Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR heildartekjur borgarsjóðs verði rúmur 41 milljarður samanborið við 37,5 milljarða í útkomuspá þessa árs sem er 9,3% hækkun milli ára. Rekstrargjöld án breytinga á lífeyr- isskuldbindingu, afskrifta og fjár- magnskostnaðar eru áætluð 37,4 milljarðar. Rekstrarafgangur ársins er áætlaður 554 milljónir kr. sam- anborið við 314 milljónir á þessu ári. Gerð verður krafa um talsverða hagræðingu í rekstri Reykjavíkur- REYKJAVÍKURBORG hyggst lækka hreinar skuldir borgarsjóðs um tæpa 1,6 milljarða króna á næsta ári samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem lagt var fram í borgarráði á fimmtudag. Á blaðamannafundi með Stein- unni Valdísi Óskarsdóttur borgar- stjóra í gær kom fram að lögð verði áhersla á aukna þjónustu við borg- arbúa auk uppbyggingar í miðbæn- um og fleiri verkefni. Heildarskuldir borgarsjóðs eru nú 22,2 milljarðar og hreinar skuld- ir tæpar 7,7 milljarðar. Gert er ráð fyrir að lækka heildarskuldir í 21,1 milljarð og hreinar skuldir í 6,1 milljarð. Heildarskuldir borgarsjóðs og fyrirtækja samanlagt eru hins vegar 70,3 milljarðar og munu hækka í 78,9 milljarða 2005 sam- kvæmt frumvarpinu. Þjónustumiðstöðvar opnaðar Á næsta ári verða opnaðar þjón- ustumiðstöðvar fyrir íbúa í hverfum borgarinnar, símaver opnað í febr- úar og rafræn þjónusta á vef borg- arinnar verður efld. Tekin verður í notkun ný yfirbyggð sundlaug í Laugardal, íþrótta- og sýningarhöll- in í Laugardal verður opnuð og framkvæmdir við nýja virkjun á Hellisheiði munu standa sem hæst á næsta ári. Að því gefnu að samn- ingar náist verður opnuð sýning um árdaga byggðar í Reykjavík í land- námsskálanum við Aðalstræti. Byggður verður nýr skóli í Graf- arvogi og stefnt að byggingu a.m.k. eins hjúkrunarheimilis fyrir aldr- aða. Þá tekur borgin þátt í kostnaði við færslu Hringbrautar og lagfær- ingu Vesturlandsvegar. Þá kemur nýtt fyrirtæki inn í samstæðureikn- ing borgarinnar, Faxaflóahafnir sf., en samningur um sameiningu hafna Reykjavíkur, Akraness, Grundar- tanga og Borgarness tekur gildi um áramót. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að borgar samkvæmt frumvarpinu og mun sparnaður vegna þess nema 1– 1,2 milljörðum króna í árslok 2005. Er þetta þriðja árið í röð þar sem krafist er hagræðingar í rekstri. Þá er í frumvarpinu ekki gert ráð fyrir tekjum af sölu Vélamiðstöðvar ehf. og Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Ekki er ljóst hver verður niðurstaða af áformum um að rík- isvaldið leysi til sín eignarhluta Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Í forsendum fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir að almennar launa- hækkanir nemi 3%. Þá er gert ráð fyrir tekjuaukningu upp á 870 millj- ónir við fullnýtingu útsvarsheimild- ar og hækkunar fasteignaskatts. Borgarstjóri mun mæla fyrir frumvarpinu á fundi í borgarstjórn 7. desember. ORKUVEITA Reykjavík mun tak- ast á hendur gríðarlegar fjárfest- ingar á næsta ári vegna Hellisheið- arvirkjunar og vegur OR langþyngst í samstæðureikningi Reykjavíkurborgar. Fjárfestingar OR eru áætlaðar 12,5 milljarðar á næsta ári eða tvo þriðju af heildar- fjárfestingum samstæðunnar sem alls eru 18 milljarðar. Borgarsjóður fjárfestir næstmest í sam- stæðureikningnum eða fyrir 2,3 milljarða. Önnur fyrirtæki í sam- stæðureikningnum á borð við Bíla- stæðasjóð, Félagsbústaði, Faxaflóa- hafnir og Strætó fjárfesta samanlagt fyrir á þriðja milljarð kr. Af 12,5 milljarða króna fjárfest- ingum OR á næsta ári verður 9,5 milljörðum varið í virkjanir og 2 milljörðum í dreifikerfum. „Gert