Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 49
MINNINGAR
Það eru ótal fleiri minningar sem
þjóta gegnum hugann á þessari
stundu – árin í Höfn, ættarmót og úti-
legur, og svo margt margt fleira.
Elsku Jóna, Gestur, Erla, Sigþór,
Biggi og fjölskyldur, missir ykkar er
mestur. Hugur okkar er hjá ykkur.
Minningin um góðan mann lifir.
Hrafnhildur, Bragi Þór
og Ester Alda.
Elsku afi og langafi, þá kom að því
að þú fengir hvíldina þína. Sorg okkar
er mikil en við getum huggað okkur
við það að nú líður þér betur og þarft
ekkert að kveljast meira. Síðustu vik-
ur voru erfiðar fyrir þig en hún amma
sat fast við hlið þér dag eftir dag og
alveg hverja mínútu síðasta sólar-
hringinn þinn hér. Nú ertu kominn til
Guðs og við erum viss um að þar ertu
á hestbaki um endalausa hagana og
horfir niður til okkar og fylgist með.
Við erum stolt og glöð að hafa fengið
að hafa þig þó svona lengi. Fegnust er
ég að þú fékkst að kynnast þínu öðru
langafabarni og mínu fyrsta barni
honum Kristni Snæ. Þó að ég vildi
óska að þú hefðir geta kynnst honum
meira þá veit ég að þú fylgist alveg
örugglega með honum að ofan eins og
okkur öllum. Það er líka ofarlega í
huga okkar brúðkaup foreldra okkar
og hvað við erum glöð yfir því að þú
skyldir lifa til að vera viðstaddur
þann merka atburð, þegar þau loks-
ins létu verða af því eftir yfir tuttugu
ára trúlofun. Eins munum við allar
heimsóknir okkar til ykkar ömmu,
hvað þú varst alltaf mikill barnakall.
Okkur fannst fátt skemmtilegra en að
koma og leika við afa sem gerði í því
að fíflast í okkur, sérstaklega ef við
fórum út í garð í myrkri. Eitt skipti á
gamlárskvöld man ég þegar þú læstir
dyrunum og komst hlaupandi á eftir
mér og Agnesi með hettuna yfir höfð-
inu og við hlupum kringum húsið og
allt var læst, svo sáum við restina af
fjölskyldunni skellihlæjandi inni í
stofu og við sprungum úr hlátri sjálf-
ar.
Þetta er gott dæmi um fíflaganginn
og fjörið þegar við komum til ykkar,
sérstaklega um jól og áramót. Sem
betur fer lifa minningarnar alltaf
áfram, við munum alltaf minnast þín,
elsku afi, með bros á vör og Kristinn
Snær fær svo sannalega að heyra all-
ar sögurnar og vita allt um elsku
langafa Halla.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Við vottum elsku ömmu okkar
dýpstu samúð og biðjum Guð að fylgj-
ast með henni og leiða hana gegnum
þessa erfiðleika.
Hjálmar Már, Jóna Guðrún
og Kristinn Snær.
Þú, Guð míns lífs, ég loka
augum mínum
í líknarmildum föður-
örmum þínum
og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta,
ég halla mér að þínu föðurhjarta.
(Matthías Joch.)
Guðrún, tengdamóðir mín, hefur
kvatt að sinni. Langri lífsgöngu
lokið og var hvíldin henni kærkom-
in eftir erfið veikindi.
Rúna, eins og hún var ávallt
kölluð, var hjartahlý kona og glað-
sinna. Ég náði þó einungis að
þekkja hana í sjö ár en mikið vildi
ég hafa þekkt hana lengur, ekki
síst þegar hún var upp á sitt besta.
En kynni mín af henni voru samt
góð þennan stutta tíma.
Tónlist skipaði stóran sess í lífi
hennar og er hún fluttist á Hrafn-
istu í Hafnarfirði fyrir u.þ.b.
tveimur árum síðan gekk hún í
„húsbandið“ svokallaða þar sem
lagvisst og tónelskt fólk var til
staðar. Þar lék hún á harmonikk-
una sína ásamt húsbandinu við hin
ýmsu tilefni. Félögum Rúnu í hús-
bandinu viljum við fjölskyldan öll
þakka fyrir allt og allt og ekki
hvað síst Böðvari Magnússyni,
tónlistarstjóra á Hrafnistu, fyrir
vináttuna.
