Morgunblaðið - 02.12.2004, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 02.12.2004, Qupperneq 54
54 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞVÍ miður virtust furðufáir sjá ástæðu til að líta inn í Neskirkju sl. þriðju- dagskvöld eða um 17 manns. SMS- tríóið (líklega dregið af upphafs- stöfum spilenda frekar en far- símatækni) mun nýtt af nálinni þótt tæki fyrir forna tónlist úr ítölsku miðbarokki [ekki „barrokki“ eins og nú sést víða á prenti] frá um 1700; einu glæstasta sköpunarskeiði þess mikla tónlistarlands, þótt kamm- erverk tímabilsins séu fyrst nú að rísa úr gleymsku. Því miður var ekkert fjallað um verkin í tónleikaskrá, er gat ekki einu sinni heita þátta, hvað þá fjölda þeirra. Var sú skrýtna þögn einna bagalegust í tilviki fyrsta og minnst kunna höfundarins, Francesc- os Antonios Bonporti (1672–1749), eftir hvern tríóið lék „Invenzioni a violino solo e basso op 10; nr 6 og nr 9“. Forvitnilegt hefði t.d. verið fyrir hlustendur að vita, að þetta bullandi frjóa og fjölbreytta tíu stykkja safn (útg. í Bologna 1712) hafi allt fram á 20. öld verið talið eftir J.S. Bach, er afritaði nr. 2, 5, 6 og 7. Hér, sem í næstu tveimur verkum kvöldsins eft- ir Antonio Vivaldi, sónötum nr. 1 og 12 úr Op. 2, var rithátturinn í meg- inatriðum undir formerkjum „cont- inuo“-hefðar tímans, þ.e. með lag- ræna aðaláherzlu á fiðluna við fylgibassastuðning orgels og sellós, þó að mæddi stundum hressilega á sellóinu í Corelli. Fyrir vikið hefði fiðluleikur Martins Frewer mátt sýna virtúósari tilþrif, því mótunin var framan af fremur daufleg, þó að sækti síðan í sig veðrið í Vivaldi og væri orðin gizka tápmikil í passacagl- íutilbrigðum Corellis, „La follia“ Op. 5 nr. 12 um samnefnt þrábassastef. Losaralegur frágangur tónleika- skrár endurspeglaðist sumpart í sam- spilinu er ekki var alltaf jafn sam- taka, þó að styrkvægi milli hljóðfæra væri í heild býsna gott, ekki sízt þökk sé smekklegu orgelraddvali Stein- gríms Þórhallssonar. Eins og fyrri daginn með Rinascente-hópnum hefði samt mátt reyna fleiri litbrigði til tilbreytingarauka. Jafnvel seilast í sembal inn á milli, er hefði að lík- indum oft reynzt nauðsynlegt, hefði túlkunin öll verið í sagnréttum upp- hafsstíl með veikum girnisstrengjum en ekki bara að hálfu, eins og m.a. kom fram af meðvitað takmörkuðu víbratói strokhljóðfæranna. TÓNLIST Neskirkja Verk eftir Bonporti, Vivaldi og Corelli. SMS-tríóið (Martin Frewer fiðla, Sig- urgeir Agnarsson selló og Steingrímur Þórhallsson orgel). Þriðjudaginn 30. nóv- ember kl. 21:30. Barokktónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Steingrímur Þórhallsson Bach J. S. Bach ::: Hljómsveitarsvíta nr. 3 í D-dúr, BWV 1068 J. S. Bach ::: Kantata nr. 172, „Erschallet, ihr Lieder” G. P. Telemann ::: Vatnamúsík, „Hamburger Ebb und Fluht“ J. S. Bach ::: Magnificat í D-dúr, BWV 243 Hljómsveitarstjóri ::: Robert King Einsöngvarar ::: Gillian Keith, Diana Moore, Gunnar Guðbjörnsson, Stephen Richardson Kór ::: Hamrahlíðarkórarnir undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Gul áskriftarröð #3 Tónlistarkynning: Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur kynnir efnis- skrá kvöldsins í Sunnusal Hótel Sögu kl. 18:30. Samverustund Vinafélags SÍ hefst kl. 18.00. Verð 1000 kr. Súpa og brauð innifalið. Allir velkomnir. HÁSKÓLABÍÓI Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 HÉRI HÉRASON Fyndið - fjörugt - ferskt - farsakennt Stóra svið Nýja svið og Litla svið BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Í kvöld kl 20, Fö 3/12 kl 20 Fö 10/12 kl 20, Su 12/12 kl 20, Mi 29/12 kl 20 Aðeins þessar sýningar HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar Eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20 - GUL KORT Su 9/1 kl 20 - AUKASÝNING Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT Lau 22/1 kl 20 GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDIR ENDALAUST Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafkort fyrir tvo kr. 5.400 Gjafakort á Línu Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr. 4.000 VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU - pantið í síma 568 8000 eða á midasala@borgarleikhus.is Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 5/12 kl 14, Su 2/1 kl 14 Su 9/1 kl 14, Su 16/1 kl 14 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 4/12 kl 20, Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20 BROT AF ÞVÍ BESTA - BÓKAKYNNING Kringlusafns, Kringlunnar og Borgarleikhúss: Halldór Guðmundsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Kristín Eiríksdóttir, Jóhanna