Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | Langþráð stækkun vinnu- og hæf- ingarstöðvar fyrir fatlaða á Suðurlandi var formlega tekin í notkun í gær að viðstöddum Árna Magnússyni félagsmálaráðherra. Ný- byggingin er um 300 fermetrar að stærð og hýsir aðstöðu fyrir hæfingu fjölfatlaðra, eld- hús og matsal og sal fyrir fundi. Einnig er þar komið fyrir verslun með framleiðsluvör- ur vinnustofunnar, tölvuveri og listgalleríi með listmunum eftir starfsmenn. Hin nýja aðstaða breytir miklu fyrir þá sem eru mest fatlaðir og með tilkomu henn- ar er unnt að auka þjónustu við þá sem fyrir eru um helming og hægt er að bæta við þjónustutímum fyrir fleiri. Eldri hluti hús- næðisins mun nýtast fyrir þá umfangsmiklu verkstæðisvinnu sem fram fer í húsinu. Með því besta sem gerist Heildarkostnaður við framkvæmdina nem- ur 60 milljónum króna. Aðalverktaki var fyr- irtækið Þráinn – Víkingur ehf. í Landeyjum og eftirlit með framkvæmdum var á hendi Guðjóns Sigfússonar, Verkfræðistofu GS á Selfossi. Við innganginn í nýbygginguna hefur ver- ið komið fyrir listaverkinu Ljáðu mér vængi eftir Helga Gíslason myndhöggvara. Starfsfólk og forsvarsmenn Svæð- isskrifstofu um málefni fatlaðra á Suðurlandi hafa horft til þessarar stundar í mörg ár en byrjað var að ræða stækkun aðstöðunnar 1994. „Aðstaðan er með því sem best gerist, tækifærin eru óþrjótandi og verkefnin ærin. VISS, vinnu- og hæfingarstöð, er vinnu- staður fólks sem hefur margt að leggja til samfélagsins og hefur mörgu að miðla,“ sagði Ragnheiður Hergeirsdóttir, fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstofunnar, í ávarpi við opnunina. Hún sagði ennfremur: „Vinnan skipar stóran sess í lífi okkar. Það að hafa verðugt verkefni, að leggja sitt af mörkum og að vera virkur þátttakandi í samfélaginu er afar dýrmætt. Við lifum á tímum tækni og upplýsinga, nánast allt er mögulegt hafi maður til þess þekkinguna, réttu aðstæð- urnar og réttu tækin. Sú aðstaða sem hér hefur verið sköpuð er skref í átt til betra lífs og aukinna tækifæra fyrir fatlað fólk á Suð- urlandi.“ Viðbygging vinnu- og hæfingarstöðvar fatlaðra á Suðurlandi var tekin í notkun í gær Skapar aukin tæki- færi fyrir fatlað fólk Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Opnun Árni Magnússon félagsmálaráðherra flytur ávarp við opnunina. Selfoss | „Þetta gefur mér mjög mik- ið, maður dettur út úr hinu daglega amstri og fer inn í hugarheim þar sem maður dvelur við skapandi hugs- un og á eftir er maður úthvíldur. Þetta er eins konar hugleiðsla,“ segir listamaðurinn Liston á Selfossi, Lúð- vík Karlsson. Hann er starfsmaður í Sundhöll Selfoss þar sem hann sinnir afgreiðslu, laugarvörslu og þjónustu við hina fjölmörgu gesti sem þangað koma á degi hverjum. Liston hefur fengist við myndlist og sköpun allt frá barnæsku. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á list- sköpun,“ segir Lúðvík sem flutti á Selfoss fyrir 18 árum. Frá 1994 hefur hann unnið af krafti við listsköpun og hefur komið sér upp vinnustofu heima hjá sér þar sem hann málar og fæst við skúlptúra í frístundum. Hann hefur haldið eina sjálfstæða listsýningu ásamt því að taka þátt í einni samsýningu. „Það er nú þannig að fólk hefur hvatt mann áfram í þessu og það pantar myndir hjá mér sem er auðvitað mjög gott því það gerist ekkert nema til sé fólk sem vill njóta verkanna,“ segir Liston.Um þessar mundir er Liston að mála myndir fyrir Gallerý fisk í Reykjavík en þar eru verkin í anda hússins, fisk- ar og skúlptúrar sem tengjast sjónum á einhvern hátt. Innri þörf sem brýst fram „Það er einhver þörf sem myndast innra með manni að fást við þessa myndgerð. Oftast er mikil hugsun á bak við myndirnar en ég reyni að gera verkin þannig úr garði að fólk geti notið þeirra en svo má finna dýpri merkingu með því að fara ofan í hugsunina sem að baki býr,“ segir Liston sem málar bæði á pappír og striga ásamt því að móta í tré og stein. Hann segist skilja alveg á milli vinnunnar og listsköpunarinnar en það sé orðið svo mikið að snúast í list- inni að um leið og vinnudeginum lýk- ur þá helli hann sér í listsköpunina annaðhvort með því að hugleiða það sem efst er í huganum þá stundina eða