Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breyt- ingu á lögum um tekjustofna sveitar- félaganna. Frumvarpið felur í sér að heimildir sveitarfélaganna til álagn- ingar útsvars verði rýmkaðar um eitt prósentustig, þ.e. úr 13,03% í 14,03%. Á blaðamannafundi í gær þar sem frumvarpið var kynnt, kom fram að það er flutt í beinum tengslum við boðuð áform ríkisstjórnarinnar um að lækka álagningu tekjuskatts um 1% um næstu áramót. Samanlagt álagn- ingarhlutfall tekjuskatts og hámarks útsvarsheimildar héldist því óbreytt, næði frumvarp Vinstri grænna fram að ganga. „Þar af leiðandi yrði hvergi um skattahækkun að ræða,“ útskýrði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, á fundinum. „En lækkunin, hvernig hún yrði, réðist þá af því að hvaða marki sveitarfélögin nýttu sér á móti möguleika á hækkun útsvars.“ Samkvæmt upplýsingum Stein- gríms mun tekjuaukning sveitarfé- laganna í landinu, ef öll nýttu sér að fullu hámark útsvarshlutfalls, verða tæpir fimm milljarðar króna á ári, en taka verði tillit til ýmissa þátta í því samhengi.Hann segir að ef 2⁄3 hlutar sveitarfélaganna myndu nýta sér heimild til hækkunar myndi tekju- aukningin samsvara skuldum sveitar- félaganna á árs grundvelli eða rúmum þremur milljörðum króna. Tók hann fram að mjög misjafnt væri hvort sveitarfélögin nýttu sér að fullu heim- ildir til útsvars og óvíst hvort önnur myndu hækka útsvarið, í það minnsta strax, þrátt fyrir aukið svigrúm. Nú væru ónotaðar hjá sveitarfélögunum heimildir til álagningar útsvars sem nema rúmlega milljarði króna. Benti hann einnig á að taka verði tillit til mismunandi stöðu sveitarfélaganna í þessu samhengi, samspil eigin tekna þeirra og úthlutunar úr jöfnunarsjóði. Steingrímur tekur fram að því fari fjarri að flutningsmenn frumvarpsins telji það vera allsherjarlausn á fjár- hagsvanda sveitarfélaganna. „Okkar skoðun er sú að það sé al- gjörlega óumflýjanlegt að finna leiðir til að bæta hag sveitarfélaganna, þó að fyrr hefði verið því að afkoma þeirra er óviðunandi. Þau hafa safnað skuldum og verið rekin með halla í einn og hálfan áratug.“ Í greinargerð með frumvarpinu segir að á sveitarfélögunum standi miklar og vaxandi kröfur um þjón- ustu, þau hafa tekið við ýmsum nýjum verkefnum og fengið á herðar sínar nýjar skyldur, sem ekki hafa fylgt auknir tekjumöguleikar. Er færsla grunnskólans til sveitar- félaga nefnd í því samhengi. Segir að auki að í ýmsum samstarfsverkefnum halli á sveitarfélögin með því að ríkið bindi kostnaðarþátttöku sína við framlög á fjárlögum sem oftar en ekki hrökkvi hvergi nærri fyrir því kostn- aðarhlutfalli sem ríkinu að nafninu til er ætlað að standa straum af. Eru húsaleigubætur teknar sem dæmi. Jón Bjarnason, þingmaður VG, ræddi á fundinum um jöfnunarsjóð sveitarfélaganna sem fær tekjur sínar sem hlutfall af skattheimtu ríkisins. „Við það að ríkið lækkar einhliða skattaprósentur sínar, og þar af leið- andi líka skattinn, þá lækkar sjálf- krafa framlag í jöfnunarsjóð og kem- ur þannig aftan að sveitarfélögun- um,“ sagði Jón. Á fundinum sagði Steingrímur að æskilegt væri að staða sveitarfélag- anna yrði rædd í samhengi við skatta- breytingar ríkisstjórnarinnar. „Það væri mjög sérkennilegt ef ríkið telur sig aflögufært um tekjur og ætlar að fara að lækka hér skatta og það væri aldrei minnst á sveitarfélögin.“ Þingflokkur VG leggur fram frumvarp um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga Mögulegt að hækka útsvarsheimildir Morgunblaðið/Golli Þingmenn Vinstri grænna kynntu frumvarp um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaganna á fundi með fjölmiðlum í gær. SEX þingmenn hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á upplýsingalögum, á þann veg að al- menningur hafi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni ein- staklinga, sem tekið hafa sæti í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Fyrsti flutningsmaður frumvarps- ins er Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingu. „Í frumvarpi þessu er lagt til að sú regla 5. gr. upplýsingalaga að óheimilt sé að veita almenningi að- gang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á, taki ekki til þeirra sem tekið hafa sæti í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitar- félaga,“ er útskýrt í greinargerð. Þar segir að forsaga málsins sé sú að úrskurðarnefnd um upplýs- ingamál hafi í júlí sl. staðfest ákvörðun forsætisráðuneytisins um að synja kæranda um aðgang að lista yfir greiðslur til þeirra sem sátu í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríkisins 2001–2003. „Beiðni kæranda kom í framhaldi af fyrirspurn til forsætisráðherra um nefndir, ráð og stjórnir á veg- um ríkisins,“ segir í greinargerð. „Í svari forsætisráðherra var ein- göngu tilgreindur fjöldi þeirra ein- staklinga sem áttu sæti í fleiri en tíu nefndum, en nöfn þeirra ekki látin uppi.