Morgunblaðið - 03.12.2004, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigríður ElísabetHalldórsdóttir
fæddist í Hnífsdal 3.
október 1954. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 25. nóvem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Inga Ingimarsdóttir,
húsmóðir, f. 12. júní
1924, d. 26. október
1981, og Halldór
Pálsson, verkstjóri,
f. 5. nóvember 1921.
Systkini Sigríðar
eru, Kristín, f. 11.
janúar 1942, Ingimar, f. 1. apríl
1949, Páll, f. 17. september 1950,
Guðrún, f. 7. júlí 1958, og Dagmar,
f. 12. febrúar 1961.
Hinn 29. desember 1973 giftist
skap í Hnífsdal. Árið 1977 fara þau
til Hafnafjarðar, þar sem hún hef-
ur nám í Fiskvinnsluskólanum og
lýkur þaðan námi sem fisktæknir.
Árið 1986 flytja þau til Súðavíkur
þar sem Sigríður var verkstjóri
hjá Frosta h.f., sem var fisk-
vinnslu- og útgerðarfyrirtæki. Það
var hennar ævistarf að vinna við
fiskvinnslu, þá lengst af sem verk-
stjóri eða við eftirlitsstörf hjá
Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna.
Sigríður og Gunnar skildu.
Snjóflóðin í Súðavík árið 1995
urðu Sigríði mjög erfið, þar sem
hún missir bæði starfsfólk sitt og
vini. Fljótlega eftir það flytur hún
aftur til Hafnafjarðar. Þar kynnt-
ist hún eftirlifandi sambýlismanni
sínum Rikhard Bess Júlíussyni.
Reistu þau sér heimili í Þrastarási
6. Rikhard á þrjú börn, Júlíus Þór,
f. 26. júní 1984, Önnu Lísu, f. 27.
febrúar 1988, og Brynjar Örn, f. 3.
maí 1992.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Víðistaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Sigríður Gunnari
Finnssyni. f. 8. maí
1950. Foreldrar hans
voru þau Sigríður
Ingimundardóttir, f.
24. júní 1926, d. 14.
apríl 1987, og Finnur
H. Guðmundsson, f.
20. júlí 1926, d. 6.
ágúst 1997, ættaður
frá Ingjaldssandi. Sig-
ríður og Gunnar eign-
uðust tvær dætur.
Þær eru: 1) Eva Hlín,
f. 25. september 1976,
maki Jökull Pálmar
Jónsson, f. 27. maí
1975, og eiga þau soninn Hákon
Darra, f. 29. maí 2002. 2) Marta, f.
26. júlí 1985, í sambúð með Sig-
valda Guðmundssyni, f. 1985. Sig-
ríður og Gunnar byrjuðu sinn bú-
Okkur langar að minnast þín,
elsku Sigga okkar. Það var mikil
blessun þegar þú komst inn í líf Rik-
harðs sonar okkar og barna hans,
Önnu Lísu, Brynjars og Júlla. Þú
reyndist þeim sem besta móðir og
þau sakna þín sárt.
Það var gaman þegar þið fluttuð í
hverfið okkar í Áslandinu fyrir
tveimur árum og samgangurinn varð
meiri. Nýja íbúðin ykkar er falleg og
þú lagðir mikinn metnað í að hafa
huggulegt og fallegt í kringum þig.
Þú varst uppfull af elju og krafti og
varst alls ekki á leiðinni frá okkur.
Við sitjum hér öll eftir en erfiðast
eiga þó dætur þínar, Eva og Marta,
sem horfa á eftir móður sinni kveðja
þennan heim langt um aldur fram.
Svo að ekki sé minnst á sólargeislann
þinn, Hákon Darra, sem saknar sárt
ömmu sinnar. Þegar hann fæddist
fyrir tveimur árum birti upp í lífi þínu
og það gaf þér enn meiri lífskraft og
styrk í baráttu þinni við þennan ill-
víga sjúkdóm. Síðan snemma á þessu
ári flutti Hákon Darri með foreldrum
sínum til Kaupmannahafnar og var
þeirra sárt saknað af allri fjölskyld-
unni. Heimsóknir hans til ömmu voru
stórar stundir svo ekki sé minnst á
þegar sá litli birtist óvænt í 50 ára af-
mælisveislunni þinni. Þá felldu marg-
ir tár þegar sá litli gekk inn í salinn
með blóm handa ömmu sinni.