Sigríði Aradóttur, sem bjó á 416
með Rúnu, viljum við einnig færa
þakkir fyrir vináttuna og um-
hyggjusemina sem hún auðsýndi
Rúnu þann tíma sem þær voru ná-
grannar.
Í lokin vil ég kveðja Rúnu mína
með ljóði sem lýsir að mínu mati
ástinni og söknuðinum, sem hlýtur
að hafa ríkt í brjósti hennar er hún
GUÐRÚN
ÓFEIGSDÓTTIR
HJALTESTED
✝ Guðrún Ófeigs-dóttir Hjaltested
fæddist í Kolsholti í
Villingaholtshreppi í
Árnessýslu 4. desem-
ber 1920. Hún lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 8. nóvember síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá Nes-
kirkju 18. nóvember.
missti Pétur, eigin-
mann sinn, árið 1996.
kornunga brúður
ég bið þér hvíldar
í örmum unnusta þíns
hér hefur hann sofið
undir sænginni hvítu
og sverðinum
sem grænkar á vorin
þegar hjörtun ærast
af ástríðum og fljúga
út úr brjóstunum
haglélið fer hamförum
um garðinn
gamla leiðið hans opið
hann opnar þér faðminn
í fæðingu dauðans
ó, hversu gott
er að hitta hann aftur
ungan og sterkan
eftir öll þessi ár
laus við langnættið kalda
og lúið hold
liggja í örmum hans
mold af mold
(Hrafn Gunnlaugsson.)
Þau eru saman að nýju og ég
gleðst vegna þess.
Sofðu rótt Rúna mín, þín
tengdadóttir,
Hanna Guðrún.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á
myndamóttöku: pix@mbl.is og
láta umsjónarmenn minningar-
greina vita.
Minningar-
greinar
Á ÁRUM áður var helsti sam-
komustaður íslenskra skákmanna á
atburðum taflfélaga og alþjóðlegum
stórmótum. Margir tugir manna
mættu stundum á æfingar hjá Tafl-
félagi Reykjavíkur á þriðjudögum
og fimmtudögum og var þá skegg-
rætt um allt milli himins og jarðar.
Félagsskapurinn var jafn mikilvæg-
ur og skákin sjálf enda flestir komn-
ir til þess að taka þátt ánægjunnar
vegna. Þessi andi félagsskapar og
skáklistar hefur farið minnkandi hin
síðari ár og má segja að Netið hafi
haft þar mikið að segja. Fullyrða má
að þar séu flestir áhugamenn um
skák samankomnir á hverjum tíma.
Vefsíður um skák eru fjölmargar og
er þar hægt að verða sér úti um
margan fróðleik. Fjöldi skákþjóna
er til þar sem hægt er að taka eina
bröndótta við skákmenn hvaðanæva
frá heiminum. Stundum er sagt að
Íslendingar séu nýjungargjarnir og
voru þeir fljótir að tileinka sér
möguleika Netsins. Daði Örn Jóns-
son sá um frábæra skáksíðu upp úr
miðjum síðasta áratug 20. aldar sem
hét ,,Skák á Íslandi’’. Almennt var
viðurkennt að hún hefði verið með
þeim betri í heiminum en þar var að
finna fréttir, skákdæmi og margt
fleira. Eftir að heimasíðan lagði upp
laupana tók Gunnar Björnsson við
að sjá um www.skak.is en þar er að
finna ávallt nýjustu fréttir úr ís-
lenska skákheiminum og víðar.
Margir íslenskir skákmenn hösluðu
sér völl á vinsælasta skákþjóninum
ICC og sumir þeirra ánetjuðust
þessu svo mikið að þeir sáust ekki
lengur á opinberum skákmótum né
heldur mikið annars staðar! Fyrsta
landsmótið í Netskák var haldið á
Íslandi árið 1996. Taflfélagið Hellir
hélt mótið og var því brautryðjandi
á þessu sviði en félagið hefur einnig
haldið keppnir á borð við Norður-
landamót taflfélaga. Hægt og síg-
andi er Netskák að taka meiri tíma
frá hinum almenna skákáhuga-
manni en hinu opinberu skákmót
skákhreyfingarinnar. Þessi þróun er
eðlileg í samfélagi þar sem hraði og
örar breytingar eru miklar. Engu að
síður má sakna þeirrar tíðar þegar
öldungar mættu á einn stað til þess
að tefla við ungviðið og gátu þá kyn-
slóðirnar sameinast eina kvöldstund
yfir göldrum taflsins. Á hitt er þó að
líta að á Netinu er hægt að hafa
samskipti við fjölda manns sem eru
búsettir erlendis og mynda þar með
félagsleg tengsl. Í þessu samhengi
er þess einnig að gæta að fyrir
nokkrum árum var af Daða Erni
sett á laggirnar vefsíðan ,,skákhorn
skákmanna“ þar sem allir gátu látið
gamminn geisa um það sem þeim
datt í hug um skákmál. Í fyrstu
lögðu fáir orð í belg en eftir að mál-
flóðið brast á hefur ekki orðið lát.