“ Leynd valdi grunsemdum Flutningsmenn segja m.a. í greinargerð að almenningur eigi að eiga þess kost að fylgjast með því sem stjórnvöld hafist að. „Flutn- ingsmenn leggja áherslu á að sem flestar athafnir stjórnvalda, sem og kostnaður við þær, eigi að vera al- menningi ljósar. Leynd varðandi slík mál er til þess eins fallin að valda grunsemdum og ýta undir tortryggni gagnvart stjórnsýslunni. Með því að stjórnsýslan starfi fyrir eins opnum tjöldum og mögulegt er eru stoðir hennar styrktar, traust byggt upp og tortryggni eytt.“ Meðflutningsmenn Jóhönnu eru: Ögmundur Jónasson, Vinstri græn- um, Pétur H. Blöndal, Sjálfstæð- isflokki, Gunnar Örlygsson, Frjáls- lynda flokknum, Jónína Bjartmarz, Framsóknarflokki og Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingu. Vilja upp- lýsa al- menning um fjármál ALGENG bið eftir því að komast til geðlæknis er þrír til fimm mánuðir, sagði Ásta R. Jóhannesdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, málshefj- andi umræðunnar um geðheilbrigð- ismál á Alþingi í gær. „Nú bíða 380 manns með geðrænan vanda eftir meðferð á Reykjalundi. Biðin þar er rúmlega eitt ár, hún er raunar lengri, vegna þess að læknar eru hættir að setja fólk á biðlistann. Staða heim- ilislausra mikið geðveikra einstak- linga, sem eru 20 til 30 hér á höf- uðborgarsvæðinu, er afleit. Þeir velkjast um í kerfinu án úrlausnar. Þeir eru hættulegir sjálfum sér og öðrum. Við sjáum þetta fólk hér úti á Austurvelli nánast daglega. Svo er það Barna- og unglingageðdeildin þar sem aldrei jafn margir hafa beðið eftir þjónustu. Níutíu bíða eftir mati og meðferð. Sex til átta mánaða bið er eftir leguplássi. Þar bíða um þrjá- tíu börn og unglingar og hátt í hundr- að bíða eftir félagsfærni- og einstak- lingsþjálfun. Þar er biðin tvö ár,“ sagði þingmaðurinn og bætti við: „Þetta ástand getur haft varanlegar og alvarlegar afleiðingar fyrir sjúk- linga og aðstandendur þeirra.“ Ásta sagði að miklar breytingar hefðu orðið í þjónustu við geðsjúka hér á landi og að átak hefði verið gert í því að auka geðheilbrigði. Á hinn bóginn væri víða pottur brotinn. „Fólk með geðsjúkdóma þarf að eiga kost á fjölbreytilegri þjónustu heldur en einungis geðlæknisþjónustu og lyfjameðferð.“ Nefndi hún m.a. við- talsmeðferð hjá sálfræðingi í því sambandi. Ásta sagði einnig að geðdeildum með á annað hundrað rúmum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi hefði verið lokað á síðustu átta árum „án þess að nokkuð kæmi í staðinn til þess að mæta umönnunar- og þjón- ustuþörf mikið veikra langtíma sjúk- linga,“ sagði hún. „Fjöldi þeirra er á vergangi vegna ófullnægjandi með- ferðar og öryrkjum vegna geðrask- ana hefur fjölgað verulega eða tvö- faldast. Og fólk er útskrifað áður en það getur fótað sig. Á þetta bendir prófessor Tómas Helgason, fyrrver- andi yfirmaður geðsviðs Landspítal- ans, í Morgunblaðinu á dögunum.“ Ítrekaði Ásta að úr þessu þyrfti að bæta. Útgjöld aukin Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra lagði m.a. áherslu á að ríkis- stjórnin hefði leitast við að efla geð- heilbrigðisþjónustuna á undan- förnum árum. Hann sagði m.a. að hér á landi væri boðið upp á fleiri sjúkra- rúm fyrir geðsjúka en annars staðar. „Lyfjameðferð er hér meiri og al- mennari í mörgum greinum en ann- ars staðar og hér eru fleiri læknar á hvern mann en annars staðar.“ Hann sagði einnig að útgjöld vegna geðsviðs LSH hefðu verið auk- in, einkum til Barna- og unglingageð- deildarinnar. Þá hefðu útgjöld Tryggingastofnunar ríkisins vegna geðlyfja aukist umtalsvert. „Veruleg aukning hefur orðið á einkastofum geðlækna utan spítala og ítrekað hef- ur verið gripið til sérstakra aðgerða til að mæta þörfum þeirra sem eiga við geðsjúkdóma að stríða.