Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 24
Höfuðborgin | Árborg | Akureyri Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is FRAMKVÆMDIR setja svip sinn á bæjarlífið hér á Þórshöfn; viðbygging við Dvalarheimilið Naust rís ótrúlega hratt frá grunni en framkvæmdir hóf- ust í haust. Horfur eru á að lokið verði uppsteypu, þaki og glerjun fyrir jól en eftir áramót hefst vinna innan dyra og stefnt er að því að hægt verði að taka húsnæðið í notkun næsta haust.    Hafist verður handa við breytingar á kúfiskverksmiðju Hraðfrystistöðvar Þórshafnar um miðjan desember og verður þeim væntanlega lokið í mars á næsta ári. Breytingar munu tvöfalda afkastagetu verksmiðjunnar og stór- bæta afkomumöguleika í kúfiskvinnsl- unni en einnig er verið að skoða af- kastaaukningu í veiðunum. Í fjölveiðiskipinu Þorsteini ÞH-360 hafa veiðar og vinnsla gengið mjög vel og ljóst að tilkoma skipsins er kærkomin viðbót við atvinnulíf byggðarlagsins. Hinn nýi Júpíter, nóta- og tog- veiðiskipið, sem keypt var í haust frá Færeyjum, fer væntanlega á veiðar innan tíðar eftir gagngerar breytingar og endurbætur. Nokkrar væntingar eru bundnar við það enda er skipið búið öflugum kælibúnaði og á að geta komið með gott hráefni að landi, bæði í bræðslu og til frystingar í landi.    Hjá Hraðfrystistöðinni hefur starfsfólk haft nóg að gera en gaf sér þó tíma til ferðalaga í nóvemberbyrjun en þá fóru nálægt 50 manns úr byggð- arlaginu í vikuferð til Kúbu eða um 12% allra íbúa byggðarlagsins. Þar gekk allt að óskum en fríið og sólin hefur verið sem uppbyggjandi víta- mínsprauta fyrir ferðalangana sem komu vel úthvíldir heim til að takast á við jólaannríkið og kuldann heima á Fróni.    Fullveldishátíð á vegum björg- unarsveitar, leikfélags og sveitarfé- lagsins hér er haldin núna annað árið í röð. Hátíðin er haldin í félagsheimilinu Þórsveri og hefst með margrétta „gala-dinner“ sem stjórnað er af sæl- kerakokknum Arnari Einarssyni skólastjóra og Jóhanni, syni hans. Leikfélagið sér um skemmtidagskrá og síðan dunar dansinn fram eftir nóttu. Skammdegisdrungi hrjáir því ekki íbúana hér, alltaf er nóg að gera. ÞÓRSHÖFN EFTIR LÍNEYJU SIGURÐARDÓTTUR FRÉTTARITARA Úr bæjar- lífinu Rithöfundarnir Sig-mundur ErnirRúnarsson, Gerð- ur Kristný, Þráinn Bert- elsson og Jóhanna Krist- jónsdóttir verða gestir á Bókakonfekti í Reykja- nesbæ í ár. Bókakonfektið verður laugardaginn 4. desember kl. 16 í Lista- safni Reykjanesbæjar í Duus-húsum. Þá munu systkinin Ragnheiður og Haukur Gröndal koma fram og bjóða gestum upp á hugljúfa tónlist með jó- laívafi. Rithöfundarnir fjórir eiga það sameig- inlegt að ritverk þeirra hafa vakið athygli og feng- ið mikla umfjöllun að und- anförnu. Bóka- konfekt Sigrún Haraldsdóttirheyrði af því aðþingmenn hefðu hækkað skatta á áfengi: Þingmanna er kveðjan köld, kvikindislegt grínið. Fóru að hækka í fyrrakvöld fjárans brennivínið. Stefán Vilhjálmsson bend- ir á að „ráðherra ferða- mála“, eins og hann hafi verið nefndur, hafi unnið „varnarsigur“: Stendur keikur Sturla minn, á stolti finnst mér bera: „Öl og léttvín, enn um sinn, alveg létum vera.“ Guðbrandur Guðbrands- son yrkir: Þetta vekur ýmsum ugg einkum þeim er selja bús; nú kaupi menn hjá bændum brugg, en bjórinn hætti að lepja úr krús. Sigurður Ingólfsson orti: Á Borgarfirði búa þeir til landa, sem bæði kann að lífga upp og hressa, svo ég mun ekki hlaupa upp til handa og heldur ekki fóta vegna þessa. Skattur á áfengi pebl@mbl.is Vík | Leikskólinn í Vík var opinn almenningi í til- efni af tuttugu ára afmæli Mýrdalshrepps. Boðið var upp á kaffi og vöfflur í tilefni dagsins. Anna Beta Jónínudóttir stendur á bak við stólinn sem Elfa Helgadóttir situr á. Þær skemmtu sér kon- unglega í afmælisveislunni. