Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 21 ERLENT Helstu útsölustaðir: Blómaval Sigtúni, Tekk Company Kópavogi, Villeroy & Boch Kringlunni, Húsgagnahöllin, Lystadún Marco Mörkinni, Hlín blómahús Mosfellsbæ. Landið: Blómaval Akureyri, Blómaval Keflavík, Náttúrubúðin Hveragerði, Blómahúsið Akranesi, Heimahornið Stykkishólmi, Efnalaugin Albert Ísafirði, Efnalaugin Lind Siglufirði, Húsgagnaval Höfn Hornafirði, Sveitabúðin Sóley Gaulverjabæjarhreppi. NOËL Einstakur jólailmur          !"#  $%"%#  " "# & ' &( ' )( ' ( *+$%,% % -" ., /''" LJÓSALIND 2 - OPIÐ HÚS Stórglæsileg 97,7 fm íbúð á annarri hæð t.v. með bílskúr. Eignin skiptist í for- stofu, tvö svefnherbergi, fataherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi, eldhús, stofu og borðstofu. Rúmgóðar yfirbyggðar svalir með glæsilegt útsýni. Falleg- ar sérsmíðaðar innréttingar. Mjög góður bílskúr, sem er innréttaður sem vinnustofa. Verð 23,5 millj. Jón verður á staðnum frá kl. 14-16 í dag. 564 6464 Síðumúla 24 • 108 Reykjavík hof@hofid.is • www.hofid.is Guðm. Björn Steinþórsson lögg. fasteignasali Jón Guðmundsson sölustjórifasteignasala BRESKA hægritímaritið The Spectator gerir oft í því að storka hefðbundnum við- horfum og pólitískri rétt- hugsun og gengst hikstalaust við því að reyna að höfða fremur til menntafólks og yf- irstéttarinnar en almennings – þótt vissulega megi oft greina skelmisbros á bak við þær yfirlýsingar. Ritstjórinn, Boris John- son, er litríkur þingmaður fyrir Íhaldsflokkinn, giftur og fjögurra barna faðir en komst nýlega í fréttirnar fyr- ir að halda við einn af dálka- höfundunum, Petronellu Wyatt. Hún er af þekktri ætt í Bretlandi og hefur ritað vikulega dálka úr samkvæm- islífinu undir heitinu Singular Life (Einhleypingslíf) og látið þar ým- islegt flakka. Geoffrey Wheatcroft, sem ritað hefur greinar í Spectator, er ekki hrifinn. „Harðbrjósta fólk gæti sagt að helsta synd Boris hafi ekki verið að sænga hjá Petronellu heldur birta greinarnar hennar,“ segir Wheatcroft og leggur til nýjan dálk undir nafni Johnsons, Double Life (Tvöfalt líf)! Stórpólitísk léttúð Fleiri Spectator-menn hafa syndg- að, blaðamaðurinn Rod Little yfirgaf nýlega eiginkonuna eftir að hafa fallið fyrir 23 ára gamalli stúlku á ritinu. En nú virðist léttúðin á ritinu geta haft pólitískar afleiðingar. David Blunkett, innanríkisráðherra í stjórn Tonys Blairs, hefur fram til þessa m.a. verið þekktur fyrir að vera fyrsti blindi ráðherrann. En nú hafa ástir hans og giftrar konu, Kimberly Quinn, sem þekktari er undir nafni fyrri eiginmanns síns, Fortiers, orðið til þess að hann gæti orðið að segja af sér. Konan er útgáfustjóri Spectators. Málið er eins og hálfgerð sápuópera en eins og tímaritið The Economist bendir á einnig harmleikur. Blunkett er 57 ára gamall, af fátækum kominn og blindur frá fæðingu. Faðir hans fórst af slysförum er sonurinn var 12 ára. En Blunkett braust til mennta þrátt fyrir erfiða fötlun sína og varð áhrifamaður í Verkamannaflokknum. Hann nýtur aðdáunar fyrir dugnað og þolgæði, á þrjú uppkomin börn en skildi fyrir 14 árum. Sjálfur segir hann hjónaband sitt hafa verið misheppnað, samband hans við eiginkonuna hafi verið að mestu „platónskt“. Ástkonan Fortier er 44 ára og hafði aðeins verið