Pabbi þinn og fjölskyldan öll voru
þín stoð og styrkur í allri baráttu
þinni sem staðið hefur lengi yfir, ekki
hvað síst síðastliðið ár. Við vottum
dætrum þínum, föður, fóstru, systr-
um og bræðrum og fjölskyldum
þeirra okkar dýpstu samúð og þér,
elsku Rikki okkar og börn. Blessuð
sé minning þín, elsku Sigga.
Elín G. Ólafsdóttir
og Júlíus Bess.
Nú hefur stórt skarð verið höggvið
í fjölskylduna okkar, því Sigga systir
er farin.
Sigga var alveg einstaklega dugleg
kona sem kveinkaði sér aldrei. Hún
var alltaf hress og kát og hrókur alls
fagnaðar. Eftir að hún flutti í Dóra-
townið fórum við að eyða miklum
tíma saman. Við hittumst daglega og
jafnvel nokkru sinnum á dag. Ef við
heyrðum ekki í hvor annarri daglega
héldum við einfaldlega að það væri
eitthvað að.
Hinn 3. okótber 2002 kom Gunnar
Ingi sonur minn í heiminn. Það vildi
svo skemmtilega til að hann fæddist
á afmælisdeginum hennar Siggu.
Hún var alveg himinlifandi yfir þess-
um flotta afmælispakka og kom í
heimsókn til að ná í gjöfina sína.
Eldri sonur minn var nú ekki hrifin af
því að Sigga væri komin að sækja
þennan nýfædda pakka og sagði
henni að mamma sín væri örugglega
til í að kaupa einhvern annan pakka
fyrir hana.
Elsku Sigga mín, nú er þessari
þrautagöngu þinni lokið og þú hefur
öðlast hvíldina sem þú varst farin að
þrá.
Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með
tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi
og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt ykkar
tár snertir mig og kvelur, en þegar þig
hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál
mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og
þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég tek
þátt í gleði ykkar yfir lífinu.
(Höf. ók.)
Þín systir
Dagmar.
Það var sár kveðjustundin okkar
systra þegar Sigga Beta kvaddi mig í
síðasta skipti.
Að missa hana svona langt um ald-
ur fram vekur sorg sem ákaflega erf-
itt er að taka á. Alla tíð höfum við
systkinin verið mjög náin og átt tíð
samskipti. Þegar ég hugsa um sam-
skipti okkar Siggu eru mér efstar í
huga samverustundirnar okkar þeg-
ar hún bjó í Súðavík. Ég og fjölskylda
mín vorum eins og farfuglarnir og
vorum mætt til að vera hjá henni um
leið og sumarið kom. Það var gott að
vera hjá Siggu, Gunna og stelpunum.
Það var eins og að vera heima.
Sigga hafði mikla félagsþörf og var
eins og pabbi okkar, dugleg að rækta
fjölskyldu og vini. Þar hjálpaði svo
sannarlega til að Sigga var mikið fyr-
ir bíltúra og göntuðumst við oft með
það, að þess vegna hefði hún náði sér
í leigubílstjóra. Hún og Rikki töldu
það ekki eftir sér að skreppa í kaffi til
okkar í Búðardal. Það var ekki málið
hvort hún keyrði þrjá eða þrjú
hundruð kílómetra til að við gætum
hist. Að lifa með krabbamein er hlut-
skipti sem er mikil raun. Sigga mín
tók á því á sinn sérstaka hátt. Að
kvarta og kveina var ekki til í henni.
Hún sagði að það gæfi henni ekki
bætta heilsu og væri því ekki til
nokkurs gagns. Svona tók hún á sín-
um málum og stappaði frekar stálinu
í fólkið sitt, sem hún vildi hlífa í einu
og öllu. Sem betur fer á ég ótal svona
góðar minningar sem munu hjálpa
mér og öðrum ástvinum hennar að
takast á við sorgina.
Guðrún Guðríður.
Elsku Sigga Beta.
Nú er löngu og ströngu stríði lokið.
