Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 45
FRÉTTIR
LEIKFÉLAG Fljótsdalshéraðs
frumsýnir söngleikinn vinsæla
Bugsy Malone, eftir Alan Park-
er, í Valaskjálf á Egilsstöðum,
laugardaginn 16. október, kl.
18. Leikstjóri er Guðjón Sig-
valdason sem jafnframt þýddi
verkið og tónlistarstjóri er
Freyja Kristjánsdóttir.
Í fréttatilkynningu segir að í
þessari uppfærslu Leikfélags
Fljótsdalshéraðs sé það yngri
kynslóðin sem fái að njóta sín,
en leikarar eru allir á aldr-
inum 11–16 ára. Sýningin er
viðamikil, en um 70 leikarar og
tónlistarmenn taka þátt og alls
koma um 90 manns að upp-
færslunni.
Bugsy Malone gerist á tímum
bannáranna í Ameríku í kring-
um 1930 og fjallar um stríð
milli glæpagengja í New York.
Í sýningunni eru amerískir
glæponar og fylgifiskar þeirra
allir af smærri gerðinni enda
eru öll hlutverkin leikin af
börnum eins og fyrr segir.
Söguhetjur sýningarinnar
eru gangsterar af öllum teg-
undum, ásamt dansmeyjum og
söngkonum. Alan Parker er
höfundur Bugsy Malone en
kvikmynd hans, sem frumsýnd
var árið 1976, sló rækilega í
gegn og hefur tónlistin úr
kvikmyndinni verið vinsæl æ
síðan.
Næstu sýningar verða sunnu-
daginn 17/10, miðvikudaginn
20/10 og föstudaginn 22/10 og
hefjast allar kl. 20.
Sýnt verður fram í nóvem-
bermánuð.
Ljósmynd/ÁÓ
Smá en kná. Leikfélag Fljótsdalshérðs frumsýnir Bugsy Malone á laugar-
dag. Um 70 börn taka þátt í sýningunni.
Sjötíu litlir Austfirð-
ingar á sviðinu
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
Bugsy Malone frumsýnt í Valaskjálf
„STJÓRNMÁL skipta máli“ er yfir-
skrift dagskrár sem Sjálfstæðisflokk-
urinn og Heimdallur, félag ungra
sjálfstæðismanna, bjóða ungu fólki til
kl. 13 á morgun, laugardag, í Valhöll.
Þar munu forystumenn flokksins;
Geir H. Haarde fjármálaráðherra,
Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður
og borgarfulltrúi, Hanna Birna Krist-
jánsdóttir borgarfulltrúi, Ragnheiður
Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður fjár-
málaráðherra, og Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráðherra,
ásamt þeim sem stýra starfi Heim-
dallar fræða og ræða við þátttak-
endur um stjórnmál líðandi stundar.
Meðal umræðuefna er stefna Sjálf-
stæðisflokksins og Heimdallar,
hvernig hægt sé að hafa áhrif, mennt-
un ungs fólks og þau atvinnutækifæri
sem hún skapar, hlutverk hins op-
inbera, komandi forsetakosningar í
Bandaríkjunum, Íraksstríðið o.fl. Í
málstofum málefnanefnda Heimdall-
ar verður rætt um efnahags- og at-
vinnumál, borgarmálefni, jafnrétt-
ismál og mannréttindi, skólamál o.fl.
Þátttaka er ókeypis.
Ræða stjórnmál
líðandi stundar