er ráð fyrir því að þótt Orkuveitan þurfi að fara í mikla skuldsetningu vegna framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun muni fjár- festingin borga sig upp á 15 árum,“ segir Steinunn V. Óskarsdóttir borgarstjóri. Orkuveitan fjár- festir fyrir 12,5 milljarða króna „VIÐ stefnum að því að halda jafn- vægi í rekstri á næsta ári eins og okkur hefur tekist síðastliðin þrjú ár,“ segir Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir borgarstjóri um frumvarp að fjárhagsáætlun borgarinnar 2005. „Við ætlum að efla þjónustu við borgarbúa með því að opna þjón- ustumiðstöðvar í öllum hverfum borgarinnar sem eiga að einfalda íbúum að leita upplýsinga um hvað sem vera skal.“ Opnuð verða síma- ver sem gera fólki kleift að hringja í eitt númer með spurningar sínar um allt sem snýr að þjónustu borg- arinnar. „Við sjáum líka fyrir okkur öfl- uga uppbyggingu í miðborginni í tengslum við Tónlistar- og ráð- stefnuhús og á svæðinu frá Lækj- argötu að Faxaskála. Einnig verður farið í uppbyggingu á Mýr- argötusvæðinu og Skuggahverfinu svo dæmi séu tekin.“ „Ætlum að halda jafnvægi í rekstri“ Í SAMANTEKNUM reikningi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að heildartekjur verði 60,7 milljarðar króna 2005 samanborið við 55,9 millj- arða í útkomuspá þessa árs sem er 8,6% hækkun milli ára. Rekstrargjöld án breytinga á lífeyrisskuldbindingum, afskrifta og fjármagnskostnaðar eru áætluð 49,3 milljarðar samanborið við 46,2 milljarða í útkomuspá þessa árs sem er 6,7% hækkun milli ára. Rekstrarafgangur ársins er áætlaður 8 milljónir króna samanborið við 144 miljónir á þessu ári. Heildartekjur 60,7 milljarðar Frumvarp lagt fram að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2005 Stefnt að lækkun skulda um 1,6 milljarða króna Morgunblaðið/Sverrir Þjónustu, aðhald og ábyrgð eru einkunnarorð frumvarpsins. Steinunn V. Óskarsdóttir borgarstjóri (til hægri) ásamt Bjarna Frey Bjarnasyni fjár- hagsáætlunarfulltrúa og Önnu Skúladóttur fjármálastjóra.                 !"#$# %!&# #  !"#$#  '()   * +!&  , !&& ! #)    , -   . /$!0& ()/!& 1&& )0  2         & - #3$! &$3    4#) 5  $5   6!& * # *& 6!& # *& ÞAÐ ERU enn þá múrar í samfélagi okkar sem þarf að brjóta en engu að síður hefur víða verið unnið mjög gott starf í að jafna aðgang fatlaðra og ófatlaðra í þjóðfélaginu. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra áður en hún veitti Íþróttasambandi fatl- aðra og leikskólanum Kjarrinu í Garðabæ viðurkenninguna Múr- brjótinn í gær. Múrbrjótinn veita samtökin Þroskahjálp árlega þeim sem þykja hafa skarað fram úr í jafnréttismálum fatlaðra. Halldór Gunnarsson, stjórn- arformaður Þroskahjálpar, sagði í ávarpi sínu að fátt væri betur til þess fallið að auka sjálfsvitund og trú á sjálfum sér og íþróttir. Sagði hann Íþróttasamband fatlaðra hafa staðið styrkan vörð um hagsmuni þroska- hamlaðra. Íþróttastarfið væri í mikl- um blóma og hefði varpað jákvæðu ljósi á fólk með fötlun. Leikskólinn Kjarrið þykir að sögn Halldórs hafa uppeldis- og starfsmannastefnu sem auki jafnrétti fatlaðra og ófatlaðra. Halldór benti á að margir aðilar hefðu verið tilnefndir til viðurkenn- ingarinnar í ár en að vel ígrunduðu máli hefði Kjarrið og Íþrótta- sambandið þótt skara fram úr. Morgunblaðið/Árni Torfason Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhendir Önnu Magneu Hreinsdóttur frá Kjarrinu Múrbrjótinn. Að baki stendur Sveinn Áki Lúð- víksson frá Íþróttasambandi fatlaðra sem einnig fékk Múrbrjótinn í ár. Atkvæðamestu múr- brjótar samfélagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.