Baráttan búin að vera erfið, en þú
tókst þessum illvíga sjúkdómi af
miklu æðruleysi. Mér fannst stund-
um alveg ótrúlegt hvað þú varst
sterk og dugleg, kvartaðir aldrei í
þessum erfiðu veikindum. Þegar ég
spurði þig hvernig heilsan væri svar-
aðir þú alltaf; „bara fín“ og leiddir
síðan talið inn á aðrar brautir. Þú
skyldir sko bíta á jaxlinn, alltaf sami
naglinn! Þú þráðir það mikið að geta
haldið upp á fimmtugsafmæli þitt og
það tókst svo sannarlega. Fjölskylda
þín og vinir samankomnir, og hvað
þú varst glöð og hrærð þegar litli
leynigesturinn, Hákon Darri ömm-
ustrákurinn þinn, og Eva dóttir þín,
nýkomin frá Kaupmannahöfn, gengu
inn gólfið. Það, að eiga svona ynd-
islega og samheldna fjölskyldu og
vini, er ekki öllum gefið.
Allir sem kynntust Siggu Betu,
sem nú hefur svo allt of snemma ver-
ið frá okkur tekin, hljóta að hugsa til
hennar af miklum hlýhug og söknuði.
Megi algóður Guð gefa syrgjendum
styrk í sorginni. Hvíl í friði kæra
vina. Megi minningin um baráttu-
konuna Siggu Betu lifa.
Þín mágkona,
Kristín.
Elsku Sigga. „Auður, nú er þetta
búið,“ voru þín síðustu orð til mín.
Hvað ég er sorgmædd í hjarta mínu.
Þú varst ofurkona í mínum augum,
barðist eins og hetja við þennan ill-
víga sjúkdóm, til þinnar hinstu
stundar.
Við kynntumst fyrir tæpum sex ár-
um er þú komst inn í líf Rikka, mágs
míns, og barnanna hans, þeirra Júlla,
Önnu Lísu og Brynjars. Hvað þau
voru heppin að fá þig! Því eftir mjög
erfiða lífsreynslu þeirra komstu eins
og kölluð inn í líf þeirra og gæddir
það svo mikilli hlýju og umhyggju.
Sorg þeirra er mikil í dag, en með
minningarnar að vopni takast þau á
við lífið sem framundan er. Þau eiga
eftir að standa sig!
Þær eru ófáar minningarnar sem
koma uppí huga minn er ég sit hér og
hugsa til þín. Manstu ferðina í Þórs-
mörk veturinn ’99, allt hvítt og svo
friðsælt, við vorum dolfallnar yfir
náttúrufegurðinni og kyrrðinni.
Einnig erum við, fjölskyldurnar,
búnar að eiga margar frábærar
stundir í sumarbústöðum hingað og
þangað um landið. Ógleymanlegust
er þó ferðin á Vestfirðina sumarið
2003, þú áttir hugmyndina að henni
enda ættuð að vestan. Þér fannst við
ekki hafa séð nema lítið brot af land-
inu því við höfðum aldrei komið á
Vestfirðina. Þú varst komin heim,
þekktir alla staðhætti og gast frætt
okkur hin endalaust á allri þessari
dýrð sem fyrir augun bar, betri far-
arstjóra og leiðsögumann gátum við
ekki fengið. Ég er þér svo þakklát
fyrir frábæra ferð. Við áttum margar
stundir saman, við tvær, þegar aðrir
voru gengnir til náða, spjölluðum,
sungum eða bara þögðum saman.
Elsku Sigga, takk fyrir allt. Þú
varst og verður frábær í mínum
huga.
Elsku Rikki, Júlli, Anna Lísa,
Brynjar, Eva, Marta og fjölskylda,
Guð veri með ykkur.
Þín svilkona
Auður.
Sigga var af vestfirsku bergi brot-
in. Hennar viðmót mótaðist allt af
því. Hún var hrein og bein í öllum
samskiptum. Allir gátu gengið að því
sem vísu hvað henni fannst um hlut-
ina. Hún var ein af þessum samferða-
mönnum okkar sem aðdáun vekja
fyrir mannkosti í allri framkomu
sinni. Hún gat verið beinskeytt í orð-
um sínum en ávallt sagði hún mein-
ingu sína á hreinskiptinn og heiðar-
legan hátt.
