Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Björgólfur Stef-ánsson fæddist á Illugastöðum í Lax- árdal í Skagafirði 3. júní 1921. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 8. októ- ber síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Elísabetar Stefánsdóttur og Ludvigs Rudolfs Kemp, bónda og vegavinnuverk- stjóra. Björgólfur varð þriggja vikna gamall kjörbarn föð- ursystur sinnar Oddnýjar Stefáns- dóttur og manns hennar, Björg- ólfs Stefánssonar skókaupmanns í Reykjavík. Systkini Björgólfs eru: 1) Júlíus Kemp, f. 1913, d. 1969, 2) Ragna Kemp, f. 1914, 3) Stefán Kemp, f. 1915, 4) Friðgeir Kemp, f. 1917, 5) Aðils Kemp, f. 1920, d. 1969, 6) Oddný Elísabet Thor- steinsson, f. 1922, 7) Helga Lovísa Kemp, f. 1925, d. 1990 og 8) Stef- anía Sigrún Kemp, f. 1927. Björgólfur ólst upp í Reykjavík ásamt alsystur sinni Oddnýju Elísabetu og fóstursystur Sig- ríði Stefánsdóttur, f. 1932, d. 1995. Björg- ólfur gekk í Verslun- arskólann, lauk þar prófi og fór síðan til náms í Þýskalandi. Hann rak Skóversl- un B. Stefánssonar til ársins 1955 en var síðan slökkviliðs- maður á Keflavíkur- flugvelli. Eftirlifandi eigin- kona Björgólfs er Unnur Jóhannsdóttir, f. 1923. Börn þeirra eru: Oddný, flug- freyja, f. 1943, Björgólfur, f. 1951, Jóhanna, skrifstofustjóri Ratsjár- stofnunar, f. 1953, d. 1995 og Jó- hann starfsmaður Flugleiða, f. 1962. Einnig ólst upp hjá Unni og Björgólfi, dóttursonur þeirra Þór- ólfur Beck, starfsmaður Ratsjár- stofnunar, f. 1969. Útför Björgólfs verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 16. Föstudagurinn 8. október reynd- ist örlagaríkur dagur í mínu lífi og fjölskyldu minnar, því þennan dag yfirgaf faðir minn þennan heim. Að- dragandinn að andlátinu var skamm- ur, vírussýking, sem hann fékk í sig nokkrum dögum áður og sem í fyrstu virtist ekki alvarleg, tók sig skyndi- lega upp aftur. Honum var strax komið undir læknishendur og dó hann á Landspítalanum. Harmurinn var mikill og sár. Mér fannst ég vera að upplifa sömu martröðina og fyrir níu árum, þegar hún Jóhanna okkar féll frá. Þeirri hræðilegu stund gleymi ég aldrei. Björgólfur, faðir minn, var mjög vingjarnlegur og góðhjartaður. Hann sá alltaf björtu hliðarnar á líf- inu og sást aldrei svartsýnn eða nið- urdreginn. Hann var einstaklega barngóður og minnast æskufélagar mínir þess enn í dag, þegar pabbi bauð okkur í ferðalög og á fjöl- skylduhátíðir slökkviliðsins á Kefla- víkurflugvelli. Hann gekk Þórólfi, dóttursyni sínum í föðurstað og voru miklir kærleikar þeirra á milli. Ég hafði gert mér grein fyrir að þessi stund myndi einhvern tíma renna upp. Enginn er eilífur. Andlátið bar brátt að og við vorum ekki undirbú- in. Ég vil láta góðu stundirnar standa upp úr og þakka pabba fyrir þær, og ég er stoltur af að hafa átt hann fyrir föður. Ég hugga mig við að Jóhanna systir mín hefur tekið á móti honum að handan. Far þú í friði. Þinn sonur, Jóhann. Þá er ástkær afi minn og fóstur- faðir látinn. Nú, þegar ég sest niður við tölvuna, rifjast upp allar góðu minningarnar um afa. Já, þær eru margar góðar minningarnar sem rifjast upp. Afi minn var afar hjarta- hlýr og góður maður. Enginn getur hugsað sér betri mann í föðurstað. Fyrstu minningarnar mínar um afa eru úr Háholtinu þegar hann fór með mig í göngutúr út á horn og til baka. Ég var þá nýbyrjaður að ganga. Síðan hefur hann ætíð haldið í hönd mína og stutt mig í gegnum líf- ið. Afi var staðfastur maður og hafði sínar ákveðnu skoðanir á ýmsum málefnum, hann var uppátektarsam- ur og hann gat séð broslegu hliðina á öllu. Hann var mjög góður við þá, sem voru honum kærir og lét hann það óspart í ljós. