Morgunblaðið - 02.12.2004, Síða 54

Morgunblaðið - 02.12.2004, Síða 54
54 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞVÍ miður virtust furðufáir sjá ástæðu til að líta inn í Neskirkju sl. þriðju- dagskvöld eða um 17 manns. SMS- tríóið (líklega dregið af upphafs- stöfum spilenda frekar en far- símatækni) mun nýtt af nálinni þótt tæki fyrir forna tónlist úr ítölsku miðbarokki [ekki „barrokki“ eins og nú sést víða á prenti] frá um 1700; einu glæstasta sköpunarskeiði þess mikla tónlistarlands, þótt kamm- erverk tímabilsins séu fyrst nú að rísa úr gleymsku. Því miður var ekkert fjallað um verkin í tónleikaskrá, er gat ekki einu sinni heita þátta, hvað þá fjölda þeirra. Var sú skrýtna þögn einna bagalegust í tilviki fyrsta og minnst kunna höfundarins, Francesc- os Antonios Bonporti (1672–1749), eftir hvern tríóið lék „Invenzioni a violino solo e basso op 10; nr 6 og nr 9“. Forvitnilegt hefði t.d. verið fyrir hlustendur að vita, að þetta bullandi frjóa og fjölbreytta tíu stykkja safn (útg. í Bologna 1712) hafi allt fram á 20. öld verið talið eftir J.S. Bach, er afritaði nr. 2, 5, 6 og 7. Hér, sem í næstu tveimur verkum kvöldsins eft- ir Antonio Vivaldi, sónötum nr. 1 og 12 úr Op. 2, var rithátturinn í meg- inatriðum undir formerkjum „cont- inuo“-hefðar tímans, þ.e. með lag- ræna aðaláherzlu á fiðluna við fylgibassastuðning orgels og sellós, þó að mæddi stundum hressilega á sellóinu í Corelli. Fyrir vikið hefði fiðluleikur Martins Frewer mátt sýna virtúósari tilþrif, því mótunin var framan af fremur daufleg, þó að sækti síðan í sig veðrið í Vivaldi og væri orðin gizka tápmikil í passacagl- íutilbrigðum Corellis, „La follia“ Op. 5 nr. 12 um samnefnt þrábassastef. Losaralegur frágangur tónleika- skrár endurspeglaðist sumpart í sam- spilinu er ekki var alltaf jafn sam- taka, þó að styrkvægi milli hljóðfæra væri í heild býsna gott, ekki sízt þökk sé smekklegu orgelraddvali Stein- gríms Þórhallssonar. Eins og fyrri daginn með Rinascente-hópnum hefði samt mátt reyna fleiri litbrigði til tilbreytingarauka. Jafnvel seilast í sembal inn á milli, er hefði að lík- indum oft reynzt nauðsynlegt, hefði túlkunin öll verið í sagnréttum upp- hafsstíl með veikum girnisstrengjum en ekki bara að hálfu, eins og m.a. kom fram af meðvitað takmörkuðu víbratói strokhljóðfæranna. TÓNLIST Neskirkja Verk eftir Bonporti, Vivaldi og Corelli. SMS-tríóið (Martin Frewer fiðla, Sig- urgeir Agnarsson selló og Steingrímur Þórhallsson orgel). Þriðjudaginn 30. nóv- ember kl. 21:30. Barokktónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Steingrímur Þórhallsson Bach J. S. Bach ::: Hljómsveitarsvíta nr. 3 í D-dúr, BWV 1068 J. S. Bach ::: Kantata nr. 172, „Erschallet, ihr Lieder” G. P. Telemann ::: Vatnamúsík, „Hamburger Ebb und Fluht“ J. S. Bach ::: Magnificat í D-dúr, BWV 243 Hljómsveitarstjóri ::: Robert King Einsöngvarar ::: Gillian Keith, Diana Moore, Gunnar Guðbjörnsson, Stephen Richardson Kór ::: Hamrahlíðarkórarnir undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Gul áskriftarröð #3 Tónlistarkynning: Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur kynnir efnis- skrá kvöldsins í Sunnusal Hótel Sögu kl. 18:30. Samverustund Vinafélags SÍ hefst kl. 18.00. Verð 1000 kr. Súpa og brauð innifalið. Allir velkomnir. HÁSKÓLABÍÓI Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 HÉRI HÉRASON Fyndið - fjörugt - ferskt - farsakennt Stóra svið Nýja svið og Litla svið BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Í kvöld kl 20, Fö 3/12 kl 20 Fö 10/12 kl 20, Su 12/12 kl 20, Mi 29/12 kl 20 Aðeins þessar sýningar HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar Eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20 - GUL KORT Su 9/1 kl 20 - AUKASÝNING Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT Lau 22/1 kl 20 GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDIR ENDALAUST Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafkort fyrir tvo kr. 5.400 Gjafakort á Línu Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr. 4.000 VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU - pantið í síma 568 8000 eða á midasala@borgarleikhus.is Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 5/12 kl 14, Su 2/1 kl 14 Su 9/1 kl 14, Su 16/1 kl 14 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 4/12 kl 20, Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20 BROT AF ÞVÍ BESTA - BÓKAKYNNING Kringlusafns, Kringlunnar og Borgarleikhúss: Halldór Guðmundsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Kristín Eiríksdóttir, Jóhanna Kristjónsdóttir, Sigmundur Ernir, Þórarinn Eldjárn Í kvöld kl 20, Aðgangur ókeypis, Ljúfir tónar og léttar veitingar JÓLAPERLUR - JÓLADAGSKRÁ Leikhópurinn Perlan Leiklist, tónlist, dans Su 5/12 kl 14 - kr 1.200 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Fö 3/12 kl 20, Lau 4/12 kl 20 15:15 TÓNLEIKAR - DEAN FERRETT Captaine Humes Musicall Humors Lau 4/12 kl 15:15 - Tal og tónar AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR eftir Ionesco Í samstarfi við LA Frumsýning fi 30/12 kl 20 - UPPSELT Su 2/1 kl 20, Fö 7/1 kl 20, Lau 8/1 kl fös. 3. des. kl. 20. aukasýning lau. 4. des. kl. 20. aukasýning allra síðustu sýningar Miðasalan er opin kl. 13-18 mán. og þri. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. www.leikhusid.is • midasala@leikhusid.is Þjóðleikhúsið sími 551 1200 BÖNDIN Á MILLI OKKAR SÍÐASTA SÝNING FYRIR JÓL! • Stóra sviðið kl. 20:00 ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason /leikgerð Baltasar Kormákur Fös. 3/12 nokkur sæti laus. Síðasta sýning fyrir jól. fös. 7/1. EDITH PIAF – Sigurður Pálsson Lau. 4/12 uppselt, lau. 11/12 uppselt, sun. 12/12 uppselt, mið. 29/12 uppselt, fim. 30/12 uppselt, sun. 2/1 nokkur sæti laus, lau. 8/1 örfá sæti laus, sun. 9/1. DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner Sun. 5/12 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 12/12 kl. 14:00 nokkur sæti laus, fim. 30/12 kl. 14:00 80. sýning nokkur sæti laus. • Smíðaverkstæðið kl. 20:00 NÍTJÁNHUNDRUÐ – Alessandro Baricco Fös. 3/12, lau. 11/12 örfá sæti laus. Síðustu sýningar fyrir jól. Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin. • Litla sviðið kl. 20:00 BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson Fös. 3/12. Síðasta sýning fyrir jól. Fös. 7/1. Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. SÍÐUSTU SÝNINGAR: sun. 5. des. kl. 14- sun. 12. des kl. 14 – sun. 19. des kl. 14 – sun. 26. des kl. 14 Gjafakort í Óperuna - upplögð gjöf fyrir músikalska starfsmenn og viðskiptavini Miðaverð við allra hæfi: Frá kr. 1.000 upp í 6.500 – og allt þar á milli. Gjafakort seld í miðasölu. Tosca – Frumsýning 11. febrúar – Miðasala hafin Miðasala á netinu: www.opera.is ☎ 552 3000 EKKI MISSA AF KÓNGINUM! AÐEINS TVÆR SÝNINGAR EFTIR: • Sunnudag 12/12 kl 20 NOKKUR SÆTI • Sunnudag 26/12 kl 20 LOKASÝNING eftir LEE HALL Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is TVEIR FYRIR EINN á netinu Kíktu á loftkastalinn.is og tryggðu þér tvo miða á verði eins. 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími ÓLIVER! gjafakort tilvalin jólagjöf Óliver! Eftir Lionel Bart Þri 28/12 kl 20 UPPSELT Frums. Mið 29/12 kl 20 UPPSELT Fim 30/12 kl 16 UPPSELT Fim 30/12 kl 21 UPPSELT Sun 2/1 kl 14 örfá sæti Sun 2/1 kl 20 örfá sæti Fim 6/1 kl 20 örfá sæti Lau 8/1 kl 20 UPPSELT Sun 9/1 kl 20 nokkur sæti Fim 13/1 kl 20 nokkur sæti Lau 15/1 kl 20 nokkur sæti Sun 16/1 kl 20 nokkur sæti Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir Lau . 04 .12 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Lau . 11 .12 20 .00 NOKKUR SÆTI F im. 30 .12 20 .00 NOKKUR SÆTI Miðasa lan e r op in f rá k l . 14 -18 Lokað á sunnudögum ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR TÓNLEIKAR Ágústs Ólafssonar baritónsöngvara í Íslensku óperunni báru yfirskriftina Aldan stigin – ljóð úr heimi ræðara, far- og fiski- manna. Öll lögin voru eftir Schu- bert og fjallaði hið fyrsta um fiskimann sem rær út á haf árla morguns, áhyggjulaus og í góðu skapi. Þessa stemningu hefði píanóleikarinn Izumi Kawakatsu átt að hafa í huga, en hún byrjaði lagið með fremur flóknu undirspili.Því miður virtist svo ekki vera; leikur hennar var hvass, órólegur, nánast ógnandi; svo gersamlega úr takti við efni ljóðsins að hann hefði betur hæft spennutrylli um hákarla og sæ- skrímsli. Annað á efnisskránni var eftir þessu; píanóleikurinn var svo hátt gíraður og ofstopafullur að ekki nokkur leið var að njóta raddar Ágústs. Er þetta synd því hann hef- ur allt til að bera sem ljóðasöngvari; fagra, hljómmikla rödd, skýran framburð og sannfærandi túlkun sem hefði getað orðið verulega áhrifarík ef píanóleikurinn hefði ver- ið mýkri. Lagið Dvergurinn var t.d. glæsilega sungið með allskonar blæ- brigðum og er sömu sögu að segja um margt annað á efnisskránni. Vonandi mun Ágúst halda ljóða- tónleika undir heppilegri kring- umstæðum í nánustu framtíð. TÓNLIST Íslenska óperan Ágúst Ólafsson bariton og Izumi Kawakatsu píanóleikari fluttu lög eftir Schubert. Þriðjudagur 30. nóvember. Ljóðatónleikar Ágúst Ólafsson Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.