“ Ráðherra sagðist hafna fullyrðing- um um að hundruð manna ráfi um götur höfuðborgarinnar án þess að fá viðeigandi meðferð eða úrræði. „Og það er mér ánægjuefni að geta sagt frá því hér að um áramótin tekur til starfa ný sérhæfð deild fyrir þá ein- staklinga sem gætu verið hættulegir sjálfum sér og umhverfi sínu og notið hafa þjónustu annars staðar. Geðsvið LSH mun annast rekstur deildarinn- ar og henni verður komið fyrir á Kleppsspítala.“ Fjölbreytileg úrræði Ráðherra lagði einnig áherslu á að geðsjúkdómar væru margvíslegar og að aðstæður einstaklinga væru mis- munandi. Mikilvægt væri að hafa hugfasta nauðsyn fjölbreytilegra úr- ræða. „Fyrir utan að standa vel að rekstri hinna hefðbundu geðdeilda og tryggja með því hefðbundin úr- ræði, sem gert hefur verið, er því af- ar brýnt að hlúa að því sérstaklega sem verið er að gera utan þess sem hefðbundið gæti talist. Á þetta höfum við lagt áherslu undanfarin misseri. Við erum hér að tala um mjög fjöl- breytilegan hóp sjúklinga og við höf- um verið að bregðast við því með því að sníða meðferðarúrræðin að fjöl- breytilegum þörfum sjúklingahóps- ins, auk þess að leggja áherslu á að gera geðsjúkum kleift að búa við eðli- legar aðstæður úti í samfélaginu.“ Fleiri þingmenn tóku þátt í um- ræðunni. Ásta Möller, varaþingmað- ur Sjálfstæðisflokks, sagðist þeirrar skoðunar að stjórnvöld hefðu um langt árabil rekið of einhæfa stefnu í málefnum geðsjúkra. Sagði hún að tilraunir hefðu þó verið gerðar, á síð- ustu árum, til að rétta kúrsinn, ekki síst fyrir frumkvæði notenda geð- heilbrigðisþjónustunnar og aðstand- enda þeirra. „Við höfum í allt of rík- um mæli lagt áherslu á stofnana- þjónustu fyrir geðfatlaða,“ sagði hún. „Geðfatlaðir vilja hafa möguleika á að búa utan stofnana í sjálfstæðri bú- setu með stuðningi samfélagsins ef þess er þörf.“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að geð- sjúkdómar snertu fjölmarga í sam- félaginu. Ekki einungis þá sem veikt- ust heldur einnig aðstandendur þeirra. „Það má öllum vera ljóst að stjórnvöld verða að sinna þessum málaflokki mun betur en gert er. Það er nauðsynlegt að bregðast við vanda þeirra nokkur hundruð sjúklinga, bæði barna og fullorðinna, sem bíða eftir heilbrigðisþjónustu.“ Samið verði við sálfræðinga Guðrún Ögmundsdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, kallaði m.a. eftir því að gengið yrði frá samning- um við sálfræðinga og félagsráðgjafa hjá Tryggingastofnun ríkisins. Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði m.a. að framlög til geðheilbrigðismála sýndu að ekki væri hægt að tala um nið- urskurð í þeim málaflokki en Ög- mundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði að við stæðum okkur ekki vel í þessum efnum. Það kæmi að minnsta kosti ekki heim og saman við þá staðreynd að mörg hundruð einstaklingar væru á biðlista eftir því að komast í viðtal hjá lækni. Þuríður Backman, þingmaður Vinstri- grænna, sagði m.a. að sárast vantaði þjónustu utan sjúkrahúsanna, þjón- ustu sem tengdist heilsugæslunni og félagsþjónustunni. Katrín Fjeldsted, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði m.a. að veikindi geðsjúkra væru oft þannig að þeir leituðu ekki endilega eftir hjálp. „Og ráðþrota aðstandendur vita ekki alltaf hvert þeir geta leitað. Í stað þess að gengið sé milli Pontíus- ar og Pílatusar þarf að einfalda stýri- kerfið.“ Undir lok umræðunnar sagði Guð- mundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, m.a. að það væri til skammar hvernig búð væri að geð- fötluðum í þessu samfélagi. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði á hinn bóg- inn alrangt að staðið hefði verið illa að málefnum geðsjúkra. Til dæmis væru hér fleiri sjúkrarúm fyrir geð- sjúka en annars staðar. Þingmenn ræða um geðheilbrigðismál utan dagskrár á Alþingi Fjölbreytileg úrræði mikilvæg Morgunblaðið/Sverrir Margir komu á þingpalla til að fylgjast með umræðu um geðheilbrigðismál. Efla þarf þjónustu við geðsjúka utan stofnana. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli þingmanna, er ræddu geðheilbrigðismál, utan dagskrár á Alþingi í gær. Heilbrigðisráðherra tók í sama streng. 380 manns með geðrænan vanda bíða eftir meðferð á Reykjalundi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.