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þegar ég var lítill. Ég var að koma úr einni af mörgum utanlandsferðum mínum með móður minni. Ég var svo heppinn að fá að vera í flugstjórnarklefanum í lend- ingu í Keflavík, ég var með heyrn- artól og fékk að fylgjast með því sem fór fram. Um leið og við vorum lentir og geystumst eftir flugbrautinni, heyrði ég flugstjórann segja „Hvaða karl er nú þetta!“ Mér var lítið út um hliðargluggann og sá mann í slökkvi- liðsbúningi hoppa og veifa höndun- um eins og óður væri upp á slökkvi- liðsbíl sem var staðsettur við flugbrautina. Þá kom svar á auga- bragði frá litla stráknum „Þetta er sko bara hann afi minn“. Flugstjór- inn sneri sér við og sagði „honum hlýtur að þykja óskaplega vænt um strákinn sinn“. Ég kinkaði kolli stolt- ur. Afi vissi að litli strákurinn hans var að koma heim og vildi bara bjóða mig velkominn. Svona var hann Afi minn … Afi átti ýmis áhugamál. Honum þótti afskaplega vænt um landið sitt. Hann hafði ferðast víða og klifið fjöl og firnindi. Hann átti Íslandskort í möppu sem hann sýndi mér oft og benti á fjöll sem hann hafði farið á eða vildi fara á. Afi var víðlesinn maður, honum þótti ekkert skemmti- legra, en að lesa góða bók og ber bókasafn hans þess gott merki. Ég man vel eftir því, þegar hann var að lesa fyrir mig, þegar ég var lítill. Það voru aðallega gamlar þjóðsögur og draugasögur, sem okkur strákunum þótti afskaplega gaman af. Afi var mikill garðyrkjumaður. Honum þótti gaman að breyta og bæta garðinn sinn og það var fátt, sem hann vissi ekki varðandi plöntur og blóm. Garð- urinn hjá afa er einn af þeim falleg- ustu görðum, sem ég hef séð. Þar er skipulag og fagmennska höfð í fyr- irrúmi. Það var alltaf allt í röð og reglu hjá honum, allt átti sinn stað, hvort það var verkfæri í bílskúrnum eða skjöl sem hann þurfti að geyma. Þegar ég settist við skrifborðið hjá afa eftir andlátið rétti amma mér umslag, á því stóð, „Þórólfur, afmæl- iskort og aðrar teikningar 1974– 2004“. Afi hafði geymt allar teikn- ingar og kort sem ég hafði gefið hon- um í 30 ár. Honum þótti svo vænt um allar kveðjur, sem hann fékk frá mér. Afi var mikil handverksmaður, það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur. Útkoman varð alltaf glæsi- leg. Hann vann að verkefninu af ein- lægni og fagmennsku. Það þarf ekki annað en að líta á húsið hans í Há- holti til að sjá hversu mikil snillingur hann var. Hann hannaði og byggði húsið alveg einn. Hann hefði auð- veldlega getað orðið arkitekt eða verkfræðingur. Afi hafði einnig mik- ið dálæti á tónlist, þá aðallega á karlakórslögum. Það var alltaf hægt að gleðja afa með gjöf sem innhélt þannig lög. Það er skrítið að þú sért farinn frá okkur, afi minn, þú sem varst svo stór og sterkur. Það eru ekki mörg ár síðan ég kom upp í Há- holt til að heimsækja ykkur, þá varstu úti í garði að laga til, þú hélst á heljarinnar stórum steini í fanginu og varst að færa hann til. Ég hugsaði með mér „það er kraftur í karli, ég vildi að ég gæti gert þetta“. Nú ertu farinn frá okkur, afi minn. Með hverjum á ég nú að kreista pakka á