Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í KVÖLD spilar breska rokk- tæknósveitin (eða tæknórokksveitin) The Prodigy í Laugardalshöll. Þetta er í fjórða sinn sem sveitin leikur hérlendis en áður hefur hún spilað hér 1994, 1996 og 1998. The Prodigy er ein áhrifamesta raftónlistarsveit allra tíma en í upp- hafi tíunda áratugarins umbylti sveitin sýn almennings á raftónlist- arsveitir og listamenn. The Prodigy fór með kraftmikið tæknó sitt í hæstu hæðir vinsældalista fyrir til- stilli allsvakalegra tónleika og frá- bærra platna eins og Music for the Jilted Generation (’95) og The Fat of the Land (’97). Fyrir stuttu var Prodigy endur- reist af höfuðpaurnum Liam Howl- ett og á þessu ári kom út ný plata, Always Outnumbered, Never Out- gunned. Á tónleikunum munu svo hinir litríku dansarar og söngvarar Keith Flint og Maxim Reality fara mikinn uppi á sviði en tónleikar Prodigy þykja kraftmikið sjónarspil. Að sögn Baldurs Baldurssonar, ritstjóra Vamm og kynningarstjóra tónleikanna, koma liðsmenn til landsins í dag en munu svo dvelja hér á landi í nokkra daga á eftir, enda miklir Íslandsvinir hér á ferð. Það eru félagarnir í Quarashi sem hita upp fyrir Prodigy í kvöld líkt og þeir gerðu árið 1998 og kynna um leið glænýja plötu, Guerilla Disco, sem út kom í vikunni. Tónleikar | The Prodigy í Höllinni í kvöld Kraftmikið sjónarspil The Prodigy: Keith Flint, Liam Howlett og Maxim Reality. BANDARÍSKI grínistinn Chris Rock hefur verið ráðinn til að kynna næstu Óskarsverðlaunahá- tíð, sem verður sú 77. í röðinni. Billy Crystal sem var kynnir í fyrra afþakkaði boðið um að end- urtaka leikinn og hefur Rock ærið verk fyrir höndum því Crystal mæltist almennt mjög vel fyrir og áhorf á sjónvarpsútsendinguna beinu var það mesta frá upphafi. Rock er 39 ára gamall og hefur leikið í allmörgum gamanmyndum, eins og Bad Company, Head of State og Down to Earth. Í sinni næstu mynd leikur hann á móti vini sínum Adam Sandler en það er enn ein endurgerðin á fangelsismynd- inni The Longest Yard. Þekktastur er hann þó sem uppi- standari og sem slíkur er hann einn sá allra eftirsóttasti í heiminum í dag. Hann var lengi einn af aðal- leikurum í Saturday Night Live- gamanþáttunum. Rock er enginn nýgræðingur þegar að því kemur að stýra verðlaunahátíðum því hann hefur tvisvar sinnum verið kynnir á MTV-verðlaunahátíðinni. Rock lýsti því yfir við bandaríska fjölmiðla í gær að Óskarinn verði, undir hans stjórn, „stærri og svart- ari“. Kvikmyndir | Rock kynnir á Óskarnum „Stærri og svartari“ Chris Rock er með munninn fyrir neðan nefið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.