Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 14
Fá ðu se nd ing un a sa m dæ gu rs m eð P ós tin um He fur þú ef ni á a ð b íða til m or gu ns ? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS P 23 96 1 1 0/ 20 04 FJÁRFESTINGAR Íslendinga í Bretlandi eru til umfjöllunar í bresk- um fjölmiðlum eftir að fréttist að Landsbanki Íslands hefði reynt að gera tilboð í breska fjárfestingar- bankann Numis. Í The Guardian segir að í yfirtöku- vangaveltum fjármálasérfræðinga í London í gær hafi íslensk fyrirtæki verið miðpunkturinn. Guardian fjallar um orðróm þess efnis að KB banki geri yfirtökutilboð í breska bankann Singer & Fried- lander, þar sem hann á fyrir 20% hlut, og tilboð Landsbankans í Num- is sem hafi reyndar verið hafnað. Jafnframt er fjallað um tengsl Burð- aráss og Landsbankans og 10% eign- arhlut Burðaráss í Singer & Fried- lander. Og vitanlega eru fjárfest- ingar Baugs í Bretlandi tíndar til. Haft er eftir sérfræðingum á ís- lenskum fjármálamarkaði að áhugi íslenskra fyrirtækja á breskum ætti ekki að koma á óvart. Íslenski fjár- málamarkaðurinn hafi vaxið hratt og þar séu takmarkaðir vaxtarmögu- leikar. Lykillinn að frekari vexti sé því erlendis. Ástæður útrásarinnar rekur FT m.a. til styrks efnahags- ástands á Íslandi en hagvöxtur hafi hér verið yfir 4% á ári. Innrás Íslendinga á Bretlandsmarkað 14 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ARTHUR Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, varar við afskiptum sjálfskipaðra afla sem berjast gegn fiskimönnum með órökstuddum upplýsingum og vilja m.a. banna botntrollsveiðar. Telur hann mikilvægt að efla rann- sóknir á umhverfisáhrifum veiðar- færa. Þetta kom fram í setningar- ræðu hans á aðalfundi sambandsins í gær. Arthur fór m.a. í ræðu sinni yfir aðdraganda og framkvæmd línu- ívilnunar fyrr á þessu ári. Hann lýsti vonbrigðum sínum með framkvæmd ívilnunarinnar en sagði það þó hafa komið á afar góðum tíma fyrir sjáv- arútvegsráðherra. Aðeins fáeinum mánuðum eftir lögfestingu hennar hafi birst auglýsingar víða í Evrópu frá stærsta fyrirtæki heims í sölu matvara, alþjóðafyrirtækinu Carr- efour, þar sem því var lýst að sam- starfsaðilar þeirra á Íslandi stund- uðu eingöngu línuveiðar og þar með stuðlaði Carrefour að verndun nátt- úruauðlinda og sjálfbærri nýtingu. Arthur spáði því hinsvegar að átökum varðandi þetta fyrirkomulag væri hvergi nærri lokið. „Stórút- gerðin hatast út í það og mun neyta allra færa til að fá línuívilnun af- numda. Þar á bæ er sú skoðun ríkjandi að engu skipti hvaða veið- arfærum sé beitt til veiðanna.“ „Sjálfskipaðar björgunarsveitir“ Sagði Arthur að þessi afdráttar- lausa afneitun gæti átt eftir að koma útgerðinni, og þjóðinni, í koll og vís- aði til tillögu um alþjóðlegt bann við notkun botnvörpu sem nú er til um- fjöllunar hjá Sameinuðu þjóðunum. „Það er óumflýjanleg staðreynd, að æ fleiri telja sig þess umkomna að fjalla um málefni hafsins og fiskveið- anna, jafnt af aðilum sem eru til þess prýðilega menntaðir sem og öðrum með fátæklegar upplýsingar og knúna af öllum öðrum hvötum en að vilja hag þeirra bestan sem byggja lifibrauð sitt á fiskveiðum,“ sagði Arthur. Hann sagði stundum væri líkast því að þessar sjálfskip- uðu björgunarsveitir jarðarinnar hefðu ekkert annað fyrir stafni í líf- inu en að segja fiskimönnum hversu miklir skaðræðisgripir þeir séu. Hann varaði hinsvegar við því að vanmeta afl þessara hópa. „Tillagan sem liggur fyrir Sameinuðu þjóðun- um er vissulega komin frá smáríki, sem reyndar er 13 sinnum fjölmenn- ari þjóð en Íslendingar, en uppruna tillögunnar má rekja beint til vís- indasamfélagsins og umhverfissam- taka. Fyrr á þessu ári rituðu hvorki fleiri né færri en 1.100 sjávarlíffræð- ingar undir yfirlýsingu þess efnis að banna skyldi notkun botnvörpunn- ar.