Einar. 8) Sigurður Óli pípulagningameist- ari, f. 9. nóvember 1961, maki Jóna Magnea Magnúsdóttir, son- ur þeirra er Aron Atli. Sumarliði ólst upp í foreldra- húsum í stórum systkinahóp, fyrst á Tjörn en síðar í Kálfs- hamarsvík. Þegar hann var 10 ára fluttist fjölskyldan úr Húna- þingi til Dalvíkur. Sumarliði hneigðist til náms en skólaganga var lítil í þá tíð. Snemma fór hann að vinna fyrir sér, fór á vertíðir á Suðurnes, vann marga vetur við beitningar og á sumrin við síldarsöltun. Á síldarárunum var hann verkstjóri á síldarplön- um, fyrst hjá Hafsilfri á Rauf- arhöfn og síðan Borgum á Seyð- isfirði. Sumarliði var verkstjóri hjá Miðneshreppi í Sandgerði frá 1969–1989 eða þar til hann lét af störfum. Hann var heiðraður fyrir störf sín að verkalýðsmál- um 1. maí 1992. Sumarliði verður jarðsunginn frá safnaðarheimilinu í Sand- gerði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. á Klöpp á Kálfsham- arsnesi í A-Hún. 1. júlí 1927. Hún er dóttir Sigurðar Óla Sigurðssonar, f. 1875, d. 1946, og Guðrúnar Oddsdótt- ur, f. 1903, d. 1976. Börn Sumarliða og Jennýjar eru: 1) Ög- mundur Rúnar Mar- vinsson matargerð- armaður, f. 22. júlí 1945, en Sumarliði gekk honum í föður- stað. Börn Rúnars eru Gunnar Páll, Jenný, Kristín, Elfar og Sum- arliði Örn. 2) Ingimar útgerð- armaður og skipstjóri, f. 2. nóv- ember 1948, maki Rannveig Pálsdóttir, sonur þeirra Ingimar Jenni. Börn Ingimars eru Ásdís Erna, Guðbjörg Lára, Guðgeir Bragi, Ingunn Heiða og Sum- arliði Páll. 3) Sólborg hjúkrunar- fræðingur, f. 18. febrúar 1950, maki Gylfi Gunnarsson. Dætur þeirra eru Ingunn og Sara. 4) Rut tækniteiknari, f. 15. ágúst 1953, sambýlismaður Guðmund- ur Ólafur Guðmundsson. Dætur hennar eru Valdís og Védís Eva. 5) Árnína Guðbjörg leik- og grunnskólakennari, f. 17. júní Elsku pabbi. Þú kvaddir á hlýjum og fallegum haustdegi. Ég ásamt fleirum af ást- vinum þínum vorum hjá þér þegar kallið kom. Minningar hrannast upp. Þú há- vaxinn, dökkur yfirlitum og mynd- arlegur, fljóthuga, drífandi, stundvís, ákveðinn en réttsýnn. Pabbi minn, pabbi átta barna. Það var oft fjör og hávaðasamt á Túngötu 11 í Sandgerði, en það hús byggðuð þið mamma og bjugguð þar í yfir fimmtíu ár. Tíu manna fjöl- skylda lætur frá sér heyra en þegar kom að fréttum í útvarpinu varð að vera grafarþögn. Þú fylgdist alltaf vel með þjóðmál- um. Þú hafðir líka mjög ákveðnar skoðanir og varst mikill jafnaðar- maður. Alþýðuflokkurinn var þinn flokkur og fyrir hann starfaðir þú um árabil. Þú varst stærðfræðingur góður og mjög bókhneigður, last bækur þegar frítími gafst, spilaðir bridge og vannst til margra verðlauna. Sumrin voru okkar tími. Ég var svo lánsöm að fá að fara með þér á síld, samtals sjö sumur, fyrst þegar ég var tólf ára. Þú varst verkstjóri á Síldarsöltunarplaninu Hafsilfri ásamt Eiríki vini þínum og síðar á Borgum á Seyðisfirði. Þessi sumur voru mér dýrmæt, ég fékk að kynn- ast þér á allt annan hátt. Mamma kom tvö sumur með allan barnaskarann á Raufarhöfn og margar litlar hendur urðu slorugar. Síðustu tuttugu starfsárin vannstu sem verkstjóri hjá Miðneshreppi. Það var oft ótrúlegt að fylgjast með ykkur mömmu síðari árin, þú hálfblindur, hún farandi um í göngu- grind, en þið saman að bjarga ykkur svo vel. Við fjölskyldan þín