Núverandi veffang síðunnar er
http://www.skak.hornid.com/ og má
þar finna greinarkorn um allt milli
himins og jarðar. Stundum verður
skákhornið að einskonar meinhorni
en í seinni tíð hefur athygli manna
færst aðallega í að fjalla um ein-
staka skákir eða koma á framfæri
skákþrautum. Torfi Stefánsson hef-
ur verið á meðal umdeildustu
manna hornsins og var um tíma
bannað að rita greinar þar. Hann er
ótrúlega iðinn að skrifa um menn og
málefni en einblínir nú aðallega á
skrifa um skákir annarra. Tölvufor-
ritið Fritz er mikið notað í skýr-
ingum hans og hefur hann þá styrk-
an grundvöll til að gagnrýna jafnvel
leiki bestu skákmanna heims. Hinn
ódrepandi skákáhugamaður Eyjólf-
ur Ármannsson birtir oft skákþraut-
ir sem hann hefur rekist á og er það
ákaflega vinsælt af hornverjum.
Fleiri penna mætti nefna en al-
mennt má segja um ritara hornsins
að kaldhæðnin og húmorinn sé
sjaldan langt á undan í skrifum
þeirra. Af þeim heimasíðum um
skák sem eru hvað vinsælastar um
heim allan ber Week in Chess höfuð
og herðar yfir aðrar síður. Mark
Crowther sér um hana og er þar
hægt að finna nýjustu fréttirnar í
skákheiminum en veffang hennar er
http://www.chesscenter.com/twic/
twic.html. Heimasíða FIDE er
gagnleg til að nálgast alþjóðleg stig
skákmanna en þar fyrir utan er hún
misheppnuð. Til að mynda hugðist
greinarhöfundur senda samtökun-
um rafpóst um daginn en fékk hann
alltaf sendan til baka þar sem hýs-
ingin var óþekkt! Eins og áður hef-
ur verið drepið á þá er ICC vinsæl-
asti skákþjónninn en margir aðrar
halda úti slíkri þjónustu, t.d. Micro-
soft. Öll Netskákmót á Íslandi fara
fram á ICC. Fyrir skömmu var
haldið Íslandsmót í Netskák sem
jafnframt var lokamót í Bikarsyrpu
Eddu útgáfu hf. og Taflfélagsins
Hellis. Tímamörkin voru fjórar mín-
utur auk þess sem keppendur fengu
tvær sekúndur fyrir hvern leik sem
þeir léku. Taflmennskan á Netinu er
yfirleitt töluvert lakari en að jafn-
aði. Engu að síður verða til gamans
birtar tvær skákir frá mótinu. Ís-
landsmeistarinn, Stefán Kristjáns-
son, hefur alla tíð nefnt sig sem
Champbuster á ICC á meðan bik-
armeistarinn, Þorsteinn Þorsteins-
son, kallar sig StoneStone. Þeir
tefldu tiltölulega vandaða skák sín á
milli.
Hvítt: Þorsteinn Þorsteinsson
(StoneStone)
Svart: Stefán Kristjánsson
(Champbuster)
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. Rf3
Bg7 5. Bg5 Re4 6. cxd5 Rxg5 7.
Rxg5 e6 8. Rf3 exd5 9. b4 O-O 10.
e3 a6 11. Hc1 c6 12. Be2 Rd7 13.
O-O He8 14. a3 De7 15. Dc2 Rf6 16.
