Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 61
                            !"#$%$& ' ($%%#) * + '$#",# -. "(-) + '(%/) "!"%0/ -.  & 121 3144/ 5". 67.6('-#0 8-/ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 61 SIR Elton John hefur sakað vin sinn George Michael um að láta hæfileika sína fara til spillis með því að vera svona heimakær. Þeir Elton og George sungu saman dúett í lagi Eltons „Don’t Let The Sun Go Down On Me“ en það orð fer af George að hann sé mikill einfari. „Ég hef hvatt hann til að gera meira en hann er bara í öðrum heimi. Það nagar mig að hann skuli ekki fást til að halda tónleika. Honum finnst miklu betra að hanga heima hjá sér öllum stundum, sem mér finnst vera sóun á hæfileikum. En þetta er hans líf, ekki mitt. Hann virðist afar van- sæll og það sýnir sig á plötunni hans nýju,“ en þar talar Elton um Patience, sem hann segist hafa orðið fyrir mikl- um vonbrigðum með. „Mér þótti hún góð, en miðað við hversu lengi hún var í bígerð þá olli hún mér vonbrigðum. Hann er ein- hver hæfileikaríkasti maður sem ég hef hitt og svo sannarlega einn besti söngvari sem ég hef heyrt í. Ég ann honum sem vini, þannig að ég verð að gæta að því hvað ég segi um hann. Það eina sem ég vil því segja er: George, þú þarft að drífa þig oftar út.“ Sir Elton John verður seint sagður manna orðvarastur. George Michael verður seint sagð- ur manna duglegastur. Tónlist | Sir Elton John George Michael sóar hæfileikunum ÓLAFUR Jósepsson / Stafrænn Há- kon hefur haldið sig við heimabruggið til þessa og en gefur nú út plötu á vegum þeirrar merku og virtu útgáfu Resonant. Á Ventli / Poka tekur hann undir sig stórt stökk inn í epíska naumhyggju, allir hljómar eru meiri um sig, rými á milli þeirra betur mark- að og hljóð hljóma betur. Líklegt verður að telja að hann hafi við hönd- ina betri tól og tæki en fram til þessa, verkfæri sem gera honum kleift að hafa tónlistina skýrari og hreinni og um leið sterkari en áður, en hugs- anlegt líka að hann hafi komist í betra hljóðver en forðum. Það hefur og sitt að segja að hann notar meira af lif- andi hljóðfæraleik en áður, fær til liðs við sig mannskap til að spila á tromm- ur, selló, gítara, bassa og básúnu, eft- ir því sem við á. Upphafslagið, „Unnar“, er einkar dægilegt, falleg laglína og þung und- iralda skapa einkar skemmtilega sveimkennda stemmningu. Básúnan er skemmtilega notuð og sellóið skil- ar hlýum tregablöndnum hljómi. Sama er upp á teningnum í næsta lagi, „Bleki“, en þar er ljúfur gítar í aðalhlutverki þó óreiðan kraumi und- ir niðri. Þannig vindur plötunni fram að mestu leyti, átök hófleg, en fullt að gerast í hverju lagi þegar maður tek- ur að rýna í það. Gott dæmi er „Vo- gor“ þar sem skemmtilega teygj- anlegur taktur knýr lagið áfram. „Eder“ er náskylt því, meinleysisleg gítarklifun lifnar við með taktlykkju sem er teygð og toguð, smám saman byggist upp spenna sem brýst svo út í hrífandi sterkum millikafla. Það er líka boðið upp á takt í „Kvos“ undir lok plötunnar, raftakti og mannlegum áslætti er þar blandað saman á skemmtilegan hátt. „Kjammi“ er svo hápunktur plöt- unnar að mínu mati, geysiöflugt lag með stöðugri stígandi og endar sem hátimbruð hljómahöll. Næsta lag þar á eftir, „Górecki Magnús“, er lítt síðra, en full stutt finnst mér. Stafrænn Hákon hefur bætt sig til muna og var þó góður fyrir. Poki / Ventill er framúrskarandi plata sem sýnir á sér nýja hlið við hverja hlustun Gjöful og skemmtileg TÓNLIST Íslenskar plötur Ventill / Poki, breiðskífa með Stafrænum Hákoni, en svo nefnir sig tónlistarmað- urinn Ólafur Jósepsson. Ólafur semur sjö laganna einn, en þrjú með S. Samma sem leikur á gítar í þeim lögum. S. Daníel leik- ur á trommur í nokkrum lögum, S. Doddi á selló og S. Töddi á básúnu. Þetta er fjórða breiðskífa hans en áður hafa komið út heimagerðar skífur í heimagerðum um- slögum. Resonant gefur út. 62:04 mín. Stafrænn Hákon – Ventill / Poki  Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.