Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Classic Rock
Ármúla 5 • S: 568-3590
Idol-keppnin á breiðtjaldi
og boltinn í beinni.
Föstudaginn 15. okt.&
Leyniþjónustan
Laugardaginn 16. okt.
Grímsbæ &
Ármúla 15
Stærðir
36 - 50
Glæsilegur fatnaður fyrir allar konur
Þú færð skóna
hjá okkur
Efnalaug og fataleiga
Garðabæjar
Garðatorgi 3 • 565 6680
www.fataleiga.is
Ný sending
af glæsilegum
samkvæmiskj
ólum
í öllum stærðu
m.
EKKI virðist mikill munur á
áherslum framboðanna í stefnu-
skrám. Byggt er á málefnaskrá sem
samin var vegna atkvæðagreiðslu
um sameiningu sveitarfélaganna
þriggja auk Fljótsdalshrepps sl.
sumar, en eftir að Fljótsdælingar
höfnuðu sameiningu gengu hin
sveitarfélögin í eina sæng með til-
heyrandi breytingum á málefna-
skránni.
Nokkuð ber þó á milli í stefnu
listanna hvað varðar uppbyggingu
stjórnsýslunnar og skipulagsmál og
frambjóðendur leggja nokkuð mis-
jafna áherslu á heilbrigðismál,
menningarmál og félagsþjónustu,
svo eitthvað sé nefnt.
Áhugi almennings á Héraði á
kosningunum þykir í daufari lagi og
eins og einn frambjóðenda orðaði
það „er það slæmt mál og menn
kannski að sýna lýðræðinu nokkra
lítilsvirðingu með því að tala um að
mæta ekki á kjörstað.“ Frambjóð-
endur hafa hvatt íbúa á Héraði til að
nota sinn lýðræðislega rétt og mæta
á kjörstað á morgun.
Kjörstaðir eru þrír, Egilsstaða-
skóli, Ráðhús Fellahrepps og
Brúarásskóli. Kjörfundir standa frá
kl. 9 til 22.
Á morgun ganga íbúar á Héraði til kosninga um sveitarstjórn í nýju sameinuðu sveitarfélagi
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Haustkyrrð við Lagarfljót Héraðsbúar ganga til sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi á morgun.
Áherslur framboð-
anna ekki ólíkar
Fljótsdalshérað | Á morgun verður kosið til sveitarstjórnar í sameinuðu
sveitarfélagi Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs. Fjórir listar
eru í framboði, Á-listi samtaka Áhugafólks um sveitarstjórnarmál á Fljóts-
dalshéraði, B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks og L-listi,
Héraðslisti félagshyggjufólks á Héraði. Jafnframt gefst kjósendum tæki-
færi til að gefa álit sitt á þremur tillögum að nýju nafni hins sameinaða
sveitarfélags; Fljótsdalshérað, Egilsstaðabyggð og Sveitarfélagið Hérað,
en þau eru niðurstaða nefndar heimamanna að fenginni umsögn örnefna-
nefndar. Kjósendur mega koma með aðrar tillögur, en niðurstaða nafna-
vals er ekki bindandi, heldur tekur ný sveitarstjórn ákvörðun um nafnið.
AUSTURLAND
„EITT helsta baráttumál okkar verð-
ur að koma í veg fyrir að sjálfstæðis-
flokkurinn setji þjóðveg nr. 1 um
Skriðdal niður á firði,“ segir Björn
Ármann Ólafsson, efsti maður á
B-lista Framsóknarflokks. „Við
leggjum mikla áherslu á að hér verði
mótuð fjölskyldustefna fyrir sam-
félagið, sem byggist upp á því að fjöl-
skyldan er grundvallareining sam-
félagsins og uppspretta þeirra
samskipta sem í samfélaginu þrífast.
Hugsa þarf um öll málefni barna á
aldrinum 0 til 18 ára. Í því felst auð-
vitað forvarnarstefna, æskulýðsmál,
grunnskóla- og leikskólamálefni, fé-
lagsmál unglinga
o.s.frv. Eitt höfum
við lagt alveg sér-
staka áherslu á,
en það eru ferða-
mál og markaðs-
setning ferða-
mála. Við viljum
að ferða- eða
kynningarfulltrúi
verði starfandi hjá
sveitarfélaginu og
sett á stofn upplýsingastofa, jafnvel í
samvinnu við einkaaðila í ferðaþjón-
ustu. Tengja slíkt svo Egilsstaða-
flugvelli til að reyna að fá hann inn á
kortið aftur í flugi til Evrópu. Menn-
ingar- og háskólasetri þarf að koma
upp og styrkja. Við framsóknarmenn
höfum unnið ötullega í því og erum að
því nú. Þeir ráðherrar sem hafa kom-
ið hér á svæðið hafa allir látið sig mál-
ið varða og rætt við lykilaðila til að
reyna að leysa þann vanda sem mál-
efni þekkingarseturs eru í.“
Björn Ármann Ólafsson
Berjast gegn
tilfærslu
hringvegar
Björn Ármann
Ólafsson
„VIÐ viljum taka á fjármálunum
með ábyrgum hætti, svo slök afkoma
sveitarsjóðs komi ekki niður á
skylduverkefnum,“ segir Guðgeir
Ragnarsson, sem leiðir framboð
Á-listans, sam-
taka Áhugafólks
um sveitarstjórn-
armál. „Við ætl-
um að halda þeim
skólum sem nú
eru á svæðinu,
ekki óbreyttum,
heldur styrkja þá
með breyttri
skólaaksturs-
skipan. Tryggja
þarf fjármagn til
byggingar öflugs sjúkrahúss á Hér-
aði með fullnægjandi neyðar- og
slysamóttöku, og bættri aðstöðu til
aðhlynningar sjúkra. Viðbragðstími
í sjúkraflugi verði styttur enda alltof
langur eins og er. Við viljum stuðla
að því að reist verði reiðhöll og
knattspyrnuhús. Dreifbýlið hefur átt
undir högg að sækja af ýmsum
ástæðum og af því hef ég verulegar
áhyggjur. Vinna verður að því að
styrkja bæði þéttbýli og dreifbýli og
hugsa um heildina í sameinuðu sveit-
arfélagi. Það þarf að gera gangskör
að því að einfalda stjórnsýslu og
gæta hagkvæmni í starfsmanna-
haldi. Vinna þarf að því að ná gjöld-
um af stíflumannvirkjum.“
Guðgeir Ragnarsson
Fjármálin í
brennidepli
hjá Á-lista
Guðgeir
Ragnarsson
„VIÐ erum með róttækar hugmynd-
ir um breytingar á stjórnsýslunni í
nýju sveitarfélagi,“ segir Skúli
Björnsson, efsti frambjóðandinn á
L-lista félagshyggjufólks á Héraði.