Kristjónsdóttir, Sigmundur Ernir, Þórarinn Eldjárn Í kvöld kl 20, Aðgangur ókeypis, Ljúfir tónar og léttar veitingar JÓLAPERLUR - JÓLADAGSKRÁ Leikhópurinn Perlan Leiklist, tónlist, dans Su 5/12 kl 14 - kr 1.200 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Fö 3/12 kl 20, Lau 4/12 kl 20 15:15 TÓNLEIKAR - DEAN FERRETT Captaine Humes Musicall Humors Lau 4/12 kl 15:15 - Tal og tónar AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR eftir Ionesco Í samstarfi við LA Frumsýning fi 30/12 kl 20 - UPPSELT Su 2/1 kl 20, Fö 7/1 kl 20, Lau 8/1 kl fös. 3. des. kl. 20. aukasýning lau. 4. des. kl. 20. aukasýning allra síðustu sýningar Miðasalan er opin kl. 13-18 mán. og þri. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. www.leikhusid.is • midasala@leikhusid.is Þjóðleikhúsið sími 551 1200 BÖNDIN Á MILLI OKKAR SÍÐASTA SÝNING FYRIR JÓL! • Stóra sviðið kl. 20:00 ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason /leikgerð Baltasar Kormákur Fös. 3/12 nokkur sæti laus. Síðasta sýning fyrir jól. fös. 7/1. EDITH PIAF – Sigurður Pálsson Lau. 4/12 uppselt, lau. 11/12 uppselt, sun. 12/12 uppselt, mið. 29/12 uppselt, fim. 30/12 uppselt, sun. 2/1 nokkur sæti laus, lau. 8/1 örfá sæti laus, sun. 9/1. DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner Sun. 5/12 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 12/12 kl. 14:00 nokkur sæti laus, fim. 30/12 kl. 14:00 80. sýning nokkur sæti laus. • Smíðaverkstæðið kl. 20:00 NÍTJÁNHUNDRUÐ – Alessandro Baricco Fös. 3/12, lau. 11/12 örfá sæti laus. Síðustu sýningar fyrir jól. Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin. • Litla sviðið kl. 20:00 BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson Fös. 3/12. Síðasta sýning fyrir jól. Fös. 7/1. Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. SÍÐUSTU SÝNINGAR: sun. 5. des. kl. 14- sun. 12. des kl. 14 – sun. 19. des kl. 14 – sun. 26. des kl. 14 Gjafakort í Óperuna - upplögð gjöf fyrir músikalska starfsmenn og viðskiptavini Miðaverð við allra hæfi: Frá kr. 1.000 upp í 6.500 – og allt þar á milli. Gjafakort seld í miðasölu. Tosca – Frumsýning 11. febrúar – Miðasala hafin Miðasala á netinu: www.opera.is ☎ 552 3000 EKKI MISSA AF KÓNGINUM! AÐEINS TVÆR SÝNINGAR EFTIR: • Sunnudag 12/12 kl 20 NOKKUR SÆTI • Sunnudag 26/12 kl 20 LOKASÝNING eftir LEE HALL Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is TVEIR FYRIR EINN á netinu Kíktu á loftkastalinn.is og tryggðu þér tvo miða á verði eins. 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími ÓLIVER! gjafakort tilvalin jólagjöf Óliver! Eftir Lionel Bart Þri 28/12 kl 20 UPPSELT Frums. Mið 29/12 kl 20 UPPSELT Fim 30/12 kl 16 UPPSELT Fim 30/12 kl 21 UPPSELT Sun 2/1 kl 14 örfá sæti Sun 2/1 kl 20 örfá sæti Fim 6/1 kl 20 örfá sæti Lau 8/1 kl 20 UPPSELT Sun 9/1 kl 20 nokkur sæti Fim 13/1 kl 20 nokkur sæti Lau 15/1 kl 20 nokkur sæti Sun 16/1 kl 20 nokkur sæti Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir Lau . 04 .12 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Lau . 11 .12 20 .00 NOKKUR SÆTI F im. 30 .12 20 .00 NOKKUR SÆTI Miðasa lan e r op in f rá k l . 14 -18 Lokað á sunnudögum ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR TÓNLEIKAR Ágústs Ólafssonar baritónsöngvara í Íslensku óperunni báru yfirskriftina Aldan stigin – ljóð úr heimi ræðara, far- og fiski- manna. Öll lögin voru eftir Schu- bert og fjallaði hið fyrsta um fiskimann sem rær út á haf árla morguns, áhyggjulaus og í góðu skapi. Þessa stemningu hefði píanóleikarinn Izumi Kawakatsu átt að hafa í huga, en hún byrjaði lagið með fremur flóknu undirspili.Því miður virtist svo ekki vera; leikur hennar var hvass, órólegur, nánast ógnandi; svo gersamlega úr takti við efni ljóðsins að hann hefði betur hæft spennutrylli um hákarla og sæ- skrímsli. Annað á efnisskránni var eftir þessu; píanóleikurinn var svo hátt gíraður og ofstopafullur að ekki nokkur leið var að njóta raddar Ágústs. Er þetta synd því hann hef- ur allt til að bera sem ljóðasöngvari; fagra, hljómmikla rödd, skýran framburð og sannfærandi túlkun sem hefði getað orðið verulega áhrifarík ef píanóleikurinn hefði ver- ið mýkri. Lagið Dvergurinn var t.d. glæsilega sungið með allskonar blæ- brigðum og er sömu sögu að segja um margt annað á efnisskránni. Vonandi mun Ágúst halda ljóða- tónleika undir heppilegri kring- umstæðum í nánustu framtíð. TÓNLIST Íslenska óperan Ágúst Ólafsson bariton og Izumi Kawakatsu píanóleikari fluttu lög eftir Schubert. Þriðjudagur 30. nóvember. Ljóðatónleikar Ágúst Ólafsson Jónas Sen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.