Sumarið 2002 fórum við vestur á
heimaslóðir Siggu og kynntumst
henni og fjölskyldu hennar betur.
Þar fræddi hún okkur um alla stað-
hætti á norðanverðum Vestfjörðum
eins og sannur Vestfjarðavíkingur.
Ógleymanleg er ferðin sem við fórum
út í Vigur þar sem íslensk náttúra
skartaði sínu fegursta á fallegum
sumardegi. Þar naut Sigga sín vel þó
að skuggi veikinda væri ávallt
skammt undan.
Hún barðist við veikindi sín af
miklum innri styrk. Hún gekk börn-
um bróður míns í móðurstað og
reyndist þeim jafngóð og sínum eigin
börnum. Harmur þeirra er mikill og
sorgin er þung. En margra ára bar-
átta Siggu gegn ofureflinu er yfir-
staðin og hún fær nú loks að hvíla í
friði. Horfin frá okkur langt um aldur
fram. Drottinn Guð blessi minningu
hennar og styrki fjöskyldu hennar og
vini sem syrgja einstaka konu.
Við burtför þína er sorgin sár,
af söknuði hjörtun blæða,
en horft skal í gegnum tregatár
í tilbeiðslu á Drottin hæða
og fela honum um ævi ár
undina dýpstu að græða.
(Guðrún Jóh. frá Brautarholti.)
Hanna Jenný, Kristján
og dætur.
Ég man alltaf þegar ég var pínulít-
ill og fór og heimsótti hana Siggu
frænku mína í Súðavík. Ég var nú
ekki gamall þegar hún átti heima þar
og man kannski ekki mikið eftir því
en ég man að það var það besta sem
ég gerði. Að vera með henni var alltaf
jafn gaman. Hún Sigga var alltaf í
góðu skapi, alltaf brosandi og hlæj-
andi. Mér fannst gaman að vera ná-
lægt henni. Hún og Gunni manni
eignuðust líka bestu börn sem hægt
er að hugsa sér, Evu og Mörtu. Mér
hefur alltaf fundist ég svo svakalega
náin þeim að stundum líður mér eins
og þær séu einfaldlega systur mínar.
Maður veit allavega hvaðan þær fá
þetta góða skap sem þær eru alltaf í.
Mér þótti alveg ólýsanlega vænt um
hana Siggu og á eftir að sakna henn-
ar rosalega mikið.
Jón Gunnar.
„Er hún þá frænka mín líka?“
spurði ég þegar uppáhaldsfrændi
minn giftist Sigríði Halldórsdóttur.
Svarið olli mér miklum vonbrigðum.
Nei, en í mínum huga ákvað ég að
hún væri það samt. Þegar Sigga gift-
ist honum Gunna frænda mínum milli
jóla og nýárs 1973 var ég sex ára og
fékk að fara með ömmu og afa í brúð-
kaupið vestur í Hnífsdal. Sigga var
glæsileg brúður sem heillaði alla upp
úr skónum, hún var líka merkileg í
mínum augum því hún sendi mér
fyrsta sendibréfið sem ég fékk sem
var ekki frá umferðarfræðslu lög-
reglunnar. Það var kort með þakk-
læti og mynd af þeim brúðhjónunum.
Mér fannst Sigga „frænka“ vera eins
og drottning og útblásinn af stolti
stillti ég myndinni upp í hillu á meðal
bangsa og leikfangabíla.
Hún hélt vel utan um frænkuhlut-
verkið og ræktaði það af alúð, sér-
staklega þegar unglingsárin herjuðu
hvað verst á mig. Við áttum margar
góðar samræður um helstu vanda-
málin sem tengdust þessu aldurs-
skeiði mínu. Hún virtist hafa innsýn í
sálarangist unglingsins og með létt-
leika sínum og lífsgleði átti hún tölu-
verðan þátt í að hjálpa mér í gegnum
það tímabil.
