Morgunblaðið - 03.12.2004, Side 43

Morgunblaðið - 03.12.2004, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2004 43 MINNINGAR kenndist af ferskleika og glaðværð. Þegar við kynntumst fyrir 33 árum, ungar og fullar kátínu uppi í Hval- firði, þá var eins og við hefðum alltaf þekkst. Vestfirðingurinn með skarp- ar eggjar háu fjallanna, meitlaðar í einkenni sín og Borgfirðingurinn með víðáttu dalanna og draum- kenndu lautirnar í sínu farteski. Það var eins og við hefðum ávallt þekkst, áhugamálin runnu saman og húmor- inn var líkur. Þú tókst þátt í lífi mínu og í hugann kemur upp mynd af þér með ungan frumburð minn í fanginu, að sumarlagi þar sem grönn, létt og kát, ung stúlka heldur á barni sem virðist vera of stórt í faðmi hennar. En hress og brosandi bauðst þú mér vestur í Hnífsdal, á æskuheimilið þitt, hjá Ingu Ingimars og Dóra Páls. Kynni tókust fyrir þitt tilstilli við eldri bróður þinn og mágkonu, Ingi- mar og Kristínu Karls. Það var fyrir þín orð að við Kristín urðum herberg- isfélagar á Samvinnuskólanum í Bif- röst árið 1973. Þá voru bróðir þinn og eiginmaður minn árinu á undan í skólanum og tilvalið að ég kynntist mágkonu þinni. Fyrir þetta færðu ævinlegar þakkir, þú stuðlaðir að vin- áttukynnum innan stórfjölskyldunn- ar. Hressileikinn ber þig áfram, þú býrð í Hafnarfirði, tekur þig upp eftir nokkur ár og ferð vestur á Súðavík með Gunnari og föngulegum, tveim- ur dætrum ykkar. Aftur kemur minning í hugann, þá ertu stödd í Hafnarfirði hjá Guðrúnu systur þinni, varst á námskeiði fyrir verk- stjóra í frystihúsi. En þú hafðir stundað nám við Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði og tekið verkstjórn. Þegar halda skyldi vestur með flugi var ekki flugveður að morgni og stórt snjóflóð hafði fallið á Súðavík. Þar var fjölskyldan þín og fyrst í stað vissir þú ekki um afdrif hennar. Þetta atvik reyndi verulega á persónustyrk þinn, eins og allra nábúa þinna á Súðavík. Fjölskyldan fluttist aftur í Hafnarfjörðinn og við hittumst oftar en heyrðumst ávallt í síma. Þegar ég heimsótti þig í maí síðast- liðnum, varstu mjög máttfarin en persónuleikinn ferskur og brá fyrir gráglettu þegar ég hafði á orði bakk- elsið, sem fram var borið með kaffinu. Jú, þú hélst það nú, að lítið mál væri að skella í eins og eina tertu og hlóst við. Augljóst var að þrek þitt leyfði það ekki en umræðan varð skemmtileg og hressandi. Sumarið varð þér gott og ótrúlegur léttir fylgdi raddblænum þegar þróttur þinn jókst. Persónur eins og þú, sameina manneskjur með fæðingu sinni. Saga fylgir hverri lítilli, nýrri manneskju og þín ber einkenni trúmennsku og heiðarleika. Með hvarfi þínu úr þessu lífi sameinar þú á ný og aftur, fólk sem lengi hefur ekki hist, ég hitti aft- ur æskuvinkonur þínar sl. vor heima hjá þér. Þær mun ég alltaf þekkja eins og allt þitt fólk, sem þú hélst stóra afmælisveislu núna 2. október en þá steigstu inn í aldur hálfrar ald- ar, engan gat órað fyrir því í vor þeg- ar heilsu þinni hrakaði svo mjög. Þú áttir eftir að halda veislu og sameina fólk áður en yfir lyki. Um leið og ég kveð þig hinstu kveðju, kæra vinkona mín Sigga Beta, votta ég dætrum þínum, dótt- ursyni og tengdasyni samúð mína og bið Guð um styrk þeim til handa eins og öllum systkinum þínum, föður og mágfólki. Rikka, sambýlismanni þín- um, og börnum hans vottum við sam- úð á mikilli sorgarstundu. Steinunn Njálsdóttir og fjölskylda. Elsku Sigga vinkona, það er svo sárt að þurfa að kveðja þig, þú varst alltof ung til að deyja. Við erum búin að eiga saman ótrúlega skemmtileg- ar stundir síðan við kynntumst fyrst, við smullum saman frá fyrsta degi okkar saman í Sjólastöðinni. Við unn- um saman, við töluðum saman, við sungum saman, við dönsuðum saman öll