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Skemmtileg afmælisveisla Leikur Ólafsvík | Byggðastofnun hefur selt Hótel Ólafsvík til félags í eigu Sverris Her- mannssonar, hótelhaldara í Reykjavík og á Egilsstöðum, og Björgvins Þorsteinssonar hæstaréttarlögmanns. Kemur þetta fram á vef Snæfellsbæjar. Félag Sverris og Björgvins ber nafnið Undir jökli ehf. og mun það taka við rekstri hótelsins á næstu dögum Eigendaskipti á Hótel Ólafsvík Ísafjörður | Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir furðu sinni á því að til standi að gera samkomulag um sameiningu Landsvirkj- unar, RARIK og Orkubús Vestfjarða og vísar til þess að það hafi komið fram í frétt- um. Kemur þetta fram í ályktun sem Hall- dór Halldórsson bæjarstjóri flutti á fundi bæjarstjórnar í fyrradag og samþykkt var samhljóða. Í ályktuninni er minnt á fyrirheit um efl- ingu Vestfjarða, byggðaáætlun ríkisstjórn- ar og Alþings og Vestfirska byggðaáætlun. Einnig tillögur Vestfirðinga um eflingu Orkubús Vestfjarða með sameiningu þess við RARIK í Norðvesturkjördæmi, með höfuðstöðvar á Ísafirði. Þá er það rifjað upp að nefnd á vegum forsætisráðherra sem fjallaði um byggðamál í Norðvestur- kjördæmi hafi skila tillögu sama efnis og hún sé einnig til umfjöllunar í nefnd um byggðamál á Vestfjörðum sem iðnaðarráð- herra skipaði. Fara á fund ríkisstjórnar „Í ljósi þess hversu alvarlegar afleiðing- ar fyrrnefndar hugmyndir gætu haft fyrir vestfirskt samfélag, m.a. með fækkun starfa, felur bæjarstjórn bæjarstjóra og formanni bæjarráðs, að fara á fund for- svarsmanna ríkisstjórnarinnar og fylgja eftir hagsmunum Ísafjarðarbæjar í þessu máli,“ segir í ályktuninni. Hafa áhyggj- ur af samein- ingu orku- fyrirtækja ♦♦♦ Í tilefni af því að flyg-illinn, sem Tónlistar-félag Hveragerðis keypti í kirkjuna, er greiddur að fullu var ákveðið að bjóða Hver- gerðingum til tónleika. Af því tilefni komu þar fram listamennirnir Jónas Ingimundarson píanóleik- ari og Sigrún Hjálmtýs- dóttir söngkona. Áður en tónleikarnir hófust afhentu fulltrúar Lionsklúbbsins ávísun, sem var ágóði af vorhátíð Lions og gerði Tónlistar- félaginu kleift að greiða síðustu greiðsluna af flyglinum. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Flygillinn að fullu greiddur Hólmavík | Handverks- félagið Strandakúnst stendur fyrir jólamark- aði sem var opnaður í húsnæði Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík fyrstu helgina í aðventu og stendur til jóla. Mæðg- urnar Ásdís Jónsdóttir og Hrafnhildur Guð- björnsdóttir sjá um markaðinn, en Ásdís var við afgreiðslu þegar fréttaritari kíkti við einn kaldan dag í desember. „Við erum hér með mikið af fjöl- breyttu handverki eftir heimafólk og auk þess galdragóss, “ sagði Ásdís. „Svo er það flóamarkaðshornið, þangað getur fólk komið með hluti um leið og það tekur til í skápunum fyrir jólin, og þar er líka leyfilegt að prútta.“ Í umræddu horni getur að líta notaðan fatnað og ýmsa nytja- hluti sem heilmikið er eftir af, en hafa lokið sínu hlutverki hjá fyrri eigendum. Á veggjum markaðarins hangir svo athyglisverð málverkasýning eftir tvo hólmvíska áhugalistmálara, þau Ásdísi Jónsdóttur og Jón Trausta Guðlaugsson. Myndirnar eru flestar í einkaeigu en voru feng- ar að láni fyrir þessa sýningu.Til að undirstrika stemmninguna ómaði svo nýútgefinn geisladiskur, Draumar, eftir Drangsnesinginn Björn Guðna Guðjónsson. „Það má ekki gleyma kaffihorn- inu, það er alltaf notalegt að setjast niður og fá sér kaffi og piparköku þegar svona kalt er úti. Svo verður jólakvartettinn með uppákomur síð- ustu tvo sunnudagana í aðventunni og syngur gamla og nýja slagara,“ sagði Ásdís. Strandakúnst með jólamarkað Leyfilegt að prútta Morgunblaðið/Stína Einars Tilraun með sæeyru | Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum mun á næstunni hefja tilraunaeldi á sæeyrum. Haft er eftir Stef- áni Friðrikssyni, aðstoðarforstjóra fyrir- tækisins, í blaðinu Fréttum í Eyjum að ör- fá dýr komi þangað næstu daga en niðurstöður tilraunarinnar liggi ekki fyrir fyrr en eftir nokkra mánuði. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.