Morgunblaðið - 03.12.2004, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 25
MINNSTAÐUR
Húsavík | Um sjötíu manns tóku þátt
í stórsýningu á vegum Tónlistar-
skóla Húsavíkur í sal Borgarhóls-
skóla á dögunum. Þar var um að
ræða flutning helstu laga úr söng-
leiknum Vesalingunum eftir þá Alan
Boublil og Claude-Michel Schön-
berg. Söngleikinn er byggður á sam-
nefndri skáldsögu eftir Victor Hugo.
Leikstjóri sýningarinnar var
María Sigurðardóttir, söngstjóri
Hólmfríður Benediktsdóttir sem
jafnframt söng eitt hlutverk og tón-
listarstjóri var Aladár Racz. Aladár
sá einnig um píanóundirleik í sýn-
ingunni og með honum spiluðu þeir
Guðni Bragason, Ágúst Guðmunds-
son og Gudio Bäumer. Um lýsingu sá
Erling Þorgrímsson.
María Sigurðardóttir segir í leik-
skrá að hugmyndin að því að færa
Vesalingana á svið hafi kviknað síð-
astliðinn vetur. „Í fyrstu fannst mér
hugmyndin óskaplega spennandi en
síðan fóru að renna á mig tvær grím-
ur, hvar ætti ég að fá söngvara til að
syngja þessi erfiðu hlutverk, hvar
ætti ég að fá risa-kóra. En af því við
Hólmfríður höfum alltaf verið of vit-
lausar til að skilja að það er ekki
hægt að gera allt sem við viljum hér
fyrir norðan, þá ákváðum við bara
að kýla á þetta. Við fengum Aladár í
lið með okkur og hófum að leita að
söngvurum. Það gekk ótrúlega vel
að sannfæra óskasöngvarana um að
það væri nú snjallt að taka þátt í
þessu,“ skrifar María.
Auk einsöngvaranna tóku Samkór
Húsavíkur og Stúlknakór Húsavíkur
þátt í sýningunni. Þeir sem tóku þátt
í sýningunni komu víða að úr Þing-
eyjarsýslum en með helstu hlutverk
fóru Baldvin Kr. Baldvinsson, Krist-
ján Þ. Halldórsson, Dóra Ármanns-
dóttir, Judit György, Ásta Magn-
úsdóttir og Kristján Halldórsson.
Þingeyingar tóku sýningunni vel og
var uppselt á sex sýningar, þannig
að tæplega sex hundruð manns sáu
verkið.
Tónlistarskóli Húsavíkur setur Vesalingana á svið
Ákváðum bara að kýla á þetta
Morgunblaðið/Hafþór
Vesalingarnir Baldvin Kr. Baldvinsson í hlutverki Jean Valjean og Kristján Þ. Halldórsson í hlutverki Javert.
LANDIÐ
Munið
að slökkva
á kertunum
❄
❄❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
Munið að
algengasta orsök
kertabruna er röng
meðferð kerta.
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
❄
❄
❄