þrjú og við grétum saman. Við munum alltaf hugsa um þig þegar við spilum diskinn „Sigga alein heima“. Það sem við „fíluðum í botn“ að hlusta á þessi fallegu lög, lag númer eitt í uppáhaldi var „Fyrsta ástin“ með B G og Ingibjörgu. Þá var dans- að og sungið. Öll þessi veikindi þín settu mark á lífið og oft var erfitt, við vonum að þér líði betur núna, elsku vinkona. Við ræddum um dauðann eins og allt annað og við ákváðum að það okkar sem færi fyrst mundi bera kveðju til hans Bjössa okkar sem fór úr krabbameini eins og þú. Við vitum að þú ert búin að því, ástarþakkir fyrir. Það var alveg sama hvenær við hringdum eða komum til að athuga með þig, alltaf sagðir þú allt það besta, ótrúlega dugleg kona. Við munum alltaf sakna þín. Elsku Eva og fjölskylda, Marta, Rikki og börn, Halldór, Daggý, Stína systir, Guðrún, Ingimar, Páll og allir í þessari stóru og samheldnu fjöl- skyldu, við sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Kveðja, þínir vinir Erna Sigurbjörnsdóttir, Þorvaldur Skaftason. Kæra vinkona. Við viljum þakka þér vináttuna sem verður okkur ómetanleg og mun varðveitast þótt við vinkonurnar höfum skilið við þig um stund. Minningin um góða vin- konu verður okkur leiðarljós um alla framtíð. Nú sitjum við saman og rifjum upp allar stundirnar sem við áttum sam- an. Þar var löngum hlegið dátt og hent að mörgu gaman segir í kvæð- inu Í Hlíðarendakoti eftir Þorstein Erlingsson og er það lýsandi fyrir okkar samverustundir enda vildi helst engin okkar fara heim fyrr en um síðir. Þú varst alltaf hress, alltaf kát enda vildir þú lifa lífinu lifandi! Þú hélst einkennum þínum allt til enda. Félagsveran Sigga Beta sem vildi ávallt gera gott úr öllu var ávallt til staðar og allt til loka. Í veikindum þínum sýndir þú mikið æðruleysi og vildir enga vorkunnsemi. Eins og áð- ur vildir þú enn lifa lífinu lifandi! Þú hafðir þann kraft að horfa fram á veginn og varst ótrúlega skapandi og skildir eftir þig afar fallegt heimili. Dæturnar þínar voru þitt stolt enda einstaklega fallegar og vel af Guði gerðar. Þær hugsuðu líka af- skaplega vel um þig í þínum veikind- um. Minning þín mun lifa í þeim. Við vinkonur þínar sem eftir stöndum erum ríkari fyrir að hafa átt þig að vinkonu. Þú hefur kennt okkur að lífið er ekki sjálfsagt heldur er það einstök Guðs gjöf sem skal varðveita og þakka fyrir á hverjum degi. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Dætrum Siggu og fjölskyldunni allri sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þínar vinkonur, Guðrún Elísa, Hrafnhildur, Helga, María og Guðrún Helga. Enn og aftur er höggvið stórt skarð í ’54-árganginn á Ísafirði og Hnífsdal. Nú er látin kær skólasystir okkar Sigríður Elísabet – eða Sigga Beta eins og við kölluðum hana alltaf, en hún er fjórða úr okkar árgangi sem fellur frá, en áður eru látin Ás- rún Ben., Sævar Ægis og nú í sumar lést hann Rabbi okkar Jóns. Við sameiningu Ísafjarðar og Hnífsdals varð okkar árgangur þremur ungmennum ríkari er þau Sigga Beta, Maja Friðriks og Hall- dór Antons bættust í hópinn. Má segja að þessi nýkomnu ungmenni hafi smollið inn í hópinn eins og þau hefðu verið með frá byrjun í barna- skóla. Þessi árgangur hefur staðið einstaklega þétt saman, verið sam- heldinn og vinaböndin sterk, margt verið brallað í gegnum tíðina. Eftir gagnfræðaskólann fór fólk hvert í sína áttina út í lífið en aldrei skildu leiðir því við höfum hist reglulega, haldið upp á skólaafmæli og stóraf- mæli saman sem hafa verið í minnum höfð. Eins og þegar við árgangurinn héldum upp á fertugsafmælið saman þá bjó Sigga Beta í Súðavík með Gunnari Finns, fyrri manni sínum, ásamt dætrunum Evu og Mörtu. Þá var farið í sögufræga rútuferð sem endaði í heimsókn hjá Siggu sem