jólunum? Ég kveð þig, afi minn, með söknuði og trega. Guð geymi þig, elsku afi minn, nú ertu kominn á góðan stað og getur faðm- að hana Jóhönnu að þér. Þórólfur. Við bróðir minn vorum köllum Dúddi og Didda í uppvextinum. Björgólfur og Oddný voru sparinöfn. Við fylgdumst að í námi í barnaskól- anum enda þótt ég væri einu ári yngri en hann. Það var líka eins gott að eiga verndara á þessum árum. Það þorði enginn að hrekkja mig. Þá var bróður mínum að mæta. Það var gaman að alast upp við Laugaveginn á þessum árum. Við krakkarnir lögð- um undir okkur Grettisgötuna og lékum okkar þar í kýlubolta á kvöld- in. Ef bíll nálgaðist varð hann að bíða þangað til við allra náðarsamlegast hleyptum honum framhjá. Þá voru húsin í Reykjavík flest timburhús og húsbrunar tíðir. Þegar heyrðist í brunabílnum þustu strákarnir af stað og eltu brunabílinn og stóðu svo eins og dáleiddir og fylgdust með slökkviliðsmönnunum slökkva eld- inn, en við stelpurnar hlupum heim til pabba og mömmu í öruggt skjól. Bróðir minn Björgólfur fékkst við margt um ævina því hann var verk- laginn og ráðagóður og gafst aldrei upp hvernig sem á móti blés á lífs- leiðinni. Seinasta starf hans var að ganga til liðs við brunaliðið á Kefla- víkurflugvelli en í Keflavík bjó hann lengst af ævinnar ásamt fjölskyldu sinni. Þar vann hann af sama dugn- aðinum og samviskuseminni sem einkenndi hann alla ævi. Þessi brunaliðssveit á Keflavíkurvellinum sem Ameríkanarnir settu á laggirn- ar og stjórnuðu slökkti margan eld- inn og fékk mörg heiðursskjöl fyrir áræði og færni. Við vorum bæði fædd á Illugastöð- um í Skagafirði. Elísabet og Ludvig R. Kemp voru foreldrar okkar en við vorum innan við eins árs þegar við fengum nýja foreldra og vorum flutt til Reykjavíkur þar sem föðursystir okkar Oddný og Björgólfur Stefáns- son skókaupmaður, maður hennar, gerðust kjörforeldrar okkar. Við ól- umst upp við gott atlæti og jafnframt aga og vorum snemma læs og skrif- andi og látin taka próf upp í Austur- bæjarbarnaskólann. Það varð til þess að við vorum 11 og 12 ára þegar við útskrifuðumst úr barnaskólan- um. Björgólfur, bróðir minn, var settur í Verslunarskólann og eftir að hann útskrifaðist þaðan 16 ára gam- all var hann sendur í framhaldsnám til Þýskalands. Hann hafði verið þar í eitt ár, þegar faðir okkar Björgólfur dó, og Dúddi var kallaður heim og gerður að verslunarstjóra Skóversl- unar B. Stefánssonar aðeins 17 ára gamall. Þetta var tími skömmtunar og hafta. Að endingu ákvað Oddný móðir okkar að loka versluninni þar sem hún bar sig ekki lengur. Allar skuldir voru greiddar og Dúddi og fjölskylda hans fluttust til Keflavík- ur og hann byrjaði á því að byggja sér stórt og fallegt einbýlishús með tvær hendur tómar. Og hvernig fór hann að því? Jú, þarna voru ný hverfi að rísa með ógnarhraða og hann skiptist á vinnu við næstu nágranna. „Ef þú vilt leggja rafmagnið (eða pípurnar) fyrir mig skal ég smíða, mála eða múra fyrir þig.