Re5 Bf5 17. Bd3 Bxd3 18. Dxd3
Re4
Stefán hefur tekið Grunfeldsvörn
upp á sína arma hin síðari misseri
og hefur hér tryggt sér a.m.k. jafnt
tafl. Næsti leikur hvíts var eilítið
vanhugsaður þar eð ýmsar veilur
mynduðust þá í stöðu hans.
Sjá stöðumynd 1.
19. f4?! f6! 20. Rxe4 fxe5 21. Rc5
exd4 22. exd4 a5! 23. f5 axb4 24.
axb4 gxf5 25. Hxf5 b6 26. Rb3 Ha3
27. Dc3 De4! 28. Hcf1
Svartur hefur hert tök sín á stöð-
unni með skynsamlegri tafl-
mennsku. Sjálfsagt hefur tíminn
farið að spila stórt hlutverk í skák-
inni enda ákaflega mikilvægt í net-
skák að hafa nægan tíma á réttum
augnablikum.
Sjá stöðumynd 2.
28... c5?!
28...Hxb3! hefði fært svörtum sig-
urinn eftir 29. Dxb3 Bxd4 30. Kh1
Dxf5! og svartur verður manni yfir.
30. H5f2 væri einnig ófullnægjandi
vegna 30...Bxf2 31. Hxf2 De1+ og
svartur fær unnið endatafl. Þessi yf-
irsjón er þó skiljanleg enda lítur
textaleikurinn vel út.
29. bxc5 bxc5 30. Hg5 Kh8 31.
Hxg7 Kxg7 32. dxc5+ De5 33.
Dxe5+? Nú vinnur svartur örugg-
lega. 33...Hxe5 34. Rd4 Hc3 35. c6
He4 36. Hd1 Kf6! 37. Hf1+ Ke5 38.
Rf3+ Kd6 39. Rg5 He7 40. Hf6+
Kc7 41. Hh6 Hxc6 42. Hxh7 Hxh7
43. Rxh7 d4 44. Rg5 d3 45. Rf3 Hc2
46. Kf1 Kd6 47. Rd4 Kd5 48. Rf3
Ke4 49. h4 Ke3 50. h5 Hc1+ 51.
Re1 d2 og hvítur gafst upp.
Þorsteinn er reyndur netskák-
maður og vann Bikarkeppnina fylli-
lega verðskuldað. Á Íslandsmótinu
vann hann Björn Þorfinnsson sann-
færandi en sá kallar sig Busta.
Hvítt: Þorsteinn Þorsteinsson
(StoneStone)
Svart: Björn Þorfinsson (Busta)
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. a3
Bb7 5. Rc3 d5 6. Bg5 Be7 7. Bxf6
Bxf6 8. cxd5 exd5 9. Db3 O-O 10.
e3 c6 11. Be2 Rd7 12. O-O Hc8 13.
Hfe1 He8?!
Hvítur hefur ekki teflt byrjunina
af mikilli hugmyndaauðgi en texta-
leikurinn gefur honum færi á að
opna taflið sér í vil.
Sjá stöðumynd 3.
14. e4! dxe4
14... Rf8 kom til álita þar sem
svartur þarf eftir textaleikinn að
verjast af mikilli nákvæmni.
15. Bc4! He7 16. Rxe4 Hc7?
Þessi leikur dugar og ekki hefði
16... b5 stoðað heldur vegna 17.
Bxf7+ Hxf7 18. Rd6. Eini leikurinn
til að halda taflinu gangandi var 16...
Df8 þar sem 17. Rd6 yrði þá svarað
með 17...Hxe1+ og svartur ynni
mann.
17. Rd6 Rf8 18. Hxe7 Dxe7 19.
Rxf7 b5
Þorsteinn er eldri en tvævetur í
þessum bransa og lætur þessa hót-
un sem vind um eyru þjóta.
Sjá stöðumynd 4.
20. Bxb5! Dxf7
hvítur hefði mátað eftir 20...cxb5
21. Rh6+ Kh8 22. Dg8#.
21. Bc4 Re6 22. Bxe6 og svartur
gafst upp.
Samfélag
skákmanna á Netinu
Andri Áss
Grétarsson
Stefán
Kristjánsson
daggi@internet.is
SKÁK
Netið
Íslandsmótið í netskák
28. nóvember 2004
Helgi Áss Grétarsson
Stöðumynd 4.
Stöðumynd 2.Stöðumynd 1.
Stöðumynd 3.