Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 25 MINNSTAÐUR Húsavík | Um sjötíu manns tóku þátt í stórsýningu á vegum Tónlistar- skóla Húsavíkur í sal Borgarhóls- skóla á dögunum. Þar var um að ræða flutning helstu laga úr söng- leiknum Vesalingunum eftir þá Alan Boublil og Claude-Michel Schön- berg. Söngleikinn er byggður á sam- nefndri skáldsögu eftir Victor Hugo. Leikstjóri sýningarinnar var María Sigurðardóttir, söngstjóri Hólmfríður Benediktsdóttir sem jafnframt söng eitt hlutverk og tón- listarstjóri var Aladár Racz. Aladár sá einnig um píanóundirleik í sýn- ingunni og með honum spiluðu þeir Guðni Bragason, Ágúst Guðmunds- son og Gudio Bäumer. Um lýsingu sá Erling Þorgrímsson. María Sigurðardóttir segir í leik- skrá að hugmyndin að því að færa Vesalingana á svið hafi kviknað síð- astliðinn vetur. „Í fyrstu fannst mér hugmyndin óskaplega spennandi en síðan fóru að renna á mig tvær grím- ur, hvar ætti ég að fá söngvara til að syngja þessi erfiðu hlutverk, hvar ætti ég að fá risa-kóra. En af því við Hólmfríður höfum alltaf verið of vit- lausar til að skilja að það er ekki hægt að gera allt sem við viljum hér fyrir norðan, þá ákváðum við bara að kýla á þetta. Við fengum Aladár í lið með okkur og hófum að leita að söngvurum. Það gekk ótrúlega vel að sannfæra óskasöngvarana um að það væri nú snjallt að taka þátt í þessu,“ skrifar María. Auk einsöngvaranna tóku Samkór Húsavíkur og Stúlknakór Húsavíkur þátt í sýningunni. Þeir sem tóku þátt í sýningunni komu víða að úr Þing- eyjarsýslum en með helstu hlutverk fóru Baldvin Kr. Baldvinsson, Krist- ján Þ. Halldórsson, Dóra Ármanns- dóttir, Judit György, Ásta Magn- úsdóttir og Kristján Halldórsson. Þingeyingar tóku sýningunni vel og var uppselt á sex sýningar, þannig að tæplega sex hundruð manns sáu verkið. Tónlistarskóli Húsavíkur setur Vesalingana á svið Ákváðum bara að kýla á þetta Morgunblaðið/Hafþór Vesalingarnir Baldvin Kr. Baldvinsson í hlutverki Jean Valjean og Kristján Þ. Halldórsson í hlutverki Javert. LANDIÐ Munið að slökkva á kertunum ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ Munið að algengasta orsök kertabruna er röng meðferð kerta. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins ❄ ❄ ❄
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.