leggjumst nú á eitt að styðja og styrkja mömmu. Farðu í friði, elsku pabbi minn, og takk fyrir allt og allt. Þín Sólborg. Pabbi minn er dáinn. Hann sem var svo stór og sterkur og sem barni fannst mér hann geta allt. Ég bar mikla virðingu fyrir honum og þegar hann talaði hlustaði ég. Hann bar ekki tilfinningar sínar á torg og kvartaði aldrei. Þegar hann var að byggja húsið okkar í Sandgerði vann hann myrkranna á milli. Hann var hlýr og barngóður og góður sonum mínum þremur. Hann gat verið glettinn og þegar ég dæsti yfir því hvað strákarnir mínir væru fyrir- ferðarmiklir sagði hann stundum: jæja, hvernig hefur hann Brattur Björnsson það? en þá átti hann við Árna Björn sem gat verið ansi fjör- ugur. Pabba var mjög hlýtt til systk- ina sinna allra og foreldra. Hann var vel liðinn, vinmargur og elskaður af fjölskyldu sinni. Pabbi var formaður þjóðhátíðar- nefndar þegar ég fæddist og mamma heyrði í honum frá hátíðarsvæðinu þegar ég kom í heiminn 17. júní 1955 í húsinu heima á Túngötunni. Mæður foreldra minna voru miklar vinkonur og mamma er skírð eftir móður pabba og systur sem dó ung. Einnig tók Lárus afi á móti mömmu í þenn- an heim. Og minningar streyma fram; þegar við pabbi bárum út jóla- kortin í Sandgerði og skreyttum hús- ið heima, þegar hann settist niður hljóður og las einkunnir mínar og hvað hann varð ánægður þegar ég stóð mig vel, þegar hann vakti mig á morgnana í skólann eða vinnuna og áréttaði að það væri dyggð að mæta í vinnu og það stundvíslega. Hversu hlýr og kærleiksríkur hann var ef eitthvað bjátaði á og hversu ánægður hann var þegar hann fékk góða upp- skeru úr garðinum sínum. Eða minn- ingin þegar hann leiddi mig inn kirkjugólfið þegar ég gifti mig. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Úr 23. Davíðssálmi.) Vertu sæll pabbi minn og hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst mér. Árnína Guðbjörg Sumarliðadóttir. Elsku pabbi Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Við kveðjum þig með söknuði og minnumst þín í hjörtum okkar. Sigurður Óli Sumarliðason, Jóna Magnúsdóttir, Aron Atli Sigurðsson. Sumarliði tengdafaðir minn var vel gerður maður til orðs og æðis, myndarlegur og greindur. Ungur hleypti hann heimdraganum til að vinna fyrir sér og síðar fjölskyldu sinni. Í þá tíð var vinnudagurinn langur og þreyta og veikindi ekki nægjanlegar ástæður til að leggjast flatur enda erfiðir tímar, kaupið lágt og marga munna að fæða. Sumarliði gekk ekki menntaveginn enda jafn- rétti til náms og annarra tækifæra draumsýn ein langt fram eftir síðustu öld. Mér er enn í fersku minni þegar fundum okkar bar fyrst saman fyrir rúmum 30 árum. Seint um kvöld kom ég á heimili þeirra Jennýjar, lubba- legt ungmennið, í leit að dóttur þeirra og núverandi eiginkonu minni. Hús- bóndinn kom til dyra en því hafði ég ekki gert ráð fyrir og honum var skemmt þegar ég í fátinu reyndi að fela bjórdósina sem ég hélt á. En hann tók mér vel og þau hjón reyndar bæði allar götur síðan enda umburð- arlynd og kærleiksrík. Sumarliði fylgdist vel með þjóð- málum aðhylltist jafnaðarstefnuna og lét sig varða málefni almúgamanns- ins. Um tíma vann ég í öðru og stríðs- hrjáðu landi þar sem mannslíf eru lít- ils virði og réttindi fólks geðþótta misjafnra og stundum vondra manna