Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 37
UMRÆÐAN
HAMRABORG 1, 200 KÓPAVOGI, SÍMI 554 4011, www.innval.is
hugmyndir
hönnun
innblástur
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
„ÉG HELD að það
hafi verið einhver
símastrákur hjá Sam-
fylkingunni sem var
spurður að þessu með
virðisaukaskattinn.
Það kannast enginn
við að hafa svarað
þessu. Ég man ekki
eftir þessu.“ Svo
mælti Össur Skarp-
héðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, í
þættinum Ísland í dag
fyrir fáum dögum,
þegar Geir H. Haarde
fjármálaráðherra
minnti hann á afstöðu
Samfylkingarinnar til
breytinga á virð-
isaukaskattskerfinu í mars 2003. Þá
gengust Samtök verslunar og þjón-
ustu fyrir könnun meðal stjórn-
málaflokkanna um þetta efni. Sam-
fylkingin svaraði því til einn flokka
að hann vildi engu breyta, svaraði
einfaldlega: Nei.
Nokkrum vikum síð-
ar – rétt fyrir kosn-
ingar og eftir að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafði
kynnt þá stefnu sína að
helminga bæri lægra
þrepið í virðisauka-
skattskerfinu úr 14% í
7% – breytti Samfylk-
ingin hins vegar
skyndilega um afstöðu
og tók upp stefnu
Sjálfstæðisflokksins.
Stjórnmálaflokkar
geta að sjálfsögðu
breytt stefnu sinni en
er ekki fulllangt gengið
að kenna „símastrákn-
um“ um það klúður
sem hér er greinilega á
ferðinni og sem Sam-
fylkingin hefur til
þessa komist upp með
að þegja yfir? Hvað fleira skyldi
þessi „símastrákur“ hafa á samvisk-
unni?
Símastrákurinn
Ragnheiður Árna-
dóttir fjallar um
símastrákinn
Ragnheiður Árnadóttir
’Hvað fleiraskyldi þessi
„símastrákur“
hafa á samvisk-
unni? ‘
Höfundur er aðstoðarmaður
fjármálaráðherra.
„AFNOTAGJALD Símans er tvö-
falt hærra nú en fyrir 6 árum þegar
greiddir voru þrír mánuðir í einu,“
voru upphafsorð fréttar hjá Rík-
issjónvarpinu nú í vikunni. Efnislega
er ekki hægt að segja að fréttin sé
röng, en hún gefur þó ekki rétta
mynd af breytingum á afnotagjald-
inu eins og útskýrt verður hér á eft-
ir, því forsendur fyrir
ákvörðun afnotagjalds-
ins hafa breyst.
Á grundvelli fjar-
skiptalaga frá 1999 fór
fram greining á kostn-
aði við heimtaugar og
rekstur símstöðva.
Greiningin var lögð til
grundvallar við
ákvörðun á nýju af-
notagjaldi fyrir talsíma
sem ákveðin var af
Póst- og fjar-
skiptastofnun í apríl
árið 2000. Ákvörðunin
var tekin í samræmi við ákvæði til
bráðabirgða í fjarskiptalögum frá
1999 en þar var Póst- og fjar-
skiptastofnun falið að ákveða fasta-
gjald fyrir síma á grundvelli kostn-
aðar við rekstur og viðhald
notendalína. Þannig var mögulegt að
opna fyrir aðgang samkeppnisaðila
Símans að heimtaugum og efla sam-
keppni á fjarskiptamarkaði. Síman-
um ber áfram, samkvæmt lögum, að
miða afnotagjald síma við kostnað til
þess að samkeppni í fjarskiptum
verði bæði sanngjörn og réttlát.
Fyrir tíma samkeppni á fjar-
skiptamarkaði þurfti afnotagjaldið
ekki að standa undir kostnaði við
heimtaugar. Á þeim tíma þótti eðli-
legt að afnotagjaldið væri lágt en
viðskiptavinir greiddu í samræmi við
símanotkun sína. Þessi aðferð auð-
veldaði almenningi að nota símann
sem öryggistæki og greiða lágt gjald
fyrir litla notkun. Nú er starfsum-
hverfi Símans annað og fyrirtækinu
er ekki lengur heimilt að láta síma-
notkunina standa undir kostnaði af
heimtauginni samkvæmt reglum
Evrópusambandsins.