gift seinni manni sínum í tvo mánuði í ágúst 2001 þegar hún hitti Blunkett. Hún er bandarísk að uppruna, af auð- ugu fólki í Kaliforníu og gekk í dýra skóla á austurströndinni. Fortier er sögð mjög aðlaðandi, er þau hittust var hún nýorðin útgáfustjóri Specta- tors. Sumarleyfi á Korfu Andstæðurnar gætu vart verið meiri, fátæki verkamannssonurinn andspænis yfirstéttarkonunni hægri- sinnuðu en kunnugir segja að þegar þau hafi hist hafi þau bæði fallið með látum. Þau fóru í sumar saman í leyfi til grísku eyjarinnar Korfu. Sagt er að tveggja ára gamall sonur Fortier, William, sé sonur Blunketts en það er þó umdeilt. Núverandi eiginmaður Fortier, Stephen Quinn, sem er sex- tugur útgefandi tímaritsins Vogue og auðugur stuðningsmaður Verka- mannaflokksins, er þess fullviss að hann eigi soninn og einnig barn sem eiginkonan ber nú undir belti. En Blunkett grunar að hann eigi ekki að- eins William heldur líka væntanlega barnið, það hafi komið undir á Korfu. Quinn, sem gengist hafði undir ófrjósemisaðgerð, lét tengja aftur til að geta eign- ast barn með nýju konunni. Hann var yfir sig hrifinn þegar William fæddist og segist nú fyrirgefa maka sín- um allt. Samband Fortier og Blunketts slitnaði fyrir nokkru og er haft eftir Fortier að ráðherrann sé svo frekur að henni hafi fundist nóg um. Blöð hafa sum gagnrýnt hana harka- lega fyrir að beita hálfgerðu óþverrabragði, að því er virðist til að hræða Blunk- ett. Fortier sendi dag- blaðinu Sunday Telegraph afrit af tölvuskeyti sem túlka mátti þannig að ráðherrann hefði misnotað stöðu sína og beitt áhrifum sínum til að flýta fyrir því að filippseysk barn- fóstra ástkonunnar, Leoncia Cas- alme, fengi dvalarleyfi. Fleiri dæmi um misnotkun eru tínd til. „Það hryggir mig mjög að mann- eskja sem mér þótti svo vænt um skyldi reyna að skaða mig í embætti með röngum ásökunum,“ segir Blunkett. Hann hefur falið fyrrver- andi, háttstettum embættismanni að rannsaka málið án sinna afskipta. Verði niðurstaðan að ráðherrann hafi brotið reglur gæti það nægt til að hann yrði að segja af sér, enda þótt hann hafi fengið eindregnar stuðn- ingsyfirlýsingar frá Blair. Vill DNA-rannsókn Blunkett hefur að sögn krafist þess að gerð verði DNA-rannsókn til að kanna faðerni barnanna og vill hann þannig tryggja sér umgengn- isrétt við þau. Vinir Blunketts segja hann vera mjög ósáttan við slitin, hann hafi verið og sé enn yfir sig ást- fanginn af Fortier. Síðasta atriðið í sápuóperunni er að mál Blunketts til að fá umgengn- isrétt var staðfest fyrir rétti í London í gær. Verði réttarhöldin langdregin gæti farið svo að samúðin sem Blunk- ett nýtur nægi honum ekki. Menn gætu spurt sem svo hvort maður sem á í svo miklum erfiðleikum í einkalíf- inu geti yfirleitt sinnt jafn ábyrgð- armiklu starfi. Þverpólitískt fram- hjáhald á Spectator Ástamál Davids Blunketts, innanríkisráðherra Bretlands, hafa vakið mikla athygli og hugsanlegt að þau kosti hann embættið. Og enn hefur hægritímaritið The Spectator tengst safaríku hneyksli. Boris Johnson Petronella Wyatt Tony Blair (t.v.) forsætisráðherra aðstoðar David Blunkett innanríkisráðherra en þeir eru á leið inn í bústað forsætisráðherrans, Downingstræti 10. Reuters kjon@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.