Hún átti einnig stóran þátt í næstu
manndómsraun minni vestur í Súða-
vík. Þar var Sigga verkstjóri í frysti-
húsinu og eitt sumar var hún yfir-
maður minn og leiðbeinandi. Þarna
var annað ferðalag vestur sem
greyptist vandlega í minni mitt. Mik-
ið var gott að hafa kunnugleg andlit
þeirra Gunna og Siggu á þessum nýja
stað og enn á ný kunni Sigga lagið á
mér. Hún bauð mér ávallt í sunnu-
dagssteikina og yfirheyrði mig um
ástamálin og gerði góðlátlegt grín að
öllu saman. Hún var mér mikil stoð
og stytta þetta tímamótasumar.
Tíu árum síðar hringdi hún í mig út
til London til að biðja mig að líta eftir
Evu Hlín eldri dóttur sinni sem átti
leið um stórborgina. Þarna var kær-
komið tækifæri til að endurgreiða
brot af þeirri umhyggju sem Sigga
hafði sýnt mér á lífsleiðinni. Það er
mikil eftirsjá að Siggu og þeir sem
voru svo heppnir að fá að kynnast
henni á lífsleiðinni koma til með að
sakna hennar sárt.
Dagur Gunnarsson.
Hún Sigga hefur lagt aftur augun
sín og fundið frið. Hvunndagshetja
að vestan með mikinn vilja sem
glímdi við erfitt krabbamein í sjö ár.
Upphaf samskipta okkar vin-
kvennanna var sameiginleg reynsla
sem fólst í að hafa greinst með
brjóstakrabbamein. Við vorum allar
sannfærðar um að enda saman á elli-
heimili, skemmta okkur og öðrum og
drekka púrtvín og Baileys. En eng-
inn sér fyrir framgang lífsins.
Áfangasigrar Siggu á þessum bar-
áttuárum voru margir og sýndu bet-
ur en nokkuð annað mikla lífsgleði og
lífsvilja hennar. Stórfjölskylda Siggu
stór þétt við hlið hennar í hverju sem
á gekk. Sigga kynntist honum Rikka
og veitti börnum hans ástríki. Saman
komu þau sér upp glæsilegu heimili í
Hafnarfirði. Dætrum sínum veitti
hún mikla ást og fékk að sjá þær
dafna og þroskast. Ömmubarnið,
dóttursonurinn, var augasteinninn
hennar.
Siggu auðnaðist að halda upp á
fimmtugsafmælið sitt í faðmi fjöl-
skyldu sinnar og vina þó sárþjáð
væri. Hún hélt okkur Júllunum
ógleymanlegt samsæti á heimili sínu
fyrir fáeinum vikum þrátt fyrir að
verulega hafi verið gengið á hið lík-
amlega þrek en andinn var einbeittur
og lífsviljinn skýr. Hún var fordóma-
laus manneskja sem vildi lifa lífinu
lifandi.
Við erum þakklátar fyrir að hafa
átt Siggu að vinkonu og við munum
sakna hennar sárt en hún mun lifa
áfram í hugum okkar og allra sem
þekktum hana. Við sendum dætrum
Siggu og fósturbörnum, litla ömmu-
stráknum, Rikka og öllum ástvinum
Siggu innilegustu samúðarkveðjur
okkar. Blessuð sé minning Sigríðar
Elísabetar Halldórsdóttur.
Júllurnar:
Elín María Guðjónsdóttir,
Guðrún Þórðardóttir,
Gunnhildur Óskarsdóttir,
Sigríður Stefánsdóttir.
Minningabrotin hrannast upp síð-
astliðna mánuði, á meðan þú, kæra
vinkona mín, ert að njóta þess lífs
sem líknin veitti þér. Þér fannst lífið
yndislegt, það var vel hugsað um þig
og þú heyrðir klukknahljóminn við
heimili þitt frá nærliggjandi kirkju.
En þig hefði langað til þess að geta
leitt litla dóttursoninn þér við hlið að-
eins lengur. Hann fékk að kynnast
móðurömmu sinni fyrstu æviárin sín,
lífslöngunin óx meðal annars hans
vegna. Þau fræ sem þú náðir að sá í
sálu hans munu fylgja honum um
ókomin ár. Persónuleiki þinn ein-
SIGRÍÐUR E.
HALLDÓRSDÓTTIR
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, fæddist,
hvar og hvenær hann lést, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Minningar-
greinar