að hann gleymir sér við vinnuna á vinnustofunni. „Hugmyndir að listaverkum fæ ég alltaf utan vinnutímans. Verkin birt- ast stundum í heild sinni í huganum en önnur þróast smám saman og stundum árum saman. Svo sæki ég hugmyndir í heimspekilegar vanga- veltur sem mér finnst gott að nota til að ná fram áhrifum. Þessar hugsanir er ég að tjá í verkum mínum og vil að fólk geti lesið eitthvað út úr þeim. Stundum verður til hugmynd sem er svo ásækin að ég verð að framkvæma hana strax eins og myndin af fóstrinu sem ég bjó til í tré en hún varð til eftir eina verslunarmannahelgina þegar fréttir voru af nauðgun sextán ára stúlku. Þetta greip mig mjög sterkt,“ segir Liston en í skúlptúrinn eru negldir 16 naglar sem sýna eiga sárs- auka þessarar ungu stúlku. „Þetta var átakamikið og ég vann myndina í einum rykk,“ segir Liston þegar hann handleikur verkið. Sundlaugarvörðurinn fæst við listsköpun í frístundum Þetta er einskonar hugleiðsla Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Áhugi Liston í vinnustofu sinni með átakamikinn skúlptúr í höndunum. Selfoss | Hinn árlegi jólamarkaður VISS á Selfossi verður opnaður á mánudag, 6. desember kl 13, í glæsi- legri viðbyggingu Vinnustofunnar að Gagnheiði 39. Á markaðnum eru í boði fallegir listmunir sem unnir eru af þeim 29 einstaklingum sem starfa í Vinnustofunni. Við opnunina mun kór Fjölmenntar syngja nokkur lög undir stjórn Gylfa Kristinssonar. Jólamarkaðurinn verður opinn alla virka daga klukkan 8.30 til 16 fram til 21. desember. Starfsfólkið býður alla velkomna, að líta inn og skoða úrvalið. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Undirbúa markaðinn Guðmundur Karl, Haraldur, Hörður og Lárus, starfs- menn á Vinnustofunni, með nokkra muni sem verða á jólamarkaðnum. Jólamarkaður VISS opnar Flóinn | „Það er alltaf opið, þegar einhver er hér heima,“ segir Sóley Andrésdóttir, bóndi og kaupmaður í Sveitabúðinni Sóley í Gaulverjabæj- arhreppi í Flóa. „Þótt við séum ekki inni í búðinni eða íbúðarhúsinu gæt- um við verið í útihúsunum. Þá er bara að rölta þangað og sækja okk- ur og kíkja á hænurnar, kindurnar og kálfana í leiðinni eða flauta hressilega á bílnum og þá komum við að vörmu spori,“ bætir hún við. Sveitabúðin Sóley er á bænum Tungu, við veginn sem liggur með ströndinni, um sjö kílómetra austan við Stokkseyri. Sóley segir að búðin sé lítil enda er hún í bílskúr íbúðarhússins en þar er verslað með úrval af smávöru fyr- ir heimili og sumarbústaði. Núna fyrir jólin er áhersla lögð á gjafavör- ur og fallega jólaavöru. „Það hefur ekki verið nein form- leg opnun, ég byrjaði aðeins síðla sumars og hef verið að opna smám saman,“ segir Sóley. Hún segir að starfsemin hafi spurst út, án þess að lagt hafi verið í kynningarstarfsemi og þetta hafi gengið ágætlega. Ný- lega var sett upp skilti við þjóðveg- inn. Sóley og maður hennar, Björgvin Njáll Ingólfsson, búa með kindur, ís- lenskar hænur, nautgripi og hross og Sóley segir að búðin sé liður í því að auka vinnuna heima og styrkja búsetugrundvöllinn. „Ég átti mér þann draum að koma upp lítilli búð, eins og maður sér víða á sveitabæj- um í Danmörku. Þetta er smá krydd í tilveruna í sveitinni,“ segir Sóley með bros á vör. Smávörur Sóley Andrésdóttir hefur komið upp sveitabúð í Tungu. Opið þegar ein- hver er heima Sveitabúð að danskri fyrirmynd í Flóanum Árborg | Sett hefur verið upp síða um skipulagsvinnu vegna gerðar að- alskipulags fyrir Árborg árin 2005 til 2025. Síðunni er ætlað að vera sam- skiptavettvangur fyrir umræður og veittar verða upplýsingar um gang mála við gerð skipulagsins. Öll skjöl sem koma fram við gerð skipulagsins verða sett inn á síðuna og þannig gefst íbúum færi á að skoða þau um leið og skipulagsvinnan á sér stað. Á vefnum eru birtar fyrstu skipu- lagstillögurnar, drög að aðalskipu- lagi Árborgar 2005 til 2025. Um er að ræða uppdrætti sem enn eru í vinnslu og skýrslu um forsendur að- alskipulagsins og framtíðarsýn fyr- irsveitarfélagið. Á vef Árborgar kemur fram að á skipulagsvefnum er sérstaklega hugsað um að íbúar geti komið frá sér ábendingum og at- hugasemdum. Drög að aðalskipulagi kynnt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.