“ Hann teiknaði fallega húsið sitt sjálfur eins og hann væri útlærður arkitekt. Hann hugsaði vel um garðinn sinn og lóðina og eyddi miklum tíma í að breyta þar og bæta. Þegar veikindi steðjuðu að fjölskyldunni tók hann að sér heimilisstörfin og hann fékk mikinn áhuga á matreiðslunni og var brátt orðinn listakokkur heimilisins með eigin uppskriftir. Já, honum bróður mínum féll aldrei verk úr hendi og hans er sárt saknað. Bless- uð sé minning hans. Oddný Elísabet Thorsteinsson. Með Björgólfi Stefánssyni er fall- inn frá enn einn nemandi Verslunar- skóla Íslands, þeirra sem útskrifuð- ust vorið 1938 og hófu lífsbaráttuna í heimskreppunni miklu. Hann stundaði síðan nám erlendis um eins árs skeið, en kom heim 1939 og tók þá við skóverslun föður síns og nafna við Laugaveginn í Reykja- vík og rak hana til ársins 1955. Árið 1955 fluttist Björgólfur til Keflavíkur og bjó þar æ síðan og undi hag þar hag sínum vel. Hann starfaði í Slökkvistöðinni á Keflavík- urflugvelli þar til árið 1988. Björgólfur var maður hár vexti, teinréttur og svipmikill. Sá hópur Verslunarskólanema sem nú minnist Björgólfs með vin- semd og virðingu hefur komið saman á vissum tímamótum frá 1938 og um haustið árið 2003 var slíkt mót haldið vegna 65 ára tímamóta og var það mál manna að Björgólfur hefði hald- ið sér manna best allra viðstaddra, á níræðisaldri. Svipurinn hreinn, ekki hrukka á andlitinu eða lot á öxlum, og frásagnargáfan og minnið óskert. Björgólfur var jafnan heilsu- hraustur, en andaðist skyndilega föstudagskvöldið 8. október sl. Skólasystkini í Verslunarskóla Ís- lands ABC-38 senda eiginkonu hans og börnum innilegar samúðarkveðj- ur. Hilmar Foss, Sveinn Elíasson. BJÖRGÓLFUR STEFÁNSSON Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, langalangamma og systir, ÁRMANNÍA KRISTJÁNSDÓTTIR, Aðalgötu 56, Ólafsfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstu- daginn 8. október sl. Jarðarförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laug- ardaginn 16. október kl. 14.00. Kristín Björg Sigurbjörnsdóttir, Óskar Þór Sigurbjörnsson, Soffía M. Eggertsdóttir, Ásta Sigurbjörnsdóttir, Gunnar Sigurbjörnsson, Ingrid Waldow, Sigurlína Sigurbjörnsdóttir, Hermann Guðmundsson, barnabörn, barnabarnabörn, langalangömmubarn og systkini hinnar látnu. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA BENEDIKTSDÓTTIR smurbrauðsdama, Hlíðarhúsum 3-5, Reykjavík, lést að morgni miðvikudagsins 13. október. Jenný Ásmundsdóttir, Guðmundur Benediktsson, Hildur Hanna Ásmundsdóttir, Gylfi Jónsson, Jóhann Ásmundsson, Magnea Einarsdóttir, Benedikt Grétar Ásmundsson, Kristín Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG M. BENEDIKTSDÓTTIR, Hraunbæ 103, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 13. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 22. október kl. 10.30. Guðrún H. Ágústsdóttir, Sigurður N. Njálsson, Kristbjörg Ágústsdóttir, Egill Ágústsson, Hildur Einarsdóttir, Matthildur Ágústsdóttir, Guðbrandur Siglaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur stuðning, samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengda- móður, dóttur, systur, mágkonu og ömmu, HELGU LEIFSDÓTTUR, Trönuhjalla 19, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunar- fólki og Rósu djákna á gjörgæsludeild Land- spítalans við Hringbraut fyrir alla þeirra aðstoð og nærgætni. Einnig viljum við þakka séra Pálma Matthíassyni fyrir einstaka athöfn og tónlistarfólki fyrir yndislegan og einlægan flutning. Guð blessi ykkur öll og fylgi. Ingibergur Sigurðsson, Íris Kristjánsdóttir, Steinunn Gísladóttir, Hulda Leifsdóttir, Bjarni Pálsson, Hafdís Leifsdóttir, Sigurbjörn Sigurðsson, Anton G. Ingibergsson, Kristján A. Írisarson, Valgerður Ýr Ásgeirsdóttir og aðrir ástvinir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.