Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í KVÖLD spilar breska rokk-
tæknósveitin (eða tæknórokksveitin)
The Prodigy í Laugardalshöll.
Þetta er í fjórða sinn sem sveitin
leikur hérlendis en áður hefur hún
spilað hér 1994, 1996 og 1998.
The Prodigy er ein áhrifamesta
raftónlistarsveit allra tíma en í upp-
hafi tíunda áratugarins umbylti
sveitin sýn almennings á raftónlist-
arsveitir og listamenn. The Prodigy
fór með kraftmikið tæknó sitt í
hæstu hæðir vinsældalista fyrir til-
stilli allsvakalegra tónleika og frá-
bærra platna eins og Music for the
Jilted Generation (’95) og The Fat of
the Land (’97).
Fyrir stuttu var Prodigy endur-
reist af höfuðpaurnum Liam Howl-
ett og á þessu ári kom út ný plata,
Always Outnumbered, Never Out-
gunned. Á tónleikunum munu svo
hinir litríku dansarar og söngvarar
Keith Flint og Maxim Reality fara
mikinn uppi á sviði en tónleikar
Prodigy þykja kraftmikið sjónarspil.
Að sögn Baldurs Baldurssonar,
ritstjóra Vamm og kynningarstjóra
tónleikanna, koma liðsmenn til
landsins í dag en munu svo dvelja
hér á landi í nokkra daga á eftir,
enda miklir Íslandsvinir hér á ferð.
Það eru félagarnir í Quarashi sem
hita upp fyrir Prodigy í kvöld líkt og
þeir gerðu árið 1998 og kynna um
leið glænýja plötu, Guerilla Disco,
sem út kom í vikunni.
Tónleikar | The Prodigy í Höllinni í kvöld
Kraftmikið sjónarspil
The Prodigy: Keith Flint, Liam
Howlett og Maxim Reality.
BANDARÍSKI grínistinn Chris
Rock hefur verið ráðinn til að
kynna næstu Óskarsverðlaunahá-
tíð, sem verður sú 77. í röðinni.
Billy Crystal sem var kynnir í
fyrra afþakkaði boðið um að end-
urtaka leikinn og hefur Rock ærið
verk fyrir höndum því Crystal
mæltist almennt mjög vel fyrir og
áhorf á sjónvarpsútsendinguna
beinu var það mesta frá upphafi.
Rock er 39 ára gamall og hefur
leikið í allmörgum gamanmyndum,
eins og Bad Company, Head of
State og Down to Earth. Í sinni
næstu mynd leikur hann á móti vini
sínum Adam Sandler en það er enn
ein endurgerðin á fangelsismynd-
inni The Longest Yard.
Þekktastur er hann þó sem uppi-
standari og sem slíkur er hann einn
sá allra eftirsóttasti í heiminum í
dag. Hann var lengi einn af aðal-
leikurum í Saturday Night Live-
gamanþáttunum. Rock er enginn
nýgræðingur þegar að því kemur
að stýra verðlaunahátíðum því
hann hefur tvisvar sinnum verið
kynnir á MTV-verðlaunahátíðinni.
Rock lýsti því yfir við bandaríska
fjölmiðla í gær að Óskarinn verði,
undir hans stjórn, „stærri og svart-
ari“.
Kvikmyndir | Rock kynnir á Óskarnum
„Stærri og
svartari“
Chris Rock er með munninn fyrir
neðan nefið.