var reyndar á fundi en þá gerði árgang- urinn sér lítið fyrir og gerði hústöku á meðan beðið var eftir henni. Stólar og borð voru borin út í garð í góða veðrinu, árgangurinn bauð sjálfum sér upp á veitingar sem teknar voru traustataki. Að lokum kom Sigga heim og var henn allbrugðið og las hún hraustlega yfir hausamótunum á skólasystkinum sínum, en brosti um leið út í annað og hafði lúmskt gaman af. Henni og okkur hefur orðið tíð- rætt um þessa frægu heimsókn og er enn verið að vitna í hana og nú síðast þegar ein skólasystirin að vestan heimsótti hana tveimur dögum fyrir andlát hennar. Sigga Beta var verkstjóri hjá Hraðfr. Frosta í Súðavík í mörg ár, og fetaði hún þar í fótspor föður síns Halldórs Páls, en hann var verkstjóri til fjölda ára í Hraðfr. í Hnífsdal áður en hann flutti suður. Sigga flutti síð- an með fjölskyldu sína til Hafnar- fjarðar. Sigga Beta var afskaplega jákvæð, hressileg, glaðleg og hrókur alls fagnaðar er við hittumst og var stutt í skopið og kímnina, var hún vinur vina sinna. Nú er komið að kveðjustund, og við skólasystkinin eigum eftir að sakna dýrmætrar skólasystur en jafnframt getum við yljað okkur við fallegar minningar og eigum örugg- lega eftir að rifja þær upp um ókomin ár. Guð gefi þér frið, elsku Sigga, þökkum þér vináttu og tryggð í gegn- um árin. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gafstu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibj. Sig.) Elsku Eva, Marta og ástvinir Siggu Betu, við skólasystkinin send- um ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum að Guð gefi ykk- ur styrk. Árgangur ’54 Ísafirði. Leggur ósinn fenna fjöll, fölnar rós og stráin. Vonarljósin eru öll eins og rósin dáin. (B. J.) Öllum aðstandendum Siggu sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Guðrún Birna (Bidda) og fjölskylda. HINSTA KVEÐJA Minningarkort 570 4000 Pantanir á netinu: www.redcross.is Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innanlands sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum. Þegar á reynir Rauði kross Íslands REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.iswww.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, KRISTJANA GUÐLAUGSDÓTTIR frá Sandbrekku, Fáskrúðsfirði, verður jarðsungin frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 4. desember kl. 13.30. Jens Pétur Jensen, Sigurður Jensen, Herdís Larsdóttir, Aðalheiður Jensen, Vilhelm Jensen, Linda Rut Jónsdóttir, Fanney Dögg Jensen og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐFINNUR GRÉTAR AÐALSTEINSSON, Hlíðarvegi 6, Siglufirði, sem lést á heimili sínu laugardaginn 27. nóvem- ber sl., verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 4. desember kl. 14.00. Steinfríður Ólafsdóttir, Róbert Guðfinnsson, Steinunn R. Árnadóttir, Erla H. Guðfinnsdóttir, Gunnlaugur S. Guðleifsson, Gretar Guðfinnsson, Valdís M. Stefánsdóttir og barnabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR, Víðihlíð, Grindavík, sem lést sunnudaginn 28. nóvember, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 4. desember kl. 14. Ingimar Magnússon, Ragnar Magnússon, Rannveig Randversdóttir, Þórður Magnússon, Sjöfn Ísaksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar eftir hádegi í dag, föstudaginn 3. desember, vegna útfarar STEFÁNS REYNIS ÁSGEIRSSONAR. Ásgeir Einarsson ehf., Garðabæ. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EINAR ARNÓRSSON verkfræðingur, Langagerði 11, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánu- daginn 6. desember kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Blindrafélagið. Inger Arnórsson, Tór Einarsson, Linda Einarsdóttir, Jóhann Gíslason, Hannes Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.