“ Rifjaði Arthur upp og ítrekaði fyrri áskoranir LS til viðkomandi stofnana og stjórnvalda að efla rannsóknir á umhverfisáhrifum veiðarfæra. „Það er snautleg staða hjá þjóð sem telur sig þess um- komna að segja öðrum fyrir verkum í stjórnun fiskveiða, að hún skuli verða ber að því að hafa dregið lapp- irnar í jafn mikilvægum þætti rann- sókna á lífríki hafsins,“ sagði Arthur Bogason. 20. aðalfundur Landssambands smábátaeigenda Áhrif veiðarfæra verði rannsökuð Morgunblaðið/Alfons ÚR VERINU MARGIR muna eflaust eftir mynd- inni The Insider frá árinu 1999 þar sem Russel Crowe lék dr. Jeffrey Wigand, manninn sem fletti ofan af blekkingarstarfsemi tóbaksiðnaðar- ins, en myndin var tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna á sínum tíma. Nú gefst áhugasömum tækifæri á að hlýða á Wigand því hann heldur op- inn fyrirlestur á Nordica Hotel í dag kl. 15.30 á vegum Lýðheilsustöðvar, en Wigand hefur á síðustu árum ein- mitt ferðast um heiminn og haldið fjölda fyrirlestra um skaðsemi tób- aks og tóbaksiðnaðinn. Wigand vakti heimsathygli á sín- um tíma þegar hann kom fram í fréttaskýringaþætti CBS, 60 mínút- um, og ljóstraði því upp að tóbaks- fyrirtækin hefði áratugum saman leynt því fyrir almenningi hversu hættulegar reykingar eru. Eftir að Wigand fór að gagnrýna tóbaksfyrirtækin varð hann um tíma að ráða sér lífvörð því forráðamenn í tóbaksiðnaðinum gerðu allt hvað þeir gátu til að ráða hann af dögum. Sjálfur segist Wigand ekki iðrast neins, því hann taldi að sér bæri sið- ferðileg skylda til að fletta ofan af blekkingastarfsemi tóbaksiðnaðar- ins. „Tóbaksfyrirtækin græða stórfé á saklausu fólki með því að ljúga að því að reykingar séu hættulausar þótt þeir viti betur. Þannig héldu þeir því t.d. leyndu í rúma þrjá ára- tugi að óbeinar reykingar væru hættulegar þó vitað væri að af þeim 400 þúsund manns sem árlega deyja í Bandaríkjunum deyi allt að 60 þús- und einstaklingar vegna óbeinna reykinga.“ Ekki öruggar heilsu manna Í fyrirlestri sínum í dag segist Wigand, auk sannleikans um óbeinar reykingar, ætla að fjalla um hvers vegna nikótínið nær slíku taki á fólki og raun er og hvort til séu „öruggar“ sígarettur. „Á síðustu árum hafa tób- aksfyrirtækin einmitt farið í það að búa til það sem þeir kalla „öruggari“ sígarettur. Rannsóknir sýna vissu- lega að hægt er að gera ýmsar ráð- stafanir til að draga úr skaðlegum áhrifum þeirra tæplega 8 þúsund hættulegra efna sem losna úr læð- ingi þegar kveikt er í sígarettu. Hins vegar sýna rannsóknir líka að þótt hægt sé að gera sígarettur „örugg- ari“ í þessum skilningi þá verða þær samt aldrei öruggar heilsu manna.“ Morgunblaðið/Golli Jeffrey Wigand (annar frá hægri) ásamt starfsfólki Lýðheilsustöðvar. Frá vinstri eru Bryndís Kristjánsdóttir, Viðar Jensson, Wigand og Anna Elísa- bet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar. Segir tóbaksfyr- irtæki blekkja NÝR flugskóli, Flugskóli Reykjavíkur, tekur til starfa á mánudag og býður hann flug- nemum að taka stærstan hluta bók- lega námsins í fjarnámi. Einnig mun skólinn bjóða hefðbundna bók- lega kennslu á kvöldin. Hafsteinn Þorsteinsson, flug- maður og flugkennari, er eigandi og flugrekstrastjóri skólans og tveir aðrir flugmenn starfa með honum að kennslunni. Hann kenndi áður hjá Flugsýn og segir hann að mikill áhugi sé á flugnámi um þess- ar mundir, hann sé þegar með 53 á skrá og af þeim muni 10 hefja nám- ið í fullri alvöru, aðrir muni gera það í minni skrefum með annarri vinnu. „Skólinn hefur verið tvö ár í und- irbúningi og hann hefur m.a. falist í því að skrifa yfir 400 blaðsíðna flugrekstrarhandbók og þjálf- unarhandbók,“ segir Hafsteinn og