„Hafa á fag-
nefndir í hverjum
málaflokki. Þær
eiga að vera fjár-
hagslega sjálf-
stæðar og til að
létta undir með
þeim er skil-
greindur starfs-
maður með
hverri nefnd.
Þetta er fyrst og
fremst hugsað til
að stytta boðleiðir. Við viljum að
kjörnir fulltrúar verði meira í að
marka stefnuna og hætti að vasast í
daglegum hlutum, starfsmenn af-
greiði öll hefðbundin mál þegar þau
koma upp, nema ef um einhverja
breytingu á stefnumörkun er að
ræða. Við leggjum m.a. til að stofn-
uð verði fræðslu- eða skólanefnd
sem væri sameiginleg fyrir alla
skólana. Við leggjum til að með
nýrri menningarnefnd starfi að
minnsta kosti starfsmaður í hálfu
starfi og viljum þannig leggja
áherslu á að tekið verði á í menning-
armálum. L-listinn vill styrkja þétt-
býliskjarnana sitt hvorum megin
Lagarfljóts og ljúka uppbyggingu á
þeim svæðum áður en verður farið í
nýtt svæði sunnan við Egilsstaði.
Við sjáum ekki fyrir okkur að fara
þarna suður eftir fyrr en kominn er
tími á að byggja nýjan grunnskóla.
Heldur kjósum við að stækka
grunnskólann í Fellabæ og erum
með tillögu um að viðbótarbygging
ofan á Egilsstaðaskóla, þar sem til
stóð að yrði tónlistarskóli, verði nýtt
fyrir grunnskólann og í staðinn
byggt sértónlistar- eða listahús í
Tjarnargarðinum. Jafnframt viljum
við styrkja þéttbýliskjarnana á Eið-
um, Hallormsstað og í Brúarási.
Nýta þarf aðalskipulagið til að búa
til eina heild og þess vegna fara vel
yfir hvernig við getum búið til sem
heildstæðast sveitarfélag. Við viljum
halda grunnskólum eins og þeir eru
þar til tillögur koma fram um fram-
tíð þeirra skv. málefnaskrá. Þá þarf
nauðsynlega að skapa betri að-
stæður fyrir aldraða.“
Skúli Björnsson
L-listi vill
styttar
boðleiðir í
stjórnsýslu
Skúli
Björnsson
„ÞAÐ er ljóst að forgangsverkefni
er að búa til öflugt nýtt sveitarfé-
lag á Héraði,“ segir Soffía Lárus-
dóttir, sem skipar fyrsta sætið á
D-lista sjálfstæðismanna. „Það er
það verkefni sem við verðum að
einhenda okkur í. Það liggur mjög
ítarleg málefnaskrá til grundvallar
sem við munum að sjálfsögðu
fylgja eftir. Mikilvægt er að byrja
á því að koma stjórnsýslunni í
virkni. Síðan koma önnur verkefni
eins og stefnumörkun fyrir skólana
í sveitarfélaginu, með aðkomu
skólafólks, íbú-
anna og að sjálf-
sögðu kjörinna
fulltrúa. Við telj-
um að gera þurfi
átak í menning-
armálum, s.s.
gefa þeim meira
vægi í sveitarfé-
laginu. Fylgja
þarf uppbygg-
ingu heilbrigðis-
stofnunar og sjúkrahúss á Egils-
stöðum eftir, þannig að henni verði
gefið rúm til að þróast og eflast.
Þekkingarsetri og uppbyggingu
háskólamenntunar þarf að fylgja
fast eftir. Í samgöngu- og fjar-
skiptamálum höfum við sérstak-
lega horft eftir að bæta fjarskipta-
mál. Við teljum að miðað við nú-
tímatækni sé hægt að gera það á
tiltölulega góðan og einfaldan hátt
með einhverri aðkomu sveitarfé-
lagsins.“
Soffía Lárusdóttir
Öflugt nýtt
sveitarfélag
í forgangi
segir D-listi Soffía
Lárusdóttir