Útreikningar á kostnaði við heim-
taug hafa síðan verið endurgerðir
með sömu aðferð. Hækkun hefur
orðið á kostnaði við heimtaugina frá
því Póst- og fjarskiptastofnun ákvað
verð fyrir afnotagjald. Hækkunin
kemur meðal annars til vegna verð-
bólgu og hærri rekstrarkostnaðar.
Önnur ástæða hærri afnotagjalds er
sú krafa í fjarskiptalögunum að Sím-
anum bæri að sjá til þess að öll heim-
ili landsins hefðu aðgang að ISDN
eða sambærilegum
gagnaflutningi. Það
kallaði á mikinn kostn-
að við endurbyggingu
og styrkingu á not-
endalínukerfi Símans.
Nú hafa 99,96% lands-
manna aðgang að
ISDN þjónustu hjá
Símanum vegna þess-
arar miklu uppbygg-
ingar.
Hvergi í heiminum
er símakostnaður lægri
en á Norðurlöndunum
og mínútugjaldið hefur
lækkað á síðustu sex árum. Heimilin
nota auk þess fjarskiptaþjónustu
meira en áður en greiða jafnframt
margfalt lægra verð fyrir hana. Í
stað þess að hafa einn heimilissíma
eins og áður var, er algengt að 2–3
farsímar séu á hverju heimili og flest
heimili eru einnig tengd Netinu.
Mínútuverð úr talsíma til annarra
landa hefur sem dæmi lækkað um
allt að 84,7% á undanförnum tíu ár-
um hjá Símanum. Einnig hefur mín-
útuverð á milli GSM-síma lækkað
um tæp 56% á dagtaxta og tæp 34%
á kvöldtaxta frá árinu 1996. Símtöl
úr talsíma í GSM síma hafa lækkað á
dagtaxta um rúm 40% frá árinu 1996
og um rúm 10% á kvöldtaxta. Síminn
hefur einnig komið til móts við ungt
fólk sem er að flytja að heiman og
stofnar heimilissíma í fyrsta skipti
með niðurfellingu stofngjalda heim-
ilissíma og ISDN-tenginga.
Ofantaldar ástæður leiða til þess
að símakostnaður íslenskra fyr-
irtækja og einstaklinga er með því
lægsta sem þekkist innan OECD-
ríkjanna. Verð talsíma einstaklinga
og fyrirtækja svo dæmi séu tekin hjá
Símanum eru með því lægsta sem
gerist innan OECD-landanna.
Viðskiptavinir hafa val og geta
hagrætt í símaþjónustu sinni. Til
dæmis hefur komið í ljós að 75% af
allri umferð úr heimilissíma innan-
lands hjá Símanum fer í þrjú heim-
ilissímanúmer sem oftast er hringt í.
Ódýrast er að hringja innanlands
með sparnaðarleiðinni Vinir &
vandamenn sem veitir 15% afslátt af
mínútuverði símtala í þau númer
sem oftast er hringt í. Þannig eru
Vinir & vandamenn veruleg kjara-
bót fyrir viðskiptavini Símans.
Síminn lækkaði í ágúst síðast-
liðnum mínútugjaldið á símtölum til
útlanda bæði þegar hringt er beint
úr heimasímanum og þegar notast
er við hagkvæma útlandaþjónustu
1100.
Síminn hefur einnig að und-
anförnu unnið að því að koma til
móts við viðskiptavini sína með ein-
faldari og aðgengilegri verðskrá.
Auk þess eru talhólf nú innifalin í
mánaðargjöldum heimilissímans og
því er langur vegur frá því að hægt
sé að taka strípaða gjaldskrá frá því
fyrir sex árum og bera hana saman
við núverandi gjaldskrá, það er eins
og að bera saman epli og appelsínu.
Villandi frétt um afnotagjöld
Eva Magnúsdóttir fjallar
um afnotagjöld ’Verð talsíma ein-staklinga og fyrirtækja
svo dæmi séu tekin hjá
Símanum eru með því
lægsta sem gerist innan
OECD-landanna. ‘
Eva Magnúsdóttir
Höfundur er upplýsingafulltrúi
Símans.