bætir við að rekstur skólans sé byggður á Evrópureglum um flug- skóla og skólinn hafi fengið skrán- ingu Flugmálastjórnar Íslands. Bóklegt námskeið til einkaflug- prófs tekur 150 tíma og segir Haf- steinn að taka megi 130 tíma í fjar- námi en hitt verði kennt á tveimur helgum. Bóklega námskeiðið kost- ar 109 þúsund sé það tekið í fjar- námi en 125 þúsund með hefð- bundnu sniði. Flugskóli Reykjavíkur er til húsa í Fluggörðum 26 á Reykjavík- urflugvelli. Til verklegu kennsl- unnar er notuð vél af gerðinni Cessna 172 en skólinn á einnig tveggja hreyfla Partenavia-vél sem leigð verður út. Nokkrir flugskólar eru í landinu, þ.e. Flugskóli Íslands, Flugskóli Reykjavíkur, Flugskóli Helga Jóns- sonar, Flugskóli Akureyrar og flugfélagið Geirfugl. Morgunblaðið/Þorkell Nýr flugskóli ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands lækkaði í gær fjórða daginn í röð. Lokagildi hennar var 3.849,13 stig og var lækkunin frá deginum áður 0,3%. Lækkunin frá því í lok síðustu viku er 2,5%. Viðskipti í Kauphöllinni námu 12,1 milljarði króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir rúma 2,3 milljarða. Mest viðskipti voru með bréf KB Banka, fyrir liðlega 500 milljónir, og hækkaði gengi þeirra um 1,0%. Mest hækkun var á bréfum Granda, 5,4%, en bréf Straums fjárfestingarbanka lækkuðu mest, eða um 3,0%. Eins og hér á landi þá lækkuðu hlutabréfavísitölur almennt bæði austan hafs og vestan í gær. Í erlend- um fjölmiðlum er lækkunin að stórum hluta rakin til ástandsins á olíu- mörkuðum. Dow Jones hefur ekki ver- ið lægri í tvo mánuði. Lækkun í Kauphöll Íslands fjórða daginn í röð ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI NORÐURLÖNDIN einkennast af framúrskarandi þjóðhagsstjórnun, afar lítilli spillingu, lagaumhverfi fyr- irtækja þar sem almenn virðing er borin fyrir samningagerð og lögun- um, auk þess sem einkafyrirtæki í löndunum eru í fremstu röð hvað varðar tækniframfarir. Þetta segir Augusto Lopez-Claros, forsvarsmað- ur rannsóknar World Economic For- um á samkeppnishæfni hagkerfa í heiminum, í The New York Times í gær. Í blaðinu er fjallað um góða útkomu Norðurlandanna í könnun á sam- keppnishæfni landa, sem og í úttekt Alþjóðabankans á hversu auðvelt er að stofna fyrirtæki í hverju landi um sig. Niðurstöður fyrri skýrslunnar leiddu í ljós að Finnland, Svíþjóð, Danmörk, Noregur og Ísland eru meðal tíu samkeppnishæfustu landa heims. Í hinni síðarnefndu voru Dan- mörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð meðal þeirra tíu landa þar sem auð- veldast er að stofna fyrirtæki. Ísland var ekki með í þeirri könnun. „Við getum gleymt hinni stöðluðu ímynd af jafnaðarstefnu Norður- landanna, hvernig háir skattar og kostnaðarsamt velferðarkerfi séu að eyðileggja einkaframtakið,“ segir í The New York Times. Og haft er eftir einum höfunda skýrslu Alþjóðabank- ans, Caralee McLeish, að goðsögnin um að félagsleg vernd kalli á meira regluveldi, sem skaði fyrirtækin, sé ekki á rökum reist. „Niðurstöður okk- ar benda til hins gagnstæða, þ.e. að félagsvernd komi viðskiptalífinu til góða. Ábyrgð og kostnaður af velferð einstaklinganna er þá ekki hjá fyrir- tækjunum auk þess sem þeim er tryggður aðgangur að vel þjálfuðu og menntuðu vinnuafli.“ Norðurlöndin fram- arlega í viðskiptum ● HAFIN er birting á viðskiptafrétt- um á ensku frá fréttaveitunni Hugin á viðskiptavef mbl.is. Um er að ræða fréttir sem helstu fyrirtæki á Norðurlöndunum senda frá sér á ensku. Þá er einnig hafin birting á frétt- um úr Morgunkorni Greiningar Ís- landsbanka með sama hætti og birtar eru fréttir úr fréttakerfi Kaup- hallar Íslands og úr ½5 fréttum KB banka. Aukin þjónusta á viðskiptavef mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.