undirorpin. Þegar við hittumst rædd- um við gjarnan um mannlífið og það var afar fróðlegt að heyra hann bera saman það samfélag sem ég þekkti og lýsti fyrir honum á Balkanskaga og íslenskt þjóðfélag á hinum ýmsu tímabilum liðinnar aldar. Munurinn var minni en ætla mætti. Í mínum huga er líf Sumarliða samofið Sandgerði og þó að hann hafi skilið nauðsyn þess að flytja frá Tún- götu 11 vegna veikinda þeirra hjóna beggja sætti hann sig aldrei við það. Hann saknaði þessara föstu punkta sem verða hluti af lífi hvers manns er lengi dvelur á sama stað; hússins og garðsins kringum það, bryggjunnar, sjávarlyktarinnar og mannlífsins. Það var Sumarliða erfitt að missa sjón enda mikið frá honum tekið, manni, sem alla tíð las mikið. Heilsu Sumarliða hrakaði mjög ört síðustu mánuðina en helsjúkur og kvalinn kvartaði hann aldrei. Hugtök eins og hugprýði og manngæska fá raun- verulega merkingu þegar fylgst er með dauðastríði manns sem heldur mannlegri reisn til hinstu stundar og sem hafði meiri áhyggjur af hvað yrði um eftirlifandi og viðkvæma eigin- konu en hann sjálfan. Elsku Jenný, megi trú þín gefa þér styrk. Björn Halldórsson. SUMARLIÐI LÁRUSSON  Fleiri minningargreinar um Sumarliða Lárusson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Guð- brandur Einarsson, Ingunn og Sara Gylfadætur, Egill Birnir Björnsson, Kristín, Herluf, Ragnheiður og Alexander Freyr. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför okkar ástkæra föður, afa og langafa, VALDIMARS HILDIBRANDSSONAR, Dunhaga 17, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 28. september síðast- liðinn. Guðjón Már Valdimarsson, Páll Bjarni Vídalín Valdimarsson, Íris Guðjónsdóttir, Helena Björk Pálsdóttir, Anna Valdís Pálsdóttir og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SUMARLIÐI LÁRUSSON, Kirkjuvegi 5, Reykjanesbæ, áður til heimilis á Túngötu 11, Sandgerði, verður jarðsunginn frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði föstudaginn 15. október kl. 14:00. Árnína Jenný Sigurðardóttir, Rúnar Marvinsson, Ingimar Sumarliðason, Rannveig Pálsdóttir, Sólborg Sumarliðadóttir, Gylfi Gunnarsson, Rut Sumarliðadóttir, Guðmundur Ólafur Guðmundsson, Árnína Sumarliðadóttir, Björn Halldórsson, Sigrún Sumarliðadóttir, Sveinbjörn Sverrisson, Margrét Sumarliðadóttir, Guðbrandur Einarsson, Sigurður Óli Sumarliðason, Jóna Magnea Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför GUNNARS BALDURSSONAR, Vallarási 5, Reykjavík. Kristín Þorvaldsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Haukur Oddsson, Guðmundur Gunnarsson, Ragnheiður Axelsdóttir, Arna María Gunnarsdóttir, Edda Hrönn Gunnarsdóttir, Baldur Haraldsson, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Laufey Þóra Ólafsdóttir, Geir Arnar Geirsson og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, SIGURÐUR JÓNSSON bóndi, Reynistað, Skagafirði, sem lést föstudaginn 8. október, verður jarð- sunginn frá Reynistaðarkirkju laugardaginn 16. október kl. 14:00. Jón Sigurðsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Steinn L. Sigurðsson, Salmína S. Tavsen, Sigríður Svavarsdóttir, Helgi J. Sigurðsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir, afabörnin og fjölskyldur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.